Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 22
 22. OKTÓBER 2008 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● jólahlaðborð „Við Daddi Diskó verðum með dagskrá þar sem við bjóðum fólk velkomið, förum yfir matseðilinn og verðum svo með grín inni á milli. Við reiknum með að það verði aðallega vinnustaðahópar sem sækja þetta hlaðborð, þannig að við verðum með smá uppá kom- ur sem tengjast þeim. En aðallega snýst þetta um að skemmta fólki og hafa gaman,“ segir Sigríður Beinteinsdóttir söngkona, sem hefur ásamt plötusnúðnum vinsæla Dadda Diskó tekið að sér veislustjórn á jóla- hlaðborði Hilton Reykjavík Nordica- hótelsins við Suðurlandsbraut. Sigríður hefur áður skemmt á jólahlaðborðum, en segist þó ekki hafa tekið að sér eiginlega veislu- stjórnun fyrr. Tónlist leikur að sjálf- sögðu stóran þátt í skemmtidagskrá þeirra Sigríðar og Dadda; þannig kemur Sigríður til með að syngja jólalög fyrir gesti meðan á borðhaldi stendur og eftir að því er lokið tekur Daddi til við að þeyta skífum, vænt- anlega við mikinn fögnuð þeirra sem vilja sletta úr klaufunum. „Ég verð með píanóleikara með mér og get jafnvel tekið við óskalögum úr sal. Daddi er svo þekktur fyrir diskótekin sín, þannig að þeir sem vilja dansa fá líka eitthvað fyrir sinn snúð. Markmið okkar er í raun bara að bjóða fólki upp á skemmtilega stund þar sem það getur skilið áhyggjurnar við sig og notið lífsins,“ segir Sigríður. - vþ Gamanmál og tónlist Jólahlaðborðin eru á næsta leiti og þegar er byrjað að taka við pöntunum. Í Perlunni hefst jólahlaðborð 20. nóvember. „Laugar- og sunnudagarnir eru nánast að verða upppantaðir hjá okkur. Gestir halda oft sínu borði, biðja bara um sama borð að ári til að þurfa ekki að standa í að panta síðar,“ segir Elmar Kristjánsson, yfirmatreiðslumaður Perlunnar. Jólahlaðborðið mun verða með hefðbundnu sniði í ár. Kvöldið byrjar á villigæsasúpu sem borin er á borð og eftir hana fara gestir á hlaðborðin. Þau eru þrjú, kalt for- réttahlaðborð, heitir aðalréttir og svo eftirréttahlaðborð. „Við bjóð- um upp á þetta hefðbundna: ham- borgarhrygg, purusteik og dádýr í heitu réttunum og við erum einnig með hreindýrabollur, kalkúnalæri og sykurbrúnaðar kartöflur. Kald- ir réttir eru síld og silungur, gæs, roastbeef og skelfiskur og ýmist meðlæti svo eitthvað sé nefnt. Á eftirréttaborðinu má nefna Perlu- bombu, piparkökur, rúllutertur og karamellukökur og einnig erum við með ítalskan ís sem við búum til hér á staðnum.“ Elmar segir Perluna leggja áherslu á íslenskt hráefni á hlað- borðið. Ísinn er ekki bara gerður á staðnum heldur er sultað úr berj- um, frauð lagað úr andalifrum og fleira. „Þetta erum við kokkarn- ir nú alltaf meðvitaðir um í elda- mennskunni, að kaupa íslenskt og fara vel með villibráðina. Engu er hent. Veiðimennirnir eru orðn- ir mjög meðvitaðir um að ganga vel frá bráðinni og pakka öllu og úr besta sláturhúsi. Það hefur mér fundist eftirtektarvert síðustu tvö ár og gaman að geta sagt frá því.“ Elmar segir mikið af fjöl- skyldufólki koma á jólahlaðborð- ið og árlega er sett upp jólatré á fyrstu hæðinni sem gleður jafnan minnstu gestina. Jólahlaðborðið er tækifæri fyrir fjölskylduna að gleðjast saman yfir góðum mat. - rat Jólaperla í mat og drykk Elmar Kristjánsson segir matreiðslumenn Perlunnar leggja áherslu á íslenskt hráefni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Perlan verður fallega lýst þegar líður að jólum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Jólahlaðborð Perlunnar dregur til sín fastagesti ár eftir ár sem biðja um sama borð að ári. MYND/ÞORLÁKUR Örn Garðarsson matreiðslumaður rekur veisluþjónustuna Soho í Reykjanesbæ. Hann er ekki ókunnugur jólahlaðborðunum en hann lærði á sínum tíma hjá Brauðbæ sem byrjaði með jólahlaðborðin snemma á níunda áratugnum. Í ár býður Örn upp á jólahlaðborðið heim í stofu og er þegar búinn að fá talsvert af pöntunum. „Ég opnaði þetta eldhús í sumar en hef í langan tíma verið með jólahlaðborð úti um víðan völl. Í ár verð ég eingöngu með heima- hús, pantanirnar streyma inn og það er mikið að gera.“ Í boði hjá Erni eru þrjár samsetningar af jólahlað- borði. Hlaðborð númer 1 er hefðbundið jólahlaðborð með kryddsíld og villibráðarpaté meðal forrétta. Í aðalrétt er til dæmis dádýr, purusteik og hangikjöt. Hlaðborð númer 2 er svokallað smáréttaborð eða tapas-veisla með hun- angsgröfnum laxi meðal forrétta. Grillaðan túnfisk, danska lifrar- kæfu og parmaskinku er svo að finna meðal aðalrétta. Þriðja hlað- borðið er svo léttari útgáfa af því hefðbundna. Örn segir tapas- hlaðborðið mjög vinsælt. „Tapas-jólahlaðborðspakkinn inniheldur ofboðslega marga rétti og er miðaður við standandi borðhald. Það er tilvalið þar sem ekki er mikið pláss. Mér finnst alltaf skemmtileg stemning við að und- irbúa jólahlaðborðin og reyki allt sjálfur og bý til patéin. Ég veit hvað gestirnir vilja, er eingöngu í þessu og reyni að sinna því vel.“ Nánar má lesa um jólahlaðborðin á vefsíðunni www.soho.is. - rat Jólahlaðborðið heim Tapas-veisla eða jólasmáréttahlaðborð frá Soho er vinsælt í heimahús. Sigríður Beinteinsdóttir verður, ásamt Dadda Diskó, veislustjóri á jólahlaðborði Hilton Reykjavík Nordica-hótelsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Verð fyrir kvöldverð 6.500 kr. og hádegi 4.600 kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.