Tíminn - 04.06.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.06.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 4. júní 1987 Halldór Runólfsson hjá Hollustuvernd ríkisins: Rannsóknaraðstöðu vantar hjá okkur - en engum öðrum er skyldara að fylgjast með innflutningi matvæla en okkur „Til þess að við gætum komið á eftirliti með innflutningi á matvæl- um áður en þau fara í dreifingu, þyrftum við að fá efnarannsóknar- stofu sem við höfum fyrir löngu síðan beðið stjórnvöld um. Auk þess þyrfti góðan tækjabúnað og mannskap. Það hefur ekki verið vilji fyrir því að setja peninga í þessi mál. Hins vegar er engum skyldara en okkur að fylgjast með innflutningi matvæla," segir Hall- dór Runólfsson hjá Hollustuvernd ríkisins. „Landbúnaðarráðuneytið fylgist með því að skordýr eða sjúkdómar séu ekki í innfluttu grænmeti, en hvað varðar heilbrigði matvæla almennt er það okkar stofnun sem ætti að sinna því. En eins og ég segi þá hefur ekki fengist aðstaða til þess. Hjá okkur er góð rannsókn- arstofa hvað varðar sýklaræktun til þess að fylgjast með gerlum í matvælum en ekki efnarannsókn- arstofa. Það eru gerðar skyndiprófanir á innfluttri matvöru, sem og inn- lendri en það er eftir að þær eru komnar í dreifingu. Eftirlit með matvöru áður en hún er komin í dreifingu er því miður ekki fyrir hendi, en til þess þarf að vera tölvuskráning á innflytjendum og matvælum sem flutt væri inn. Það er töluverð vinna sem fylgir þessu og þvf spurning um vilja stjórn- valda til að koma eftirlitinu á,“ sagði Halldór ennfremur. Á Norðurlöndunum eru nokkuð öflugar innflutningseftirlitsdeildir hjá sambærilegum stofnunum og Hollustuverndinni. Tollpappírar þurfa yfirleitt að fá afgreiðslu hjá þessum deildum áður en innflytj- endur fá vöru afgreidda. í mörgum tilfellum er fylgst með því hvort í þessum vörum séu ákveðin að- skotaefni og hvort innflutnings- pappírar sem fylgja standast. Allt slíkt vantar hér. ABS Sveinbjörn Eyjólfsson landbúnaöarráðuneyti: VERÐUM AD TAKA VOTTORÐIN GILD - því engar rannsóknir eru gerðar hérlendis „Við heimilum innflutning á þeim garðávöxtum sem ekki eru til innlendir eða fullnægja ekki eftir- spurn. Við gerum kröfur til útflytj- enda um að vörunni fylgi heilbrigð- isvottorð frá löggildum aðilum sem síðan er yfirfarið af Rannsóknar- stofnun landbúnaðarins. Þetta heilbrigðisvottorð á að sýna fram á að þetta sé heilnæm vara. Aðrar kröfurgerum viðekki. Viðverðum í sjálfu sér að. treysta þessum aðilum. Það er ekkert um það að vörur séu rannsakaðar hér. Það eru hins vegar tekin sýni úr öllum fóðurförmum sem koma til landsins og athugað hvort lýsing á efnainnihaldi stenst ekki og svo framvegis. Það getur komið sér vel að taka slík sýni því stundum koma kvartanir, t.d. frá bændum ef hæn- ur hætta að verpa, þá eru til skýrslur um efnainnihald fóðursins og þannig má ýmist útiloka ákveðnar orsakir eða að ástæða reynist til að rannsaka frekar efna- innihald fóðurs. Það er því eðlilegt að menn hugsi sér svipað eftirlit með matvælum. Það er auðvitað eðlilegast að þeir sem sjá um þessa hluti fyrir okkur geri tillögur til bóta. Ég á þvf von á að Tilraunaráð sendi hér inn ákveðnar tillögur og kostnaðar- áætlun um hvað þeim er samfara." ABS Ingimar Sigurðsson heilbrigðisráðuneyti: Aðskotaefni ekki leyfð hérlendis „Eftirlit með innflutningi er ekki á vegum heilbrigðisyfir- valda. Það er landbúnaðarráðu- neytið sem sér um það og mats- maður garðávaxta. Mat á grænmeti hér innanlands er aftur meira okkar mál,“ sagði Ingimar Sigurðsson í heilbrigðis- ráðuneyti, aðspurður