Tíminn - 04.06.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.06.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminrr Aðalfundur Kaupfélagsins Fram, Neskaupstað: Erfiðleikar eru þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir Gísli Haraldsson kaupfélagsstjóri flytur skýrslu sína á aðalfundinum. Tímamynd: Svanfríður Frá fréttaritara Tímans í Neskaupstað: Svanfríði Hagwaag. Nýlega var haldinn aðalfundur kaupfélagsins Fram, Neskaupstað. Ragnar Sigurðsson formaður stjórnar, greindi frá stöðu kaupfé- lagsins og sagði hana erfiða. Verið hcfði mikið tap á rekstrinum og jafnvel væri þörf sársaukrafullra og erfiðra ákvarðana að loknum aðalfundi. Nokkrar breytingar hafa orðið í rekstrinum sem stuðla að mcira aðhaldi. Gerð voru tvö milliupp- gjör, annað í júní með vörutaln- ingu og síðan í september. Var það fyrirtækið Stoð í Reykjavík sem sá um uppgjörin. Gísli Arason rekstr- arhagfræðingur var ráðinn til þess að fara ofan í rcikninga og gera greiðsluáætlun. Gísli Haraldsson kaupfélags- stjóri gaf skýrslu og sagði hann að ytri aðstæður hefðu verið mun bctri en áður, en þaö sem kæmi vcrst niður á versluninni væru háir raunvextir. Sagði hann frá bygg- ingu nýrrar vöruskemmu og væri kostnaður við hana orðinn átta milljónir. Nú cr skemman tilbúin að utan en fokheld aö innan. Gísli sagði nauðsynlegt að ráðist hefði verið í bygginguna þrátt fyrir erfið- an fjárhag kaupfélagsins. Kaupfc- lagið var orðið ólöglegt við upp- skipun á vörum og lágu fyrir stcfn- ur frá bæjarfógeta ef ekki yrði úr bætt. Þessvegna hcfði verið ráðist 1 bygginguna. Verslunin skilaði afgangi. Sölu- aukning í heild nam 23%. Tvennt gerirþargæfumuninn. Vörubirgðir hafa verið afskrifaðar mun meir og tekist hefur að auka veltuhraðann. Sagði Gísli að ekki væri hægt að fækka fólki frekar eða minnka vörubirgðir mcð því skipulagi scm nú er á versluninni. í mjólkurstöðinni var byrjað að framleiða osta úr undanrennu sem áður rann í sjóinn. Þar hefur verið fundin leið til að losna við rýrnun sem kemur ntjólkurframleiðslunni til góða. Brauðgerðin jók veltuna um 36%. Þar var á árinu fækkað um einn mann og breytti því að árið ’85 var tap en nú hagnaður. Að afloknum lestri skýrslu kaup- félagsstjóra voru almennar umræð- ur um reikninga. Ásgeir Magnús- son bæjarstjóri tók til málsog sagði skýrslu kaupfélagsstjóra hafa verið leiðilestur á að hlýða. Reikningana frá síðasta ári sagði hann þó hafa verið enn verri. Ásgeir sagði út- komuna koma sér á óvart, því hann hefði haldið að hægt væri að snúa dæntinu við. Ásgeir spurði hvernig staðan væri á þessu ári, hvernig hún liti t.d. út fyrstu sex mánuði ársins. Honum virtist stað- an vera orðin tæp efnahagslega séð, allur varasjóður upp urinn, menn þyrftu að fara að athuga sinn gang og þyrftu að standa vörð um kaupfélagið. Gísli Haraldsson kaupfélags- stjóri svaraði því til aðsöluaukning hefði verið um 40% hjá sérverslun- um og um 20% í matvörunni fyrstu fjóra mánuði ársins. Með óbreytt- um rekstri gæti rekstrarútkoma orðið annaðhvort átta milljónir í tap eða þrjár milljónir í hagnað. Sagði Gísli að þeir stæðu frammi fyrir gjörbreyttu verslunarsniði miðað við það sem var fyrir nokkr- um árum. Reikningar kaupfélagsins voru bornir upp og samþykktir sam- hljóða. Friðrik Vilhjálmsson gaf ekki kost á sér í stjórn og var Gísli Sigfússon kosinn í hans stað. Að öðru leyti var stjórnin endurkosin óbreytt. í varastjórn voru kosnir Vilhjálmur Hjálmarsson og Guð- mundur Sveinsson. Endur- skoðendur voru kospir Hálfdán Haraldsson og Jón S. Einarsson. Gísli Haraldsson var kosinn fulltrúi á aðalfund SÍS og varafulltrúi hans Jón S. Einarsson. Fimmtudagur 4. júní 1987 Nemendur Iðnskólans útskrifast: Nemar í kjötiðn hæstir á prófi - hlutu 1. og 2. verðlaun fyrir góðan námsárangur Iðnskólinn í Reykjavík útskrifaði 326 nemendur þetta vorið. Nemend- ur skólans voru 1400 á haustönn en 1350ávorönn. Verðlaun fyrirbestan námsárangur hlutu Guðbjörg Björnsdóttir nemi í kjötiðn og önnur verðlaun hlaut Sigmar Reynisson sem einnig var nemi í kjötiðn. Sex aðrir hlutu verðlaun fyrir góðan námsárangur úr verðlaunasjóði Iðn- nemafélagsins Þráins. Iðnskólinn hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum og má t.d. búast við að á næsta ári útskrifist fyrstu nemendur af tölvu- braut sem nú hefur verið starfrækt í tvö ár. Tölvunám í skólanum tekur þrjú ár. Tæknibraut hefur verið