Tíminn - 05.10.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 05.10.1989, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 68000i —686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hatnorhúsinu v/Tryggvagötu, g 28822 5 SAMVINNUBANKINN Í BYGGÐUM IANDSINS y □= -■==x—7T-n= =□ X ÁTTHAGAFÉLÖG, FYRIRTÆKI OG EINSTAKLINGAR Qlæsilegur salur til leigu fyrir samkvæmi og íundarhöld á daginn sem á kvöldin. PÓSTFAX TÍMANS 687691 Fjármálaráöherra hefur bent BSRB á að lægstu laun hafi hækkaö meira en matvörur: Það var staðið við samningana Lægstu laun hjá BSRB hafa hækkaö rneira en verðlag. Þetta kemur fram í greinargerö um verðlags- og launaþró- un síðustu mánuðina sem Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra afhenti forystumönnum BSRB í gær. Ög- mundur Jónasson formaður BSRB segir þetta vera gleði- legt en það sé bara ekki nóg. Hann bendir einnig á að kaupmáttur þeirra sem hafa meðal há laun hafi minnkað. Ólafur Ragnar Grímsson afhenti í gær forystumönnum BSRB grein- argerö um verðlags- og launaþróun frá gerð kjarasamninga síðastliðið vor. í greinargerðinni kemur fram að laun hjá starfsfólks á lægstu töxtum hjá BSRB hafa hækkað um 14-18%. Ef miðað er við dagvinnu- laun starfsmanna sem vinna í lægsta launaflokki hjá Starfs- mannafélagi ríkisstofnana og Póst- mannafélaginu kemur í ljós að þeir taxtar hafa hækkað um 18,5% frá apríl til september. í greinargerðinni kemur einnig fram að verð á matvælum hefur á sama tíma hækkað um 11-14%. Verða á matvörum í framfærslu- vísitölunni hefur hækkað um 10,3% en verð á landbúnaðarvör- um hefur hækkað heldur meira eða um 13,3%. Hækkanirnar eru nokk- uð mismiklar. Þannig hefur mjólk hækkað um 13,4%, smjör um 21,4%, rjómi um 30,7%, dilkakjöt í heilum skrokkum um 4,2%, nýtt dilkakjöt um 6,2%, kjúklingar um 4,1% og nautakjöt í heilum skrokkum um 19,2%. Dæmi eru einnig um að vörur hafi lækkaði í verði. Súpukjöt lækkaði um 8,2% og svínakótilettur um 9,4%. í yfirlýsingu sem ríkisstjórnin gaf út í tengslum við samninga BSRB í apríl lofaði hún að sjá til þess að verðlag hækkaði ekki „um- fram laun lágtekjufólks." Fjár- málaráðherra segir að þessar tölur sýni að við þetta hafi verið staðið og gott betur. Kaupmáttur lægstu launa hafi aukist um 1-4% ef miðað er við verð landbúnaðarvara en um 3-7% ef miðað er við verð allra matvara. í tengslum við kjarasamninga ASÍ ítrekaði ríkisstjórnin fyrri yfir- lýsingar um aðhald að hækkun á búvörum og lofaði að auka niður- greiðslur um 500-600 milljónir um- fram heimildir fjárlaga. Fjármála- ráðherra sagði að nú væri útlit fyrir að niðurgreiðslurnar yrðu 700-750 milljónir. Varðandi gjaldskrárhækkanir á opinberri þjónustu sagði fjármála- ráðherra að þær hefðu verið innan ramma fjárlaga. Reyndar hefðu gjaldskrá Pósts og síma og verð á áfengi og tóbaki hækkað minna en fjárlög gerðu ráð fyrir. Ólafur Ragnar benti þó á að verðákvarð- anir ýmissa fyrirtækja í eigu sveit- arfélaga hefðu falið í sér meiri hækkanir á tímabilinu. T.d. hefðu hitaveitur hækkað verð á sinni þjónustu frá núlli upp í 20%. Að lokum minnti fjármálaráð- herra á að afnám 9% vörugjalds sem kom til framkvæmda fyrsta september, myndi koma til með að lækka verð á byggingavörum. Fylgst yrði með verði á þessum vörum á næstunni og reynt að sjá til þess að afnám vörugjaldsins kæmi fram í verði til neytenda. Ögmundur Jónasson formaður BSRB sagðist ekki bera neinar brigður á tölur fjármálaráðuneytis- ins. Það væri vissulega gleðilegt að