Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 19
3 Húsdýr eru þau dýr kölluð sem algengust eru á bæjum og býlum. Það eru kýr, hestar, kindur, geitur svín, hænur og fleiri tegundir dýra s.s. gæsir og kanínur. Öll þessi dýr eiga það sameiginlegt að þau eru á býlinu af ákveðinni ástæðu. Hún er sú að maður- inn getur nýtt sér hana til átu, reiða, mjólkur- eða eggjaframleiðslu. Mikil kynbæting hefur átt sér stað á undanförnum áratug- um og þykir það orðinn sjálfsagður hlutur. Auk kynbæt- inga er dýrunum oft gefin lyf og hormónar til að sporna við sjúk- dómum eða auka nytjar. Það þarf mikið magn vatns, heys, korns og ekki síst lands til þess að framleiða hvert kíló af kjöti. Að borða lítið af kjöti er því eitt það umhverfisvænsta sem hægt er að gera. Íslenskt kjöt er þó betra en flest annað kjöt í Evr- ópu að þessu leyti. Íslenska fjalla- lambið gengur um frjálst úti í guðsgrænni náttúrunni og er því umhverfisvænt á vissan hátt þó að segja megi að ein mestu umhverfisspjöll Íslands- sögunnar, eyð- ingu skóga og gróðurs, megi rekja að hluta rekja til stjórnlausrar beit- ar. Munurinn á vistvæn- um og lífrænum land- búnaði er sá að í lífræn- um landbúnaði er ekki leyfilegt að nota tilbúinn áburð á tún né hefðbundin eiturefni á meðan vistvænn búskaður er í raun venjulegur búskapur þar sem leyfilegt er að nota ofantalin efni en í hófi þó. Vistvænn búskapur er gæðastýrður hefðbundinn búskapur og er gæðaeftirlit, vott- un og vörumerki á höndum bún- aðarsambanda. Meira sveitina og dýrin á: http://www.natturan.is/husid/1375/ Garðurinn – Húsdýr GÓÐ RÁÐ fyrir þig og umhverfið Náttúran.is - vefur með umhverfisvitund Nú þegar skammdegið er við það að skella á þjóðinni af full- um þunga er tilvalið að huga að því að kveikja á kertum til þess að lýsa upp myrkrið. Hér á landi eru víða framleidd kerti, til að mynda á vinnustöðum fatlaðra. Þannig er vert að benda á Kertaverksmiðjuna Heimaey sem starfrækt er í Vestmannaeyjum og veitir starfsþjálfun og atvinnu þeim sem búa við fötlun. Hjá Heimaey eru framleidd dýfð kerti, sem og sérunnin kerti, steypt kerti og útikerti. Á Sólheimum í Grímsnesi starfa að jafnaði um átta starfsmenn sem eiga við fötlun að stríða við kerta- gerð. Þar eru framleidd kerti sem eru endurunnin úr kertaafgöng- um; almenningur getur komið með kertaafganga á söfnunarstöðvar Sorpu og þaðan er þeim komið til Sólheima þar sem afgangarnir eru bræddir niður og búin til úr þeim ný kerti. Á Sólheimum eru einnig fram- leidd kerti úr hreinu bývaxi. Brennslutími bývaxkerta er þrisv ar sinnum lengri en venju- legra kerta og er því um mikla gæðaframleiðslu að ræða. - vþ Ljós í myrkri LITLIR BORÐDÚKAR taka ekki í sig brot ef þeim er rúllað upp á pappahólk áður en þeir eru settir ofan í skúffu eða inn í skáp. Ágætt er að nota hólka innan úr gjafapappír. Alla mmtudaga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.