Tíminn - 04.06.1987, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.06.1987, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 4. júní 1987 Tíminn 9 I SAMTININGUR Ingólfur Davíðsson: Garður Árna landfógeta (Landfógetagarður, Hressingarskálagarður) Kaflfí drukkið undir gömlum silfurreyni í Hressingarskálagaröinum í júlí 1977. Líklega er þessi garður aldurs- forseti reykvískra garða, þeirra sem enn eru í ræktun. En Árni Thorsteinsson gerði hann, að mestu með eigin vinnu, á árunum 1862-1865. Árni landfógeti hafði ntikið yndi af ræktun og kvaðst eiga sínar bestu stundir í garðinum. Þar naut hann friðar frá umfangs- miklum embættisstörfum. Árni var fæddur á Arnarstapa á Snæfellsnesi árið 1828, en fluttist til Reykjavíkur 1861 er hann var skipaður landfógeti og jafnframt bæjarfógeti. Þjónaði hann báðum þessum embættum í 13 ár, þar til þau voru aðskilin 1874, en upp frá þvi gegndi hann landfógeta- embættinu einu. Árni andaðist í Reykjavík árið 1907, tæpum tveim- ur árum eftir að hann lét af embættisstörfum. Víkjum nú að garðinum. Hús- eignina nr. 20 við Austurstræti keypti hann undireins og hann flutti til Reykjavíkur. Kálgarður var þar fyrir, en moldin ófrjó tæp rekustunga á dýpt, þar neðan við tók við sandur og sjávarmöl. Árni tók þvf það ráð jafnskjótt og hann flutti í húsið, að hann lét smám saman grafa gryfjur í garðinn og fyllti þær með mold og áburði, en tók ekki meira fyrir en mold og áburður leyfði. Mölinni var ekið burt, en nokkru af sandinunt blandað saman við uppfyllinguna eftir vissunt hlutföllum. Hann byrjaði með því að taka gryfjurnar næst húsinu og færði sig jafnt og þétt lengra út frá því, þar til búið var að dýpka jarðveginn í öllum garðinum, en það tók nokk- ur ár. Hann byrjaði undireins að sá og gróðursetja, þar sem jarðvegur- inn var kominn í lag; færði þannig stöðugt út kvíarnar. Garðurinn var stór, miðað við það sem venja er til um heimagarða einstakra ntanna. I honum var fjöldi plantna, sem aldrei fyrr höfðu verið ræktaðar hér á landi (ritar Einar Helgason garðyrkju- maður í Ársrit Hins íslenska garð- yrkjufélags árið 1928). Hinum al- gengustu garðjurtum og innlend- um skrúðplöntum var ekki gleymt fyrir því, þær voru líka ræktaðar í landfógetagarðinum. Þar í græna gróðrinum kom í ljós ræktarsemin við það sem íslenskt var og sam- hliða henni viðleitnin í því að auka gróður landsins með erlendum nytjajurtum og skrúðplöntum. Það var yndi að koma til hans á góðviðr- isdögum að sumarlagi. Húsbónd- inn, þessi alþekkti alvörumaður svo hlýr og glaður. „Það var eins og hlýir straumar streymdu út frá honum, milli hans og gróðursins í garðinum og móti gestinum" segir Einar Helgason. Árni var, ásamt Schierbeck land- lækni, aðaihvatamaður að stofnun garðyrkjufélagsins 1885. Meðal stofnenda voru margir embættis- menn í Reykjavík t.d. Hallgrímur Sveinsson biskup og Magnús Step- hensen assessor, skáldin Grímur Thomsen og Steingrímur Thor- steinsson, Björn Jónsson ritstjóri o.s.frv. Mikið höfðingjalið. Arni ritaði margt í garðyrkjuritið gamla á árunum fyrir aldamótin, einkum vildi hann fræða um matjurtarækt, en einnig um runna, tré og blóm. Ábúendum Skálhults galt hann 100 krónur fyrir hverja dagsláttu sem þeir sléttuðu í túninu, en lét þá greiða aukið afgjald er nam 4% af upphæð styrksins. Fleiri eignar- jarðir sínar í Árnessýslu bætti hann á svipaðan hátt. Árni sá það að vænlegt ráð til eflingar garðrækt- inni væri það að fá æskulýðinn til liðs í því efni (sbr. greinina Venjið unglingana á garðvinnu í ársritinu aldamótaárið). Mynd af Árna landfógeta, þar scm hann er úti í garði sínum, cr að finna í garð- yrkjuritinu 1928. Árna duldist ckki að garðræktin væri citt afvorum þjóðþrifamálum. cnda hafði hann næmari skilning og meiri þekkingu á garðrækt en flestir samtíðarmenn hans. Honuni var umhugað að „klæða landið" en hann vildi byrja heima við bæina, rækta túnin og garðana. Mikil gróska og fjölbreytni var lengi í landfógctagarðinum Rcyk- víkingum til hvatningar og cftir- breytni. Nú er lítið eftir og líklega ekkert frá dögum Árna. Nokkur tré standa þar þó enn og blómabeð endurnýjuð árlega. Gestir Hress- ingarskálans hafa um árabil notið veitinga úti í garðinunt á sumrin. Mynd frá 19. júlí 1977 sýnir gesti við kaffidrykkju undir silfurr- eynitré í garðinum. Fáeinar fleiri allvænar hríslur standa þar. Þær elstu hefursennilega HannesThor- steinsson sonur Árna gróðursett. Hannes hafði mikinn áhuga á garð- rækt