Tíminn - 04.06.1987, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.06.1987, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 4. júní 1987 FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA — Vestur-þýski táningurinn sem flaug lítilli flug- vél frá Helsinki til Rauöa torgs- ins í Moskvu í síðustu viku mun þurfa aö mæta fyrir rétti. Þetta var haft eftir háttsettum blaðamanni í Moskvu. LUNDÚNIR - Fésýslu- menn voru órólegir vegna ákv- öröunar Paul Volckers um aö segja af sér embætti banka- stjóra bandaríska Seðlabank- ans og ekki vissir um aö Bandaríkin gætu haldiö áfram aö ráöa viö veröbólgu eftir brottför hans. Bankamenn töldu aö mikil óvissa myndi ríkja á alþjóðlegum peninga- mörkuöum þar til eftirmaður Volckers, Alan Greenspan, myndi sýna hvort hann réöi viö starfið. WASHINGTON - Reagan Bandaríkjaforseti hélt af stað til Feneyja þar sem haldinn veröur fundur sjö helstu iönaö- arríkja hins vestræna heims. Reagan sagöi að fundurinn í næstu viku myndi styrkja sam- starf vestrænna ríkja. TRÍPÓLI — Hundruð þús- unda manna fylltu stræti Tríp- ólíborgar í noröurhluta Líban- on en þar var Rashid Karami forsætisráðherra, sem myrtur var í vikunni, borinn til hinstu hvílu. Amin Gemayel forseti landsins hef ur fyrirskipað rann- sókn á dauöa Karamis, leiö- toga súnníta múslima. Hann lést þegar sprengja sprakk í þyrlu sem hann var farþegi í. AMMAN — Hosni Mubarak forseti Egyptalands kom óvænt til Ammanborgar og átti viðræöur við Hussein Jórdan- íukonung. Þetta var annar fundur þessar manna á tæpum mánuði. LUNDÚNIR — íranir hófu nýja sókn í stríöi sínu viö Iraka seint í fyrrakvöld. Fréttastofan IRNA í Teheran sagöi heri Iransstjórnar hafa náö þremur mikilvægum hæðum á sitt vald og fellt eoa sært um átta hundr- uð írakska hermenn. OTTAWA — Stjórnmála- leiötogar í Kanada hafa sam- þykkt samhljóða aö breyta stjórnarskránni og koma Qu- ebechéraöi, þar sem frönsku- mælandi fólk er í meirihluta, inn í hana. Nú eru fimm ár síðan forystumenn í Ottawa og hinum níu héruðunum skrif- uðu undir stjórnarskrárlögin. 'llllllllllllllllllllllll ÚTLÖND llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllll Sri Lanka/lndland: Bátunum snúið við - Hjálpargagnadeilan milli stjórnvalda á Sri Lanka og Indlandi komst á alvarlegt stig í gær Colombo-Reuter Hinn litli sjóherSri Lankastjórnar stöðvaði bátaflota frá Indlandi í gær er hann sigldi inn fyrir landhelgi Sri Lanka með vistir ætlaðar tamilum á Jaffnaskaganum. Bátafloti Indverja samanstóð af tuttugu fiskibátum og voru þeir fyrst í stað kyrrsettir á liinu mjóa sundi milli Indlands og Sri Lanka og lágu við akkeri við Kachchativueyju, um átján kílómetra undan indversku hafnarborginni Rameshwaram. Nokkrum stundum síðar héldu bát- arnir aftur til Indlands. Eins og Tíminn skýrði frá í gær ætlaði indverska stjórnin að senda birgðir til almennra borgara á Jaffna- skaganum. Þar hefur stjórnarherinn á Sri Lanka sótt mjög fram gegn skæruliðum tamila að undanförnu og fréttir hafa borist um að margir hinna 800 þúsund tamila, sem á skaganum búa, eigi um sárt að binda og matvælaskortur sé mikili. Þess má geta að um fimmtíu milljónir „Heitt“ svæði á kortinu þessa dagana: Indverskir bátar með birgðir ætlaðar tamilum á Jaffnaskaganum voru stöðvaðir af landhelgisbátum Sri Lanka stjórnar ■ gær. tamila búa á Indlandi og eru