Tíminn - 04.06.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.06.1987, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 4. júní 1987 Tíminn 7 iiiilllllill VIÐTAL 1 lllliiiilllll! Iliiiiillll llllliiillllllllliiilllllllllllllllllilllliill lliiiiiililiilIliiJIIIIIIIIiiiilliill iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiii SLEGIÐ A ÞRAÐINN - Þú tókst við bæjarstjóraemb- ætti í Vestmannaeyjum eftir síð- ustu bæjarstjórnarkosningar, eftir að hafa verið sveitarstjóri í Mý- vatnssveit. Hvernig kanntu við Þig? „Alveg skínandi. Þetta er af- skaplega hlýlegt samfélag og gott fólk sem býr hérna. Víðáttan er önnur hér en í Mývatnssveit, það er að segja hafið í kring. En ég hef eldfjöll hér fyrir utan gluggann eins og fyrir norðan, svo sitthvað er nú líkt með þessum stöðum“. - Er mikið um ferðamenn? „Það fer ekkert á milli mála að hingað kemur talsvert af ferða- mönnum, en ég held að menn ofmeti ferðamannafjöldann hér til Vestmannaeyja, hann mætti gjarn- an vera meiri. Að miklu leyti eru þetta dagsferðir hópa með flugi í gegn um ferðaskrifstofur. Einkum eru það útlendingar sem ferðast á þann máta. Það gildir hér sem annarsstaðar að fá þá til að dvelja lengur". - Hvað bjóðið þið þeim upp á? „Hóparnir eru oftast undir leið- sögn og þeim eru sýndir markverð- ustu staðir. Talsvert er um að farið sé með þá á söfnin okkar og þá einkum Náttúrugripasafnið sem er einstætt á íslandi. Það er skemmti- legt safn þótt það sé ekki stórt. Forstöðumenn þess eru tveir Friðr- ik Jesson sem stofnaði safnið og hefur annast það lengst af svo og Kristján Egilsson. Þá eru tveir aðilar sem bjóða upp á skoðunarferðir umhverfis eyjarnar á bátum og eru þær vin- sælar. Hótelaðstaða er góð miðað við meðaltúrisma, en ræður ver við stóra hópa eða stórar ráðstefnur. Það eru tveir aðilar sem eru með hótelþjónustu, þ.e. Gestgjafinn og Gistihúsið Heimir. Þá er talsvert boðið upp á heimagistingu, einkum á sumrin, auk þess sem þriðja hótelið er að rísa, þannig að gistir- ými er hér ágætt miðað við stærð staðarins;“ - Hvað sýnist Vestmannaeying- um um margumræddan útflutning á gámafiski? „Það er eins og gengur að það sýnist sitt hverjum um það mál. Það er enginn vafi á því að þessi útflutningur hefur bætt hag sjó- manna mikið þannig að þetta er alls ekki algert tap samfélagsins. Þessi útflutningur hefur hins vegar dregið úr framboði á fiski til fisk- til Arnalds Bjarnasonar, bæjarstjóra í Vestmannaeyjum Menn sækja hér sjó og veiöa fisk og gera úr honum verðmæti vinnslustöðvanna og hefur því komið niður á atvinnumöguleikum þar. Þessi mál eru öll talsvert flókin og það er dálítið merkilegt að í þessu ástandi sem menn tala um þá var samkvæmt skýrslum ekkert atvinnuleysi í Vestmanna- eyjum í mars og apríl, þannig að þetta er svolítið á skjön.“ - Er enn svo að fólk komi til Vestmannaeyja á vertíð? „Ég hef grun um að það hafi aukist aftur í vetur. Það var orðið mjög lítið um þetta á tímabili en í vetur var hér þó nokkuð af að- komufólki í fiskvinnslu og upp undir 100 manns hér á bátum og togurum sem áttu lögheimili ann- arsstaðar, þannig að það er talsvert af fólki sem kemur hingað í at- vinnuleit. Atvinnumálin hér snúast um sjóinn og aftur sjóinn. Hafið er sú auðlind sem þessar eyjar eiga fyrst og fremst og allt annað byggir á því.