Tíminn - 04.06.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.06.1987, Blaðsíða 11
Tíminn 11 Fimmtudagur 4. júní 1987 fllílllilllllllllfflllllllflll ÍÞRÓTTIR NBA körfuboltinn, úrslit: Yfirburðasigur Lakers - komust mest í 23 stiga mun en lokatölur uröu 126-113 Sund: Unglingalandsliðið á alþjóðlegt félagamót Reutcr Leikmenn Boston Celtics voru eins og gamalmenni f samanburði við sprækt og óþreytt lið Los Angeles Lakers i fyrsta leik liðanna í úrslitum NBA-deildarinnar í körfuknattleik. Leikurinn fórfram á heimavelli Lakers - Forum - og sigruðu heimamcnn örugglega með 126 stigum gegn 113. Staðan að loknum tveimur fjórðungum var 69-54 Lakers í hag. Hraðinn var eins og oft áður aðalsmerki Lakersliðsins og hann ásamt vel skipulögðum sóknum var meira en vængbrotið Celticslið- ið réði við. Celtics hafa þurft að spila tvisvar sjö leiki, unnu síðast Detroit Pistons 4-3 á sunnudaginn. Mikið er uni meiðsl í liði þeirra, m.a. ganga Robert Parish og Kevin McHalc ekki heilir til skógar og munar um minna. Lakersliðið hef- ur fengið 8 daga hvíld, þeir voru ekki lengi að vinna Seattle Supers- onics 4-0 og að auki eru allir þeirra menn heilir. Það er ekki að undra að flestir spái Lakers titlinum í ár. Tækist Bostonliðinu að sigra yrði það í fyrsta sinn síðan árið 1969 sem sama liðið ynni meistaratitil- inn tvö ár í röð. Celtics léku það cinmitt fyrir tæpum 20 árunt. Pað var James Worthy sem var fremstur í flokki leikmanna Lakers að þessu sinni, hann skoraði 33 stig, mörg hver eftir sendingar frá Ervin ‘-Magic“ Johnson leikstjórn- anda Lakersliðsins. Magic gerði 29 stig. Hann átti 13stoðsendingarog Worthy 10. Fjórir aðrir leikmanna Lakers skoruðu yfir 10 stig. Larry Bird var stigahæstur í Celticsliðinu með 32 stig og var að venju potturinn og pannan í sókn- arleik þeirra. K.C. Jones þjálfari Celtics var spurður eftir leikinn hvort frekari meiðsla hefði orðið vart í liði hans eftir þennan leik. Ekki vildi hann meina það; „það eina sem særðist í þessum leik voru tilfinningar okkar“ sagði Jones og var að vonum daufur í dálkinn. Fyrstu sex skot Celtics mistókust og Lakers komust í 9-0 í upphafi leiks. Þeir komust í 21 stig átta mín. fyrir lok fyrri hálfleiks. Celtics náðu að klóra í bakkann og munur- inn að loknum tveimur fjórðungum var 15 stig. Munurinn fór niður í 12 stig t' 3. fjórðungi eftir að Danny Ainge hitti úr þremur þriggja stiga skotum í röð. Worthy svaraði með fjórum stigum og Lakers leiddu 101-85 í lok þess þriðja. Lokatölur urðu svo 126-113 en sex mínútum fyrir leikslok höfðu Lakers 23 stiga forskot. Lakers höfðu einnig yfirburði í fráköstunum. 47 á móti 32. Annar leikurinn í úrslitakeppni liðanna tveggja verður í Forum aðfaranótt föstudags en síðan flytja liðin sig yfir í Boston Garden þar sem næstu tveir leikir verða. Lak- ers hafa aðeins einu sinni sigrað Celtics í níu úrslitakeppnum þess- ara liða en allt bendir til að nú verði breyting þar á. -HÁ James Worthy skoraði 33 stig og átti 10 stoðsendingar í liði LA Lakers. Unglingalandsliðið í sundi keppir um helgina á 6. alþjóðlega bikarmót- inu í sundi í Bremerhaven. Mótið er aldursflokkamót og keppa félög víða úr Evrópu á því með unglingalið. Sænska félagið SC Kristjansand hefur tvívegis unnið