Tíminn - 05.10.1989, Blaðsíða 17

Tíminn - 05.10.1989, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 5. október 1989 Tíminn 17 - Nei, naflinn á mér sprettur ekki út þegar ég er búin aö vera nógu lengi í sólbaðinu! VÍKMbÍR V -... og þegar rafmagnsrakvélar bila, þá þýðir ekki að reyna að skrapa af sér skeggið með þeim! - Jaeja, Haraldur minn, nú höfum við beitt útilokunaraðferðinni, og þá er ekki um annað að ræða en sjúklegt ofát eða óléttu! - Hvort ég myndi lifa I ífinu öðruvísi ef ég ætti að lifa ævina upp aftur? Jú, ég myndi ekki veðja á sömu hrossin. Aaron Spelling „Sápuóperu- kóngur“ hættur framleiðslu Robert Wagner og Stephanie Powers voru í þáttunum „Hart to Hart“, en þeir hafa lagt upp laupana eins og aðrir sjónvarpsþættir Spellings. Hótel-þættirnir voru mjög vinsæiir hér á landi sem ann- ars staðar. Hér sjáum við nokkra af kunningjum okkar frá því þeir voru á skjánum Spelling (yst t.v.) skálar við nokkra leikendur í Dynasty-þáttunum, sem nú hefur verið hætt Stóra höllin hans Spellings er enn í smíðum, en í henni eru 123 herbergi, þar verða inni- og útisundlaugar, bowling- stofa, tennisvöliur, líkams- ræktarsalur með ljósum og gufuböðum, leikhús, brúðu- leikhús og m.a.s. öryggisher- bergi ef hryðjuverkamenn skyldu gera árás Nú hefur lokið 10 ára valdaferli Aarons Spelling á sviði framhaldsþátta í sjón- varpi. Hann mátti heita ein- valdur árum saman, því að á hans vegum voru framleiddir þættir svo sem Dynasty, Hotel, Hart to Hart, Love Boat, Starsky & Hutch, Charlie's Angels o.fl. o.fl. Sagt er að ekki einn einasti af Aarons Spelling sjónvarps- þáttum haldi áfram á næsta ári. Dynasty-þættirnir höfðu staðið yfir lengst, yfir í 8 ár, en Colbys-þættirnir, sem voru spunnir út frá Dynasty, voru aðeins í tvö ár á skjánum. Aaron Spelling er 64 ára. Hann er af rússneskum ættum og ólst upp í fátækrahverfi í Dallas í Texas. Það er svo langt í frá að hann sé á nokkru flæðiskeri staddur, þó að hann sé hættur að fram- leiða nýja sjónvarpsþætti, því að hinir gömlu eiga eftir að gefa af sér ógrynni peninga í mörg ár enn. Hinir vinsælu þættir fara land úr landi og peningarnir renna í vasa Spellings. Sagt var nýlega í bresku blaði, að líklega væri Spell- ings að kollsigla sig fjárhags- Iega vegna þess hve óskap- lega kostnaðarsöm væri höll- in sem hann er með í smíðum í Holmby Hills í Los Angeles. Þetta er 123 herbergja höll og er áætlað að kosti um 40 milljónir dollara, - fyrir utan innréttingar! En þeir sem þekkja til segja að það sé svo langt í frá að „sápukóngur- inn“ sé að fara á hausinn. Hann hafi nægar tekjur af þáttunum sínum, fyrir utan það hversu vel hann hefur fjárfest í gróða undanfarinna ára. Sjálfur segir Spelling: „Þetta verður skemmtilegt fjölskyldusetur. Falleg og stór íbúð fyrir okkur hjónin, og sín hvor íbúðin fyrir börn- in okkar, Tori 15 ára og Randy 10 ára. Ég er mjög hamingjusamur. Candy, kon- an mín, er falleg og góð, börnin okkar indæl og okkur á áreiðanlega eftir að líða vel í stóra húsinu okkar.“ Aaron og Candy Spelling. Hún er með geysi- lega fallegt demants- hálsmen með safír- steinum við samlitan kvöldkjól

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.