“ - Hvað er að frétta af hitaveitu- málum? „Eins og flestir vita er hraunveit- an lokað hitaveitukerfi, sem liggur um bæinn. Vatninu er dælt upp á hraun þar sem það fer í gegn um varmaskipta. Vatnið er hitað upp á þann máta að það er dregin gufa upp úr nýja hrauninu gegn um varmaskiptana og það er sent aftur í þessari lokuðu hringrás niður bæinn. Annars er bærinn ekki Arnaldur Bjarnason. alfarið hitaður upp með þessu móti, ætli það geti ekki verið um 20% bæjarins sem býr við raf- magnskyndingu. Það var alltaf vitað að hraunveit- an myndi ekki endast nema í ein átta ár. Spurningin hefur verið hvernig skuli bregðast við, hvaða upphitunarmáta eigi að taka upp eftir að hiti hraunsins nægði ekki lengur. Það hefur sífellt orðið dýr- ara að afla þessarar orku upp á hrauninu og er sá kostnaður að verða óviðráðanlegur. Þannig að þó svo við gætum nýtt hraunið í eitt til tvö ár í viðbót þá er það orðin ansi dýr orka og því er okkur nauðsynlegt að ákveða framtíðar- upphitunarmáta.“ - Hvaða kostir eru fyrir hendi í þeim efnum? „Þar eru ýmsir valkostir sem menn hafa velt fyrir sér og eru gerð ágæt skil í nýlegri skýrslu Hraun- nefndar svokallaðrar sem skipuð var af iðnaðarráðherra og hefur unnið ágætt starf í vetur. Trúlega er nærtækasta leiðin að setja upp rafskautakatla. Hagkvæmni þess byggist þó á því að við fáum það ódýrasta orkuverð sem í boði er, og höfum við vilyrði Landsvirkjun- ar fyrir því að þeir munu ganga til viðræðna við okkur um hugsanleg- an samning í þá veru. Það er mjög öflugur rafstrengur út f eyjar og hann er enginn flöskuháls í því sambandi. Það þarf aftur á móti að fara í línulagn- ingu frá Hvolsvelli og niður á Landeyjasand. Sú lína er orðin gömul og veik. Það er sú fram- kvæmd sem þetta myndi fyrst og fremst kalla á.“ - Er eitthvað nýtt að frétta af samgöngumálum milli lands og eyja, eða eru menn ánægðir með það fyrirkomulag sem nú er? „Menn eru sjálfsagt aldrei ánægðir. Það er svo mikil fram- þróun á öllum sviðum að það sem þótti bylting fyrir rúmum tíu árum, þ.e.a.s. nýr Herjólfur, þykir úrelt- ur samgöngumáti núna, eða úrelt samgöngutæki. Við erum að berj- ast á öllum sviðum í þessum málum. Stjórn Herjólfs er með áform um að kaupa nýtt skip og gerir væntanlega upp sinn hug í þeim efnum áður en langt um líður. Við höfum reynt að ýta á Flug- leiðir um að standa betur við sína áætlun. Það er oft erfitt með flug hingað og erfitt að treysta á að komast leiðar sinnar á þann máta. Nauðsynlegt er að koma upp um- ræðu um það hvað er til bóta í þeim efnum, betri flugleiðsögutæki, vall- arskilyrði eða hvað annað sem má verða til þess að bæta þann sam- göngumáta. Þriðja atriðið sem hefur mikið verið skoðað í vetur m.a. af sér- stakri nefnd er að hefja ferðir milli eyja og lands með loftpúðaskipi, eða svifnökkva. í því sambandi höfum við farið tvær ferðir til útlanda til að kynna okkur farkosti. Niðurstaða nefndarinnar held ég að sé alveg einróma sú að þetta sé fýsilegur kostur yfir sumarmánuð- ina, eina 5 mánuði, að þá sé hægt að halda uppi 80-90% áætlunarör- yggi. AlJt er enn óráðið hvar enda- stöð yrði í landi. Þar verður að skapa aðstöðu. M.a. hefur verði rætt um að fara upp Markarfljót. Ég held að það sé afskaplega nauðsynlegt að þetta samgöngu- tæki nái sem næst stofnbrautunum á Suðurlandi þannig að það sé sem fyrirhafnarminnst fyrir farþega að ná inn á þær.“ -Hvað með gatnagerð í Eyjum? „Við erum með mjög svipað umfang í gatnagerð í ár eins og á síðasta ári og það verða þó nokkur umsvif á þeim vettvangi. Við reikn- um með að ljúka þeint fram- kvæmdum í júnímánuði, taka þetta í einum áfanga. Ég skal nú ekki segja nákvæmlega hvað þetta eru margir metrar eða kílómetrar í nýjum götum eða viðhaldi en það er haldið uppi ágætum dampi í gatnagerðinni." - Hvað er helst annað að frétta frá Vestmannaeyjum? „Nú það er kannski ekkert sér- stakt sem ég kem auga á í fljótu bragði sem telst til