Tíminn - 04.06.1987, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.06.1987, Blaðsíða 10
10 Tíminn lllllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR Sigi Held lands- liðsþjálfari: „Spiluðu ekki eins og lið“ „Hjálpin var lítil og lcik- mcnnirnir spiluðu ekki eins og ein liðsheild,“ sagði Sigi Hcld landsliðsþjálfari eftir stórtapið í gærkvöldi. Aðrar skýringar hafði hann ekki á reiðum höndum, talaði' þó rcttilega um slæma nýtingu á tækifærum og að leik- keril ynnu ekki viðureignir lield- ur leikmennirnir ellefu sem spila hverju sinni. Held sagðist hafa tekið Ásgeir Sigurvinsson út af þar scm þjálf- ari Stuttgart hefði farið fast fram á að hann spilaði ekki allan leikinn en vestur-þýska félagslið- ið á leik á föstudaginn. Sorglegt að ckki skuli vera ákvæði um það í samningi Ásgeirs að liann geti spilað í landsleikjum að vild. Breytingar fyrir næsta leik? Ekki vildi Held tjá sig um það, sagðist ætla að vera hcr á landi einhvern hluta suuiarsins til að fylgjast með bestu knattspyrnu- mönnunum sem leika hér á landi. Ágúst Már Jónsson: „Trúðum ekki á sjálfa okkur“ „Þeir léku mjög vel, aðstoðin milli sóknar og miðju var mikil og skiptingar tíðar,“ sagði Ágúst Már Jónsson KR-ingur daufur í dálkinn eftir að hann og samherj- ar hans höfðu fcngið slæina útreið hjá þeim hvítklæddu. „Við töluðum iim í hálfleik að sjálfstraustið yrði að vera til stað- ar en það fauk náttúrlega út í veður og vind cr mörkin hrönnuðust upp og allt gekk Þjóðverjunum í hag,“ sagði Ág- úst sem þarna mátti þola sitt stærsta tap á knattspyrnuferli sínum. lan Ross þjálfari Valsmanna: Aftur til fortíðar? „Ég vona að þessi ósigur færi ckki íslenska knattspyrnu mörg ár aftur í tímann því mér finnst hún hafa að mörgu leyti vcrið að hatna,“ sagði lan Ross þjálfari Valsnianna eftir landsleikinn í gær og var greinilega umhugað um stórtapið. „Austur-Þjóðvcrjarnir voru með mjög gott lið og ég var hrifinn af samvinnu þeirra," sagði Ross sem vildi hins vegar ekki tjá sig um frammistöðu íslenska liðs- ins utan þess að minnast á dauða- tækifærið seint í fyrri hálfleik og vítaspyrnumissinn í byrjun síðari hálfleiks. „Auðvitað hefði það getað breytt leiknum cf okkur hefði tekist að skora úr þessum færum en svona er fótboltinn,“ sagði þessi vel liðni þjálfari Vals- manna. Staðan í 3. riðli Sovétríkin ... 5 4 1 0 10-1 9 A-Þýskaland ..5 2 2 1 8-2 6 Frakkland .... 4 1 2 1 2-2 4 ísland...... 5 0 3 2 1-11 2 Noregur ..... 3 0 1 2 0-5 1 Niðurlæging í Laugardal Austur-þýska landsliðið í knatt- spyrnu fór illa með íslenska landslið- ið í leik liðanna í 3. riðli undan- keppni Evrópkeppni landsliða í knattspyrnu á Laugardalsvelli í gær- kvöldi. Áður en Sörensen dómari flautaði til leiksloka hafði boltinn sex sinnum legið í íslenska markinu. Fleiri mörk hefur íslenska landsliðið aldrei fengið á sig á Laugardalsvelli. Strax frá fyrstu mínútu var Ijóst að íslenska liðið var langt frá því að leika eins og það er vant, einhver deyfð virtist yfir leikmönnum og vörnin var bókstaflega á nálum. Ekki bætti úr að A-Þjóðverjarnir hófu leikinn með miklum hamagangi og látum og áttu hvert færið á fætur öðru á upphafsmínútunum. Strax kom í Ijós að Þjóðverjarnir voru miklu sneggri, léku mun betur sam- an og íslendingarnir höfðu einfald- lega ekki roð við þeim. Fyrsta mark Þjóðverjanna kom á 15. mínútu. Minge fékk þá sendingu frá Doll inn á teiginn og skoraði framhjá Bjarna. Einhvernveginn fannst manni nú að Bjarni hefði átt að verja þetta skot. Vörnin var illa á verði þarna. Næst bar það við að Arnór skaut rétt framhjá marki Þjóðverjanna, notaði hjólhestaspyrnu til þess. Þá var aftur komið að gestunum, Gunn- ar Gíslason ætlaði að senda boltann aftur á Bjarna en mistókst hrapa- lega. Þeim félögum tókst þó að bjarga á elleftu stundu. Þá bjargaði Ágúst Már Jónsson vel þar sem hann var aleinn á móti tveimur Þjóðverj- um. Annað markið kom svo á 37. mín. Doll vann þá boltann, hljóp upp vinstri kantinn og gaf vel fyrir. Thom fékk boltann á hægra víta- teigshorninu og skaut föstu við- stöðulausu skoti í markið. fslendingar fengu tvö færi áður en hálfleikurinn var úti. Fyrst var það Arnór sem skaut beint á markmann- inn en síðan komst Ómar einn í gegn