farandbikarinn sem keppt er um á mótinu og verður eign félagsins vinni það stigakeppn- ina í þriðja sinn. íslenska unglingalandsliðið er þannig skipað: Alda Viktorsdóttir (’72) f A Arnar R. Birgisson (71) KR Birna Björnsdóttir (73) Óðni Björg Jónsdóttir (73) UMFN Brynja Arnardóttir (72) UMFN Franska bikarkeppnin: Bordeaux og Marseille í úrslitaleik Reuter Bordeaux og Marseille keppa til úrslita í franska bikarnum í knattspyrnu. Bordcaux vann Ales í undanúrslitum, samanlögð úrslit 2-2 en Bordeaux komst áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Það vann Marseille Reims 7-1 samanlagt. Marscille lék einnig til úrslita í bikarnum í fyrra en tapaði. Bor- deaux hefur tryggt sér sigur í deildinni í ár. Davíð Jónsson (71) Ægi Elín Sigurðardóttir (72) ÍA Elísabet Kristjánsdóttir (72) Umf. Selfoss Eyleifur Jóhannesson (71) ÍA Jón Valur Jónsson (71) UMS Borgarfjarðar Karl Pájmason (72) Ægi Kristjana þorvaldsdóttir (72) ÍA Kristján B. Árnason (71) Vestra Lóa Birgisdóttir (72) Ægi Sigríður Dögg Auðunsdóttir (72) UMS Borgarfjarðar Sindri Valdimarsson (71) Ægi Svavar Þór Guðmundsson (71) Óðni Ævar Örn Jónsson (72) UMFN Þjálfarar eru Auðunn Eiríksson frá SH og Hafliði Halldórsson frá Ægi. Fararstjóri er Wolfgang Sahr frá KR. Sunddeild Umf. Bolungarvíkur tekur einnig þátt í þessari keppni með lósundmenn. Keppt Verður í50 m laug. Unglingameistaramót í frjálsum íþróttum Unglingameistaramót íslands 18- 20 ára í frjálsum íþróttum fer fram á frjálsíþróttavellinum í Laugardal laugardaginn 6. júní 1987 kl. 11.00. Keppt verður í eftirtöldum grein- um: 100 m, 400 m, 4x100 m, langstökk, hástökk, kúla, kringla, spjót bæði kyn, 110 m grind 1500 m, 5000 m þrístökk karlar, 100 m grind, 3000 m konur. Skráningar berist á skrifstofu FRÍ eða til Sigurðar Erlingssonar á lög- legum keppnisspjöldum fyrir kl. 20.00 fimmtudaginn 4. júní. Viljum kaupa Viljum kaupa Traust skreiðarpressu. Upplýsingar hjá Lúðvík í síma 96-43200. t Eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir og mágur Gísli Sighvatsson Birkihvammi 13, Kópavogi sem lést miðvikudaginn 27. maí, verður jarðsunginn frá Langholts- kirkju í Reykjavík föstudaginn 5. júní kl. 13.30. Ólöf Helga Þór Gunnar Sveinn Elín Ágústsdóttir Sighvatur Bjarnason Kristín Sighvatsd. Lynch Charies Lynch Bjarni Sighvatsson Aurora Friðriksdóttir Viktor Sighvatsson Ásgeir Sighvatsson Elín Sighvatsdóttir t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar og móður okkar Guðbjargar Björnsdóttur Dagsbrún, Eskifiröl Sveinn Sörensen Björn Grétar Sveinsson Guðni Magnús Sveinsson Skúli Unnar Sveinsson. t Faðir okkar, tengdafaðir og afi Eggert Ó. Sigurðsson Smáratúni, Fljótshlíð lést á sjúkrahúsi Suðurlands þann 31. maí. Jarðarförin fer fram að Breiðabólsstað í Fljótshlíð laugardaginn 6. júní kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. f í Ertu að byggja upp líkamann? Við leitum að blaðberum til starfa víðsvegar um borgina. Melabraut Skólabraut Aragata Unnarbraut Oddagata Háskólahverfi Eskihlíð ------------ Mjóahlíð Tjarnargata ____________________ Suðurgata Skerjafjörður Sóleyjargata Laufásvegur frá 48 Bergstaðastræti frá 54 Fjólugata Haföu samband. Tíniinn •SIDUMULA 1b S686300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.