um hvaða reglur giltu hjá ráðuneytinu um grænmeti hérlendis. „Eiturefnalög frá 1968 banna blöndun aðskotaefna saman við matvæli nema með leyfi reglu- gcrða,r því að efnin eru ekki nauðsynlegur þáttur í matvælun- um. Þetta er eingöngu heimilað í undantekningartilvikum og ég kannast ekki við nema eina reglu- gerð sem heimilar íblöndun að- skotaefna. Aðskotaefni eru öll efni scm finna sér leið í matvælin eða þeim hefur verið bætt í þau með það fyrir augum að fjarlægja þau á síðara vinnslustigi. Þessi efni gegna engu sérstöku hlut- vcrki í matvælunum og eru yfir- leitt ekki æskileg. Sem dæmi um þessi efni eru skordýraeitursleif- ar. Einu reglurnar sem hafa verið settar hér á landi og flokka má undir leyfilegt hámark aðskota- efni í matjurtum er að finna í reglugerð nr. 349/1982 um lindan og thiabendazoi í tilteknum mat- jurtum.þ.e. kartöflum, gulrófum og káli og síðan cinnig í smjöri og smjörlíki. Þettaeru rotvarnarefni sem notuð eru í kálgarða til að verjast t.d. maðki. Magn lindans t.d. í heilum gulrófum eða káli sem boðið er til sölu má ekki vera meira en 100 ng. í kartöflum má lindan ekki vera meira en 50 ng. Magn thiabendazol í kartöflum má ekki vera nema 5 míkró- grömm. Ráðherra setur reglur um sýnatöku og meðferð sýna. Það er Hollustuvernd og heil- brigðisnefndir sem eiga að sjá um eftirlit með því að reglugerðinni sé framfylgt. Það gerist þegar grænmetið er komið í dreifingu og sölu og því á að gera stikkpruf- ur á því. f vor sendi ráðuneytið eitur- efnanefnd og hollustuvernd ri'kis- ins þessi mál til meðferðar þar sem sérstaklega er leitað/ eftir áliti þessara aðila hvort æskilegt sé að setja almennar reglur um leyfilegt hámark aðskotaefna í matvælum, á sama hátt og sett hefur verið reglugerð urn auka- efni. Þar er ekki síst verið að hugsa um leifar af skordýraeitri. Að mati ráðuneytisins hefur þurlt að taka á þessum málum. Það eru hins vegar engar reglur nú sem hægt er að framfylgja til þess að koma í veg fyrir að grænmeti fari á markað sem ekk/ ætti að fara á markað. ABS Guðjón Magnússon aðstoðarlandlæknir: Ekki kvartað yfir ofnæmi „Nei, ég kannast ekki við að kvartað hafi verið undan ofnæmi eða öðrum kvillum vegna aðskota- efna í grænmeti, en jafnvel þótt fólk finni slíka kvilla, þá er fólk grandalaust gagnvart grænmeti. Því dettur sjaldnast í hug að kenna grænmetinu um og reynir að finna aðra sökudólga, svo sem skeldýr, egg og fisktegundir ýmsar svo og litarefni sem eru algengir söku- dólgar ofnæmis. Það er líka ákaf- lega erfitt að aðgreina eina fæðu- tegund ef um ofnæmi er að ræða,“ sagði Guðjón Magnússon aðstoð- arlandlæknir. Guðjón sagði að sum skordýra- eiturefni sem notuð væru, sérstak- lega á akurlendi gætu verið krabba- meinsvaldandi. Þessi efni hafa ver- ið mjög mikið notuð erlendis en dregið hefur verið úr notkun á síðustu árum. „Ég hef séð skýrslu frá Svíþjóð þar sem þetta var rannsakað og niðurstaðan var talin aukin hætta á krabbameini eftir því sem efnið væri meira notað. En það þarf kannski að nota efnið mjög mikið til þess að sé hægt að sýna fram á skaðsemi þess“, sagði Guðjón. ABS 20 - 30% verðlækkun á nýjum og gömlum vörum Rýmingarsala vegna flutninga! hælaháir skór f rá dömumokkasínur frá úrvai af barnastrigaskóm frá 310.- kínaskór og espadrillur f rá herraspariskór á tilboðsverði 500.- 990.- 180.- 1300.- úrval af Nokía stígvélum fyrir sumarvinnuna og í sveitina Opnunt bróðlegn á Laugavegi 97 SÍÐUMÚLA 23, SÍMI 84131 ...sporið i rétta átt!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.