Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 34
MARKAÐURINN 22. OKTÓBER 2008 MIÐVIKUDAGUR6 S K O Ð U N Sögurnar... tölurnar... fólkið... O R Ð S K Ý R I N G I N ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Magnús Sveinn Helgason, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@ posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. bjorn.ingi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@ markadurinn.is l msh@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Þegar talað er um hlutabréfamarkaði á ensku er ýmist talað um „bjarnar-“ eða „nautgripamarkaði“, en bjarn- armarkaðir eru hlutabréfamark- aðir þar sem verðhreyfingar eru almennt niður á við. Markaðs- aðilar og greinendur sem hafa svarta sýn á framtíð mark- aða eru oft kallaðir „birnir“ en hinir, sem spá verðhækk- unum „naut“. Má þá leggja út af því og tala um mark- aðsbirni og hlutabréfanaut. Dýr hafa oft verið notuð til að lýsa verðbréfasölum, því á nítj- ándu öld var talað um „hlutabréfa- steggi“ í Bretlandi. Greinarmunur er gerður á langvar- andi og skammæjum bjarnarmörkuðum, því verð getur hækkað tímabundið í bjarnarmark- aði, þó að niðursveiflan haldi áfram. Upp- sveiflur í bjarnarmörkuðum eru yfir- leitt kölluð bjarnar- eða „aula-“ upp- hlaup, (bear- eða suckers rally) og er þá vísað til þess að skammsýnir fjár- festar rjúka til og lýsa því yfir að „botninum sé náð“ og kaupa hlutabréf til þess eins að horfa á eftir verðinu hrynja aftur. Uppruni orðanna bjarnar- og nauta- markaðir er óljós, en talið er að orðið bjarnarmarkaður vísi til þess að skinna- salar seldu oft bjarnarskinn af óveidd- um dýrum, líkt og skortsalar selja hluta- bréf sem þeir ekki eiga. Skortsalar eru oft ráðandi á bjarnarmörkuðum. Bjarnarmarkaður Undanfarnir dagar og vikur hafa verið viðburðaríkur tími í lífi flestra Íslendinga. Líkja mætti ástandinu við einskonar sams- látt tvennra tíma. Þrátt fyrir að fátt hafi breyst á yfirborðinu; öll mannvirki eru enn á sínum stað, verslun og önnur þjónusta stend- ur enn til boða, fréttir eru ennþá klukkan sjö og svo mætti lengi telja. Engu að síður hafa ásýnd og framtíðarhorfur hagkerfis- ins gjörbreyst í kjölfar hruns ís- lenskra fjármálafyrirtækja. Síðan hamfararnir hófust hafa stjórnvöld lagt sig fram við að ná stjórn á aðstæðum, með tiltölu- lega dræmum árangri fram að þessu. Fyrir einn þátt eiga ráða- menn þó hrós skilið, en innlend greiðslumiðlun og dagleg banka- þjónusta við einstaklinga hefur gengið áfallalítið, þrátt fyrir allt sem gengið hefur á. Engu að síður eru mörg mál í ólestri og framtíðarsýn stjórnvalda er mjög óskýr. SKÝRT UMBOÐ VANTAR Þær aðstæður sem íslenskt við- skiptalíf býr við um þessar mund- ir eru algjörlega óásættanleg- ar og mun alvarlegri en stjórn- völd virðast gera sér grein fyrir. Tímabundin gjaldeyristemprun Seðlabanka Íslands hefur leitt til þess að starfsemi fjölmargra fyrirtækja sem stunda utanrík- isviðskipti er í lamasessi. Með hverri klukkustundinni sem líður verða fleiri fyrirtæki fyrir alvar- legum skakkaföllum. Margra ára viðskiptasambönd eru í hættu, starfsgrundvelli fjölmargra inn- flutningsfyrirtækja hefur verið kippt undan þeim og orðspor Ís- lands hefur beðið verulegan álits- hnekki á alþjóðamörkuðum. Með þetta í huga ættu stjórnvöld að setja endurreisn gjaldeyrismark- aða fremst í forgangsröð sína. Að sama skapi er mikilvægt að skýr stefna verði mótuð um framtíð nýrra ríkisbanka og hvers almenn fyrir- tæki megi vænta í viðskiptum sínum við þá. Í dag virðist eng- inn hafa skýrt umboð innan nýs bankakerfis til að taka mikilvæg- ar ákvarðanir um fyrirgreiðslu og almenna bankaþjónustu gagn- vart fyrirtækjum. Við núver- andi aðstæður getur þetta vald- ið miklu tjóni bæði til lengri og skemmri tíma. Ótækt er að halda allri atvinnustarfsemi í tóma- rúmi með þessum hætti og mik- ilvægt að ráða bót á sem allra fyrst. Í umræðum síðustu vikna hafa mörg og stór