Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 20
 22. október 2008 MIÐVIKUDAGUR4 „Við höfum verið með gott úrval og gott verð á rafskutlum en þær eru frá 99.000 krónum upp í um 200.000 krónur. Þær öflugustu komast allt upp í 30 kílómetra á klukkustund og fara auðveldlega upp brekkur,“ segir Halldór Berg Jónsson, eigandi fyrirtækisins til tveggja ára. Rafskutlur eru örugg- ur ferðamáti og hafa reynst fólki sem á erfitt með að hreyfa sig vel. Þær veita aukið frelsi þar sem þeir sem þær nota fá fleiri tæki- færi til að hreyfa sig og komast um. „Það eru sjálfvirkar bremsur á þessu, hraðastýringar og annað og það er mjög auðvelt að stjórna tækinu,“ útskýrir Halldór sann- færandi. Hægt er að fá styrk frá Trygg- ingastofnun til að festa kaup á rafskutlu en skil- yrði er þó að hafa lækn- isvottorð. „Fólk sem getur ekki gengið á möguleika á því að Trygginga- stofnun greiði raf- skutluna að fullu eða að hluta,“ segir Halldór. Í boði eru ýmsir litir og búnaður. „Við erum með marga liti, allt frá bláum og gráum upp í bleikan og rauðan. Síðan fylgja stafa- haldarar og körfur með skutlunum. Ódýrasta skutlan er til að nota innan- húss en hinar er hægt að nota úti og fara lengri vegalengdir. Þær sem eru nú á um 150.000 krónur eru ætlaðar á sléttlendi en nú er geng- ið svo óhagstætt þannig að verðið gæti hækkað í næstu sendingu. Við vorum að selja rafskutlurnar þrisvar sinnum ódýrari en sam- keppnisaðilarnir,“ útskýrir Hall- dór en það eru þrír aðilar sem flytja inn rafskutlur. Margir kaupa varadekk með skutlunum ef ske kynni að það myndi springa en vetrardekk eru ekki í boði. „Það er ekki gott að nota skutlurnar í snjó þar sem þær eru ekki nógu öflugar. Þær henta þó vel innanhúss og úti í góðu veðri.“ hrefna@frettabladid.is Hraðskreiðar skutlur Rafskutlur sjást orðið víða á götum bæjarins en þeir sem þær nota eru einkum eldri borgarar og fólk sem á erfitt með gang. H-Berg flytur inn rafskutlur af ýmsum stærðum og gerðum. Rafskutlur auka frelsi þeirra sem farlama eru með því að auka möguleika þeirra til að hreyfa sig og komast um. Halldór Berg hóf að flytja þær inn fyrir tveimur árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VETRARDEKK kosta minna ef þau eru keypt notuð. Hjá Vöku má til dæmis fá bæði ný og lítið notuð dekk á góðu verði en öll dekk sem Vaka kaupir eru skoðuð og metin af starfsmönnum og aðeins þau bestu seld áfram. Vesturvör 30B 200 Kópavogur S: 563 4500 tmh@tmh.is tmh.is TMH Ísland - Toyota vörulausnir Góðir lyftarar Hyster 2,5 tonn dísil 2003 Caterpillar 2,5 tonn dísil 2005 Toyota 2,5 tonn rafmagns 2003 Toyota 2,5 tonn dísil nýr Jungheinrich 2,5 tonn dísil 2002 Verð: 2.500.000 án vsk. Verð: 1.350.000 án vsk. Verð: 1.600.000 án vsk. Verð: 1.150.000 án vsk. Verð: 1.250.000 án vsk. Bremsuhlutir í alla jeppa og pickupa Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 Diskar Klossar Dælur Borðar Ísetningarþjónusta P R E N T S N IÐ E H F . ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir Alla mmtudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.