Tíminn - 05.10.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.10.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 5. október 1989 Tíminn 7 VETTVANGUR llllllllllll1 Haukur Brynjólfsson: Um skotveiðimenn, veiði rétt og siðareglur Þann 13. f.m. birtist í Tímanum pistill undir fyrirsögninni Siðaregl- ur skotveiðimanna. Eins og fyrir- sögnin ber með sér er þama fjallað um skotveiðimenn og málefni þeirra. Ýmislegt er þar vel sagt, annað er með þeim hætti, að óhjákvæmilegt er að gera athuga- semdir. T.d. er þannig tekið til orða um „félagsskap" íslenskra skotveiðimanna, í tengslum við siðaregiur, að ætla mætti að skot- veiðimenn hér á landi eigi sér engar slíkar. Til að koma í veg fyrir misskilning af þessum sökum er rétt að minna á eftirfarandi: Á stofnfundi Skotveiðifélags íslands, haustið 1978, voru sam- þykktar eftirfarandi siðareglur: 1. Sýnið landi og lífríki fyllstu aðgát. 2. Gangið vel um ræktað land og girðingar. 3. Virðið lög og reglur um vopn og veiðar. 4. Farið vel með veiðibráð. 5. Virðið rétt landeigenda, standið vörð um eigin rétt. 6. Vertu tillitssamur og háttvís veiðifélagi. 7. Góðurveiðimaðurskilurekkert eftir sig nema sporin sín. Lög félagsins eru í fullu samræmi við þann anda sem þama er boðað- ur. Skotveiðifélag Islands hefur nú verið gert að sambandi skotveiði- félaga í landinu og eru deildir innan þess orðnar fimm og fjöldi félagsmanna nálgast eitt þúsund. Auk þess sem Iög deildanna eru í samræmi við lög sambandsins, undirgangast félagsmenn deild- anna siðareglur þess. Það er því „Málið er hinsvegar ekki einfalt, því ýmsir landeigendur vilja halda fram yfirráðum sínum yfir afréttum og almenningum, þarsem öllum landsmönnum eru fuglaveiðar heimil- ar samkvæmt gildandi lögum. Þettahefurver- ið orsök árekstra.“ ljóst, að félagsbundnir skotveiði- menn á íslandi eiga sér siðareglur. Því má svo bæta við, að frá upphafi hafa samtökin haldið uppi skipulegu fræðslustarfi. Þannig hafa nú um 50 fyrirlesarar haldið erindi um hin fjölbreyttustu efni, tengd þessum vettvangi. Þar hafa öryggismál og siðfræði jafnan skip- að verðugan sess. Það erþví vægast sagt óheppilegt að tengja umræðu um ábyrgðarlausa meðferð skot- vopna við þennan félagsskap. Eftir stofnun Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis, 1986, hefur sú deild tekið við fræðslu- starfinu hér á Reykjavíkursvæð- inu. Þar eru nú að jafnaði tveir fræðslufundir á mánuði á tímabil- inu ágúst-maí hvert ár. Reyndar hefur þessi starfsemi öðlast þann sess, að hún er öllum kunn sem eitthvað vita um skotveiðar á ís- landi. Greinarhöfundur telur að skot- veiðimenn hirði lítt um veiðibönn landeigenda. Eins og áður hefur komið fram, þá eru skotveiðimenn hvattir til þess að virða rétt landeig- enda, enda stendur engin deila um heimalönd jarða. • Málið er hinsvegar ekki einfalt, því ýmsir landeigendur vilja halda fram yfirráðum sínum yfir afréttum og almenningum, þar sem öllum landsmönnum eru fuglaveiðar heimilar samkvæmt gildandi Iögum. Þetta hefur verið orsök árekstra. Hér verður látið vera að nefna einstök dæmi, en víst er að s.l. haust auglýstu einstaklingar og jafnvel sveitarfélög rjúpnaveiði- bönn á löndum, sem óvissa ríkir um eignarrétt á, svo ekki sé meira fullyrt. Þótt einhverjum aðilum detti f hug að slá eign