sett á stofn en hún samsvarar uppeldis- og raungreinadeild tækniskóla. Fyrstu nemendur af tæknibraut munu væntanlega útskrifast um komandi áramót. Þá tók öldunga- deild til starfa í rafeindavirkjun og bókagerðargreinum á sl. hausti. Við skólaslitin minntist skólastjór- inn, Ingvar Ásmundsson Sigurðar Skúlasonar magister , sem nýlátinn er í Reykjavík. Hann starfaði við skólann í rúma hálfa öld. ABS Fádæma klaufaskapur: Fimm dráttarvélar teknar án leyfis - en þjófar ekki haft lag á vélunum Fyrir skömmu var farið í fimm dráttarvélar, sem geymdar voru í hlöðu viö hjarðfjós Egilsstaðabúsins í skóginum, og þeim ekið um torfær- ur cða aðcins unnið tjón á. Hurðin að hlöðunni var spennt upp með áhaldi. Massey Fergusson dráttar- vél með ámoksturstækjum var ckið út í torfærur og þar spólað og spænt. Þegar hún fannst var hún rafmagns- laus og telur Iögreglan að ökumaður hafi ekki haft lag á þessari vél. Svo var tekin stór Case dráttarvél fyrir plógi, en kunnátta ekki fyrir hcndi, að koma henni í gang, en öllu rafmagni startað út af hcnni. Næst varö Ford dráttarvél með áburðar- dreifara aftan á fyrir valinu. Henni var ekið út skurð og ckki hægt að koma henni aftur á bak eða áfram eftir það. Tvær Universal dráttarvél- ar ráku svo lestina, en reynt hafði verið að draga aðra í gang með hinni cn ekki lukkast. Rannsóknarlögreglu á Eskifirði hefur vcrið fengið málið til athugun- ar, en grunur hcfur fallið á þrjá einstaklinga, sem þó hafa ekki verið yfirheyrðir enn. þj Aöalfundur íslenskra leikfélaga: Nýr formaður bandalagsins Aðild að Bandalagi ísienskra leik- félaga eiga nú 84 leikfélög. Þar af störfuðu 43 þeirra á síðasta ári. Á þeirra vegum var sett upp 51 leikrit, 28 íslensk og 12 barnaleikrit. Þetta er helmings fjölgun frá síðasta ári. Aðsókn að leikhúsum hefur farið batnandi. Þetta kom m.a. fram á aðalfundi Bandalagsins, sem haldinn var að Húsabakkaskóla í Svarfaðardal 22.- 24. maí s.l. Fundinn sóttu 70 fulltrúar 25 leikfélaga alls staðar að af land- inu. Einar Njálsson, Húsavík, sem ver- ið hefur formaður Bandalagsins undanfarin 8 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs, söntuleiðis gekk úr stórn Sigurður Grétar Guðmunds- son, Kópavogi. Nýr formaður var kjörin Guðbjörg Árnadóttir, Skaga- leikflokknum, fyrrverandi varafor- maður Bandalagsins. í tengslum við aðalfundinn var haldin ráðstefna um norræn og al- þjóðleg samskipti á leiklistarsviðinu, en þau samskipti hafa mjög aukist á undanförnum árum. 1 tengslum við þingið voru flutt margs kyns skemmtiatriði og buðu m.a. Dalvíkurbær og Svarfaðardals- hreppur til kvöldverðar í Víkurröst. - SÓL SJÓSETT Á SKAGA Máni AK 73 var sjósettur á laugardaginn á Akranesi í blíðskaparveðri. Báturinn, sem er um 9 tonn, er eign Sævars Sigurðssonar, en báturinn mun líklegast fara á handfæri til að byrja með, hvað svo sem síðar verður. Það var Jóhann Ársælsson, á Skaganum, sem smíðaði fleyið og er þetta annar báturinn frá honum á flot og ku hann vera eina 2 mánuði að hnoða svona grip sanian. Jóhann er sagður vera með tvö til þrjú önnur stykki í smíðum. En IVIáni Ak 73 fær árnaðaróskir frá Tímanum og vonum við að hann verði happafley. Tímamynd: Pjetur Úlfljótsvatn: Skátar í skógrækt - 5000 plöntum plantað á næstunni Skógræktarfélag skáta við Úlf- ljótsvatn hyggst gróðursetja 5000 trjáplöntur nú í júní. Ætlunin er að girða tjaldstæðin skjólbeltum og prýða heimreiðina með greni og ösp. Ræktunarstarf skáta í vor hófst í maí með gróðursetningu á lúpínu í Úlfljótsvatnsfjall en skógræktarfé- lagið var stofnað í mars sl. Trjálundur Helga Tómassonar skátahöfðingja sem gróðursett var í sl. sumar virðist hafa komið mjög vel undan vetrinum og í sumar er ætlunin að stækka hann með skóg- arplöntum sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur gefið. Skátarnir ætla að gróðursetja við Úlfljótsvatn næsta sunnudag, 7. júní frá kl. 14:00 en laugardaginn 13. júní og sunnudaginn 21. júní frá kl. 10:00. Nýir félagar eru vekomfiir með skóflu meðferðis. ABS Stórhætta vegna sinu Nokkrir smápollar kveiktu í sínu neðan við kirkjuna á Egilsstöðum og stefndi í stóran voða á laugardag. Þetta varð mikill sinubruni í kjarri og trjám og gekk maður undir mannshönd við að slökkva eldinn. Það tók hálfan annan tíma að ráða niðurlögum eldsins og á eftir var svæðið bleytt rækilega með vatni. þj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.