Tíminn - 04.06.1987, Blaðsíða 19

Tíminn - 04.06.1987, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 4. júní 1987 Tíminn 19 Vera má að svar fáist við þeirri spurningu innan tíðar, því þó líkami hans hafi verið brenndur, eru gráu frumurnar enn undir smásjá sérfræðinga Albert Einstein - nafnið eitt leið- ir hugann að snilld. Hvað var það svo nákvæmlega sem olli því að hann skaraði svo fram úr á sviði stærðfræði og eðlisfræði? Ennþá 32 árum eftir dauða hans, bíður sú ráðgáta þess að verða leyst. Margt bendir þó til að lausnin sé ekki ýkja langt undan, þó líkami snillingsins hafi verið brenndur og öskunni sáldrað yfir Delaware-ána á austurströnd Bandaríkjanna, því heilinn var varðveittur til rann- sókna síðar. Fjölskylda Einsteins vissi ekki þá, að heili líksins hefði verið fjar- lægður, í því skyni að láta sérfræð- inga rannsaka hann, ef komast mætti að leyndardómnum að baki snilligáfunnar. Síðan glataðist heil- inn í 23 ár, en um þessar mundir er nýr kafli í sögu Einstein-heilans að hefjast í Kaliforníu. Marion Diamond, prófessor við Kaliforníu-háskóla hefur nú gert opinbert, að hún hafi stundað rannsóknir á heila Einsteins í rúm- lega eitt ár. Hún segir: - Hér er um að ræða mikinn og einkar athyglisverðan mun. Venjulegur mannsheili, út- skýrir hún, - er samsettur úr tvennskonar frumum, næringar- frumum og hinum sem flytja tauga- boð. Þær síðarnefndu sjá um hugs- unina, hinar hafa það verkefni að útvega næringuna og vinna minni- háttar verkefni. Prófessor Diamond hefur komist að raun um, að í samanburði við 11 aðra heila, sem hún hefur rannsak- að, er 73% meira af þeim frumum, sem sjá fyrir næringunni í einstök- um lilutum heila Einsteins, en hinum. Þóerekkertsem sannar.að það sé í sjálfu sér orsök snilldar Einsteins. Hún hefur talið heila- frumur, eina og eina gegn um smásjá. - Það er nákvæmnisverk, segir hún, -en við getum baraekki gert þetta öðruvísi. Engin vél er til, sem gæti unnið þetta verk. Einstein, sem setti fram afstæðis- kenninguna og var frumkvöðull á sviði kjarnorkutækni, virðist sem sagt hafa haft mun fleiri næringar- frumur fyrir hverja boðfrumu, en gerist og gengur. Auk þess var áberandi miklu meira um þær í því heilahveli, sem stjórnar stærð- fræðihæfileikum fólks. Sagan um, hvernig heilinn var tekinn úr líkinu og „týndist" síðan, en hafnaði loks á rannsóknarstofu prófessors Diamond. er næstum eins athyglisverð og rannsóknirnar sjálfar. Þegar Einstein lést árið 1955 af æðakölkun, 76 ára gamall, í Prince- ton í New Jersey, var það Thomas Harvey, læknir og yfirmaður meinafræðideildar Princeton-há- skóla, sem fjarlægði heilann, með vitneskju lögfræðings Einsteins, en það var svo ekki fyrr en seinna. að fjölskylda hins látna gaf Ieyfi til að heilinn yrði rannsakaður vísinda- lega og að Harvey mætti birta niðurstöður í læknaritum Rannsóknin var því ekkert launungarmál, en New York Times skrifaði frétt, með þeim afleiðing- um, að fréttamenn hvaðanæva að úr heiminum streymdu til Prince- ton. Boðað var til fréttamanna- fundar. en fjölskylda Einsteins aflýsti honum og heilinn „týndist". Árið 1978, þegar verið var að undirbúa hátíð í tilefni þess að 100 ár voru liðin frá fæðingu Einsteins í Ulm í V-Þýskalandi, fóru menn að íhuga, hvað hefði eiginlega orðið af heila snillingsins, sem byrjað var að rannsaka 23 árum áður. Nú hófst leitin að Harvey lækni jafnframt. Hann hafði yfirgefið Princeton nokkrum árum áður og þá haföi heilinn verið í vörslu hans. Loks var haft uppi á honum á al- mennri rannsóknarstofu í Kansas. Hcilinn frægi var geymdur í vökva í innsigluðum geymi og engar frek- ari rannsóknir höfðu farið fram á honum.