Tíminn - 05.10.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.10.1989, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 5. október 1989 Tíminn 9 mikilvægum fiskimiðum eins og þeim sem eru umhverfis ísland. Við leggjum til að sem upphafsskref setji Alþjóðakjamorkumálastofnunin ör- yggisreglur um kjamorkuknúnar afl- vélar á höfunum. Þessar reglur ættu að ná til allra skipa. Mið-Austurlönd Ég hef haldið því fram að á komandi áratug verði það umhverf- ismálin sem þessi stofnun þarf helst að beina athygli sinni að. En um leið og við fömm að takast á við ný verkefni og nýja ábyrgð verður enn þörf fyrir aðstoð Sameinuðu þjóð- anna til að finna friðsamlega lausn á svæðisbundnum átökum. Ástandið í Mið-Austurlöndum og friðsamleg lausn á deilum Araba og ísraelsmanna er ennþá meðal þess helsta sem krefst athygli þjóða heimsins. Varanleg og réttlát heild- arlausn næst því aðeins að deiluaðil- ar forðist að grípa til ofbeldis og sýni þanriig fram á einlægan vilja sinn til að ná varanlegum friði. Sú fyrirætlun ísraels að láta kosn- ingar fara fram á hemumdu svæðun- um er mikilvægt skref til lausnar á deilunni. Við fögnum tíu liða áætlun þeirri, sem Mubarak forseti Egypta- lands lagði nýlega fram um fyrir- komulag slíkra kosninga og við styðjum hana. Egyptar hafa vakið vonir um viðræður sem orðið gætu til að færa deilu ísraelsmanna og Palestínumanna af götunni að samn- ingaborðinu. Við fögnum hinni jákvæðu við- leitni Arababandalagsins til að koma á vopnahléi í Líbanon. Varanleg lausn sem tryggir sjálfstæði og full- veldi Líbanons og óskert yfirráð á eigin landi verður að kveða á um brottflutning alls erlends herafla. Með töku gísla og mannránum em framin brot gegn alþjóðlegum mann- úðarreglum sem ekki erunnt að líða. Efling og vernd mannréttinda Meðal þess helsta sem Sameinuðu þjóðimar hafa áorkað er umfangs- mikil skráning á mannréttindaregl- um og stöðug mótun þeirra. Hið síðasta sem þær hafa áorkað á þessu sviði er gerð samnings um réttindi barna sem tekinn skal til umræðu á þessu allsherjarþingi. Þrátt fyrir þessar aðgerðir Samein- uðu þjóðanna er fjöldi og umfang mannréttindabrota mikið harms- efni. Greinilegt er, að ekki nægir að setja fram almennar reglur. Við verðum eftir alþjóðlegum boðleið- um að knýja ríkisstjórnir og einstakl- inga til að fara eftir þeim. Við verðum a,ð auka þrýstinginn gagn- vart þeim sem brjóta mannréttindi. Ein leið til þess er að styrkja þau framkvæmda- og fullnusíuúrræði sem Sámeinuðu þjóðimar ráða yfir. Þekking er annar gmndvallarþáttur. Hverjum einasta manni verður að veita vitneskju um gmndvallar- mannréttindi sín. Við verðum ætíð að hafa í huga að það leiðir af sáttmála hinna Sameinuðu þjóða að ríki geti ekki borið fyrir sig að með viðleitni til að efla mannréttindi og halda þau í heiðri séu höfð afskipti af innanríkismálum þess. „Með lögum skal land byggja“ Ég minntist áður á að meðvitund samfélags þjóðanna um gildi al- þjóðalaga færi vaxandi. 1 þessu sambandi fagnar ríkis- stjóm íslands því að felldur er inn í dagskrá þessa þings liður um áratug þjóðarréttarins og þannig fylgt eftir Haag-yfirlýsingu er vísað til margra ríkja. Það er eftirtektarvert að í þeirri yfirlýsingu er vísað til margra reglna um gildi laga - meginreglna sem beita ætti, eins og ég hef sagt hér í dag, í samskiptum ríkja. Frá tímum þjóðveldisins hefur það verið viðurkennd regla á Alþingi lslendinga, að farið skyldi að lögum í samskiptum manna. Sú regla, „leg- ibus gentes sunt moderandae“, var letruð á fundarhamar þann sem um árabil var notaður hér á þinginu. Við treystum á að á því samstarfsskeiði sem framundan er muni þjóðir heims láta gerðir sínar stjórnast af þeirri reglu. Misheppnuð byltingartilraun í Panama: Noriega hvikar hvergi Það virðist óvenju seigt í Man- uel Antonio Noriega hershöfð- ingja í Panama og valdamesta manni landsins. Hann situr á valdastóli hvað sem tautar og raular, hvað sem ríkisstjórn Bandaríkjanna reynir að þrýsta á Panama tO að koma honum frá og hvað sem liðsforingjar í varn- arliði Panama reyna tO að steypa honum af stóli. Eftir misheppnaða byltingartil- raun nokkurra liðsforingja í vamar- liðinu á mánudag kom Noriega