Tíminn - 04.06.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.06.1987, Blaðsíða 6
Fimmtudagur 4. júní 1987 6 Tíminn Þjóðsagan a götunni Egilsstaðir: Himnasending lög reglu til hjálpar Enn ófremdarástand Undanfarið hefur verið skýjað, rigning og slydda upp til fjalla í kring um Egilsstaði og dimm þoka. Það hefur þó ekki spillt færð, að sögn Úlfars Jónssonar, varðstjóra lögreglunnar þar, er kældi niður áflogahunda á dansleik sem hald- inn var á laugardag. Svo sem lesendum Tímans er gjörla kunn- ugt eru engar fangageymslur á Egilsstöðum og þegar lögreglan stendur dansleikjavakt er liðsaflinn tvöfaldaður í fjóra lögreglumenn. Fanga þarf að flytja um langa leið til Seyðisfjarðar eða Eskifjarðar og er plássið gæslulaust að mestu á vegna fangageymslna meðan. Mikið var um slagsmál á dans- leiknum og að ófyrirsynju hefði mátt flytja „slatta af fólki“, svo notuð séu orð varðstjórans, í fang- elsi þar til bráði af því. „En við gáfumst hreinlega upp á þessu og rigningin kom eins og himnasend- ing okkur til hjálpar.“ Menn vildu síður fljúgast á í forinni, sem myndaðist utan við dansleikjastað- inn. Því var þeim mun meira slegist innan húss. „Þótt ekki hafi verið vanþörf á, var enginn fluttur í fangageymslur þessa nótt,“ sagði Úlfar. þj Bandalag íslenskra leikfélaga í samvinnu við leikhópinn Sögu á Akureyri og Theaterpádagogisches Zentrum í Lingen í V-Þýskalandi gangast fyrir viku námskeiði í götu- leikhúsi á Akureyri dagana 6.-13. júní. Námskeiðið hefur yfirskriftina „Þjóðsagan á götunni". Verður unn- ið út frá þjóðsögu, sem þekkt er bæði í Þýskalandi og á íslandi. Hún verður svo leikgerð og færð í bún- inga, þannig að úr verður stór sýning. Frá Þýskalandi koma 4 kennarar auk 13 nemenda á aldrinum 16-20 ára. Föstudagskvöldið 12. júní stendur til að sýna afrakstur nám- skeiðsins í miðbæ Akureyrar. ís- lenskir kennarar verða Valgeir Skag- fjörð og Sigrún Valbergsdóttir. Leiklistarmiðstöðin í Lingen hef- ur hug á að skipuleggja námskeið í Þýskalandi næsta sumar og bjóða þangað íslenskum þátttakendum sem verða á þessu námskeiði og öðrum sem tekið hafa þátt í sam- bæriiegu leikstarfi. -SÓL Það er ekki annað að sjá en þeir beri sig vel bæjarstjórnarfulltrúarnir í Neskaupstað. Neskaupstaður: Tímamynd: Svanfridur Bæjarstjórn í reiðtíma Frá fréttaritara Tímans í Neskaupstað: Svan- fríði Hagwaag Hestamannaféjagið Blær hélt reiðnámskeið víkuna 25. til 30. maí. Á námskeiðinu voru tæplega fjörutíu þátttakendur, aðallega börn. Leiðbeinandi var Bjarni Sig- urðsson skólastjóri frá Þorláks- höfn. f lok námskeiðsins var bæjar- stjórn Neskaupstaðar boðið í reið- tíma og mættu flestir bæjarfulltrú- ar. Vakti þessi framtakssemi mik- inn fögnuð og má segja að bæjar- fulltrúum hafi gengið nokkuð vel í fyrsta reiðtímanum, því flestir þeirra höfðu lítið eða ekkert farið á hestbak áður. Árleg firmakeppni félagsins var haldin á laugardag og urðu úrslit í henni sem hér segir: Númer eitt, Rafgeisli. Hestur var Börkur og eigandi og knapi Sigurður Svein- björnsson. Númer tvö, Nesvídeó. Hestur var Bára, eigandi og knapi Halldóra Jónsdóttir. Númer þrjú varð bæjarstjórn Neskaupstaðar. Hestur var Styrmir, eigandi og knapi Ragnheiður Samúelsdóttir. Alls kepptu 28 hestar fyrir jafn- mörg fyrirtæki. Þátttakendur voru á öllum aldri og var sá yngsti aðeins átta ára. Dómarar voru Ásgeir Magnússon bæjarstjóri, Einar Jó- hannsson læknir