Árið 1955 hafði Harvey lát- ið dr. Sidney Schulman í Chicago fá vefi úr heilanum og beðið hann að rannsaka nákvæmlega fjölda og gerð frumanna, en dr. Schulmann taldi slíkt „ekki ómaksins vert“. Árum saman var ekkert frekar vitað urn heilann. Harvey hætti störfum í Kansas og flutti þaðan. Þá var það að prófessor Diamond fann hann í Missouri og tókst á þremur árum að fá hann til að senda sér vcfi úr heilanum, sem lið í heilarannsóknum, sem átt höfðu sér stað í Kaliforníu undanfarin 20 ár. Marion Diamond og starfsfélag- ar hennar við Berkeley-háskóla, hafa rannsakað bæði manna- og rottuheila ítarlega, vegna þess að þeir eru búnir mörgum sömu eigin- leikum. Meðal annars hafa rann- sóknirnar leitt í Ijós, að heilinn get- ur látið nýjar frumur vaxa, í stað þeirra sem deyja eða ganga úr sér. Munurinn á frumufjölda í heila Einsteins og öðrum heilum, er ekki fullkannaður, en vonir eru bundn- ar við að ef til vill verði í því sam- bandi gerðar meiri háttar uppgötv- anir, sem jafnvel muni leiða til bylt- ingar í menntun og lækningu and- legra vanheilla. - Við vitum ekki, hvort heilinn getur margfaldað næringarfrum- urnar efnislega, segir Diamond, - en við vitum með vissu, að með notkun þeirra og áreynslu á þær, til dæmis við aukna menntun, er hægt að rækta þær og auka starfsemi þeirra til muna. Heili Einsteins var vel varðveitt- ur, vegna þess að Harvey læknir dældi í líkið rotvarnarefni, sem streymdi þegar í stað um blóðrás- ina og inn í heilavefina. - Hcilinn er jafngóður núna og hann vará dauðastundinni, fullyrð- ir Diamond prófessor. - Hvað frekari lærdóm er hægt að draga af heila Einstcins? - Við getum lært miklu meira með því að rannsaka hann frekar, segir hún ennfremur. - Til þessa höfurn við aðeins verið nieð fjögur lítil stykki. Aðrir aðilar eiga ef til vill eftir að skoða aðra hluta hans. Þetta er nú einu sinni mesti heili aldarinnar. Verði heilinn rannsakaður til hlítar, munum við ef til vill skilja betur, hvernig heilastarfsemin gengur fyrir sig og hvað það í raun- inni er, sem veldur því að ein manneskja hefur andlega yfirburði yfir aðrar. En Marion Diamond segir að þangað til séum við enn á steinald- arstigi tæknilega. Hún spáir því að einhverntíma verði til eins konar banki „lifandi heila" sem opna muni nýjan heim skilnings um þetta flóknasta líffæri mannslíkam- ans. Albert Einstein. Ljóst er að heili hans er að miklu leyti frábrugðinn heila venjulegra manna. Marion Diamond telur heilafrumur, eina og eina undir smásjánni. Hvað réð snilli- gáfu Einsteins? Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Aarhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Alla miðvikudaga Kaupmannahöfn: Alla fimmtudaga Gautaborg: Alla föstudaga Moss: Alla laugardaga Larvik: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Santa Maria ........ 8/6 Hvassafell..........22/6 Gloucester: Jökulfell............. 12/6 Jökulfell............. 14/7 New York: Jökulfell............. 11/6 Jökulfell............. 13/7 Portsmouth: Jökulfell............. 11/6 Jökulfell............. 13/7 SK/PADEILD ^mSAMBAA/DS/MS LINDARGATA 9A PÓSTH. 1480 • 121 REYKJAVlK SlMI 28200 TELEX 2101 TÁKN TRAUSTRA FUJTNINGA Viðurkenndir varahlutir Hagstætt verö Perkins POWERPART BÚNABARDEILD <> SAMBANDSINS ARMULA3 REYKJAVIK SiMI 30000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.