Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 8
 22. október 2008 MIÐVIKUDAGUR DÓMSMÁL Karlmaður um þrítugt hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að svipta annan mann frelsi og ganga í skrokk á honum, svo og innbrot, þjófnaði og fíkniefnabrot. Hinn dæmdi réðst, ásamt öðrum manni, á fórnarlambið sem er rúm- lega tvítugur piltur. Mennirnir færðu hann nauðugan í bíl við Garð- skagavita og óku með hann að heim- ili annars þeirra. Meðan á ökuferð- inni stóð og eftir hana skiptust mennirnir á að ganga harkalega í skrokk á piltinum. Þeir börðu hann í andlit og líkama og létu spörkin dynja á honum. Að því búnu neyddi sá, sem dæmdur var nú, piltinn til að fara í verslun Samkaupa/Úrval í Sandgerði, taka þar í heimildarleysi úr peningaskáp samtals um krónur 50 þúsund krónur og láta sig hafa. Hinn dæmdi var einnig ákærður fyrir fíkniefnabrot og nokkur inn- brot. Hann stal tölvum, en einnig 170 kílóum af humri. Maðurinn ját- aði sök. Hinn maðurinn sem var með í aðförinni að piltinum neitaði hins vegar. Þeir eru því dæmdir hvor í sínu lagi. - jss GARÐSKAGAVITI Mennirnir sviptu piltinn frelsi við Garðskagavita og fluttu hann nauðugan heim til annars þeirra. Annar tveggja árásarmanna við Garðskagavita í fjögurra mánaða fangelsi: Sviptu ungan mann frelsi og misþyrmdu hrottalega DÓMSMÁL Hæstiréttur Íslands hefur dæmt greiðslukortafyrirtæk- ið Valitor til að láta skattayfirvöld- um í té upplýsingar um færslur á erlend greiðslukort sem eru sam- tals yfir fimm milljónir króna hér- lendis á tólf mánaða tímabili. „Það er rökstuddur grunur um það að menn hafi komið fjármun- um undan skattlagningu á Íslandi með því að geyma þá í svokölluðum aflandsríkjum, sem stundum eru kallaðar skattaparadísir. Til þess að koma þessum peningum í umferð er þekkt leið að viðkomandi fái útgefið greiðslukort sem hann notar síðan til að fjármagna neyslu og hugsanlega í einhverjum tilfell- um til fjárfestinga,“ útskýrir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Snemma á þessu ári var þess óskað að íslensku kortafyrirtækin þrjú veittu ríkisskattstjóra upplýs- ingar um þá sem tekið höfðu út yfir fimm milljónir króna frá miðju ári 2006 til miðs árs 2007. Tvö fyrir- tækjanna létu upplýsingarnar í té. Fyrirtækið Valitor, sem er í eigu Kaupþings, Landsbankans og spari- sjóða, bar fyrir sig bankaleynd en Hæstiréttur segir Valitor skylt að afhenda hin umbeðnu gögn. Dönsk skattyfirvöld áttu frumkvæði að því að afla upplýsinga um kredit- kortafærslur þar í landi með kort- um sem gefin voru út og gerð upp í öðrum löndum. Skattyfirvöld í Nor- egi og Svíþjóð fylgdu í kjölfarið. „Þetta hefur borið góðan árangur í nágrannalöndunum og við erum að reyna að feta í fótspor skattyfir- valda þar. Við erum að elta uppi peningana til að geta rakið hvort hlutaðeigandi aðilar hafi gert grein fyrir þeim innistæðum sem þarna er um að ræða í skattframtali,“ segir Skúli Eggert. Í dómsskjölum kemur fram að ríkisskattstjóri telji að banka- leynd hljóti að víkja fyrir þeim hagsmunum hins opin- bera að ganga úr skugga um að skattskil séu rétt. Almennur trúnaður við viðskiptamenn í formi bankaleyndar hafi ekki þann tilgang að vernda mögu- lega brotastarfsemi. Skúli Eggert segir að þótt gögn frá tveimur kortafyrirtækj- anna hafi þegar verið í hendi hafi verið ákveðið að bíða með að skoða þau þar til dómur Hæstréttar gengi í máli Valitor. „Mér sýnist þetta vera örfáir tugir tilfella sem við þurfum að athuga,“ segir ríkis- skattstjóri. gar@frettabladid.is Greiðslukortin komi upp um