sinni á land með því að kaupa sér auglýsingu, t.d. í ríkisútvarpinu, þá geta þeir ekki vænst þess að skotveiðimenn virði slík bönn. Undir millifyrirsögninni „Holl útivist“ vitnar greinarhöfundurinn í tímarit Evrópuráðsins um nátt- úruvemdarmál og segir þar frá fyrirkomulagi skotveiða í Frakk- landi. Skilja má, að þar séu dýra- veiðar ekki sport fárra útvaldra heldur aðgengilegar öllum almenn- ingi innan ramma skipulags og reglna. Flest það sem þar er upp talið getum við, íslenskir skotveiði- menn, tekið undir. Það er einmitt eitt af markmiðum samtaka okkar, að tryggja eðlilegan aðgang að veiðum og ryðja úr vegi úreltum viðhorfum um einkarétt til þeirra. Á móti viljum við leggja skipulagn- ingu, skólun og siðferðilega kjöl- festu, eins og áður er lýst. Þessi „frönsku viðhorf" eru því skot- veiðimönnum hér engin nýjung, fremur baráttumál. Á hinn bóginn væri óskandi, að þau mættu ná augum íslenskra stjómvalda, sem í þessu efni virðast stödd handan frönsku byltingarinnar í tfmans rás, er þau bjóða hingað kóngi af öðru landi að fella hreindýr, en sinna í engu ítrekuðum tilmælum samtaka okkar skotveiðimanna í landinu um hlutdeild í veiðunum. Haukur Brynjólfsson, varaformaður Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii veipimal ■ .................................................iiiiiiiiiiiiiiiiii........... ................. ....................................................... ............................................ .................................................. ............................................................................................................................... ........................................................... Hverá Töluverður fjöldi laxa og silunga úr kvíaeldi hefur undanfarin misseri sloppið út og hluti þeirra leitað upp í ámar, eins og dæmin sanna. Hver á þessa flökkufiska? gætu menn spurt. Sem dæmi af þessu tagi má benda á, að fyrr í sumar gerðist það austur á Fjörðum, að óhapp henti sjókvíar í Norðfirði er leiddi til þess að fjöldi laxa slapp út. Um leið og vart varð við þennan físk, fóm einstaklingar í Neskaupstað til veiða. Eigandi eldis- stöðvarinnar lét hafa eftir sér, að honum hafi sámað, að menn skyldu ekki láta hann vita strax um óhappið. Það er því umhugsunarefni, hver sé eigandi fisksins, eftir að hann slepp- ur úr kvíum. Flökkufiskurinn á sig sjálfur! Um þetta efni sérstaklega eru ekki til nein lög eða reglur. Telja verður að flökkufiskurinn eigi sig sjálfur, ef svo má segja, eða þar til hann er veiddur. Eftir það er hann í eigu veiðimannsins. Jafnframt er þó ljóst, að beinar takmarkanir eru á nýtingu þessa fisks í sjó, þar sem almenna reglan er sú að laxveiði í sjó er bönnuð. Þeir sem veiddu fiskinn í Norðfirði voru því að brjóta lög. Um silung gilda aðrar reglur, þar sem silungsveiði í sjó er leyfð, þ.e. þeir sem land eiga að sjó og hafa stundað slíka veiði um langt skeið. Eðlilegt verður að telja, ef óhapp henti eldisstöð með kvíar í sjó, eins og raunin varð í Norðfirði, að eig- andi hennar gæti þegar hafist handa á staðnum við að ná aftur þeim fiski, sem sloppið hefði úr kvíum. Óvissa um eignarhald á laxi í hafinu Víst er, að eignarhald á laxi í Atlantshafi, meðan hann dvelur í sjó, er mjög veikt í samanburði við sambandi