Tíminn - 04.06.1987, Blaðsíða 16

Tíminn - 04.06.1987, Blaðsíða 16
16 Tíminn Fimmtudagur 4. júní 1987 Fjölskylduferð í Þórsmörk Framsóknarfélögin í Árnessýslu efna til skemmtiferöar í Þórsmörk laugardaginn 20. júní n.k. Lagt veröur af staö frá K.Á. kl. 9. Áætlaður komutími kl. 20. Verð kr. 500 fyrir fulloröna og frítt fyrir börn. Þátttakendur séu vel búnir og hafi með sér nesti. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu Þjóðólfs í síðasta lagi 16. júní í síma 1247 eða hjá Margréti í síma 2182. Allir velkomnir Nefndin. SUÐURLAND Enn er í gangi fjáröflun vegna kosningabaráttunnar á vegum kjördæmissambands Framsóknarfélaganna á Suðurlandi. Velunnar- ar og stuðningsmenn sem vilja styrkja kosningasjóðinn geta lagt peninga inná gíróreikning í hvaða banka sem er, reikningsnúmer og banki er 2288 í Landsbankanum Hvolsvelli. Þakkir eru sendar þeim fjölmörgu sem þegar hafa styrkt kosningabar- áttuna. Stjórnin Suðurland Skrifstofur Þjóðólfs og kjördæmissambands Framsóknarfélaganna í Suðurlandskjördæmi Eyrarvegi 15, Selfossi eru opnar alla virka daga frá kl. 9.00 til 12.00 og 14.00 til 16.00. Símar 99-1247 og 99-2547. Lítið inn. Grasfræ — Grasfræ Höfum til afgreiðslu strax: ADDA-vallarfoxgras í 50 kg. sk., kr. 83.- pr. kg LEIK-túnvingull í 25 kg. sk., kr. 130.- pr. kg PIMO-vallarsveifgras í 50 kg. sk., kr. 288.- pr. kg. Gerið verðsamanburð. Hafið samband við sölumenn til að tryggja tímanlega afgreiðslu. Globusi LÁGMÚLA 5 - PÓSTHÓLF 8160 128 REYKJAVÍK - S 91-681555 Þetta ættu kennarar að lesa Enn vantar kennara við grunnskóla Hafnarfjarðar sem hér segir: Nokkra kennara í almenna kennslu í 1. til 6. bekk, nokkra kennara til að kenna íslensku, dönsku, ensku og samfélagsfræði í 7. til 9. bekk og kennara í tónmennt. Upplýsingar gefa skólafulltrúi á fræðsluskrifstofu Hafnarfjarðar Strandgötu 4 í síma 91-53444 og skólastjóri viðkomandi skóla. Það er fallegt og notalegt í Hafnarfirði og gott að eiga þar heima. Því ekki að athuga málið og sækja um kennara- starf þar. Dragðu ekki til morguns það sem þú getur gert í dag. Láttu ekki happ úr hendi sleppa. Skólanefnd Hafnarfjarðar. Illlllllllllllllllllllllllll DAGBÓK Áfangaheimili KROSSINSí Kópavogi vígt á laugardag Kristilegt trúfélag í Kópavogi sem nefn- ist KROSSINN hefur sett á stofn svokall- að áfangaheimili í húsakynnum, sem félagið hefur keypt að Álfhólsvegi 32 í Kópavogi. Þar munu fyrrverandi vímu- efnaneytendur eignast tímabundið heim- ili. „Við teljum að með opnun þessa áfangaheimilis getum við sparað þjóðar- búinu stórfé," sagði Gunnar Þorsteinsson forstöðumaður KROSSINS. Vígsla áfangaheimilisins að Álfhólsvegi 32 fór fram laugardaginn 9. maí s.l. Upplýsingar um Áfangaheimilið eru veittar í síma 43077. Melstaðarkirkja í tilefni af 40ára vígsluafmæli kirkjunn- ar verður hátíðarmessa annan hvíta- sunnudag, 8. júní kl. 14. Einsöngur og fleira. Allir velunnarar Melstaðarkirkju boðnir sérstaklega velkomnir .