Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 26
Á Broadway er boðið upp á fjölbreytt jólahlaðborð þar sem finna má gómsætar veitingar, tónlistarsýningu og dansleik en auk þess er hægt að fá þar klæðskerasniðin jóla- hlaðborð. Aukning hefur orðið í aðsókn erlendra gesta. Um er að ræða árlegt jólahlað- borð, tónlistarsýningu og dansleik í aðalsal Broadway alla föstudaga og laugardaga frá 14. nóvember til jóla annars vegar og klæðskera- sniðin jólahlaðborð hjá Teiti, veisluþjónustu Broadway, hins vegar. „Teiti býður upp á jólahlað- borð fyrir 50 til 800 manna hópa með fjölbreyttum skemmti- kröftum í klassískum veislusöl- um Broadway eða í nútímaleg- um og stílhreinum veislusölum í stúkuhúsi KSÍ við Laugardalsvöll. Þar er einstök stemning á þriðju hæðinni með útsýni til austurs og vesturs yfir jólaljós borgarinnar,“ segir Guðmundur G. Kristinsson, sölu- og markaðsstjóri Broadway. Um sjö til níu þúsund manns koma á hverju ári á hin sívin- sælu jólahlaðborð Broadway og að sögn Guðmundar kemur stór hluti þess hóps ár eftir ár. „Það er áralöng hefð fyrir því að setja hér upp tónlistarsýn- ingar, jólahlaðborð og dansleik á eftir og hafa undir- tektir verið góðar. Veturinn lítur mjög vel út en reyndar er aðsóknin að- eins minni en í fyrra. Þar vant- ar til dæmis bygg- ingafyrirtækin sem voru mikið hjá okkur í fyrra. Á móti kemur að við erum að fá mun meira af útlendingum,“ segir Guðmundur bjartsýnn og bætir við að margir hópar komi frá Noregi. Sýningin þetta árið byggist á tónlistarferli Madonnu. Þar kemur fram hin unga og upprennandi Jó- hanna Guðrún sem getið hefur sér gott orð fyrir tónlist sína. „Með henni kemur fram hópur dansara og landslið hljóðfæraleikara en hljómsveitin Bermúda leikur fyrir dansi fram á nótt. Tónlistarstjóri sýningarinnar er Þórir Úlfars- son,“ útskýrir Guðmundur spennt- ur og bætir við: „Maturinn stendur síðan alltaf fyrir sínu og er úrvalið mjög fjölbreytt.“ - hs 22. OKTÓBER 2008 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● jólahlaðborð „Jólahlaðborðin hafa legið niðri hér síðustu ár en nú erum við að rífa þau upp aftur,“ segir María Ól- afsdóttir, hótelstjóri Hótel Stykk- ishólms. „Það streyma inn pantan- ir þótt Hólmarar séu ekki byrjað- ir að taka við sér,“ bætir hún við. Spurð hvort hætta sé á að verði uppselt svarar hún brosandi. „Nei, það er ekkert sem heitir fullt hús í Hólminum! Við bætum þá bara við kvöldum og það mun fara vel um alla.“ María hefur tekið frá þrjár helgar fyrir jólahlaðborðin, tvær síðustu helgar nóvembermánaðar og fyrstu helgina í desember. Hún segir Guðmund H. Halldórsson matreiðslumeistara sem var á Vox hafa veg og vanda af matargerð- inni og nefnir nokkra dýrindisrétti á matseðli, svo sem skelfisksalat með ferskum kryddjurtum, hrein- dýrapaté með bláberja-og kræki- berjakompotti og gljáða, ofnbak- aða hunangsskinku. María segir gesti jólahlaðborð- anna gista marga hverja enda hót- elið allt nýtekið í gegn. „Hólmur- inn er býsna vinsæll,“ segir hún. „Við erum mátulega langt frá Reykjavík, staðurinn er sjarm er- andi og breytingarnar á hótelinu segja sitt.“ - gun Ekkert sem heitir fullt hús María tók við rekstri Hótels Stykk- ishólms í fyrrahaust og hafði þá starfað þar í átta ár. Nýtt anddyri, bar og veitingasalur var byggt í fyrravetur, allt hið glæsi- legasta. F R É T TA B L A Ð IÐ /A N T O N Leikandi í munni og sinni Þrátt fyrir að jólahlaðborð Broadway njóti ávallt vinsælda hjá landanum þá finnur Guðmundur fyrir auknum áhuga að utan og því er lag að markaðssetja þessa þjónustu erlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Sýningin í ár byggist á ferli Madonnu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.