loforð verið gefin af stjórnmálamönnum landsins. Það fer enginn í grafgötur með það hversu alvarlegt ástandið er og því er viðbúið að margir komi til með að þarfnast velferð- arþjónustu hins opinbera. Þrátt fyrir það er engum greiði gerður með því að gefa loforð sem ekki reynist unnt að standa við. Gera má ráð fyrir verulegum sam- drætti í tekjum hins opinbera auk þess sem skuldsetning verð- ur mun hærri en verið hefur. Það mun því bæði halla á tekju- og gjaldahliðina í rekstrinum. Það gæti því reynst þrautin þyngri að standa við gefin loforð án þess að reka ríkissjóð og sveitarfélög með verulegum halla og aukinni skuldasöfnun. REIÐI Í UMRÆÐUNNI Lykilatriði til að rýmka útgjalda- svigrúm hins opinbera er að koma í veg fyrir algjöra lömun atvinnulífsins. Þegar allt kemur til alls er það starfsemi einka- fyrirtækja sem skapar megnið af þeim skatttekjum sem nýttar eru við fjármögnun velferðarkerfis- ins. Besta kjarabót almennings felst í lágmörkun atvinnuleys- is og sem minnstri röskun á eðli- legri starfsemi hagkerfisins. Umræða síðustu vikna hefur einkennst af reiði og leit að blóra- bögglum og skipbrot markaðs- hyggju og endalok kapítalisma hafa verið tilkynnt víða. Reið- in er skiljanleg enda hefur hrun fjármálakerfisins haft veruleg áhrif á afkomu og framtíðarhorf- ur flestra heimila. Mikill vöxt- ur fjármálakerfisins er langt frá því að vera hafinn yfir gagnrýni og vafalaust hefði mátt standa að ýmsum þáttum með öðrum og betri hætti. Aftur á móti á sú staðreynd að gjaldþrot einkafyr- irtækja skapi gríðarlegar skuld- bindingar gagnvart almennum skattborgurum ekkert skylt við kapítalisma. Í því samhengi væri nær að horfa til brotalama í al- þjóðlegu regluverki og eftirliti viðkomandi hagkerfis. Það er sjálfsagt mál að skoð- að verði ofan í kjölinn á þeirri atburðarás sem leiddi til núver- andi hremminga. Vafalaust leið- ir niðurstaðan í ljós að um marga samverkandi þætti hafi verið um að ræða. Þar hafa helstu áhrifa- þættirnir vafalaust verið pen- ingastefnan, fjármálastjórn hins opinbera, mikill vöxtur fjármála- kerfisins, örsmár gjaldmiðill og ófullnægjandi innviðir, reglu- verk og eftirlit til að glíma við þessar óvenjulegu aðstæður. ERFIÐIR TÍMAR FRAM UNDAN Það sem skiptir aftur á móti mestu máli í núinu er að lágmarka skaðann. Til að svo megi verða er mikilvægt að koma tannhjól- um atvinnulífsins í gang aftur sem allra fyrst. Það verður helst gert með því að leysa gjaldeyr- isvandann, móta skýra og skyn- samlega framtíðarsýn við endur- mótun fjármálakerfisins, endur- reisa orðspor Íslands á erlendum vettvangi og skapa eins hagfelld skilyrði til fyrirtækjareksturs og mögulegt er. Næstu misseri verða mörg- um erfið. Allar líkur eru til þess að atvinnuleysi aukist verulega, kaupmáttur hefur rýrnað tals- vert og margir hafa tapað sparn- aði. Það mun því reyna meira á velferðarkerfið heldur en nokk- urn tíma áður. Til að hið opin- bera sé í stakk búið til að mæta þeim útgjöldum er nauðsynlegt að sem flest íslensk fyrirtæki nái að troða marvaðann og halda rekstri sínum gangandi. Til að svo megi verða þurfa stjórnvöld að leysa áðurnefnd mál á allra næstu dögum. TÓNLISTARHÚS BYGGT Í REYKJAVÍK Greinarhöfundur bendir á að þær aðstæður sem íslensku viðskiptalífi eru búnar þessa dagana séu með öllu óásættanlegar og segir þær jafnvel mun verri en stjórnvöld virðist gera sér grein fyrir. MARKAÐURINN/GVA Engin velferð án atvinnulífs Frosti Ólafsson aðstoðar fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. O R Ð Í B E L G Fréttir gærdagsins af gífurlegu útlánatapi Seðlabanka Íslands vegna endurhverfra viðskipta við viðskiptabankana hafa vakið mikla at- hygli. Ofan í öll önnur áföll, sem íslenskt efnahagslíf glímir nú við, blasir við að Seðlabanki þjóðarinnar rambar að óbreyttu á barmi gjaldþrots vegna verðlítilla skuldabréfa upp á hundruð milljarða. Svo gæti farið að tapið af þessum viðskiptum einum verði