Tíminn - 04.06.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.06.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 4. júní 1987 MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavlk Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Vilji þjóðarinnar Árangur ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar, markaði tímamót í áratugalangri baráttu gegn verð- bólgu hérlendis. Það hafa landsmenn sannreynt á margan máta og því er krafa þeirra að ný verðbólg- uholskefla rísi ekki aftur að nýju. Vilja sinn í þeim efnum létu þeir í Ijós í nýafstöðnum kosningum. Þessi skýlausu skilaboð þjóðarinnar um áfram- haldandi efnahagsstefnu og farið var eftir á síðasta kjörtímabili eru veganesti þeirra stjórnmálamanna sem nú ræða myndun nýrrar ríkisstjórnar. Sá árangur sem náðst hefur má ekki glatast vegna óraunhæfra kröfugerða sem vitað er að skila hvorki launafólki né öðrum neinum kjarabótum. í nýafstaðinni kosningabaráttu var stefna Fram- sóknarflokksins skýr. Hann boðaði áframhald þeirr- ar stefnu sem unnið var eftir á kjörtímabilinu og að sá árangur sem áunnist hafði yrði varðveittur og nýttur til öflugrar sóknar til bættra lífskjara. Þessi afdráttarlausa stefna féll landsmönnum vel í geð. Þeir vissu að hverju þeir gengu. Verkin töluðu sínu máli. Þess vegna fékk Framsóknarflokkurinn svo ágæta kosningu sem raun bar vitni. Þrátt fyrir samstarf með Sjálfstæðisflokknum, sem alla jafnan hefur kostað fylgistap, bætti nú flokkurinn við sig atkvæðum og styrkti stöðu sína í þéttbýlinu sem honum var nauðsynlegt. Stefna Framsóknarflokksins er enn óbreytt. Hann leggur áherslu á að mynduð verði traust ríkisstjórn sem hafi dug til að sitja út kjörtímabilið og hafi það markmið að lækka verðbólgustigið enn frekar. Hjöðnun verðbólgu er forsenda stöðugs efnahagslífs og frekari framfara. Sú erfiða staða sem nú er uppi varðandi stjórnar- myndun gerir miklar körfur til formanna stjórnmá- laflokkanna. Þeir verða að slá af ýtrustu kröfum sínum og leggja niður persónulegt þras við andstæði- ngana. Stóryrði og sleggjudómar eru til þess eins fallnir að breikka bil þeirra á milli auk þess sem slíkur bumbusláttur fer einkar illa í venjulega flokksmenn sem vissulega hafa sitt að segja um stjórnarmynstrið. Þá er það Ijóst að enginn flokkur nær öllum stefnumálum sínum fram í samvinnu við ólík stjórn- málaöfl. Farsælast í þeim efnum hlýtur að vera að draga strax til baka öfgaskoðanir og einstök barátt- umál sem vitað er að ekki er hljómgrunnur fyrir en beita sér að því að ná skynsamlegu samkomulagi um þá málaflokka sem mestu varðar og landsmenn eru einhuga um. Þar hljóta efnahagsmál að vera efst á baugi. Vilji þjóðarinnar er að framfylgt verði sömu efnahagsstefnu og núverandi stjórn vann eftir. Það verða stjórnarandstæðingar að skilja og taka undir. Efnahagsstefnan reyndist farsæl og skilaði árangri. Að leita annarra leiða í þeim efnum er hættuspil sem ekki er verjandi að fara út í. í allt of mörg ár hefur verið barist með vitlausum vopnum við verðbólgu drauginn sem magnast hefur ár frá ári. Nú þegar vopnin hafa verið fundin, ber að beita þeim. Þá mun enn frekari árangur nást. Einkaframtak og iðnaður í gær var gaukað að Garra nýútkomnu hefti af litlu fréttabréfí sem Félag ísl. iðnrekenda gefur út og heitir Á döfinni. Þar er birt sérkennilcg forystugrcin, þar sem því er m.a. haldið fram að einka- fraintak sé forsenda þess að lífskjör geti batnað enn hér á landi. Orðrétt segir þarna: „Það má færa að því rðk að frjáls markaðsbúskapur og einka- framtak séu forsendur fyrir lýð- ræðislegu stjórnarfari og einnig mikilvægustu ástæður þess að vel- megun á Vesturlöndum (og í Japan) hefur orðið meiri en í öðrum hlutum heims. Það er t.d. ekki