sterk tengsl milli þeirra og þess hóps tamila sem býr aðallega á norður- og austursvæðum Sri Lanka. Stjórnvöld á Sri Lanka, þar sem hatrammt borgarastríð hefur geisað undanfarin ár milli sinhalesa og minnihlutahóps tamila, segja hins vegar engan matvælaskort vera ríkj- andi á Jaffnaskaganum. Þau hafa þó ekki neitað að taka við matvælunum, segja aðeins að slíkar sendingar verði að fara eftir venjulegum leið- um og með samkomulagi milli stjórnvalda ríkjanna tveggja. í bátunum tuttugu voru um hundr- að blaðamenn, bæði frá Indlandi og öðrum löndum, til að fylgjast með þessari deilu. Shahul Hameed utanríkisráð- herra Sri Lanka stjórnar var í gær í sambandi við Javier Perez De Cuell- ar aðalritara Sameinuðu þjóðanna og bað hann um að láta öryggisráðið fylgjast með atburðarásinni á sund- inu milli Indlands og Sri Lanka. Austurríki/Bandaríkin: Ný nasistadeila New York-Reuter Austurríkismenn verða að taka við manni, sem var vörður í útrým- ingarbúðum nasista á árum síðari heimsstyrjaldarinnar, vegna sam- komulags sem gert var fyrir rúmum þrjátíu áruni. Þetta var haft eftir embættismanni í bandaríska dóms- málaráðuneytinu í gær. Karl Blecha innanríkisráðherra Austurríkis er hins vegar á öðru máli og segir það óþolandi að Austurríki verði notað sem ruslahaugur þar sem henda mcgi stríðsglæpamönn- um. Þessi orð og önnur hafa fallið í nýrri deilu milli stjórnvalda Banda- ríkjanna og Austurríkis. Martin Bartesch heitir maðurinn scm málið snýst um. Hann missti ríkisborgararétt sinn í Bandaríkjun- um í síðustu viku eftir að hafa viðurkennt að hafa falið fortíð sína er hann flutti frá Austurríki vestur yfir haf árið 1955. Bartesch var fangavörður í búðum nasista í Maut- hausen á stríðsárunum. Eftir að hafa verið rekinn frá Bandaríkjunum hélt Bartesch til Austurríkis en þar var hann hand- tekinn hið snarasta og hafa austur- rísk stjórnvöld sagt að þau hyggist senda hann aftur þangað sem hann kom frá, nefnilega til Bandaríkj- Japan: Valdaslagur - Noboru Takeshita þykir líklegastur til aö veröa næsti forsætisráðherra Japans Tokyo-Rcuter Noboru Takeshita, fyrrum fjármálaráðherra Japans, steig í gær mikilvægt skref í áttina að því að taka við forsætisráðherrastarf- inu úr hendi Yasuhiro Nakasone síðar á þessu ári. Hinn 63 ára gamli Takeshita tryggði sér stuðning 118 flokks- bræðra sinna í Frjálslynda lýð- ræðisflokknum sem fer með vöíd í landinu. Þar með vann hann, að minnsta kosti tímabundið, sigur í baráttunni um að stjórna stærsta hópnum innan flokksins og líkurn- ar á því að hann verði næsti leiðtogi Japana jukust verulega. „Takeshita er orðinn forystu- sauðurinn,“ sagði einn stjórnmála- sérfræðingur í gær. Aðrir stjórnmálaskýrendur töldu þó að mikið gæti átt eftir að ganga á á þeim mánuðum sem eftir eru af valdatíma Nakasone og línurnar væru enn mjög óskýrar. Búist er við að Nakasone láti af embætti sínu í lok októbermánað- ar. Fjórir háttsettir einstaklingar innan Frjálslynda lýðræðisflokks- ins berjast um að fá að taka við af Nakasone. Auk Takeshita, sem er aðalritari flokksins, eru það þeir Shintaro Abe, fyrrum utanríkis- ráðherra, Kikchi Miyaazawa fjármálaráðherra og Susumu Nik- aido, fyrrum varaforseti flokksins, sem setjast vilja í forsætisráðherra- stólinn. Þeir Takeshita og Nikaido hafa að undanförnu barist hart um að ná stuðningi helsta hópsins innan