Tíminn - 05.10.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.10.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn DAGBÓK ^■^■^™illllllllllllllllllll!i 70 ára afmæli Á morgun, föstudaginn 6. október, er sjötugur Þorsteinn Ólafsson kennari, Bugðulæk 12 í Reykjavík. Kona hans er Ólöf Pétursdóttir. Þau hjónin ætla að taka á móti gestum í veitingasal Iþrótta- sambands Islands í Laugardal á morgun, á afmælisdaginn, kl. 16:00-19:00. Frá Félagi eldri borgara Opið hús í dag, fimmtudag 5. október, í Goðheimum, Sigtúni 3. Kl. 14:00 er frjáls spilamennska. Kl. 19:00 er félags- vist, spilað heilt kort og kl. 21:00 er dansað. Kóræfingar hefjast í dag í Goðheimum, Sigtúni 3, kl. 17:00. Athugið, að það vantar söngfólk til viðbótar í kórinn. Göngu-Hrólfur hittist laugard. 7. okt. að Nóatúni 17 kl. 11:00. Laus prestaköll Biskup íslands hefur auglýst fimm prestaköll laus til umsóknar. Prestaköllin eru: Sauðlauksdalur í Barðastrandarpróf- astsdæmi, Bolungarvík í lsafjarðarpróf- astsdæmi, Árnes í Húnavatnsprófasts- dæmi, Siglufjörður í Eyjafjarðarprófasts- dæmi og Skinnastaður í Þingeyjarpróf- astsdæmi. Umsóknarfrestur er til 28. október. Ferð Átthagasamtaka Héraðsmanna Átthagasamtök Héraðsmanna hafa ákveðið að lyfta sér á kreik og þyrpast í Munaðames helgina 13.-15. október nk. Sjá ferðaauglýsingu í Héraðspóstinum 14. árg. 3. tbl. 1988 um „Ferðina sem aldrei var farin vegna fellibylsins". Upplýsingar veita: Eiríkur Eiríksson, vinnusími 11560 og heimasími 622248 og Þorvaldur Jónsson, heimasími 52612 eftir kl. 18:00. Mynd mánaðarins í Listasafni íslands: SVANIR eftir Jón Stefánsson Mynd októbermánaðar f Listasafni ís- lands er olíumálverkið Svanir eftir Jón Stefánsson, en það er sýnt á umfangsmik- illi yfirlitssýningu málarans, sem stendur í safninu fram til 5. nóvember. Myndin er máluð árið 1935 og var sama ár brúðargjöf íslenska ríkisins til Ingiríðar prinsessu og Friðriks krónprins Dana. Ingiríður drottning hefur góðfúslega lánað myndina á sýninguna. Málverkið er stórt í sniðum, 131x202 sm. Það hangir nú í sal 1 í safninu. Leiðsögnin „Mynd mánaðarins" fer fram í fylgd sérfræðings á fimmtudögum kl. 13:30. Aðgangur að sýningunni er ókeypis og leiðsögnin öllum opin. Listasafn lslands er opið alla daga, nema mánudaga, kl. 11:00-17:00. Veit- ingastofa er opin á sama tíma. SÖNGLEIKIR OG ROKKÓPERUR - á Hótel íslandi Föstud. 6. október frumsýnir Hótel ísland sýninguna „Söngleikir og rokkóp- erur“. Sýningin er sett saman úr lögum úr frægum söngleikjum og rokkóperum síð- ustu ára. Má þar nefna West Side Story, Sound of Music, Tommy, Cats og Litlu Hryllingsbúðina. Yfir þrjátíu manns - söngvarar, dansar- ar og tæknimenn - taka þátt í sýningunni. Stjórnandi hennar er Tracey Jackson og Jón Ólafsson „Bítlavinur". í sýningunni er allur hinn fullkomni tækjabúnaður Hótels Islands nýttur til hins ýtrasta í fyrsta sinn. Miðasala og borðapantanir eru daglega á Hótel íslandi í síma 687111. Sýning Tuma Magnússonar Laugardaginn 30. sept. opnaði Tumi Magnússon myndlistarmaður sýningu í GALLERI, Skólavörðustíg 4A. Sýningin verður opin alla daga kl. 14:00-18:00 til sunnud. 15. október. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13:30-16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11:00-17:00. „Fuglinn í fjörunni" , citt af verkum Jónínu Guðnadóttur. Jónína Guðnadóttir sýnir í FÍM Laugardaginn 30. september opnaði Jónína Guðnadóttir sýningu í FlM- salnum, Garðastræti 6. Á sýningunni gefur að líta lágmyndir og skúlptúra úr steinlelir, og eru verkin unnin að mestu á þessu ári. Þetta er sjöunda einkasýning Jónínu, en hún hefur auk þess tekið þátt í fjölmörgum samsýningum innanlands sem utan. Jónfna var einn stofnfélaga f Galleríi Grjóti og vara virkur félagi þar til það hætti starfsemi á síðastliðnu sumri. Sýningin verðuropin daglega kl. 13:00- 18:00, um helgar kl. 14:00-18:00 til 17. október. Litla leikhúsið: Regnbogastrákurinn Litla leikhúsið sýnir barnaleikritið „Regnbogastrákinn“ eftir Ólaf Gunnars- son. Söngvar í leikritinu eru eftir Gunnar Þórðarson og Ólaf Hauk Símonarson. Eyvindur Erlendsson leikstýrir og gerir leikmynd, en leikendur í Regnboga- stráknum eru: Emil Gunnar Guðmunds- son, Alda Arnardóttir og Erla Rut Harð- ardóttir. Sýningar eru í menningarmiðstöðinni Gerðubergi kl. 17:00 á laugardögum og kl. 15:00 á sunnudögum í október. t Jarðarför Skúla Valtýssonar frá Geitlandi fer fram frá Prestbakkakirkju á Síðu, laugardaginn 7. október kl. 14. Fyrtr hönd vandamanna Laufey Pálsdóttir t Sveinn Jónsson frá Langholtsparti sem lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 30. september s.l. verður jarðsettur frá Hraungerðiskirkju laugardaginn 7. október n.k. kl. 13:30. Fyrir hönd vina og vandamanna Helga Guðjónsdóttir t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför Sigurjóns Oddssonar Rútsstöðum Sérstakar þakkir til starfsfólks Héraðshælisins á Blönduósi. Guð blessi ykkur öll. Börn, tengdabörn og aðrir aðstandendur Petri Sakari hljómsveitarstjóri. Sinfónínhlj ómsveit íslands: Finnsk, ensk og frónsk tónlist f dag, fimmtud. 5. október kl. 20:30, verða aðrir áskriftartónleikar Sinfóníu- hljómsveitar fslands haldnir í Háskóla- bíói. Á efnisskránni verða þrjú verk: Finlandia eftir Jean Sibelius, Píanókons- ert eftir Benjamin Britten og La Mer eftir Claude Debussy. Hljómsveitarstjóri verður Petri Sakari aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm- sveitar íslands og einleikari finnski pí- anóleikarinn Ralf Gothoni. Hann er próf- essor í stofutónlist við Listaháskólann í Hamborg og einnig var hann listrænn framkvæmdastjóri Óperuhátíðarinnar í Savonlinna í Finnlandi. Gothoni mun leika einleik í píanókonsert Benjamíns Britten. Ralf Gothoni hefur komið fram sem einleikari víða um lönd í Evrópu, í Sovétríkjunum, Bandaríkjunum, Mex- íkó, Kanada og í Austurlöndum fjær. Hann hefur tekið þátt f fjölmörgum listahátíðum og leikið með þekktum hljómsveitum, og auk þess leikið einleiks- verk og stofutónlist á meira en 50 hljóm- plötur. Petri Sakari, aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, hefur getið sér mjög gott orð sem hljómsveitarstjóri á stuttum ferli sínum. Hann hefur stjórn- að öllum helstu sinfóníuhljómsveitum á Norðurlöndum og leikið stofutónlist með finnsku tríói, sem hann stofnaði. Sýning Sigurðar Þóris í Norræna húsinu Sigurður Þórir listmálari opnaði nýlega málverkasýningu í kjallara Norræna hússins, en þetta er níunda einkasýning hans í höfuðborginni frá 1976. Auk þess hefur hann sýnt þrisvar í Kaupmanna- höfn, einu sinni í Færeyjum og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Sigurður Þórir er fæddur í Reykjavík 1948 og stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla lslands 1968-1970. Hann hóf framhaldsnám við Listaháskólann í Kaupmannahöfn árið 1974 og var í námi í fjögur ár hjá prófessor Dan Sterup- Hansen. Málverk eftir Sigurð Þóri eru nú m.a. í eigu Listasafns Islands, Listasafns alþýðu auk fjölda einkaaðila hér og erlendis. Hann hefur verið virkur í félagsmálum myndlistamanna og setið