Tíminn - 04.06.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.06.1987, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 4. júní 1987 Tíminn 5 Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins: Rætt um landsfund til að skipta um forystu - en talið óskynsamlegt þar sem sl íkt myndi veikja flokkinn í sjórnarmyndunarviðræðum xs 4 BLAD SJÁLFSTÆÐISMANNA ( KÓPAVOGI 6. tbl. mal 1987 — 36. ðrg. Friörik Sophusson á fundi í Kópavogi: ÍH Tilbúnir að boða til lands- fundar hvenaer sem er og spyrja hvort ástæöa sé til aö skipta um forystumenn I „Formaður (lokktins sr | auðviUð tilbúinn til þess Ihvenaer sem er að boða til Landslundar og spyrja Landslund að þvi hvort astaeða sé til þass að Iskipta um lormann og sömulaiðls varalormann'. sagði Fnörik Sophusson é tlúlmennum tundi Sjilf- I slaaðislélaganna i Kðpa- sljommalum. helði » ukk s.iuhi I iVU.S ,„S | NANAR UM FUNDINN A BLS. 5 Friðrik Sophusson segir í Vogum, blaði sjálfstæðismanna í Kópavogi að til tals hafi komið í forystu Sjálfstæðisflokksins hvort ekki væri rétt að boða til landsfund- ar til þess að skipta um formann og varaformann í flokknum. Síðan er haft eftir varaformanninum: „Eftir að hafa rætt þetta þá varð niður- staðan sú að það væri óskynsamlegt að opna þetta mál á meðan að stjórnarmyndun, sem er síðari hálfleikur í þessum kaflaskiptum í íslenskum stjórnmálum, hefði ekki farið fram. Það myndi veikja flokkinn. “ Jafnframt segir Friðrik í blaðinu að full ástæða sé til að taka Borgaraflokkinn alvarlega og Sjálf- stæðisflokkurinn megi ekki útiloka samstarf við hann. „En við megum heldur ekki taka upp samstarf við hann bara vegna þess að þarna séu einhverjir vinir okkar og kunningj- ar,“ segir Friðrik í Vogum. Blað sjálfstæðismanna í Kópa- vogi er raunar sneisafullt af nafla- skoðun og tilraunum til skýringa á óhagstæðri útkomu Sjálfstæðis- flokksins í kosningunum. Mikil undiralda óánægju virðist ríkja meðal gróinna flokksmanna með forystu flokksins og kemur þetta fram í hverri breiðsíðugreininni á fætur annarri í blaðinu. „Pólitísk skammsýni" Meðal megin ástæðna fyrir slæmu gengi Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum voru: „Pólitísk skammsýni, klaufaskapur og mis- tök síðustu mánuði fyrir kosningar. Dæmi: Virðisaukaskattsfrumvarp- ið, Borgarspítalamálið, fræðslu- stjóramálið, námslánamálið, halla- rekstur ríkissjóðs, Kádiljákur Dav- íðs og síðast en ekki síst meðhöndl- un skattamáls Alberts Guðmunds- sonar". Þetta er niðurstaða Jóns Magnússonar, lögmanns og fyrr- verandi varaþingmanns Sjálf- stæðisflokksins og sprautu í flokks- starfi Sjálfstæðisflokksins til margra ára í grein sem hann skrifar í blaðið. Lögmaðurinn segir að þessi niðurstaða liggi í augum uppi, aðeins ef menn vilji horfast í augu við staðreyndir. Þá segir Jón það einnig hafa stuðlað að óförum Sjálfstæðisflokksins í kosningun- um að „nokkrir forystumenn flokksins leiddu kosningabarátt- una hjá sér þegar mest á reið að enginn lægi á liði sínu". Mun lög- fræðingurinn hér einkum vera að sneiða að borgarstjóranum í Reykjavík sem var erlendis mestan þann tíma sem baráttan stóð yfir. Niðurstaða Jóns er sú að breytinga sé þörf í flokknum: „Félögin og flokksstofnanir verði virkjaðar til starfs, umræðu og stefnumótunar með þeim hætti að öllum verði ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að starfa undir forystu lokaðrar klíku, sem öllu ræður.