Tíminn - 05.10.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.10.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 5. október 1989 Síldin hækkar um 20% milli vertiða Verðlagsráð sjávarútvegsins hef- ur samþykkt 20% hækkun á verði síldar til frystingar og söltunar, frá því verði sem gilti á síðustu vertíð. Samningaviðræður um sölu á síld standa nú yfir við síldarkaupendur í Japan og Evrópu. Viðræður við Sovétmenn eru ekki enn hafnar. Verðlagsráð sjávarútvegsins hef- ur náð samkomulagi um lágmarks- verð á síld til frystingar og söltunar. Stærsta síldin hækkar úr 8,90 kr. kílóið í 10,70 kr. Síld í öðrum stærðarflokki hækkar úr 7,50 kr. í 9 kr. og minnsta síldin hækkar úr 4,20 kr í 5 kr. Greitt er 10% álag á síld sem er kæld í kössum eða körum og hæf er til vinnslu. Verðið er uppsegjanlegt frá fyrsta nóv- ember með viku fyrirvara. Þetta er um 20% hækkun frá síðustu vertíð. Litlar fréttir eru af sölu á síld. Japanir hafa farið fram á að verð á frystri síld verði lækkað frá því sem það var í fyrra. íslenskir útflytjend- ur á síld hafa gert Japönum ákveð- ið tilboð sem felur í sér nokkra hækkun frá eldra verði og við það situr. Samningar um sölu á frystri síld til Evrópu standa yfir og er verið að ræða um svipað verð og í fyrra. Rætt hefur verið um að selja um 5000-6000 tonn af frystri síld til Japans. Það veikir hins vegar samningsstöðu okkar við Japani að enn eru óseldar birgðir frá því í fyrra. Þar mun um að ræða nálægt 1500 tonn af síld. Þess ber að geta að gengi gjaldmiðla hefur breyst mikið síðan í fyrra sem gerir alla samningsgerð erfiðari. Formlegar viðræður um sölu á saltsíld til Sovétríkjanna eru enn ekki hafnar. Það þykir ekkert óeðlilegt því að samningar við Sovétmenn hafa oft dregist. Ekki er enn vitað hvenær viðræður við þá munu hefjast. -EÓ Mál Magnúsar Thoroddsen: Nýir dómarar í Hæstarétt Sjö nýir dómarar taka sæti í Hæstarétti þegar mál Magnúsar Thoroddsen verður tekið fyrir, í stað þeirra sjö dómara Hæstaréttar sem víkju sæti vegna málsins. Málið var þingfest í Hæstarétti þann 2. október sl. Samkvæmt 4. gr. laga nr. 75 frá 1973 um Hæstarétt og eftir tillögu Hæstaréttar hefur eftirtöldum verið falið að taka sæti dómara í Hæsta- rétti þegar málið verður tekið fyrir. Þau eru, Gunnlaugur Briem yfir- sakadómari, Helgi V. Jónsson hæstaréttarlögmaður, Ingibjörg Benediktsdóttir sakadómari, Jón Finnsson hæstaréttarlögmaður, Ragnar Halldór Hall borgarfógeti, Sigurður Reynir Pétursson hæsta- réttarlögmaður og Sveinn Snorrason hæstaréttarlögmaður. Þau sem viku sæti eru hæstaréttar- dómararnir Guðmundur Jónsson, Benedikt Blöndal, Bjami K. Bjama- son, Guðrún Erlendsdóttir, Harald- ur Henrýsson, Hrafn Bragason og Þór Vilhjálmsson. Jafnframt var ákveðið að Gunnar M. Guðmunds- son settur hæstaréttardómari viki ekki sæti í málinu. -ABÓ Alþjóðavinnumálastofnunin: Ríkisstjórnin undir eftirliti Alþýðusamband íslands metur álit sérfræðinganefndar Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar á þann veg að ríkisstjórnin sé nú undir eftirliti stofnunarinnar hvað varðar afskipti af frjálsum samningsrétti aðila vinnumarkaðarins. Alþýðusam- bandið sendi Ríkisstjóminni álit nefndarinnar hinn 11. september sl. sem bein tilmæli. I áliti sérfræðinganefndarinnar kemur fram að nefndin telur, vegna þess djúpstæða ágreinings sem er milli ASÍ og stjómvalda, að starfs- reglum um samráð ríkisins við aðila vinnumarkaðarins sé að einhverju leyti áfátt. Ennfremur telur nefndin að ekki sé hægt að skilgreina bráða- birgðalögin frá 20. maí 1988 sem undantekningartilvik í ljósi tíðra lagasetninga um bann við verkföll- um. Var það í níunda skipti á tíu ámm sem almenn lög voru sett um afskipti af kjarasamningum. f álitinu kemur fram að nefndin hefur áhyggjur af því að löggjafinn sé of gjam að grípa inn í kjarasamn- inga á íslandi og biður ríkisstjómina að senda sér upplýsingar um frekari þróun mála á þessu sviði. „Þannig að segja má að ríkisstjómin sé nú undir eftirliti Alþjóðavinnumálastofnun- arinnar hvað varðar