Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Sveinbjörg Þórhallsdóttir, dans- ari og danshöfundur hjá Panic Productions, naut lífsins með fjöl- skyldu og vinum í Suður-Frakk- landi í sumar. „Við dvöldum í húsi í Mougins sem er yndislegur gamall og sjarm erandi bær fyrir utan Nice. Við heimsóttum Cannes, Nice og nágrannabæi eins og St. Paul de Vence. Það er æðislegur bær sem stendur í talsverðri hæð,“ segir Sveinbjörg og lýsir fallegu útsýni. „Við horfðum yfir heillandi húsaþyrpingar, skoðuðum gaml- an kastala og örkuðum um þröng- ar götur þar sem mikið var af nútíma galleríum og sjarmerandi veitingastöðum. Veðrið var ein- staklega gott og nutum við þess að borða góðan mat og drekka góð vín. Fyrst og fremst naut ég þó samverustunda með fjölskyldu og vinum,“ segir Sveinbjörg. Hún segir Frakkland bjóða upp á allt sem ferðamenn sækjast eftir. „Þarna er hægt að kynnast merkilegri sögu og menningu ásamt því að njóta þess besta í mat og drykk og gerast fríin varla betri.“ Sveinbjörg mun von bráðar eiga afturkvæmt til Frakklands en 30. desember fer hún með verkið Private Dancer á Festival Les Grandes Traversees í Bor- deaux. Verkið verður frumsýnt á stóra sviði Borgarleikhússins 30. október næstkomandi en um er að ræða dansleikhús í flutningi dansarans Margrétar Söru Guð- jónsdóttur, Sveinbjargar og leik- arans Jared Gradinger. vera@frettabladid.is Fríin gerast varla betri Sveinbjörg Þórhallsdóttir dvaldi í Mougins í Suður-Frakklandi í sumar. Hún heimsótti Cannes, Nice og St. Paul de Vence og átti góðar stundir í faðmi fjölskyldu og vina. Sveinbjörg naut lífsins með fjölskyldu og vinum í Suður-Frakklandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BARNALEIKFÖNG eru oft á víð og dreif um stofuna og önnur rými heimilisins þar sem lítil kríli búa. Sniðugt er að koma upp barna- krók í stofunni, jafnvel með skilrúmum svo hann verði svolítið eins og dúkkuhús og þar geta börnin verið með leikföngin sín vilji þau njóta nálægðar foreldra sinna á meðan þau leika sér. JÓLAHLAÐBORÐ Í IÐUSÖLUM Jólahlaðborð fyrirtækja. Bókið sem fyrst. Nánari upplýsingar á idusalir.is Iðusalir | Lækjargata 2 a - Iðuhúsinu | s: 517 5020 - idusalir@idusalir.is w w w . i d u s a l i r . i s UPPLÝSINGAR O s ng Mjódd

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.