stórtíðinda. Lífið gengur nokkuð sinn vana- gang. Menn sækja sjó og veiða fisk og gera úr honum verðmæti. Á þessum tíma eru menn í vorverk- um og fegra garða og bæinn. Við höfum reynt að ná upp stemmn- ingu í því sambandi og höfðað til fólks að taka til. Mála það sem mála þarf og fjarlægja það sem fjarlægja þarf og bærinn sjálfur er að reyna að gefa gott fordæmi í þeim efnum." Hómer í látbragði Kramhúsið, dans- og leiksmiðja v/ Bergstaðastræti. Maria Lexa lát- bragðsleikari sýnir: „ÓDYSSEIFUR MYNDSKREYTTUR". Leikstjóri: Bern- ard Collin. Kramhúsið er enn eitt leikhúsið í borginni og veit ég lítið um starfsemi þess fram að þessu eða markmið með rekstri þess. En í fyrsta sinn sá ég sýningu þarna á laugardagskvöld, þar sem Maria Lexa látbragðsleikari sýndi leik upp úr Ódysseifskviðu. Sýningar munu aðeins hafa verið tvær og sú seinni á sunnudagskvöld, svo að það er of seint að hvetja fólk til að sjá sýninguna sem annars væri full ástæða til. Áður en að því kemur vil ég þó átelja forráðamenn Kram- hússins fyrir að láta áhorfendum ekki í té neinar upplýsingar um sýninguna. Það sem stendur hér fyrir ofan tók ég upp úr auglýsingu í dagblöðum. Ég veit því ekkert um það hvernig þessi sýning er til orðin, - las þó í blöðum að Maria Lexa væri amerískur látbragðsleikari sem starfað hefði í Danmörku og héldi hér námskeið í látbragðsleik. En hvað um það: Kramhúsið þyrfti að kynna betur starfsemi sína eftirleið- is. Maria Lexa er augljóslega fær í sínu fagi og sýningin á laugardags- kvöldið var skemmtileg leikhús- reynsla. Maria talar með, tekur meginþráð Ódysseifskviðu og sýnir með látbragði og brúðum nokkur atriði úr hrakningasögu Ódysseifs. Sýningin er fagmannlega upp byggð: Fyrst kemur risastór brúða á sviðið sem reynist vera Kalypso sem vill halda í Ódysseif. Síðan kemur bráð- kómískt atriði þar sem Helena fagra segir frá þeim ósköpum sem hún kom af stað, þ.e. Trójustríðinu. Fleiri atriði eru hér fyndin og leik- andi létt; Ódysseifur í stafkarlsgervi, - Násíka dregur hann á land. Onnur eru seiðfögur: Penelópa slær vefinn, og lokaatriðið um ást þeirra, leikið með brúðum, talað upp á frönsku sem Maria taldi best hæfa efninu. Mér virtist Maria Lexa yfirleitt leggja mest upp úr kómík og takast þar að jafnaði best, og á hinum þýðu tónum. Síður fannst mér hrikaleik- inn komast til skila í atriðinu um Kýklópann eineygða Pólýfemus. Annars voru atriðin með ýmsu móti. Maria hefur ágætt vald yfir líkama sínum og kryddaði jafnan með skemmtilegum texta svo að þeir sem farnir eru að ryðga í Hómer eiga auðvelt með að fylgja þræðinum. Enginn vafi er á því að sýningar af þessu tagi auðga og fjörga leiklistar- lífið í höfðuborginni. Sú ánægjulega þróun hefur orðið á síðustu árum að mun meira er að gerast í þeim efnum á sumrin en áður tíðkaðist. Mikils- vert er að fá heimsóknir erlends kunnáttufólks, - og látbragðsleikur er þar á ofan ótrúlega fáséður hjá okkur. En hann er einu sinni frum- form leiklistar. Mættum við fá meira að sjá. Leikhúsið, ef svo má kalla, er ekki stórt en virðist vel lagað fyrir sýning- ar af þessu tagi. Leikmyndin var í senn einföld og hentug og leikstjóri hefur komið öllu vel fyrir. Þá er ástæða til að nefna búninga sem eru stílhreinir og litskrúðugir, og ekki síst má ljúka lofsorði á lýsinguna sem var hárnákvæm. „Ódýsseifur myndskreyttur" heit- ir sýningin. Meðal annarra orða: eigum við ekki látbragðsleikara hér hjá okkur til að myndskreyta okkar eigin klassík? Hér bíða mörg og heillandi verkefni sem hljóta að ögra íslensku leikhúsfólki. Gunnar Stefánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.