í stjórn SÍM. Hann hefur kennt myndlist við grunnskól- ann í Þorlákshöfn 1972-74, Kennaraskól- ann í Reykjavík 1979-’81 og Myndlista- skólann í Reykjavík 1979-’84. Málverkin sem sýnd verða í Norræna húsinu eru öll ný. Sýningin stendur fram til 8. október og er opin daglega kl. 14:00-19:00. G-SAMTÖKIN: Námskeið um fjármál einstaklinga og rekstur heimila G-samtökin, sem eru samtök gjald- þrota einstaklinga, hafa ákveðið að halda námskeið um fjármál einstaklinga og rekstur heimila. Námskeiðið verður 23., 24. og 25. október Id. 20:00-23:00 í fundarsal Verkamannafélagsins Hlífar að Reykjavíkurvegi 64 í Hafnarfirði. Leiðbeinandi verður Sigurður Geirsson viðskiptafræðingur. Námskeiðið er haldið f samvinnu við Menningar- og fræðslu- samband alþýðu. Upplýsingar um námskeiðið eru veittar á skrifstofu G-samtakanna f síma 91- 652277 þriðjudaga og fimmtudaga kl. 11:00-14:00. Þar getur fólk líka skráð sig en þátttaka er takmörkuð við 20 manns. Nánari upplýsingar veita: Grétar Krist- jónsson f síma 652277 þriðjud. og fimmtud. kl. 11:00-14:00 og f heimasíma 92-16960 og hjá Tryggva Þór Aðalsteins- syni hjá MFA í síma 84233. Menntaskólinn í Kópavogi: Nemendur á félagsbraut bjóða stuðning við fótluð ungmenni Eins og undanfarin ár býður Mennta- skólinn í Kópavogi upp á nám á félags- braut til stuðnings fötluðum ungmennum. Námið felst í því, að nemendur fylgja fötluðum ungmennum í félags- og skemmtanalíf. Þau fötluð ungmenni, sem hafa hug á að nýta sér þetta, þurfa að hafa samband við Garðar Gíslason menntaskóla- kennara á skrifstofu Menntaskóians í Kópavogi, en Garðar hefur umsjón með þessari námsbraut. Þátttaka er ekki bund- in við Kópavog. Fimmtudagur 5. október 1989 BÓKAÞING1989 5. okt. á Hótel Loftleiðum Bókasamband íslands gengst fyrir Bókaþingi fimmtud. 5. okt. að Hótel Loftleiðum og hefst það kl. 09:00. Þetta er þriðja bókaþingið sem Bókasambandið gengst fyrir. 1 sambandinu eru átta aðild- arfélög sem tengjast samningu, fram- leiðslu, útgáfu og dreifingu bóka. Dagskráin er þríþætt: bókasöfn, bók- sala og skattlagning á bækur. Að loknum framsöguræðum verða al- mennar umræður og ályktanir kynntar. Bókaþingið 1989 er opið öllum áhuga- mönnum um bækur og menningu þjóðar- innar. Aðgangur er ókeypis. Bókasam- bandið býður kaffiveitingar, en hádeg- isverður stendur þingfulltrúum til boða á tilboðsverði. Bókasamband íslands hvetur félaga í samtökum innan vébanda þess að fjöl- menna á þingið. Stefán Hörður Grímsson. Ljóðajól Mánudaginn 2. október kemur út hjá Máli og menningu ný ljóðabók eftir Stefán Hörð Grímsson og er það jafnframt fyrsta jólabók forlags- ins. Bókin nefnist Yfir heiðan morg- un og hefur undirtitilinn Ljóð ’87- ’89. Hún geymir 43 ljóð og skiptist í fjóra hluta sem nefnast Tónar frá ánni, Hliðar, Hvítir teningar og Dægur. Yfir heiðan morgun er sjötta ljóðabók Stefáns Harðar, en fyrsta ljóðabók hans, Glugginn snýr í norður, kom út 1946. Síðast sendi hann frá sér safnið Tengsl árið 1987. Yfir heiðan morgun er 64 blaðsíður að stærð, innbundin og með hlífðar- kápu. Bókin er unnin í Prentsmiðj- unni Odda hf. BILALEIGA meö utibú allt í kringurr. landiö, gera þér mögulegt aö leigja bil á einum staö og skila honum á öðrum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendi'5 interRent Bílaleiga Akureyrár SJÁUMST M MEÐ ENDURSKINI! r>jf§P wlUMFEROAR ^ WTW 1 Wrad J | Í EMOURSKMS MERXI Ust ■ apotrkim h OfinAar. 1: t „Ég held ég gangi heim“ Efiir einn -ei aki neinn UUMFEROAR RAD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.