Tíminn - 05.10.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.10.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 5. október 1989 Tímirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorstéinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavik. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Sjálfstæðis- flokkurinn brást Á rúmlega eins árs tímabili, frá sumri 1987 til hausts 1988, var formaður Sjálfstæðisflokksins, Þor- steinn Pálsson, forsætisráðherra í þriggja flokka stjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks. Þessi ríkisstjórn hafði mikinn þingmeirihluta á bak við sig. Tveir þriðju þingsins studdu ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, aðeins þriðjungur þingmanna var í stjórnarandstöðu. Mun leitun á að þingstyrkur nokkurrar ríkisstjórnar hér á landi hafi verið meiri en þessarar umræddu stjórnar undir forsæti formanns S j álfstæðisflokksins. Miðað við íslenska flokkaskipan og almennar pólitískar aðstæður í landinu á þessum tíma hefði það mátt sýnast augljóst að þetta þriggja flokka stjórnarsamstarf hefði getað haldist eðlilegan tíma, reyndar kjörtímabilið allt, ef liðlega hefði verið haldið á málum af hálfu þess flokks, sem átti að hafa forystu í stjórninni og vinna að eindrægni í samstarf- inu. En stjórnarsamstarfið einkenndist af öðru en því að liðlega væri haldið á ágreiningsmálum og að for- ystuflokkurinn í stjórninni, Sjálfstæðisflokkurinn, legði sig fram um samheldnina á stjórnarheimilinu. Enda fór svo að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar starfaði aðeins eitt þingár. Þessari sterku þingræðis- stjórn með tvo þriðju Alþingis á bak við sig varð ekki lengra lífs auðið. Eins og komið var samstarfinu í september 1988 voru stjórnarslitin óumflýjanleg. Stjórnarslitin verða skrifuð á reikning Sjáífstæðis- flokksins í heild, því að klíkuvaldið þar gerði formanni flokksins ómögulegt að starfa sem forsætis- ráðherra í samsteypustjórn. Svo dapurlega tókst til að í forsætisráðherratíð Þorsteins Pálssonar, sem áður hafði verið fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, lét Sjálfstæðisflokkurinn nýkapitalista og markaðs- hyggjupostula ráða því að ekki var tekið raunhæft á rekstrarvanda útflutningsfyrirtækja og samkeppnis- iðnaðar. Þessi grundvallarfyrirtæki íslensks efna- hagskerfis urðu fyrir miklum taprekstri vegna óhag- stæðra markaðsskilyrða og gengisþróunar á þessu tímabili. Skuldir uxu og eigið fé vel stæðra fyrirtækja gufaði upp. Við stjómarskiptin í september í fyrra var loks tekið til við að endurreisa útflutningsframleiðsluna eftir þá vanrækslu sem Sjálfstæðisflokkurinn var valdur að. Þrátt fyrir erfiða aðstöðu á Alþingi, tókst ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar að koma fram efnahagsráðstöfunum, sem óumdeilanlega voru nauðsynlegar og skiluðu miklum árangri. Stjómar- samstarfið hefur nú verið styrkt og endurnýjað með nýrri ríkisstjórn. Núverandi ríkisstjórn á við marg- víslegan efnahagsvanda að stríða, m.a. þann að samdráttarskeið efnahagslífsins mun halda áfram lengur en vonast hafði verið til. Þjóðin öll stendur frammi fyrir þessum vanda. Þess verður að vænta að áhrifaöfl þjóðarinnar standi saman um að mæta vandanum af raunsæi undir forystu ríkisstjórnar og Alþingis. Illllllllllllllllllllll GARRI „ÓFRÍÐIR“ FISKAR Af og tíl hafa Hafrannsókna- stofnun, Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins og stöku aðilar aðrir verið að rannsaka magn ýmissa sjaldgæfari sjávardýra við strendur landsins, hvort þær sé að finna í veiðanlegu magni og enn hvernig og hvort hægt sé að nýta þær til manneldis. Árangur þessa er sá að nú prýða matseðla margra bestu veitingahúsa okkar ýmsar fiskteg- undir, sem ekki hefði komið til greina að nokkur legði sér til munns fyrir fáeinum áratugum. Fljótlegt er að nefna fisk eins og karfann, sem var nær einskorðaður við útflutning á Þýskalandsmark- að, sem og