á bilinu 300-350 milljarðar króna. Það er upphæð sem nemur tæplega öllum gjaldeyr- isvaraforða þjóðarinnar. Bent hefur verið á að reka mætti Landspítal- ann í sjö ár fyrir slíka upphæð eða byggja eins og þrjár Kárahnjúka- virkjanir. Í þessu sambandi ber að hafa tvennt í huga. Í fyrsta lagi er óhjá- kvæmilegt að Seðlabanki, sem banki bankanna, verði fyrir einhverju og jafnvel umtalsverðu fjárhagslegu tjóni þegar bankakerfi heill- ar þjóðar riðar til falls og þrír stærstu bankarnir komast í þrot. Á hinn bóginn er á það að líta að Seðlabanki er í þessum viðskiptum í einstakri stöðu og hefur nánast getað valið sér veð til tryggingar. Af þeim sökum einum hlýtur áhættustýring og hagsmunagæsla bankans að verða tekin til gaumgæfilegrar skoðunar þegar svo gríðarlegt tap virðist vera staðreynd. Ekki fást svör við því hvernig staðið var að flutningi þessara krafna við meðferð skilanefnda á viðskiptabönkunum þremur. Heimildar- menn Markaðarins fullyrða raunar að fulltrúar Seðlabankans hafi minnst verið viðstaddir allt það ferli, hvað þá að þeir hafi gætt þar hagsmuna ríkisins. Við meðferð skilanefnda Landsbankans, Glitn- is og Kaupþings yfir í ný félög urðu kröfur Seðlabankans fyrir vikið eftir í gömlu félögunum og má væntanlega afskrifa þær að mestu eða öllu leyti. Í yfirlýsingu Seðlabankans frá í gær er gefið í skyn að Fjármálaeft- irlitið og stjórnvöld hafi haft um það að segja að þannig var búið um hnútana. Þetta þarf að skýra svo ekki fari á milli mála hvar ábyrgðin og ákvörðunin liggur í þessu tilfelli. Seðlabankinn þarf einnig að skýra upphæð þeirra gríðarlegu krafna sem hvíla á Icebank, sem nú heitir aftur Sparisjóðabankinn. Þær eru að mestu leyti vegna sams konar viðskipta og gegn veðum í öðrum bönkum sem eru orðin verðlítil. Því er haldið fram að þær nemi fast að 150 milljörðum króna, eða fimmtán földu eigin fé Ice- bank, og vand séð að hann geti staðið undir því. Í yfirlýsingunni frá í gær, kemur fram að Seðlabankinn hafi leitast við að auðvelda starf- semi innlendra fjármálafyrirtækja í þeirri kreppu sem riðið hefur yfir heiminn. Væntanlega verður að skoða svo umfangsmikla lánafyr- irgreiðslu við einn aðila í því ljósi. Um þetta segir Seðlabankinn í sinni yfirlýsingu: „Seðlabankinn fylgdi í því efni fordæmi annarra seðlabanka og jók fyrirgreiðslu sína og þar með áhættu. Hann gekk þó ekki jafn langt og þeir seðlabankar sem lengst gengu.“ Auknar kröfur Seðlabankans um tryggingar og veð frá mörgum smærri fjármálafyrirtækjum í gær eru kannski skiljanlegar í ljósi alls þess sem á undan er gengið. Seðlabankinn sér fram á mikið tap og vill lágmarka það eins og kostur er. En afleiðingarnar kunna að gera illt verra. Ríkisstjórnin þarf nú að skoða, úr því sem komið er, hvort sé mikilvægara til framtíðar að halda frekara tapi Seðlabankans í al- gjöru lágmarki eða halda lífinu í þeim fáu fjármálafyrirtækjum sem enn eru starfrækt hér á landi og berjast nú hvern dag fyrir lífi sínu. Ríkisstjórnin hlýtur fljótlega að þurfa að leggja fyrir Alþingi áætlun um hvernig brugðist verður við fjárhagsvanda Seðlabankans vegna þeirra áfalla sem dunið hafa yfir. Og þá um leið hvort ætlunin er að styðja við bakið á annarri fjármálastarfsemi í landinu. Eru þeir pen- ingar til? Þarf að taka þá að láni? Verða þeir látnir af hendi án meiri- háttar breytinga á stefnu og yfirstjórn bankans? Hvert er álit stjórn- málamanna á þessum málum öllum? Þögn þeirra er satt að segja orðin ærandi. Efnahagur Seðlabankans í uppnámi vegna útlánataps. Verðmæti almennings Björn Ingi Hrafnsson www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Airfree lofthreinsitækið Byggir á nýrri tækni sem eyðir • Svifryki, myglusveppi og ólykt • Gæludýraösu og bakteríum • Vírusum og öðrum örverum • Er hljóðlaust og viðhaldsfrítt • Tilvalið á heimilið og skrifstofuna Hæð aðeins 27 cm Betra loft betri líðan

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.