við þennan eldiskvíarekst- ur. Sem staðfesting þess hversu stórt þetta dæmi er með laxana, sem sleppa úr kvíum í Noregi, má minna á, að á s.l. ári veiddust hér á landi alls um 130 þúsund laxar, þar af um helmingur úr hafbeit. Kvíalaxarnir, sem sluppu í Noregi í fyrra, eru því tæplega fimmfalt fleiri en öll laxveiði hér á landi 1988. í skýrslu Veiðimálastofnunar um laxveiðina 1988 segir m.a. að sumar- ið 1988 hafi farið að bera á auknum fjölda eldisfiska í veiði í ám, einkum við Faxaflóa. í einstaka tilfellum varð aðkomufiskur verulegur hluti veiðinnar og jafnvel uppistaðan í veiðinni samkvæmt rannsóknum á hreistri veiddra laxa. Þá segir ennfremur í fyrrgreindri skýrslu að aflaaukning af völdum aðkomufiska skekki þær upplýsing- ar, sem safnað hafi verið um veiði úr náttúrlegum stofnum laxveiðiáa á íslandi. Þar sem breytingar á sókn, skráningu og veiðiaðferðum hafi verið Iitlar allt frá 1970 og í sumum ám enn þá lengra aftur í tímann, hafi aflatölur í höfuðdráttum gefið til kynna stærð laxagangna í árnar. Til að geta fylgst með náttúrlegri fram- leiðslu íslenskra áa sé nauðsynlegt að geta ákvarðað hluta aðkomufiska í veiðinni. I sumar var því á vegum Veiði- málastofnunar fylgst mjög vel með því, hversu aðkomufiskur gerði sig mikið heimakominn í árnar við Faxaflóa. eh. flökkufiskinn? aðra eign, eins og fé á afrétti og aligæsir á engi. Gildir þetta hvort heldur sem hann er upprunninn í ám landsins eða hefur verið sleppt sem gönguseiði úr hafbeitarstöð. Það er ekki fyrr en laxinn hefur skilað sér í ána sína eða hafbeitarstöðina, að eignarrétturinn verður vís og nýtan- legur. Almennt má auðvitað segja, að íslendingar eigi hlutdeild í laxa- við laxveiðihlunnindi jarða við árnar. Merktur lax jafngildir ekki fjármarki Vissulega má segja að merktur lax frá íslandi sé vitnisburður um ætt hans og uppruna. En eigi að síður, ef laxinn er veiddur í sjó við Færeyj- ar eða Grænland, virðist hann eign þess sem veiðir fiskinn. Og hið sama Laxeldiskvíar í sjó hér við iand. Stífla með laxahafbeitarbúnaði i Saurbæ í Dalasýslu. Mynd: eh gengdinni í hafinu. Laxveiði í sjó er bönnuð innan íslenskrar lögsögu, eins og alkunna er, og nytjar íslenska laxastofnsins falla því allar, lögum samkvæmt, í hlut þeirra jarða, sem hlunnindi þessi hafa, en þær eru nær eingöngu við laxveiðiár og vötn víðsvegar um land. Og á seinni tímum komu til sögunnar hafbeitar- stöðvar, sem beita á afréttinn í hafinu og heimta fullorðinn lax til baka. Eru réttindi þeirra hliðstæð er upp á teningnum fari fiskurinn annað en í heimaána eða hafbeitar- stöðina: veiðist hann þar, þá er hann eign veiðimannsins. Flökkulaxar skipta hundruðum þúsunda Á ársfundi Laxaverndunarstofn- unarinnar, sem haldinn var í Edin- borg í sumar, kom fram, að í laxánni Lochy í Skotlandi hafí annar hver fiskur, sem veiddist, verið úr kvía- eldi. Fram kom einnig, að um hálf milljón laxa hafí sloppið úr kvíaeld- isstöðvum í Noregi á síðastliðnu ári. Og talið er að um 15% af laxveiði í sjó í Noregi, sem hefur verið um 85% af allri laxveiði í Noregi, hafi verið eldislaxar. Hér er því um stórfellt vandamál að ræða, bæði fyrir eldisstöðvarnar og framtíð villta laxastofnsins í ánum. Einhver alvarleg brotalöm hlýtur að vera í

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.