ufsann, sem nú er farið að selja niðursoðinn undir nafninu „sjólax“ og þykir hnossgæti. Meiri tíðindi mega það kallast að fiskar eins og skötuselur teljast nú herra- mannsmatur og ekki síðri en humar. Þessum fiski, sem nú selst fyrir hátt verð, var siður að fleygja út um „lensportið“ á hverjum báti áður, enda þótti hann ódráttur, þótt algengur væri löngum innan um annan afla togveiðskipa. Á sama hátt eru menn nú famir að líta á nýjan hátt á marga bolfiska, eins og löngu eða keilu, enda ero þessir fiskar ágætir til átu, sé farið um þá fagmannlegum höndum. Af flatfiskum var ekki siður að hirða úr afla nema lúðu, rauðsprettu og sólkola, sem gjaldgengir þóttu á erlendum mörkuðum, en einnig þetta hefur breyst. Nú eru tegundir eins og öfugkjafta, skrápflúra og aðrir flatfiskar, sem við kunnuin varla að nefna, gjaldgeng vara í afla og margir matreiðslumenn spreyta sig á að gera úr þessu nýstárlega rétti, sem menn hafa gaman af að prófa. Enn er ekki útséð um hvað verður um fiska á borð við gulllax, sem veiðist í miklu magni hér við strendur, en hann er mjög bráðfeitur fiskur og því erfitt að sjá hvaða verkun hæfir honum best. Sama má segja um grálúðuna, sem við höfum hér á landi ekki komist upp á að nýta nema að afar takmörkuðu leyti, þótt t.d. Norðmenn hafi lengi reykt hana og notað sem álegg og hefur orðið gott af. Þetta þyrftum við að tileinka okkur líka. Svo má ekki gleyma háfnum, en þessi háfiskur hefur verið í hvað minnstum met- um alls þess er úr sjó kemur á íslandi og var það lengi venja að þegar háfur kom á línu eða í troll að skera hann með einu hnífs- bragði í tvennt og fleygja honum útbyrðis, enda talinn vargfiskur, sem spillti öðrum afla. Enn er enginn kominn til með að segja að háfinn megi ekki verka á þann hátt að hann megi gagnast með ein- hverju móti. Fyrir nokkrum árom voru gerðar hér tilraunir með veið- ar á kolmunna, en þær munu ekki hafa skilað þeim árangri sem vænst var. Það er hins vegar vitað að Austur-Evrópu þjóðir stunda kolmunnaveiðar í stórum stil og er ástæðulaust að gefast upp við svo búið og láta þessi lönd ein um hituna. Hér hefur enn ekki verið vikið að skelfiski ýmsum, en einmitt nú nýlega var hafrannsóknaskipið Dröfn að kanna slóðir fyrir Norðurlandi, sem trjónukrabbi og beitukóngur veiðist á, en allar líkur eru á að þaroa sé ónýtt auðlind, líkt og hörpudiskurinn, en veiðar á hörpudiski hafa víða staðið undir blómlegum atvinnu- rekstri í ýmsum verstöðvum. Til- raunaveiðar rannsóknarskipsins virðast lofa góðu. Þá hefur verið áhugi á að kanna fleiri krabbateg- undir, svo sem tröllkrabba, sem finnst í djúpinu undan suður- ströndinni. Enginn veit hvort um er að ræða „mið“ þar sem þessi skepna og fleiri eru finnanlegar í nýtanlegu magni, en ýmsar krabba- tegundir flytja margar þjóðir út, svo sem Japanir og Bandaríkja- menn með góðum hagnaði. Þá hafa hrogn t.d. ígulkera reynst vara, sem eftirspura er eftir. Það á við um flestar þessar tegundir að rannsóknir á miðum og magni eru skammt á veg komnar, en þurfa tvímælalaust að halda áfram, þar sem hér getur verið um fiskmeti að ræða, sem vegið getur upp á móti rýraandi afla og sóknarkvóta í hinar hefðbundnu tegundir. Viðurkennast verður að oss ís- lendingum hefur verið gjarat að forðast þá fiska sem okkur hafa þótt „ófríðir“ og kannske hefur gömul hjátrú átt þar hlut að máli. Á hallærisáram á fyrri öldum lagði fólk sér til munns ýmsan eitraðan fisk á fjöram, ekki síst skelfisk og suma sjórekna fiska aðra. Þannig var sú trú lengi við lýði að hvíti hlutinn af lúðunni væri eitraður! Þótt þetta heyri að vísu sögunni til er mikilvægt að við höldum áfram að ryðja úr vegi fordómum sem við lengi höfum verið haldin gagnvart ýmsu góðmeti úr sjó og aukum þar með fjölbreytni í mataræði og bætum þjóðarhag. Garri lllllllllllllllll ulrrnr. rrfitt IIIIIIIIIM Ríkiskúnst Best varðveitta leyndarmál ís- lenska ríkisins er skýrsla sem heið- arlegur hagfræðingur