“ „Valhallarvandinn“ f blaði þeirra sjálfstæðismanna í Kópavogi kemur gagnrýnin fram frá fleiri aðilunt. Meðal þeirra sem þar kveða sér hljóðs er Richard Björgvinsson, oddviti sjálfstæðis- manna í bæjarstjórn Kópavogs. Richard telur menn fara yfir bæjar- lækinn til að sækja vatn með því að leita skýringa á ófarnaði flokksins í kosningunum í stofnun Borgara- flokksins. Bendir hann á að ginn- ungagap sé milli forystu flokksins, ráðherra og þingflokks annars veg- ar og svo hins almenna flokks- manns, flokksfélaga og sveitar- stjórna Itins vegar. Þessi oddviti sjálfstæðismanna segir ástandið svo slæmt að þeir vita ekki lengur í hvaða eða hvers konar flokki þeir í raun eru. „Þeir vita jú, að hann heitir Sjálfstæðisflokkur, þeir vita hvernig hann var, en þeir vita ekki lengur hvernig hann er í raun á landsvísu,“ segir bæjarfulltrúinn. Hann segir jafnframt hafa komið greinilega í ljós að jarðvegurinn var ótrúlega frjór fyrir klofning. „í kosningabaráttunni urðu menn mjög varir við það sem ég vil kalla djúpstæða óánægju með forystu flokksins meðal flokksmanna og þeirra, sem venjulega fylgja flokknum að málum,“ segir Ric- hard Björgvinsson í grein sinni. -BG tilefni af 50 Hátíðarfundur stjórnar Flugleiða á Akureyri í gær ára afmæli atvinnuflugs á Islandi: Flugleiðir kaupa tvær Boeing 737-400 vélar Einnig hefur verið samið um kauprétt á tveimur vélum til viðbótar ef áhugi verður síðar Hátíðarstjórnarfundur Flug- leiða var haldinn á Akureyri í gær, í tilefni af 50 ára afmæli samfellds atvinnuflugs á íslandi. Við þetta tækifæri var tilkynnt um kaup Flug- leiða á nýjum vélakosti. Undirrit- aður var samningur við Boeing verksmiðjurnar um kaup á tveimur vélum af gerðinni 737-400. Einnig tryggðu Flugleiðir sér kauprétt á tveimur vélum til viðbótar. Verða vélarnar tvær afhentar vorið 1989. Áætlaður afhendingartími fyrir vélarnar tvær sem tryggður var kaupréttur á, er mars 1991. Fjölmargir kostir voru kannaðir áður en endanleg ákvörðun var tekin um kaupin. Frá áramótum hafa fulltrúar framleiðenda á flug- vélum og hreyflum heimsótt Flug- leiðir 25 sinnum, og lagt fram ítarlegar upplýsingar og útreikn- inga. Niðurstöður útreikninga Flugleiða mæltu eindregið með Boeing vélunum sem bjóða upp á lægsta flugrekstrarkostnaðinn og jafnframt hagstæðustu fjárfesting- arkjörin. Brúttóverðmæti tveggja slíkra véla er, með varahreyfli, varahlut- um, tækjum, þjálfun starfsmanna og öllu tilheyrandi, um 2,7 millj- arðar. Þegar hafa ýmsir erlendir bankar haft samband við Flugleiðir og lýst áhuga sínum á langtíma fjármögnun þessara flugvéla- kaupa. Gert er ráð fyrir að gerð endanlegs kaupsamnings við Boe- ing, svo og ákvörðun um tæknilýs- ingu vélanna, verði lokið í júlí mánuði. Flugleiðir verða með fyrstu félögunum sem fá afhentar vélar af þessari gerð, eða í mars 1989. Búistervið aðfyrstu vélarnar komi fram í apríl á sama ári. Fjöldi gesta var á hátíðarfundi stjórnar Flugleiða á Akureyri í gær. Sigurður Helgason stjórnar- formaður Flugleiða flutti ræðu þar sem hann kom víða við. Rakti hann sögu atvinnuflugs á íslandi og minntist á frumkvöðla á því sviði. Greindi Sigurður frá aðdragandan- um að stofnun Flugfélags Akureyr- ar, en það var formlega stofnað 3. júní 1937. Keypt var fimm sæta Waco vél, TF-Örn. Fyrsta flug hennar var frá Reykjavík til Akur- eyrar 2. maí 1938. Flugmaður var enginn annar en Agnar Kofoed Hansen. Fleiri tóku til máls. Borge Bo- eskov framkvæmdastjóri Evrópu- söludeildar Boeing flutti árnaðar- óskir til Flugleiða frá Boeing verk- smiðjunum. Loks má geta þess að stjórn Flugleiða hefur ákveðið að færa Akureyri að gjöf útilistaverk, sem komið verði fyrir á stað, sem bæjarstjórn Akureyrar tilgreinir. Verður efnt til samkeppni meðal íslenskra myndlistarmanna um gerð slíks listaverks. -ES Fyrsta vél Flugfélags Akureyrar. Svona lítur hún út Boeing 737-400. Flugleiðir mun taka tvær slíkar í notkun árið 1989.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.