nóg að eiga auðlindir eða búa að góðri menntun þjóðarinnar. Það má finna ótal dæmi um þjóðir sem voru ríkar að auðlindum en búa nú við mun lukari lífskjör en Vesturlandaþjóðir. Það er ekki nóg fyrir okkur íslendinga að eiga fiskinn ísjónum eða orkuna. Þess- ar auðlindir hafa orðið undirstaða velmegunar á íslandi vegna þess að við höfum fyrst og fremst látið einkaframtakið um að nýta þær og koma þeim í verðmæti og við höfum byggt okkar efnahagskerfí á markaðsbúskap. “ Frjálshyggjan Hér þykir Garra stórt tekið upp í sig, og raunar er þetta aðeins skólabókardæmi um frjáls- hyggjuna sem nú hefur riðið hugs- unarhætti ýmissa jafnvcl góðra manna á slig. Vitaskuld er það hrein fásinna að halda því fram að einkaframtakið hafi nýtt orkulindir þjóðarinnar. Eru ekki öll rafork- uver í landinu til dæmis í opinberri eigu? Og jafn fráleitt er að halda því fram að það sé einkaframtakinu að þakka að hér hafa vaxið upp öflug útgerð og fiskvinnsla. Þótt margir harðduglegir einstaklingar hafi þar vissulega lagt gjörva hönd á plóg- inn cr fráleitt að þakka þeim þetta allt saman. Meðal annars hafa kaupfélögin nánast hvarvetna á landinu átt þar verulega drjúgan ÍSLENSKUR IÐNAÐUR m Á DÖFIINIIMI IÐNAÐARFRAMLEIÐSLA AÐ AIIKAST I lerjúwúum l’iiHllut«l»lll' i „C | 1 iönaðarlramliiö-lii ng fram- |Jn _| I It-iAiti tinnuafl*. Ilagili-ilil " J 1 1,1.1. hi-rur b.iriö |.t«ar W • / 1 niAuMmW -aiuan «iö þa-r IIM J * ' 1 iipplisiii|-ar seni jafnan er j 1 s.ifnaö iiiii franisiiulii iAnaA- ,n' "1 /. -' ' I arsins al halfu 1.1.1. 1 nn- ' I freiuur tar gfrA spa ftrir arin \ I l'IKIi I.u |1K7. þar seni li.fliir 1 I aAfins lil arsins l'»K5. ». 2J B! - H Qi:™ 'f h ■*" j \ isii.iliiruar si-ni stmlar 1 T- 1 l i i 11 1 1 ^ 1 i-ru a mynilinni laka allar i.l- |w| |n)il ,,,IU |w. I uanespunkl 'inn i nu-Aallali * 1 arsiii' 1‘ikii. t-ii u-ll t-r »A gela un. \ i.xlur hefur ti-riA a .Aii- kippi.ru.ii tar.l si-ni ■ þt-ss aA þt-gar slikar li.flur ern aAarframlriAslunni alll fra arinu IVK.'. þfgar l.i 1 hunar til skiptir iual. htaAa IWI. "U 'l««' iA.iaAarfram- IfiAslan dr..sl suman | limal.il i-r iu.laA st-ni tiAmiA- IfiAslan i staA þrgar aflnr- llins tt-gar ..\ lAna iii-sliir a It-iAslan aAt-ins ..... U.5 a ar- | ilslram- inu IW5. i-n þa tar hagti.xi- ii.u 5"... iirinn . \tarul hfiidir lil 'arlram- þf'* aA ti.xiurinn . iAnaAar- hlut að máli. Og ekki eru þau cinkaframtak. Líka er að því að gæta að þess eru mörg dæmi að kaupfélögin hafi komið til bjargar þar sem einkareksturinn var að gefast upp og bjargað málunum. Að því er iðnaðinn varðar er það alveg jafn fráleitt að þakka einka- rekstrinum allt. Samvinnufélögin eiga til dæmis einn glæsilegasta verksmiðjurekstur landsins á Ak- ureyri, og víðar hafa þau verið frumkvöðlar í uppbyggingu mynd- arlegs iðnrekstrar. Þegar öllu er á botninn hvolft, ætli það'sé þá ekki happasælast, jafnt í iðnaði sem öðrum grcinum, að félagsrckstur og einkarekstur keppi saman á jafnréttisgrundvelli, en í hvorugum hópnum reyni menn að slá keppinautinn fyrir neðan belti? Enn um Mbl. og íslenskuna Ein önugustu skrif í íslensku blöðúnum eru þau sem birtast nokkuð reglubundið í Morgun- blaðinu undir heitinu Staksteinar. í gær skaut Staksteinahöfundur á Garra, sem deildi á Moggann fyrir tvístígandahátt að því er varðar íslenskukennslu í pistli sínum í fyrradag. Ber hann það upp á Garra að hann hafi „runnið á málsvellinu“ þegar hann skrifaði þennan pistil sinn og ekki skilið það sem Mogginn skrifaði uin mál- ið á laugardaginn var. En hér hefur Staksteinahöfund- ur skáldað í málið, þótt viðurkenna megi að líking hans um að renna á málsvellinu sé ekki illa gerð. Þeir scm skrifa í blöð þurfa að kunna að orða hlutina þannig að þeir skiljist. Ef