Tíminn - 04.06.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.06.1987, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 4. júní 1987 Tíminn 15 Amensty International: Fangar mánaðarins - maí 1987 Mannréttindasamtökin Amnesty Intcrnational vilja vekja athygli al- mennings á máli eftirfarandi sam- viskufanga í maí. Jafnframt vonast samtökin til að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig í verki andstöðu sína við að slík mannréttindabrot eru framin. íslandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings föng- um mánaðarins, og fást áskriftir á skrifstofu samtakanna. Eþíópía: Namat Issa var fulltrúi í utanríkisráðuneytinu þegar hún var handtekin í feb. 1980, ásamt manni sínum, Mulugetta Mosissa. Engin ástæða hefur verið gefin opinberlega fyrir handtöku hennar. Á sama tíma voru mörg hundruð manna af Or- omo kynþættinum fangelsaðir, að því er virðist vegna grunsemda um samúð með vopnaðri baráttu frelsis- hers Oromo (OLF). Talið er að hér sé um að ræða hefndaraðgerðir vegna vopnaðrar árásar OLF og tilraun til að fæla fólk frá stuðningi við samtökin. Margir hinna hand- teknu voru að sögn pyntaðir eftir handtökuna. Namat Issa var þunguð við handtökuna og er sonur hennar með henni í kvennadeild fangelsisins í Addis Ababa. Hann er vangefinn vegna heilaskemmda sem hann fékk eftir veirusýkingu 1983 og er undir eftirliti læknis. Faðirinn er í höfuð- stöðvum rannsóknarlögreglunnar og hafa þau ekki sést eftir handtökuna. Indónesía: Andi Sukisno, Sugeng Budiono, Murdjoko og Faizal Fachri eru námsmenn á þrítugsaldri. Þeir voru meðlimir í hreyfingu múham- eðstrúarmanna í heimabæ sínum, Malang A-Jövu, og skipulögðu helg- arnámskeið í trúnni fyrir 700 manns í júní 1984. Leiðbeinendur hvöttu til hlýðni við kennisetningar og lög Múhameðs, og sökuðu stjórnina um að njósna um múhameðstrúarmenn og hindra ferðir þeirra. Herstjórn svæðisins kallaði fjórmenningana til yfirheyrslu í ágúst 1984, og sam- þykktu þeir að skipuleggja ekki fleiri námskeið. Haustið 1984 áttu sér hins vegar stað sprengjutilræði í Jakarta og á Jövu eftir árekstur milli lögreglu og mótmælagöngu múham- eðstrúarmanna í Jakarta og fjölda- handtöku múslima víðs vegar um Indónesíu. Fjórmenningarnir voru handteknir stuttu eftir tvö slík tilræði í Malang í des. 1984 og ásakaðir um aðild að þeim við réttarhöldin síðla árs 1985. Engar sannanir komu fram um aðild þeirra, og heldur ekki þegar réttað var í máli hóps múslima sem játaði á sig verknaðinn. Að sögn fjórmenninganna var þeim neitað um heimsóknir eða lögfræði- aðstoð í varðhaldinu og urðu þeir að skrifa undir falskar játningar. Þeir hlutu 8 ára fangelsisdóm, en hæsti- réttur lengdi tvo dómana í 9 og 15 ár. Sýrland: Muhammad Haitham Khoja er 35 ára landbúnaðarverk- fræðingur og rithöfundur sem hefur verið í haldi án ákæru eða dóms síðan í okt. 1980. Alls hafa rúmlega 200 manns verið handteknir síðan 1980 