vann um samanburð á ríkisframlagi til lista hér og í nágrannalöndunum. Þvert ofan í margtuggnar staðhæfingar fénaðarins á íslensku ríkisjötunni um að íslenskir skattborgarar séu nískir að borga listaskattinn, segir í földu skýrslunni að á íslandi sé varið meira ríkisfé til svokallaðra lista og listamanna en annars staðar eru spumir um og munar þar tugum eða hundruðum prósenta. Ruglið í þessum málum hóf innreið sína þegar heimskommún- isminn tók að sér að skilagreina hvað væri list og hvað ekki og hverjum bæri að borga fyrir að fremja listina. í hinu afskifta út- hverfi heimsþorpsins, sem ísland var, og er kannski enn, varð til sami skilningur og í kommaríkinu, að skatturinn ætti að borga listina, enda ekki öðrum borgunarmönn- um til að dreifa í þeirri hugmynda- fræði. Þessi ágæta hugmynd var svo útfærð í Sovétríkjunum og á ís- landi. Gæti veríð satt - Það má Stalín eiga að hann lét mála góðar myndir, er haft eftir Jónasi frá Hriflu. Hvort sem það er rétt hermt eða ekki er óhætt að fullyrða, að það gæti verið satt. Málið er það að Stalín borgaði vel fyrir þá list sem honum var þóknanleg og þjónaði hugsjónum hans. í einræðisríkjum er nefnilega greitt vel fyrir alla þá list sem þjónar ríkisvaldinu. Sem betur fer hefur sá skilningur aldrei náð fótfestu hér á landi, að ríkið borgi listamönnum eins og hverri annarri auglýsingastofu fyrir listrænan áróður fyrir ríkjandi stjóm. Aftur á móti sitjum við uppi með þá hugmyndafræði einræðis- ins, að ríkissjóður, eða einhverjar sjóðaómyndir utan í honum eigi að borga listina. Ötulir talsmenn þessa kerfis eru auðvitað þeir sem njóta góðs af. Ef svo einhver nennir að leggja hugann að því um hvað 800 með- limir í Bandalagi ísl. listamanna eru sífellt að þrátta hver við annan, er það um útdeilingu auranna hver til annars. Þeim hefur aldrei skilist að það lífeyriskerfi sem byggt hefur verið upp í kringum þá er ófull- komið að því leyti að það virkar aðeins á annan veginn. Það er nefnilega ekki verið að borga fyrir neitt. Það er enginn Stalín sem lætur mála góðar eða slæmar myndir. Hins vegar er til einhvers konar Stalín sem hægt er að rukka fyrir góð listaverk eða slæm eftir atvikum. Helgispjöll Af sjálfu leiðir að skattborgarar á íslandi skulda LISTINNI einver reiðinnar býsn og heyrist aldrei hljóð úr homi þegar metnaðarfullir smápólitíkusar hreykja sjálfum sér á háan stall sem sérstakir vemdarar LISTARINNAR og ausa í hana peningum sem þeir eiga ekkert í. Svona á auðvitað aldrei að tala og enn síður setja á prent vegna þess að þjóðin er svo tandurhrein af þeim heilaþvotti, að listfremd og skattpeningar sé eitt og hið sama. Það eru því andmenningarleg helgispjöll að minnast einu orði á ríkisrekna list í útjarði þorpsins. Stalín er ennþá hér. íslensk list stendur föstum fótum í ríkissjóði og þangað sækir hún styrk hvenær sem á þarf að halda. Fótamennt er meðal þeirra greina sem menningin á íslandi má ekki án vera enda hefur hún borið frægð landsins víða um heim og gott ef hún hefur ekki jafnvel selt þorsk, sem ávallt er talið til afreka norður í Atlantshafi. Morgunblaðið, sem er einn ötul- asti málsvari ríkisrekinnar listar í heiminum, skýrði svo frá í gær, að íslensk dansmennt hafi um árabil „búið við þröngan kost í Þjóð- leikhúsinu. “ En nú sér fyrir endann á þeim hörmungum. Ríkissjóður er búinn að kaupa dansstúdíó, sem reist var og rekið af einstaklingum. Við svo búið má náttúrlega ekki standa. Fótamenntin skal vera ríkisrekin eins og öll önnur kúnst í þeim menningarlega stalínisma sem Islendingar hafa kallað yfir sig og vilja viðhalda. Eyðsluráðuneytinu verður nú þakkað og þakkað og þakkað og þakkað enn og aftur fyrir velvilja og skilning á fótamennt sem ann- arri mennt og nashymingakórinn allur mun syngja herra sínum lof og dýrð fyrir skilning og örlæti á tímum sem atvinnuvegimir hrynja og ríkisrekna listin blómstrar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.