afskipti af frjáls- um samningsrétti aðila vinnumark- aðarins.", segir í tilkynningu frá ASÍ sem send var fjölmiðlum. SSH Bókaþing ’89 hefst í dag Bókaþing 1989 fer fram í dag á menningarstofnanir eða nátttröll í Hótel Loftleiðum. Þingið hefst nútímasamfélagi?" klukkan9.00meðávarpiþingforseta Pallborðsumræður verða um Harðar Bergmann. Fjölmörg erindi framtíð bókasafna á íslandi, sem verða flutt á þinginu um bókasöfn og Sigmundur Ernir Rúnarsson frétta- fsland sem bókaþjóð. maður stjómar, en fyrir svömm sitja Fjórtán stutt ávörp verða flutt og Einar Kárason, formaður Rithöf- má þar meðal annars nefna erindi undasambands íslands, Sigurgeir Kristjáns Jóhannssonar fram- Sigurðsson, formaður Sambands ís- kvæmdastjóra, sem ber yfirskriftina, lenskra sveitarfélaga og Þórdís Þor- „Em íslendingar bókaþjóð eða valdsdóttir borgarbókavörður. bókagjafaþjóð?“, erindi Ólafs í lok þingsins verða almennar Ragnarssonar útgefanda og for- umræður og ályktanir kynntar. Gert manns Bókasambands íslands, er ráð fyrir að Bókaþingi 1989 verði „Skipta bækur máli?“ og erindi slitið kl. 16.00. Öllum áhugamönn- Andreu Jóhannsdóttur formanns um um bækur og menningu þjóðar- Bókavarðafélags íslands, „Em innar er heimilt að sitja þingið og er bókasöfn virkar upplýsinga- og aðgangur ókeypis. -ABÓ VERÐLAGNING Á SÍLD FRJÁLS Verðlagsráð sjávarútvegsins Samkomulagvarðumaðgefafrjálsa komst að samkomulagi um verðlagn- verðlagningu á síld og síldarúrgangi ingu á síld á fundi sínum í gær. til bræðslu á síldarvertíð 1989. -ABÓ Kvikmyndahátíð Listahátíðar hefst á laugardaginn: Kvikmyndirfrá21 landi Kvikmyndahátíð hefst á iaugardaginn. Hér sést Brandauer í aðalhlutverki kvikmyndarinnar „Hanussen" eftir István Szabó sem er gestur hátíöarinn- ar. Næstkomandi laugardag hefst í Regnboganum níunda kvikmynda- hátíð Listahátíðar. Á hátíðinni verða sýndar 37 kvikmyndir frá 21 þjóðlandi og em margar af þeim sígild listaverk sem vakið hafa mikla athygli. Tvær af kvikmyndunum vöktu mikla athygli á fyrstu Evrópukvik- myndahátíðinni sem haldin var á síðasta ári. „Stutt mynd um dráp“ eftir Krzysztof Kieslowski frá árinu 1987 vann til Evrópuverðlaun- anna. „Himininn yfir Berlín“ eftir Wim Wenders vakti einnig mikla athygli á hátíðinni. Aðalleikari myndarinnar er Bmno Ganz, einn þekktasti leikari Evrópu í dag, og er hann einn af fimm gestum Kvikmyndahátíðarinnar. Vegna heimsóknar Ganz verður „Fölsun- in“ eftir Volker Schlöndorf sýnd, en þar fer Ganz með aðalhlutverk ásamt Hönnu Schygulla. Við val kvikmynda á hátíðina hefur verið lögð sérstök áhersla á að kynna breskar myndir. Mark- miðið er að sýna aðra hlið breskrar kvikmyndagerðar en kvikmynda- unnendum gefst færi á að kynnast að öllu jöfnu. Má þar nefna mynd- ina „Vitnisburðurinn“ eftir Tony Palmer sem byggir á sjálfsævisögu tónskáldsins „Shostakovich“. „Atlantshafs rapsódía" er fyrsta kvikmyndin sem framleidd er í Færeyjum. Leikstjóri myndarinnar er Katrin Ottarsdóttir og er hún gestur hátíðarinnar. Mynd Vestur-íslenska kvik- myndagerðarmannsins Guy Maddin, „Sögur af Gimlispítala“, verður sýnd á hátíðinni. Myndin hefur vakið mikla athygli og hefur m.a. verið kölluð besta kanadíska myndin 1988. Aðrir gestir kvikmyndahátíðar að þessu sinni er Jim Stark fram- leiðandi myndarinnar „Lestin leyndardómsfulla". Leikstjóri myndarinnar er Jim Jarmusch og er myndin sú síðasta af þremur sem allar tengjast á einhvern hátt. Hinar eru „Stranger than Par- adise“ og „Down by law“ sem báðar hafa verið sýndar hér á landi. Kvikmyndaleikstjórinn István Szabó sem er einn af þekktustu mönnum kvikmyndasögunnar og er hann gestur hátíðarinnar. Sýnd- ar verða þrjár mynda hans, „Mep- histo“, „Redl“ og „Hanussen" sem er jafnframtsú nýjasta. Klaus Mar- ia Brandauer fer með aðalhlutverk í þeim öllum. Af gestum hátíðarinnar skal að lokum nefna Jean Reno, aðal- Ieikara frönsku myndarinnar „Úrslitaorustan“ eftir Luc Besson, en Besson ávann sér alþjóðlega frægð með kvikmyndinni „Su- bway“. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.