eftir stungusendingu frá Pétri Pét- urssyni. Ómar var einn á móti mark- manninum sem var kominn úr jafn- vægi en í stað þess að gera einfalda gabbhreyfingu og leika framhjá markmanninum skaut Ómar beint í fangið á Múller. Ótrúlega klaufa- legt. Hálf voru áhorfendur og væntan- lega einnig leikmenn daufir í hálf- leik. Vonin kviknaði þó að nýju þegar íslenska liðið hóf fyrri hálfleik með mikilli baráttu. Þeir fengu svo vítaspyrnu strax á fyrstu mínútunni, einn varnarmanna Þjóðverja ýtti á bakið á Atla inni í vítateignum. Pétur Pétursson tók vítaspyrnuna en Reni Múller átti ekki í vandræðum með að verja laflaust skot hans. Aðeins þremur mínútum síðar kom þriðja mark Þjóðverja. Doll var þá aleinn og hreinlega einmana á markteig íslendinga, hann hljóp inní eftir aukaspyrnu og skoraði framhjá Bjarna sem virtist ekki vita hvaðan á sig stóð veðrið. Nokkru síðar fengu fslendingar gott færi, Sævar skaut þá þrumuskoti á markið en einn varnarmanna bjargaði á línu. Fjórða markið var laust skot frá Thom af 25 m færi á 69. mín. Sendi boltann yfir vörnina í mestu róleg- heitum. Þessu hefði Bjarni nú átt að sjá við. Fimmta markið gerði Dösc- hner á 85. mín. Félagar hans stilltu upp boltanum í aukaspyrnu, annar renndi honum til hliðar, hinn stopp- aði hann og Döschner skaut beint í markið. Einfalt. Síðasta markið kom svo mínútu fyrir leikslok og skoraði Thom það, skaut frá vítateignum eftir sendingu frá Ernst. Vörn íslenska liðsins var afskap- lega svifasein og vann illa saman í leiknum. Eitt besta dæmið um það mátti sjá er Ernst var með boltann fyrir framan vörnina, sendi hann innfyrir og hljóp síðan sjálfur í gegn á eftir honum. Vörnin sat eftir og engin völdun var til staðar, þeir Ágúst Már, Gunnar og Sævar voru allir í einni flatri línu. Þá lék liðið oft á tíðum illa saman en það sem mest var áberandi var hversu svifaseinir þeir voru. Gunnar Gíslason var mjög óöruggur í vörninni, sérstak- lega þó í fyrri hálfleik og mjögseinn. Ágúst Már og Sævar voru heldur ekki nógu öruggir. Atli spilaði leiðinlega og var allt of grófur. Sigurður Jónsson var besti maður íslenska liðsins, hélt boltanum vel og reyndi a.m.k. að spila. Ómar Torfason misnotaði mjög klaufalega dauðafæri en sást að öðru leyti lítið. Ragnar Margeirsson var fremur slakur og Pétur Arnþórsson sást varla eftir að hann kom inn í stað Ragnars. Ásgeir Sigurvinsson átti eina og eina góða sendingu en var slakur á milli. Arnór Guðjohnsen, Lárus Guðmundsson og Pétur Pét- ursson voru þeir menn sem komu næst á eftir Sigurði, áttu ágætis spretti en áttu erfitt uppdráttar gegn fljótum og fjölmennum Þjóðverjum í vörninni. Þessi leikur var sannarlega leikur kattarins að músinni, það var ekki nóg með að Þjóðverjarnir væru góðir og íslendingarnir lélegir heldur gekk ekki upp það sem íslenska liðið var að reyna að gera og þeir náðu ekki að skora þrátt fyrir mörg ágæt tæki- færi. Það er bara vonandi að þessi leikur gleymist sem fyrst, þetta var baraeinnafþessumdögum... -HÁ Slakt í Osló: Sovétmenn unnu án þess að sýna klærnar Norðmenn lágu fyrir Sovétmönn- um í undankeppni Evrópukcppninn- ar í Osló í gærkvöldi, töpuðu með einu marki gegn engu fyrir slöku sovésku liði og geta því eins og fslendingar lagt alla Davíðsdrauma á hilluna. Já, Golíat lét ekki að sér hæða, Alexander Zavarov skoraði fyrir Sovétmenn á sextándu mínútu og kom markið eftir þvögu í víta- teignum. Vörn Norðmanna var ótraust í gærkvöldi og stundum náðu Sovét- menn að keyra upp í hraðaupphlaup og sýndu þá að forysta þeirra í riðlinum er ekki óverðug. Yfirleitt var þó heldur lítið um að vera á Ullevalla leikvanginunt og þeir rúm- lega tíu þúsund áhorfendur sem leikinn sáu héldu vonsviknir heim á leið. Ómar Torfason fékk mjög gott færi í lok fyrri hálfleiks, aleinn á móti Rene Múller markverði. í stað þess að leika á Múller og eiga þá beina leið í autt markið skaut Ómar strax en eins og sést hér var Múller þá þegar kominn úr jafnvægi. Tímamynd Brein. Pétur Pétursson misnotaði vítaspyrnu sem íslenska liðið fékk á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Múller átti auðvelt með að verja laflaust skot hans. Tímamynd Brein.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.