Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 10
10 22. október 2008 MIÐVIKUDAGUR LÖGREGLUMÁL „Foreldrar þolenda hafa hringt í okkur nú í haust til að fá aðstoð vegna svona mála. Við töldum þau vera þess eðlis að við vísuðum foreldrunum til lög- reglu.“ Þetta segir Guðberg K. Jóns- son, verkefnastjóri SAFT, samfé- lags fjölskyldu og tækni, um klám einelti ungra barna. SAFT er vakningarátak um örugga tækni- notkun barna og unglinga á Íslandi. Fréttablaðið hefur að undan- förnu greint frá því athæfi barna ellefu ára og eldri, að nota svæsið netklám til að hrella jafnaldra sína og leggja þá í einelti. Jafnvel hefur dýraklám verið notað í þess- um tilgangi. Myndirnar sækja börnin á klámsíður og kenna þær við þolendurna með einum eða öðrum hætti. Þessu er síðan dreift á netinu. „Ég er ánægður með að Frétta- blaðið skuli taka þetta mál upp,“ segir Guðberg. „Við þurfum með einhverjum hætti að ýta við for- eldrum þannig að þeir taki þessa umræðu upp heima fyrir, brýni fyrir börnunum að nota netið á ábyrgan hátt og yfirfæra þá sið- ferðiskennd sem við notum í dag- legum samskiptum yfir á sam- skipti á netinu.“ Guðberg segir enn fremur að talsmenn SAFT muni fara í grunn- skóla landsins í vetur með erindi til foreldra, kennara og nemenda. „Þá er í vinnslu kennsluefni á myndböndum um örugga og jákvæða netnotkun. Þessu verður dreift í alla grunnskóla á næst- unni. Enn fremur vinnum við að gerð lestrarbókar fyrir yngsta stigið í grunnskólum. Við vitum að sex ára börn eru komin á netið. Það verður mjög mikill þungi lagður á að efla siðferðiskenndina og yfirfærslu á góðum siðum í samskiptum yfir á netið. Þetta er rétt eins og umferðarfræðslan. Það verður að fara með þetta í yngstu bekkina.“ Spurður um aðkomu foreldra að netnotkun barna sinna segir Guðberg foreldrana verða að kynna sér málin. Góð byrjun sé að fara inn á SAFT.is þar sem séu ýmsar upplýsingar og heilræði. Síðan þurfi að taka umræðu heima fyrir með börnunum um tækifæri og hættur netsins. Þetta sé miklu skynsamlegri ábyrgð heldur en að loka alveg á netið, því þá sé verið að loka á ýmislegt jákvætt. „Þetta er sá raunveruleiki sem við búum við. Börn eru á netinu. Netið er gott tæki svo fremi það er notað á skynsamlegan hátt. Það er ábyrgð foreldra að setja sig inn í það hvað netið hefur að bjóða og hvað ber að varast. Þetta er hluti af uppeldinu, en verður ekki afgreitt einungis í skóla.“ jss@frettabladid.is Við þurfum með einhverj- um hætti að ýta við for- eldrum þannig að þeir taki þessa umræðu upp heima fyrir. GUÐBERG K. JÓNSSON VERKEFNASTJÓRI SAFT LÍNUDANSARA HLEKKIST Á Kínverski línudansarinn Ti Aishan fær aðstoð eftir að honum mistókst að ganga á línu milli fjallstinda í Zhangjiajie í Hunan-héraði í Kína. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur til að greiða 350 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa haft í fórum sínum tæp 79 grömm af kannabisefnum. Efnin, sem hann ætlaði til sölu, hafði hann falið í járnkassa í ferðatösku sinni þegar lögregla stöðvaði hann við komu ferjunnar Herjólfs til Vestmanna- eyja á þjóðhátíð í sumar. Maðurinn játaði sök fyrir dómi. Hann gekkst tvisvar undir sáttir á síðasta ári vegna fíkniefnabrota. Þá hefur hann fengið skilorðs- bundinn fangelsisdóm fyrir þjófnað, tilraun til þjófnaðar og vopnalagabrot. - jss Tekinn á þjóðhátíð í Eyjum: Með kannabis- efni í járnkassa Frysting myntkörfulána Viðskiptaráðuneytið Ríkisstjórnin hefur beint þeim tilmælum til hinna nýju ríkisbanka að þeir frysti afborganir og vexti af myntkörfulánum þar til ró kemst á gjaldeyrismarkaðinn, sérstaklega vegna húsnæðismála, komi fram ósk þar að lútandi frá skuldara. Þeim tilmælum er beint til bankanna að þeir krefji skuldara ekki um auknar tryggingar né láti skuldara undirgangast nýtt greiðslumat vegna þessara tíma- bundnu frystingar á myntkörfulánum. Fjármálaráðherra mun á næstu dögum leggja fram á Alþingi frumvarp til breytingar á lögum um stimpilgjöld, þar sem lagt er til að skjöl sem ge n eru út á tímabilinu frá gildistöku laganna til 1. janúar 2009 og fela í sér breytingar á skilmálum á fasteignaveðskuldabréfum einstaklinga verði undanþegin greiðslu stimpilgjalda. Í ljósi framangreinds er athygli skuldara hjá hinum nýju ríkisbönkum vakin á því að þeir geti óskað eftir frystingu á myntkörfulánum, óháð efnahag sínum. Í tilmælunum var því einnig beint til ríkisbankanna að þeir bjóði viðskiptavinum sínum í greiðsluer ðleikum upp á sams konar úrræði og Íbúðalánasjóður hefur gert, sbr. ils.is. Óskum hefur verið beint til annarra fjármálafyrirtækja að veita sömu fyrirgreiðslu. Brýnt að ýta við foreldrum Foreldrar þolenda klámeineltis hafa leitað aðstoðar hjá SAFT. Verkefnastjóri segir að brýna verði fyrir börnunum að nota netið á ábyrgan hátt. NETNOTKUN BARNA Verkefnastjóri SAFT segir foreldra verða að taka umræðu með börnum sínum um tækifæri og hættur netsins. Það sé hluti af uppeldinu en verði ekki einungis afgreitt í skóla. NORDICPHOTOS/GETTY EFNAHAGSMÁL „Ég var með sex Pólverja í vinnu í sumar en nú eru fjórir farnir heim og tveir eftir,“ segir Damian Kulesza en hann rekur byggingafyrirtækið Alexa hér á landi. Hann á Bar Polonia í Hafnar- firði en þar eru Pólverjar vanir að koma saman. „Maður heyrir það alveg og sér að þeim fer fækkandi en sem betur fer kemur líka fólk af öðrum þjóðernum til okkar á barinn,“ segir hann en bætir þó við að Íslendingar séu frekar sjaldséðir á staðnum. En þótt fjöldi Pólverja hverfi úr landi eru þeir einnig margir, að sögn Damians, sem geta ekki farið og er hann sjálfur einn af þeim. „Ég kemst ekki neitt eins og staðan er, ég á íbúð og er með himinhá lán. Það er náttúrlega engin leið að selja íbúðina núna, ég veit að fólk á meira að segja í erfiðleikum með að losna við bíl- inn. Þannig að ég pakka ekki saman og fer með fjölskylduna sisvona. Ég ætla hins vegar að bíða og sjá til hvort ástandið batni ekki.“ Hann segist vita til þess að fjöldi Pólverja hafi farið til heimalandsins en einnig til vinnu í Þýskalandi og á Norðurlöndun- um. - jse Pólskur athafnamaður segir löndum sínum fækka hér á landi: Eignamenn komast ekki heim EKKERT FARARSNIÐ Á HJÓNAKORNUN- UM Þótt Pólverjum fækki hér á landi fara þau Aleksandra Janczynska og Damian Kulesza ekki neitt að sinni enda ekki hægt að losa sig sisvona við eignir og hverfa á braut eins og staðan er. MYND/JÓN SIGURÐUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.