og Bjarni Sigurðs- son frá Þorlákshöfn. Fæðingardeild Landspítalans: Sængurlega kvenna stytt í þrjá daga íslensk-þýsk samvinna: Gamla kerfið aftur tekið upp með vetrinum í sumar er áætlað að stytta sængur- legu kvenna á fæðingardeild Lands- pítalans úr að jafnaði fimm dögum í þrjá daga vegna manneklu. Ekki tekst að ráða sumarafleysingafólk í það margar stöður, að takist að bjóða sömu þjónustu og verið hefur. Reiknað er með, að þetta ^stand muni ríkja í um sex vikur og hefur verðandi mæðrum verið gert viðvart. Þær sem hressastar eru eftir fæðingu fá að fara heim eftir aðeins þriggja daga legu, svo fremi ástand heima fyrir hamli því ekki eða líðan móður og barns. Gunnlaugur Snædal, yfirlæknir fæðingardeildar, sagði að þjónustan félli í sama horf að afloknum sumar- leyfum og þá yrði konum ekki hleypt heim fyrr én eftir fimm daga sængur- legu í fyrsta lagi. „Það vantar starfs- fólk í hálfan Landspítalann í sumar, bæði hvað varðar hjúkrunarlið og Ijósmæður." Á fæðingardeild er tekið á móti á bilinu sjö til tíu börnum á dag, að sögn Gunnlaugs. Tíminn bar undir hann hvort álagið yrði ekki of mikið ef fæðingardeild sjúkrahússins í Keflavík lokaði, svo sem sagt hefur verið frá í fréttum, og verðandi mæður af Suðurnesjum bættust við þær sængurkonur sem fyrir eru á Landspítalanum. „Það er ekki svo mikið af fæðingum í Keflavík að það myndi muna okkur nokkru,“ sagði Gunnlaugur. Varðandi þau lög, að Ijósmæður sem taka við börnum í heimahúsum verði að fylgjast með þeim og mæðrum þeirra í um tíu daga á eftir, sagði hann að spítalinn kæmi til móts við nýorðnar mæður með góðri þjónustu ef eitthvað bját- aði á, t.d. við brjóstagjöf. Alfrísk- ustu mæðrum er að meinalausu hei- milt að fara heim á þriðja degi eftir fæðingu. En samt verður sá tími lengdur með vetrinum. þj Sambandið: Aðalfundur ídag - aö Bifröst í Borgarfiröi Aðalfundur Sambands ísl. samvinnufélaga hefst í dag að Bifröst í Borgarfirði. Fundurinn stendur í tvo daga og lýkur á morgun. Á dagskrá eru skýrslur stjórnar og forstjóra, ásamt sam- þykkt reikninga. Þá mun fyrrver- andi forstjóri, Erlendur Einars- son, flytja ávarp á fundinum. Af öðru, sem á dagskrá er, má nefna breytingar á reglugerð Samvinnu- lífeyrissjóðsins og áfangaskýrslu jafnréttisnefndar. Sérmál fundar- ins verður “málefni samvinnu- starfsmanna“. -esig Samsýning í Neskaupstað Frá fréttaritara Tímans á Neskaupstað, Svanfríði Hagwaag: Opnuð var samsýning þeirra Þur- íðar Unu Pétursdóttur og Jónínu Kristínar Bergs í Egilsbúð á Nes- kaupstað, nýlega. Þuríður Unasýnir dúkristur en Jónína vatnslitamyndir. Nokkrar myndir Þuríðar Unu eru gerðar undir áhrifum af lestri bóka- rinnar „Eftirmáli regndropanna“ eftir Einar Má Guðmundsson, en þær myndir eru einnig á sýningu fjögurra kvenna frá Norðurlöndum, sem farið hefur til vinabæja víða. Hún stundaði nám í Myndlista- og handíðaskólanum frá 1973 til 1977. Nú starfar hún sem myndlistakenn- ari í grunnskóla Neskaupstaðar. Myndir Jónínu Kristínar eru allar vatnslitamyndir. Þær eru unnar í mildum litum. Nú stundar hún nám í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Bæði Þuríður Una og Jón- ína eru fæddar í Borgarfjarðarsýslu en hafa búið í Neskaupstað síðan 1973. Sýningin verður opin fram til 8. júní. Tímamynd Svanfríöur Þær stöllur Þuríður Una og Jónína Kristín við hluta mynda sinna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.