á þessum dcgi. Sóknarprestur Tónleikar í Selfosskirkju Á morgun, föstudaginn 5. júní kl. 20:30 munu Nora Kornblueh sellóleikari, Óskar Ingólfsson klarincttuleikari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari halda tónleika í Selfosskirkju. Á efnisskrá tónleikanna eru einleiks- og kammerverk eftir Lutoslawski, Webern, Schumann, Stravinsky, Beetho- ven og Snorra Sigfús. Útivistarferðir Dagsfcrðir hvítasunnud. 7. júní. Kl. 13.00 Grænadyngja-Lambafellsgjá. Létt og skemmtileg ganga í Reykjanes- fólkvangi. Gjáin er skoðunarverð. Annar í hvítasunnu 8. júní. Kl. 13.00 Esja-Kerhólakambur. Gengið frá Esjubergi, frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá B.S.Í. bensínsölu. Sjáumst. Helgarferð i Þórsmörk 12.-14. júní. Helgarferð til Vestmannaeyja er frestað til 26. júní. Sólstöðuferð fyrir vestan. 17.-21. júní. Æðey, Kaldalón, Drangajökull, Strandir. Gist í Dalbæ á Snæfellsströnd. Einniggist eina nótt á Hótel Djúpavík. Miðvikudagsferðir í Þórsmörk. 17. og 24. júní. Tilvalið að dvelja í hálfa eða heila viku í Básum. Uppl. og farm. á skrifst., Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Útivistarferðir Hvítasunnuferðir Útivistar 5.-8. júní. 1. Snæfellsnes-Snæfellsjökull. Góð gisti- aðstaða á Lýsuhóli. Sundlaug, heitur pottur. Jökulganga og gönguferðir um ströndina undir jökli og víðar. Breiða- fjarðarsigling. Fararstj.: Kristján H. Baldursson og fl. 2. Skaftafell-Oræfl. Tjaldað við þjónustu- miðstöðina. Göngu- og skoðunarferðir um þjóðgarðinn og Öræfasveitina. Fararstj. Ingibjörg S. Ásgeirsdóttir. 3. Skaftafell-Öræfajökull. Gengin Sand- fellsleiðin á Hvannadalshnjúk. Hægt að liafa gönguskíði. Tjaldað í Skaftafelli. Undirbúningsfundur. Fararstj. Reynir Sigurðsson o.fl. 4. Þórsmörk-Goðaland. Góð gisting í skálum Útivistar, Básum. Gönguferðir við allra hæfi. Ódýr ferð. Fararstj. Fríða Hjálmarsdóttir og Þórunn Christiansen. 5. Undir Mýrdalsjökli. Ný fcrð á mjög áhugavert svæði á Höfðabrekkuafrétti innaf Rcynisbrekku. Tjöld. Greiðslu- kortaþjónusta. Uppl. og farm. á skrif- stofu,Grófinni l.Símar: 14606og23732. Dagsferðir F.í. um hvítasunnu 7. júní (sunnudag) kl. 13. - Reykjanes/ ökuferð. Ekið verður suður með sjó, þvert yfir skagann í Hafnir og áfram út á Reykjanes. Þarverður gengið á Valahnúk þar sem gamli vitinn var. Síðan verður ekið um Grindavík og Svartsengi til Reykjavíkur. 8. júní (mánudag) kl. 13. - Vífilsfell (656 m) Gönguferðin tekur um 3 klst. Miðvikudaginn 10. júní kl. 20 verður næsta skógræktarferð í Heiðmörk. Laugardaginn 13. júní cfnir Ferðafélagið til „fjöruferðar". Hrefna Sigurjónsdóttir og Agnar Ingólfsson, höfundar „Fjöru- Iífs“ fræðslurits F.í. verða leiðsögumenn og kenna þátttakendum að greina lífverur fjörunnar eftir bókinni. Einstök ferð með sérfræðingum í lífríki fjörunnar. Helgarferð til Þórsmerkur 12.-14. júní. Ferðafélag íslands. Ferðafélagsferðir um hvítasunnu 5.