Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 40
16 22. október 2008 MIÐVIKUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Hvernig á ég að vita það, ég vinn bara hérna... Hæ Kamilla, hvernig gengur? Það gengur allt vel! Ég lít út eins og fíll en ég er hætt að kasta upp! Þú lítur vel út! Ekkert er glæsilegra en ólétt kona! Satt! Bumban á þér er glæsileg Kamilla! Bumburnar á okkur eru kannski ekki alveg eins glæsilegar! Nei, sjáðu þessa! Nei, sjáðu þessa! Fátt er eins glæsi- legt og karlmaður með bjór- vömb! Nú verður mér aftur óglatt! Ta-Da aa! Drengur! Nýir erma- hnappar? Ha? Ojbara! Nei! Ég lét gata á mér handleggina! Forvitinn Hver segir að ég sé forvitinn Þú verður að læra sjálf heima Solla. Ég get ekki setið hér og svarað öllu fyrir þig! Af hverju ekki? Þetta er það fáránlegasta sem ég hef nokkru sinni heyrt! Þá er ég glöð og þú getur setið í sófanum og horft á sjónvarpið í stað þess að reyna að troða stærð- fræði inn í höfuðið á mér. Þetta er það fáránlegasta sem þú hefur nokkru sinni heyrt! Einhverjum finnst þessi fyrirsögn eflaust jafn ótímabær og jólaauglýsingarnar sem eru farnar að heyrast á öldum ljósvakans og jólablandið sem er komið í matvörubúðir. En hvað sem öðru líður er aðeins dagaspursmál hvenær jólaskreyting- ar verða settar upp í stórverslunum, allt fer að fyllast af hvers konar jólavarningi og Jingle bells fer að hljóma á klukkustundar fresti. Sjálf er ég rosalega mikið jólabarn, enda fædd í miðjum hátíðarhöldunum milli jóla og nýárs. Ég hef alltaf haft rosalega gaman af öllu sem viðkemur jólunum, öllum undirbúningnum, bakstrinum og hef gjarnan föndrað þegar tími hefur gefist til. Samt sem áður leyfi ég mér ekki að byrja of snemma því of mikið af hinu góða missir marks. Tími tilhlökkunar- innar þarf að vera mátulega langur svo spenningurinn byggist upp jafnt og þétt. Kannski er það árferðinu „að kenna“ en einhverra hluta vegna finn ég til meiri löngunar nú en áður til að fara að búa eitthvað til sjálf. Ég er búin að setja mér það markmið að búa til meira í höndunum fyrir jólin, hvort sem það verður konfekt eða jólaskraut. Ef vel tekst til mun ég jafnvel lauma því í einhvern jólapakkann. Ég efast ekki um að í ár verði fleiri sem gefa heimatilbúnar gjafir sem fela í sér meiri vinnu og hugsun heldur en gjafir síðustu ára. Undanfarin ár hefur nánast engin gjöf talist of dýr en nú þykir eflaust mörgum óviðeig- andi að gefa flatskjá eða heimabíó sem taldist hinn eðlilegasti hlutur fyrir nokkrum mánuðum. Ég spái því að kerti og spil verði aftur „inn“ og tími hestalampa og rándýrra leikfanga með gervigreind sé liðinn undir lok. „Ég komin er í hátíðarskap …“ NOKKUR ORÐ Alma Guðmundsdóttir TIL LEIGU 300 FM HÚS VIÐ EAGLE CREEK, SEM ER EINN BESTI GÓLFVÖLLURINN Í ORLANDO. 4 svefnherbergi, einkasundlaug, barnarúm, þráðlaust internet. Húsið er í hverfi sem er vaktað allan sólarhringinn. Florida Nánari upplýsingar í síma 6907060 Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.