Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2008 7jólahlaðborð ● fréttablaðið ● Glöggdrykkja byggir á alda- gamalli hefð sem hefur skot- ið rótum víða í Evrópu. Íslend- ingar tóku þennan sið upp að einhverju ráði á tíunda áratug síðustu aldar og hefur glöggið stundum fengið að fljóta með á íslensku jólahlaðborði. Hér er uppskrift að þessum gómsæta og sívinsæla drykk: 1 l rauðvín 1 appelsína, skor- in í bita 1 engifer, nokkrir bitar 70 g strásykur 1/2 kanilstöng 5 negulnaglar (1/2 tsk.) 5 kardimommufræ/duft örlítið af múskathnetu og rús- ínur 1/4 l vatn 30 til 40 ml romm Setjið rauðvín, vatn, romm og krydd í pott. Skrælið app- elsínu og brjótið börkinn ofan í pottinn. Setjið engifer einn- ig út í, ásamt sykri og kryddi. Hitið glöggið við lágan hita upp að suðu og hrærið reglu- lega í og smakkið af og til. Ráðlagður eldunartími er að minnsta kosti 30 mínútur. Berið glöggið fram heitt. Drykkur sem yljar og kætir Glöggdrykkja nýtur vinsælda víða í Evrópu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Jólahlaðborð Fjölskyldu- og húsdýragarðsinns er tilvalið fyrir fjölskylduna. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn verður með árlegt jólahlaðborð fyrir börn, foreldra þeirra og að- standendur í nóvember og desem- ber. „Matseðillinn verður með hefð- bundnum hátíðarbrag, þar sem hangikjöt, uppstúf og svínakjöt, djúpsteiktur fiskur og kjúklinga- leggir verða í boði. Einnig ljúffeng salöt og sósur,“ segir Unnur Sigur- þórsdóttir, deildarstjóri fræðslu- deildar. Hún bætir við að sælkerar ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum þar sem ís og kökur verði líka á boðstólum. „Jólasveinn kemur í heimsókn og segir sögur af fjöllum og svo verða dýrin á sínum stað. Ekki má síðan gleyma því að Jóladagatal sjónvarpsins gerist innan veggja garðsins þannig að jólahlaðborð- ið eða heimsókn til okkar ætti að hitta beint í mark hjá yngstu kyn- slóðinni.“ Jólahlaðborðið verður helgarnar 29. til 30. nóvember, 6. til 7. desem- ber og 13. til 14. desember. Nánari upplýsingar í síma 5757 800. Jólahlaðborð fyrir börnin Við langt jólaborðhald er sniðugt að hafa á taktein- um hentuga samkvæmis- leiki; ekki síst ef börn sitja við veisluborðið. Blanda má litlum, óvæntum jólapökk- um í fallegan mal og láta draga sín á milli. Heimagert konfekt í öskju með kaffinu, þar sem kaffibaun er falin í einum molanum, en sá sem hana hlýtur fær óvæntan jólaglaðning. Hvíslleikir eru skemmtilegir við matarborð og uppskera hlátur þegar orðið hefur afbakast á leið milli gesta. Svo er óbrigðult að setja vísubrot undir diska þar sem hver og einn botnar vísuna. - þlg Leikið milli rétta Pakkar eru sniðugir fyrir unga veislugesti með minna setuþol.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.