og ritaði fróðlegar greinar í garðyrkjuritið. Einar Helgason, sem er aðalheimild þess sem hér er ritað, ritar í bókinni Bjarkir 1914; eftir að hafa rætt um garðinn við Aðalstræti: „Af öðrunt görðum í Reykjavík er Landfógetagarður- inn tilkomumestur. Hann er að vísu full-lítill að flatarmáli til þess að getá notið sín, en þar er fjöl- breyttur og frjósamur gróður". Mætti svo enn verða. Um Alþingishúsgaröinn ritar Einar: „Það er fallegur blettur en litill með mörgum trjám og blóm- jurtum". Alþingishúsgarðurinn var gerður 1894 af Tryggva Gunnars- syni. Gömlu trén þar eru flest eða öll fallin, en ný hafa verið gróður- sett í þeirra stað og mikið af blómum, svo þetta cr mjög fagur reitur, vel hirtur og skjólgóður. „Fjallkonan" o.fl. hafa stundum komið þar fram á hátíðum. Vel mundi Tryggva gamla líka blóm- skrúðið og hátíðahöldin ef hann væri enn á meðal vor. Nú horfir standmynd hans af stalli sínum yfir garðinn sem hann skóp fyrir löngu og yfir til Alþingishússins, en Tryggvi var þingmaður um skeið. Víkjum aftur að Landfógeta- garðinum. Þegar undirritaður leit þar inn í júlí 1977 voru silfur- reynihrísla og gljávíðir stærstu tré í garðinum um 7 m há. Þar voru og smáhríslur, blóm, gosbrunnur og allvænn rcyniviður. Hvernig verður þar um að litast í sumar? Illlllllll BÓKMENNTIR 1111 IIIIÍi lllllllll Heilög kirkja í norskri þýðingu Stefán frá Hvitadal: Heilag kyrkje, Solum Forlag, Oslo 1987. Stefán skáld frá Hvítadal kom vfða við á ævi sinni, dvaldi m.a. um tíma í Noregi, og meðal stærri viðfangsefna hans var að hann orti sextuga drápu sem nefnist Heilög kirkja og er lofgerð að fornum sið um kristna kirkju. Þetta veigamikla kvæði hefur Ivar Orgland nú gert sér lítið fyrir og þýtt yfir á norsku. Er það komið út á stórri og gerðarlegri bók, myndskreytt af listakonu sem heitir Ánne-Lise Knoff, og með ýtarlegum formála eftir þýðandann. Hann hefur eins og kunnugt er rannsakað ævi og skáldskap Stefáns frá Hvítadal manna mest, og liggja eftir hann tvær bækur um það efni. Heilög kirkja er sextíu erindi, og ort undir svo kölluðum hrynhendum hætti. Þann bragarhátt þekkja áhugamenn um bókmenntir trúlega best undir nafninu Liljulag, vegna þess að hann er notaður á Lilju, trúarlegu kvæði Eysteins Ásgríms- sonar frá fjórtándu öld. í formála sínum rekur Ivar Orgland það m'.a. hvernig þetta kvæði Stefáns sé sprottið upp úr áhuga hans á trúar- legum miðaldakveðskap, svo sem Lilju og kvæði Arngríms Brandsson- ar um Guðmund biskup góða. Einn- ig rekur hann þarna ýmis atriði úr ævi Stefáns og samtíma, sem mega verða til að auka skilning lesenda á kvæðinu, og bætir aukheldur við eigin skilgreiningum á uppbyggingu kvæðisins og túlkun. Verður ekki annað sagt en að allur sé formálinn skrifaður af miklum lærdómi og þekkingu, enda greinargóður. Til upprifjunar má nefna það að hrynhendur háttur er átta vísuorð, vitaskuld með stuðlasetningu og auk þess að fornum sið með innrími í hverju vísuorði, aðalhendingum og skothendingum á víxl. Ivar Orgland gerir sér hér lítið fyrir og heldur jafnt innrími sem stuðlasetningu í þýðingu sinni, og má það vissulega þykja hraustlega að verki staðið. Að vísu nýtur hann þcss að norska og íslenska eru skyld mál, og erfiðara hygg ég að þctta hljóti að reynast á ýmsum öðrum nágrannatungum okkar, svo sem ensku eða þýsku. Sjálfur er ég ekki nægilega lærður í norsku til að þora að leggja dóm á þýðingarverkið, en við yfirlestur hnaut ég þó ekki um neitt sem sérstaklega stakk í augu. Þvert á móti virtist mér þýðingin í heild gefa nokkuð glögga heildarmynd af frum- verkinu, þótt ég eftirláti fróðari mönnum í norsku að dæma þýðing- una. Teikningar listakonunnar Anne- Lise Knoff eru góð bókarprýði. Að hluta til sækja þær efni í íslenskan menningararf, m.a. er þar að finna bæði Valþjófsstaðahurðina og kór- kápu Jóns Arasonar úr Þjóðminja- safninu hér heima. En svo eru þarna líka aðrar myndir sem sækja efni sitt í kristinn miðaldahcim úti á megin- landi Evrópu. Það er vissulega þakkarvert þegar erlendir menn sýna íslenskum skáld- skap þann áhuga sem birtist í bók á borð við þessa. Heilög kirkja er vissulega forvitnilegt verk, þótt kannski sé hún ekki dæmigerð fyrir það sem Stefán frá Hvítadal orti best. En hún er þó óneitanlega nægilega áhugaverð til þess að út- koma þýðingar hennar með rækileg- um formála með frændþjóð okkar, Norðmönnum, hlýtur að sæta nokkr- um tíðindum. -esig

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.