-8. júní 1. Skagafjörður-Drangey. Gist í svefn- pokaplássi á Sauðárkróki. Einstakt tæki- færi til þess að skoða Drangey með kunnugum fararstjórum. Sigling út í Drangey tekurum 1 klst. frá Sauðárkróki. Einnig verða farnar skoðunarferðir um Skagafjörð. Fararstjóri: Sigurður Krist- insson. 2. Skagafjörður-Trölli í Tröllabotnum. Gönguferð með viðleguútbúnað í nýlegt sæluhús Ferðafélags Skagfirðinga. 3. Öræfajökull-Skaftafell. Gengið á Ör- æfajökul (2119 m). Farin verður Virkis- leið. Gist í svefnpokaplássi á Hofi. Far- arstjórar: Anna Lára Friðriksdóttir og Torfi Hjaltason. 4. Hrútfjallstindar (1875 m). Farin verður „Hafravatnsleið“ á tindana. Gist í svefn- pokaplássi á Hofi. Fararstjóri: Jón Viðar Sigurðsson. Upplýsingar um útbúnað í ferðir 3 og 4 fást á skrifstofu F.í. 5. Snæfellsnes-Snæfellsjökull. Gengið á Snæfellsjökul og einnig farnar skoðunar- ferðir á láglendi. Gist í svefnpokaplássi á Görðum í Staðarsveit. Fararstjórar: Ás- geir Pálsson, Gunnar Tyrfingsson og Eiríkur Þormóðsson. 6. Þórsmök - gist í Skagfjörðsskála/ Langadal. Gönguferðir um Mörkina. 7. Þórsmörk-Fimmvörðuháls (dagsferð frá Þórsmörk). Gist í Skagfjörðsskála/ Langadal. Fararstjórar: Leifur Þorsteins- son o.fl. Brottför í allar ferðirnar kl. 20föstudag 5. júní. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.I., Öldugötu 3. Ath.: Greiðslukortaþjónusta. Til athugunar fyrir ferðamenn: Um hvíta- sunnuna verður ekki leyft að tjalda í Þórsmörk, vegna þess hve gróðurinn er skammt á veg kominn. Ferðafélag íslands. Helstu vextir við banka og sparisjóði (% á ári) 21. maí 1987 (Ein * merkir breytingu vaxta frá síðustu skrá og þrjár *** vísa á banka og/eða sparisjóði sem breyta vöxtum) I. Vextir ákveðnir af bönkum og sparisjóðum Lands- banki Útvegs- banki Búnabar- banki Iðna&ar- banki Verslunar- banki Samvinnu- banki Alþýðu- banki Spari- sjóðir Vegin Dagsetnmg siðustu breytingar 21/5 21/5 21/5 21/5 11/5 21/5 21/5 21/5 Innlánsvextir: Hlaupareikningar 6.00 4.00 4.00 6.00* 4.00 4.00 5.00 7.00 5.40* Ávisanareikningar 6.00 4.00 4.00 6.00* 4.00 7.00 10.00 7.00 5.70* Alm.sparisj.bækur 12.00 10.00 11.00 12.00* 10.00 10.00 10.00 10.00 10.90 Annað óbundið sparifé11 7-22.00 10.-21.72 7-20.00 10.0-19.00 11-20.00 10-16.00 3.50 7-19.50 Uppsagnarr.,3mán. 13.00 14.00 11.00 13.50 15.00 14.00 12.00 12.70 Uppsagnarr.,6mán. 15.50 12.00 20.00 19.00 17.00 17.00 13.00 15.00 Uppsagnarr., 12mán. 14.00 17.00 19.00 25.50"" 15.00 Uppsagnarr., 18mán. 24.50" 22.00 24.00"31 23.80 Verðtr. reikn.3mán. 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00 2.00 1.50 1.90 Verðtr.reikn.6mán. 3.50 4.00 3.50 2.50 3.50 3.00 4.00 3.50 3.40 Ýmsirreikn.11 8-9.00 5-6.5081 Sérstakar verðb. á mán. 10.5413.0* 1.00 1.00 0.75 1.00 0.83 1.00 0.83 11.20* Innl. gjaldeyrisreikn.r Bandarikjadollar 6.00* 5.50 6.00 6.50* 5.50 5.50 5.75 5.25 5.80* Sterlingspund 7.50* 8.75 8.00 8.00* 10.00 9.00 9.00* 9.00 8.20* V-þýskmörk 2.50 3.00 3.00 2.75* 3.50 3.50 3.50* 3.50 2.90* Danskarkrónur 9.00* 9.50 9.25 9.25 9.00 9.50 9.50* 9.50 9.20* Útlánsvextir: Vixlar(forvextir) 20.50 21.0* 21.00" 23.50* 23.00 23.00'1* 24.00* 24.00" 21.80* Hlaupareikningar 21.50 21.50 22.50 25.00* 24.00 24.00* 25.00* 24.50 22.80* þ.a. grunnvextir 10.00* 10.00* 10.00 11.00* 12.00 12.00* 12.00* 12.00 10.70* Alm. skuldabrél51 22.00 21.5/22.0 '>• 23.00 24.50* 24.00 22.00 25.00* 24/25.0" 22.90* þ.a.grunnvextir 9.00 11.50 10.00 11.00* 10.00 10.00 12.00* 12.00 10.20* Verðtr.skbr.að2.5árS| 6.50* 6.75/7.011* 7.00 7.50 7.00 7.00 7.50* 6.75/7.0" 6.80* Verðtr. skbr>2.5árS) 7.00* 6.75/7.0"* 7.00 7.50 7.00 7.00 7.50* 6757.0" 7.00* Afurðalánikrónum 21.00* 20.00* 20.00 20.00 20.00 18.50 24.00* 21.00* AfurðalániSDR 7.75 7.75 7.75 8.00 8.00 7.80 Afurðalán i USD 9.00* 8.75* 9.00* 8.75 8.00 8.75* 8.80* Afurðalán i GBD 10.25* 11.50 10.50* 11.25 11.50 11.50* 10.80* Afurðalán i DEM 5.25* 5.50 5.25* 5.50 5.75 5.50* 5.40* II. Vanskilavextir (ákveðnir af Seðlabanka) frá 1. desember 1986:2.25% (2.01%) fyrir hvem byrjaðan mánuð. Frá 1. mars 1987 2.50% (2.21%) fyrir hvem byrjaðan mánuð. III. Meðalvextir 21.03.1987 (sem geta gilt í apr. 1987): Alm skuldabról 21.0% (9.5+11.5), verðtr. lán að 2.5 árum 6.4% og minnst 2.5 ár 6.6%. Meðalvextir 21.03.1987 (sem geta gilt í mai 1987): Alm.skbr. 21.3% (9.5+11.8), verðtr. lán að 2.5 árum 6.5% og minnst 2.5 ár 6.6%. 1) Sjá meðfylgjandi lýsingu. 2) Aðeins hjá Sp. Vélstj. 3) Aðeins hjá SPRON, Sp. Kópav., Hafnarfj., Mýras., Akureyrar, ólafsfj., Svarfd., Siglufj., Norðfj., í Kefl., Árskógsstr & Eyrar. 4) Viðsk. vixlar keyptir m.v. 24.0% vexti hjá Bún.banka, 25.0% hjá Samv. banka og 26.0% sparisj. 5) Vaxtaálag á skuldabróf til uppgjörs vanskilalána er 2% á ári, Verzlunar- og Alþýðubanki beita þessu ekki. 6) Aðeins hjá Sp. Bolungarvikur og Akureyrar. 7) Lægri vextimir gilda ef um fasteignaveð er að ræða. 7^: IÐNSKÓLINN IREYKJAVÍK Tölvubraut Tölvubraut er 3ja ára nám. Námið er jöfnum höndum í hugbúnaði og vélbúnaði. Alm. hluti námsins jafngildir undirbúningsdeild tækniskóla. Að loknu 3ja ára námi á tölvubraut geta nemendur lokið tæknistúdentsprófi frá skólanum, með því að bæta við sig einu ári. Nú stunda 80 nemendur nám á tölvubraut. 17 nemendur stefna að því að Ijúka námi á brautinni næsta vor. Enn er hægt að bæta við nokkrum nemendum á tölvubraut en nemendafjöldi takmarkast af að- stöðu í skólanum. Innritunferfram í skólanum og lýkur kl. 6.00 í dag. Iðnskólinn í Reykjavík. Stálgrindarhús - vélageymsla Til sölu er stálgrindarhús - vélageymsla,húsið er ca. 160 m2, það er einangrað og innveggir klæddir. Húsið verður að fjarlægjast af núverandi lóð og selst til flutnings. Tilboð óskast send á auglýsingadeild Tímans, Síðumúla 15 fyrir 10. júí n.k. merkt„Stálgrindarhús 999“. Jörð til sölu Jörðin Efri Úlfsstaðir í Austur Landeyjum er laus til kaups og ábúðar nú þegar. Nánari upplýsingar gefa Magnús Finnbogason, Lágafelli í síma 99- 8571 eða Agnes Antonsdóttir, Hólmahjáleigu í síma 99-8591.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.