stjórnarflokksins og virtist Takes- hita kom vel út úr þeim valdaslag í gær þegar meira en 80% meðlima Tanaka hópsins svokallaða lýstu yfir stuðningi við hann. Þótt Takcshita hefði unnið mikilvægan áfangasigur í gær var þó ljóst að honum dugir ekki stuðningur Tanaka hópsins ein- göngu því Frjálslyndi lýðræðis- flokkurinn, sem er langstærsti flokkur landsins og hefur 445 þingmenn, skiptist í fimm hópa. Takeshita verður því að vera skæð- ur í valdataflinu áfram eigi forsæt- isráðherrastóllinn að verða hans, að öllum líkindum fyrir næstu ára- mót. Bandarísk stjórnvöld segjast hins vegar hafa í fórum sínum bréf frá austurrískum stjórnvöldum, skrifað árið 1955 og í samræmi við innflytj- endalög þar vestra frá árinu 1953. Þar lofa austurrísk yfirvöld að taka aftur við Bartesch komi einhvern tímann í ljós að hann hafi fengið bandarískan ríkisborgararétt á fölskum forscndum. Mál Bartesch hefur vakið upp nýjar deilur milli Bandaríkjanna og Austurríkis en samskipti þessara ríkja hafa verið stirð að undanförnu, eftir að bandaríska dómsmálaráðu- neytið setti Kurt Waldhcim forseta Austurríkis á svarta listann yfir þá einstaklinga sem ekki fá að koma til Bandaríkjanna í einkaerindum. Waldheim er grunaður um að eiga vafasama fortíð er tengist stríðs- glæpum nasista. Stjórnmálaskýrendur voru í gær flestir sammála um að mál þetta væri hið versta fyrir Austurríkisstjórn. Hún hefur að undanförnu verið að reyna að bæta ímynd sína út á við er fékk á sig svartan blett þegar ásakan- irnar um vafasama fortíð hins ný- kjörna forseta tóku að koma fram í fyrra. Spánn: Dauði gítar- snillings Madríd-Rcuter Andres Segovia, hinn heims- frægi spænski gítarsnillingur, lést í Madrídborg í gær 94 ára að aldri. Hann hlaut eðlilegan dauð- daga á heimili sínu og liggur lík hans á viðhafnarbörum í híbýlum listaakademíu þeirra Spánverja en jarðarför lians fer fram í dag. Segovia fæddist í Andalúsíu- héraði á suðurhluta Spánar þar sem gítarmúsíkin á sterkastar rætur. Fyrstu tónleikana hélt hann fimmtán ára gamall. Gítarleikaranum var jafnan þakkað fyrir að hafa flutt spænska gítarinn inn í frægar tónleikahall- ir en hann hafði aðallega verið þekktur sem hljóðfæri sígauna. Segovia hafði fyrirhugað að halda ellefu tónleika í Bandaríkj- unum í vor. Hann varð hins vegar að hætta við þá för eftir að hafa verið fluttur á sjúkrahús í New York. Langlífi sitt þakkaði hann öfgalausu iíferni sem tileinkað var fjölskyldunni og gítarnum. Sri Lanka: Dauðarefsingin lifir og líka þeir dæmdu Colombo-Rcutcr Dómari á Sri Lanka dæmdi í vikunni Reginald Spiers, Ástralíu- mann sem er fyrrverandi meistari í spjótkasti, til dauða fyrir að reyna að smygla heróíni og hassi inn í landið. Hinn 44 ára gamli Ástralíumaður var fundinn sekur um fjórar ákærur um heróínsmygl og dæmdur til dauða fyrir rétti í Negombo, skammt utan við höfuðborgina Colombo. Samkvæmt heimildum á Sri Lanka var dauðarefsingin ósköp venjulegur dómur, slíkt er venja þegar menn eru fundnir sekur um eiturlyfja- smygl. Dauðarefsing á Sri Lanka fer þannig fram að menn eru hengdir. Hins vegar hefur hún ekki verið notuð í nokkur ár þrátt fyrir að kveðnir hafi verið upp dómar þar að lútandi og því er búist við að Spiers sleppi við gálgann. Hann gæti engu að síður þurft að dúsa í fangelsi ævilangt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.