Fréttablaðið - 05.09.2007, Síða 22

Fréttablaðið - 05.09.2007, Síða 22
Fátt er fegurra en sofandi barn með hreinan, friðsælan svip og indæl sú tilfinning að sefa það með róandi vögguvísu. Þetta veit leikskólakennarinn og söngkonan Kristjana Helga Thor- arensen, eða Kiddý Thor eins og hún kallast líka. Kiddý gaf nýver- ið út hinn yndislega geisladisk Sofðu, sofðu þar sem hún syngur sinni töfrandi röddu rammíslensk- ar vögguvísur. „Mig langaði að gera þennan disk vegna þess að mér fannst alveg vanta rólega tónlist fyrir lítil börn. Í starfi mínu sem leik- skólastjóri komst ég að því að eng- inn diskur var til með íslenskum vögguvísum til að leyfa börnum að njóta í hvíldartímanum. Ef tón- listin var íslensk var hún alltaf blönduð hressum lögum sem pöss- uðu illa í rólegheitin og því var bara um erlenda eða klassíska tón- list að ræða,“ segir Kiddý. Hún valdi eingöngu vögguvísur eftir íslenska laga- og textahöfunda á Sofðu, sofðu, en lögin eru öll útsett af Vilhjálmi Guðjónssyni, sem einnig leikur undir á gítar, hörpu, orgel og klukkuspil. „Ég var búin að ganga með Sofðu, sofðu í maganum lengi en sá svo í disknum einstakt tæki- færi til að varð- veita þennan tónlistararf sem mörgum er gleymdur eða í óðaönn að gleymast. Íslensk börn þekkja ekki lengur gömlu íslensku vöggu- vísurnar sem áður fylgdu þeim svo fal- lega inn í svefninn. Diskurinn var upphaflega hugsaður fyrir börn en nú segi ég hann henta börnum á öllum aldri því margir fullorðnir segjast slaka á við að hlusta á hann af því að lögin séu þau sömu hug- ljúfu og mamma söng fyrir þá í æsku,“ segir Kiddý sem fengið hefur frábærar viðtökur við Sofðu, sofðu. „Ánægðir foreldrar senda mér bréf og segja börnin liggja sæl á meðan þau hlusta og sofna, og í leikskólum virkar diskurinn eins og draumur í hvíldartímanum,“ segir Kiddý sem nam söng í Söngskóla Reykjavíkur og hefur sungið djass með Árna Ísleifs, ýmsa kirkjulega tónlist og með kórum. „Það er aldrei að vita nema ég geri fleira barnvænt í framtíðinni. Það er aðeins of mikið stuð í því sem gert er fyrir börn og þarf að kenna þeim að slaka á, rétt eins og okkur fullorðna fólkinu í asa nútímans.“ Sofðu, sofðu fæst í Skífunni, 12 Tónum, Kirkjuhúsinu, Pennanum Eymundsson, og á heimasíðunni www.kisamin.is, þar sem einnig má finna hljóðdæmi úr íslenskum vögguvísum. Angurvær tónlist í draumalandi barna Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.