vegna aðildar að CPPB, stjórn- málaflokki sem stofnaður var 1973 eftir klofning frá sovétholla hluta kommúnistaflokksins, sem nú fer með völd í landinu. CPPB er í banni og hafa meðlimir flokksins sætt handtökum vegna friðsamlegrar andstöðu flokksins við stjórnarstefn- una, einkum íhlutun Sýrlands í Lí- banon frá 1976. Leiðtogar flokksins voru handteknir í okt. 1980 eftir tilraunir sem gerðar voru til að sameina stjórnarandstöðuna í kjöl- far vináttu- og samstarfsyfirlýsingar Sýrlands og Sovétríkjanna. AI vinn- ur að máli rúmlega 90 meðlima CPPB sem eru í haldi án ákæru og dóms: sumir ku hafa verið pyntaðir við yfirheyrslur og í varðhaldinu. Muhammad þjáist af sjúkdómum í nýrum, húð og augum og varð ónóg læknisaðstoð hans tvívegis tilefni til skyndiaðgerða AI 1985-6. Þeir sem vilja leggja málum þess- ara fanga lið, og þá um leið manneru vinsamlegast beðnir að hafa sam- band við skrifstofu fslandsdeildar Amnesty, Hafnarstræti 15, Reykj- avík, sími 16940. Skrifstofan eropin frá 16.00-18.00 alla virka daga. Þar fást nánari upplýsingar sem og heimilisföng þeirra aðila sem skrifa skal til. Einnig er veitt aðstoð við bréfaskriftir ef óskað er. Erindi um móðurmálið Vísindafélag íslendinga hefur gef- ið út bók sem nefnist Móðurmálið, fjórtán erindi um vanda íslenskrar tungu á vorum dögum. Efni hennar er þannig til komið að Vísindafélag- ið gekkst fyrir ráðstefnu í Norræna húsinu hinn 12. apríl 1986 um vanda íslenskrar tungu á vorum dögum. Til að ræða þetta mál voru fyrirles- arar valdir úr röðum fólks sem ætla mátti að hefði sem nánust kynni af stöðu málsins og þróun þess. í fyrsta lagi voru í þeim hópi málvísinda- menn sem hafa fengist við rannsókn- ir á talmáli, haft afskipti af eða beinlínis unnið að stefnumótun í málvernd, fylgst með nafngiftum, bæði mannanöfnum og nöfnum fyrirtækja, unnið að nýyrðasmr'ð og kynningu nýyrða o.s.frv. í öðru lagi var leitað til móðurmálskennara; fóstra ræddi um það hvernig börnin læra málið á dagvistarstofnunum, kennarar ræddu um móðurmáls- kennslu í grunnskólum og fram- haldsskólum, svo og um það hverjar kröfur verði að gera til móðurmáls- kennara. I þriðja lagi ræddu frétta- maður og auglýsingahönnuður um viðhorf þessara starfsstétta til móð- urmálsins, menntun þeirra og mögu- leika til að beita íslensku máli. í fjórða lagi ræddu rithöfundur og skáld um móðurmálið sem tæki til listsköpunar og um vanda þeirra sem fást við þýðingar. út í þessari nýju bók. Hún er 113 blaðsíður, prentuð í Prentsmiðjunni Odda, og sá Ólafur Halldórsson um útgáfuna. Sölu bókarinnar annast Bókaverslun Sigfúsar Eymundsson- ar. FERMINGAR UM HELGINA Fermingarbörn í Ólafsvíkurkirkju Hvítasunnudag, 7. júní, kl. 14.00 prestur: Guömundur Karl Ágústsson. Aðalheiður Ævarsdóttir, Brautarholti 13 Alexander Arnarson, Grundarbraut 34 Ársæll H. Guðleifsson, Grundarbraut 24 Aron S. Gíslason, Mýrarholti 3 Benjamín Þ. Þorgrímsson, Hjallabrekku5 