það hefði tekist að verja kaupmátt þeirra lægst Iaunuð. Ögmundur sagði hins vegar að kaupmáttur launþega með meðal há laun hefði lækkað. Þetta myndi koma fram á formannafundi BSRB sem verður haldinn í dag. Ögmundur var spurður að því hvort það væri ekki viðunandi að kaupmáttur hinna lægst launuðu héldist á þessum samdráttar tímum. „Á slíkum tímum er ekki annað viðunandi en að reyna að jafna kjörin í landinu." Sýna ekki tölur fjármálaráð- herra að það er að gerast? „Þetta er alltof lítið. Við hugsum miklu hærra en þetta. Það er ekki viðunandi að kaupmáttur fari al- mennt þverrandi með þeim hætti sem hann hefur gert. Ef við skoð- um samninginn þröngt þá er það rétt að lægstu taxtarnir hafa haldist og það finnst mér góður hlutur og reyndar sjálfsagður hlutur en það er bara ekki nóg eins og ég hef þegar sagt.“ -EÓ Tíminn FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1989 Miöstjórn ASÍ samþykk sjón- armiöi rafiðnaðarmanna um lögmæti verkfallsins: Embættið misnotað Miðstjórn ASÍ tekur undir það sjónarmið rafiðnaðarmanna að það mat ríkislögmanns að telja beri verkfall rafiðnaðarmanna ólögmætt sé ekki í samræmi við þau lög sem gildi í dag. „Mótmælir miðstjórnin harðlega þeim vinnubrögðum sem viðhöfð eru í þessu máli, og telur að hér hafi embætti ríkislögmanns verið misnot- að á gróflegan hátt. Alþýðusam- bandið mótmælir harðlega þessum skilningi sem fulltrúar ríkisins nota nú sem skjól til verkfallsbrota og mun leita allra leiða til þess að verja grundvallarmannréttindi verka- fólks. Miðstjórn minnir ríkisstjórn- ina á þá ábyrgð sem hún ber á því að samningsfrelsi sé virt og mun m.a. kanna þann kost að vísa málinu til þeirra alþjóðastofnana sem ísland er aðili að.“ Segir í bréfi sem miðstjórn- in sendi forsætisráðherra í gær. Telur miðstjórnin að niðurstaða ríkislögmanns sé í algerri andstöðu við þau lög, dóma og samskiptaregl- ur aðila vinnumarkaðarins sem gilt hafi hér á landi allt frá gildistöku laga um stéttarfélög og vinnudeilur árið 1938. Þá telur miðstjórnin frá- leitt að halda því fram að iðnaðar- menn og verkafólk í störfum hjá ríkinu njóti ekki verkfallsréttar. „Sú niðurstaða myndi gera öll verkföll fólks innan almennra verkalýðsfé- laga, sem starfar hjá ríkinu ólög- mæt,“ segir í bréfinu. Á sama stað segir að Rafiðnar- samband íslands sé aðildarsamband að ASÍ. Félög innan Rafiðnaðar- sambandsins njóti þeirra réttinda um verkföll og samningsgerð sem lögin um stéttarfélög og vinnudeilur veita þeim. Félögin hafi hingað til unnið eftir þeim samskiptareglum sem þar eru ákveðnar, þar á meðal að knýja aðila til samninga með verkföllum ef með þarf. Þá minnir miðstjórnin á að á árinu 1987 boð- uðu aðildarfélög rafvirkja og raf- eindavirkja verkfall, sem stóð í tíu daga og gerði hið opinbera enga athugasemd við þá verkfallsboðun eða verkfallið. Ennfremur er bent á að ríkið hafi óskað eftir undanþág- um í yfirstandandi verkfalli og hafi því í reynd viðurkennt rétt rafiðnað- armanna til verkfallsboðunar. SSH Verkfall rafiðnaöarmanna: ÓBREYTT ÁSTAND Enginn árangur varð á sáttafundi rafiðnaðarmanna og samninga- nefndar ríkisins í gær. Á fundinum í vörðuðu fulltrúar samninganefndar ríkisins fram hugmynd um breyting- ar á niðurröðun í launaflokka. í dag kemur í ljós hvort þessar hugmyndir stuðla að lausn verkfallsins og verður þá boðaður nýr sáttafundur á morgun. Ef ekki er jafnvel búist við að verkfallið dragist á langinn. SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.