skattsvikara Hæstiréttur segir ríkisskattstjóra eiga að fá aðgang að færslum með erlendum greiðslukortum á Íslandi sem eru yfir fimm milljónum á ári. Finna á þá sem kunna að eiga eignir erlendis og skjóta undan skatti. Tugir tilfella eru í skoðun. HÆSTIRÉTTUR ÍSLANDS Kortafyrirtæki á að láta skattayfirvöld fá upplýsingar um upphæðir yfir fimm milljónum króna sem borgaðar eru á Íslandi með erlendum greiðslukortum. TAÍLAND, AP Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, var í gær dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar vegna spillingarmála, sem urðu til þess að her landsins hrakti hann úr embætti fyrir tveimur árum. Thaksin hefur síðan verið í sjálfskipaðri útlegð í Bretlandi. Hann segist sjálfur ekkert gefa fyrir þennan dóm, hann sé af pólitískum rótum sprott- inn. „Dómstóllinn er framhald á stjórnarbyltingunni,“ sagði Thaksin í Bretlandi í gær. Hann sagði dóminn ekki koma sér á óvart. „Eftir að mér var steypt af stóli er bara eðlilegt að þeir reyni allt til að réttlæta það.“ Eiginkona Thaksins var hins vegar sýknuð af öllum ákærum. Dómnum var ákaft fagnað af mótmælendahreyf- ingu, sem undanfarnar vikur hefur krafist þess að núverandi forsætisráðherra segi af sér. Hann er sakaður um að ganga erinda Thaksins. Þúsundir manna hafa hreiðrað um sig fyrir utan skrifstofur forsætisráðherra síðustu vikurnar, og mátti í gær heyra mannfjöldann hrópa: „Farðu í fangelsi, farðu í fangelsi.“ Saksóknari sagði í gær að reynt yrði að hraða afgreiðslu á beiðni til Bretlands um framsal Thaksins. - gb Fyrrverandi forsætisráðherra Taílands dæmdur fyrir spillingu: Segir dóminn pólitískan Við erum að elta uppi peningana til að geta rakið hvort hlutaðeig- andi aðilar hafi gert grein fyrir þeim innstæðum sem þarna er um að ræða í skatta- framtali.“ SKÚLI EGGERT ÞÓRÐARSON RÍKISSKATTSTJÓRI 13.00 – 13.05 Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, setur málþingið. 13.05 – 13.15 Guðrún Pétursdóttir, dósent HÍ, flytur hátíðarávarp. 13.15 – 13.20 Sigríður Snævarr, stjórnandi málþings, opnar umræðuna. 13.20 – 13.35 Svafa Grönfeldt, rektor HR. Áfram Ísland. 13.35 – 13.50 Þór Sigfússon, formaður Samtaka atvinnulífsins. Tækifæri á óvissutímum. 13.50 – 14.05 Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, skákkona. Að tefla djarft. 14.05 – 14.30 Kaffi. 14.30 – 14.45 Andri Snær Magnason, rithöfundur. Menntun er ekki fjárfesting. 14.45 – 15.00 Guðmundur Steingrímsson, heimspekingur. Er menntun ofmetin? 15.00 – 15.45 Pallborðsumræður undir stjórn Sigríðar Snævarr. 15.45 – 16.00 Samantekt formanns. Að henni lokinni mun hún afhenda Ármanni Snævarr, fyrsta formanni BHM, fyrsta eintak af bókinni BHM – Saga Bandalags háskólamanna 1958 – 2008. 16.00 – 18.00 Kokkteill, veitingar og Tríó Hjörleifs Valssonar leikur djasstónlist í boði BHM. Dagskrá Farseðill til framtíðar Málþing um menntun www.bhm.is Guðrún PétursdóttirGuðlaug Kristjánsdóttir Þór Sigfússon Andri Snær Magnason Guðmundur Steingrímsson Sigríður Snævarr Svafa Grönfeldt Guðfríður Lilja Grétarsdóttir Á morgun fagnar BHM 50 ára afmæli Í tilefni þess höldum við málþing á Grand hótel Reykjavík (gyllti salur) fimmtudaginn 23. október kl. 13.00 – 16.00. Málþingið ber yfirskriftina Farseðill til framtíðar og er öllum opið. Að dagskrá lokinni gleðjumst við og njótum veitinga og tónlistar. Skráning fer fram á www.bhm.is. DÓMI FAGNAÐ Fjöldi fólks, sem undanfarnar vikur hefur mót- mælt stjórninni í Taílandi, fagnaði ákaft úrslitum réttarhald- anna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.