Bjarni Reyr Kristjánsson, Grundarbraut 22 Guðlaug María Leifsdóttir, Mávahlíð, Fróðárhreppi Gunnar Þór Olgeirsson, Brúarholti 3 Helga B. Einarsdóttir, Brautarholti 2 Hjörtfríður S. Guðlaugsdóttir, Vallholti 12 Kolbrún ívarsdóttir, Sandholti 15 Lúðvík Rúnarsson. Túnbrekku 1 Rúnar Hallgrímsson, Hábrekku 13 Sigurður Kr. Sigþórsson. Skipholti 7 Sigurrós Úlla Steinþórsdóttir. Hábrekku 20 Steinar Ríkharðsson, Vallholti 7 Svandís Sigjónsdóttir, Skipholti 11 Telma Garðarsdóttir, Grundarbraut 50 Theódór Árni Emanúelsson, Stekkjar- holti 6 Ævar Rafn Hafþórsson, Hjallabrekka 7 Fermingarbörn í Ingjaldshólskirkju Hvítasunnudag, 7. júní kl. 11.30. Aöalheiður Stefánsdóttir, Gufuskálum Aöalsteinn Svansson, Naustabúð 11 Fjalar Vagn Stefánsson, Naustabúö 21 Guöbjörg I. Ragnarsdóttir, Laufási 8 Gyöa Sigurjónsdóttir, Dyngjubúö 3 Júníana Óttarsdóttir, Munaðarhóli 23 Kristófer Snæbjörnsson, Laufási 1 Linda Dröfn Sólbjartsdóttir, Gufuskálum Rebecca Jane Clark, Hraunási 13 Sigvaldi Eiríkur Hólmgeirsson, Keflavík- urgötu 8 Svanfríður Kristjánsdóttir, Báröarási 6 Dýrin kunna ekki umferöar- reglur. Þess vegna þarf aö sýna aögæslu i nánd þeirra. Hins vegar eiga allir hesta- menn aö kunna umferöar- reglur og riöa hægra megin og sýna bilstjórum sams konar viömót og þeir ætlast til af þeim. ||XF UMFERÐAR BOÐA RAFGIRÐINGAR Til afgreiðslu strax Hvergi betra verð KAPLAHRAUNI 18 220 HAFNARFIRÐI: S-91.651800 IÐNSKÓLINN f REYKJAVÍK Innritun fyrir skólaárið 1987-1988. Innritun fer fram dagana 1.-4. júní að báðum dögum meðtöldum. Ath. síðasti innritunardagur. Innritað verður í eftirtalið nám: 1. Samningsbundið iðnnám. (Námssamningur fylgi umsókn nýnema.) 2. Grunndeild í bókagerð. 3. Grunndeild í fataiðnum. 4. Grunndeild í háriðnum. 5. Grunndeild í málmiðnum. 6. Grunndeild í rafiðnum. 7. Grunndeild í tréiðnum. 8. Framhaldsdeild í bifreiðasmíði 9. Framhaldsdeild í bifvélavirkjun. 10. Framhaldsdeild í bókagerð. 11. Framhaldsdeild í hárgreiðslu. 12. Framhaldsdeild í hárskurði. 13. Framhaldsdeild í húsasmíði. 14. Framhaldsdeild í húsgagnasmíði. 15. Framhaldsdeild í rafeindavirkjun. 16. Framhaldsdeild í rafvirkjun og rafvélavirkjun. 17. Framhaldsdeild í vélsmíði og rennismíði. 18. Almennt nám. 19. Fornám. 20. Meistaranám (Sveinsbréf tylgi umsókn). 21. Rafsuðu. 22. Tæknibraut. 23. Tækniteiknun. 24. Tölvubraut. 25. Öldungadeild í bókagerðargreinum. 26. Öldungadeild í grunnnámi rafiðna og rafeindavirkjun. Innritun fer fram í Iðnskólanum í Reykjavík frá kl. 10.00 til 18.00 alla innritunardagana og í Mið- bæjarskólanum 1. og 2. júní. Öllum umsóknum nýnema fylgi staðfest afrit prófskírteina. Iðnskólinn í Reykjavík. Hveragerði - Ölfus Staða bókasafnsfræðings við bókasafnið í Hvera- gerði er laust til umsóknar frá 1. júl í 1987 að telja. Upplýsingar í símum 99-4513 og 99-4235. Umsóknarfrestur ertil 20. júní n.k. Bókasafnsnefnd.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.