höfundur leiðarans í Morgun- blaðinu hefur meint annað en hann sagði þá þarf hann að taka sjálfum sér tak. Garri er þeirrar skoðunar að varðandi íslenskukennslu þurfi að sýna fyllstu festu og slá hvergi af kröfunum um að nemendur verði færir um að tjá sig skammlaust jafnt í rituðu sem töluðu máli. Leiðarinn í Morgunblaðinu var hins vegar tvístígandi og eymingja- legur að því er þetta varðar. Slíkuin málflutningi er Garri ósammála. Og breytir þar engu þótt einhvcr Staksteinahöfundur reyni að bera í bætifláka fyrir blað sitt með útúrs- núningi. Garri. VÍTT OG BREITT Allra tíma tákn Frami manna er margvíslegur, enda misjafnt að hverju er stefnt. Tíðarandinn ræður líka nokkru um hvað er einstaklingum til fremdar, hvaða eðliskostir og hæfi- leikar eru í tísku hverju sinni. Til að mynda rís dægurfrægð.rokkara hvað hæst á síðustu og bestu tímum og skyggir á atgervi flestra annarra. Fríðleiksfólk fyllir gljásíður tímarita og auglýsingatíma sjón- varpa og verður landsfrægt á svip- stundu. Hárgreiðslusnillingar eru mærðir og módelsamtök mæta á einu bretti f svörtu og hvítu í glimmersölum fegurðarsam- keppni. Tækniundur fjölmiðlunar- innar endurspegla dýrðina og færa sauðsvörtum almúganum heim í stofu. En yfirleitt er athyglin sem að svona fólki beinist tímabundin. En þótt tímar breytist þarf frægðarsólin ekki að ganga til viðar ef þeir sem í sviðsljósum baða sig. þekkja sinn vitjunartíma. Helgi Sæm. er fagurt dæmi um persónu sem á útlensku er kölluð „a man for all seasons“. Hann er alltaf í tísku. Helgi varð snemma efnilegur. Þegar hann var ungur var ljóða- smíð heillandi og tekið var eftir skáldum. Hann lék sér að því að setja saman ágæt ljóð og þau voru gefin út. Þegar pólitík var alvörumál og hart barist fór Helgi í framboð og háði ramma slagi. Dagblöð voru áhrifarík og litið upp til þeirra sem þeim stýrðu. Þá var Helgi ritstjóri Alþýðublaðsins og hjó á báðar hendur. Áður en dagskrárgerðarmenn voru fundnir upp og málóðir sjón- varpsmenn fóru að lýsa myndum, sem þeir sýna á skjám, var ritfærni nokkurs metin og þar fór Helgi fyrir fríðum flokki og handlék stílvopnin af meiri færni en flestir aðrir. Helgi Sæm. er svo litterer, að hann er jafnvel prýðilega að sér í skandinaviskum bókmenntum. Um árabil var hann einn ötulasti bókmenntagagnrýnandi landsins og voru orð hans þungvæg. Þegar árlega var rifist vel og lengi um úthlutun listamannalauna var Helgi náttúrlega formaður út- hlutunarnefndar. Nú ferþettafram í óttalegri lognmollu. Sjaldan hafa menn orðið vitni að slíkri orðfimi og hagmælsku og þegar snillingarnir leiddu saman hesta sína í útvarpsþáttum Sveins Ásgeirssonar. Þeir voru jafnvel meira dáðir en fótboltastrákar á erlendum samningum og dægur- söngvarar nútímans. Ekki þarf að spyrja að því að Helgi var einn af snillingunum, og ekki sístur þeirra. Auk fjölbreyttra andlegra yfir- burða er útlit, fas og framkoma Helga Sæm. svo sígild, að hann fellur inn í alla tískustrauma. Og enn er Helgi á toppnum og eðlilega í þeim bransa sem hæst ber. Hann er orðinn auglýsinga- stjarna. í sjónvarpinu mælir hann með bókum til að efla mönnum fróðleik og mikið er traustvekjandi að sjá andlit hans á hálfri blaðsíðu að auglýsa ab-mjólk fyrir okkar innri mann. Sú vara kvað vera einkar góð fyrir þarmana. Eins og sönnum frægðarmanni sómir stígur Helgi ekki fram í sviðsljósið fyrir fé. Framlag hans til að auka sölu á ab-mjólkinni rennur til unglingastarfs Skák- sambandsins. Það er sama á hverju gengur. Helgi Sæm. er ávallt tímanna tákn og guð einn má vita hvaða straumar mega enn lyfta honum til vegsemd- ar. Vel á minnst. Palladómar um merka menn er eitt af afreksverk- . um Helga Sæm. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.