fram í sjónvarpi til að staðfesta að hann héldi enn völdum. f kjölfarið komu helstu lykilmenn ríkisstjómarinnar og vamarliðsins og lýstu yfir stuðn- ingi við Noriega. Því erljóst að hann mun sitja í valdastól að sinni. Noriega sakaði Bandaríkjamenn um að hafa átt aðild að byltingartil- rauninni, enda hefur orðrómur verið á kreiki um að háttsettir foringjar í setuliði Bandaríkjahers í Panama hafi heitið byltingarmönnum stuðn- ingi. Hins vegar sver George Bush Bandaríkjaforseti allt slíkt af sér og hafði reyndar gert það áður en ljóst Noriega hvikar hvergi úr valdastól í Panama. Austurþýsk stjórnvöld hindra ekki ferðir fyrrum þegna sinna frá Prag til frelsisins í vestri: Lestir flóttamanna á leið til V-Þýskalands Ef heldur fram sem horfir mun verða heldur fámennt á hátíðarhöld- unum vegna 40 ára afmælis Þýska alþýðuiýðveldisins á laugardaginn, því enn streyma Austur-Þjóðverjar yfir til Vestur-Þýskalands. Austur- þýsk stjórnvöld sem í fyrradag lok- uðu landamærum sínum að Tékkó- slóvakíu og krefjast nú vegabréfs- áritunar fyrir þegna sína vilji þeir halda til Tékkóslóvakíu, hafa gefið leyfi til þess að Austur-Þjóðverjar sem leitað hafa hælis í sendiráði Þýska sambandslýðveldisins í Prag fái að halda með lestum gegnum Austur-Þýskaland til Vestur-Þýska- lands. Fóru fyrstu Iestirnar frá Prag um fjögurleytið í gær. Talið er að um tíuþúsund Austur- Þjóðverjar séu ýmist á lóð sendiráðs Þýska sambandslýðveldisins í Prag eða á næsta leiti í von um að komast yfir til Vestur-Þýskalands. En það eru ekki einungis Austur- Þjóðverjar sem sluppu yfir til Tékkó- slóvakíu áður en vegabréfsáritunar var krafist sem reyna að komast yfir til Vestur-Þýskalands. Vandræða- ástand ríkir á járnbrautarstöðvum þeim í Austur-Þýskalandi sem lest- irnar munu aka í gegnum. Þrátt fyrir að lestirnar muni ekki nema staðar á brautarstöðvunum hefur fjöldinn allur af ungu fólki hraðað sér til brautarstöðvanna í því skyni að reyna að stökkva upp á lestarnar er þær hægja þar ferðina. Þurfti lög- reglan í Dresden að ryðja aðalbraut- arstöðina þar sem hundruð ung- menna höfðu tekið sér stöðu í von um að komast í lestarnar. Þá hafa átján Austur-Þjóðverjar, þar af átta börn, leitað hælis í sendiráði Bandaríkjanna í Austur- Berlín í von um að komast þá leiðina vestur yfir múrinn mikla. var hvort byltingartilraunin hefði heppnast. Guillermo Ford leiðtogi stjórnar- andstöðunnar í Panama fagnaði byltingartilrauninni og sagði hafa verið merki vonar um að Noriega yrði steypt af stóli og að lýðræðisleg- ar kosningar yrðu haldnar í landinu. Núverandi ríkisstjóm var skipuð af Noriega sem ógilti kosningar í haust þegar ljóst var að stjórnarandstaðan og andstæðingar hans hefðu borið sigur úr býtum. Hin misheppnaða byltingartilraun er mjög vandræðaleg fyrir Banda- iíkjastjórn sem reynt hefur allt nema vopnavald til að koma Noriega frá. Bandaríkjastjóm hefur um 12 þús- und hermenn beggja vegna Panama- skurðarins til að gæta hans og gætu þeir hertekið Panama á fáeinum klukkustundum byði þeim svo við að horfa, auk þess sem Panama hefur um áratuga skeið verið hálf- gert leppríki Bandaríkjanna. Nú hefur Noriega hins vegar gefið Bandaríkjamönnum langt nef með því að halda völdum þrátt fyrir þrýsting Bandaríkjamanna sem saka hann um aðild að víðtæku eiturlyfja- smygli til Bandaríkjanna. Leiðtogi Gyð- inga myrtur Einn helsti leiðtogi Gyðinga í Belgíu hefur verið myrtur og em allar líkur á að um pólitískt morð hafi verið að ræða. Læknirinn Joseph Wybran formaður Sam- hæfingarnefndar Samtaka Gyð- inga í Belgíu átti stóran þátt í því að samkomulag náðist í deilu Gyðinga og kaþólsku kirkjunnar um nunnuklaustur í Auschwitz í Póllandi í síðasta mánuði. Wybran var skotinn í höfuðið í bílageymslu Erasmus sjúkrahúss- ins í Bmssel þar sem hann vann á þriðjudag og lést af skotsárum í gær. Er ljóst að einhver eða einhverjir hafa setið fyrir læknin- um til að myrða hann. Ástandið í Líbanon: Páfinn pundar á Sýrlendinga Páfinn pundaði enn einu sinni á Sýrlendinga og ísraela sem hafa fjölmennt herlið innan landamæra Líbanon í ræðu sinni í gær og segir að erlent herlið verði að yfirgefa Líbanon til að tryggja varanlegan frið milli kristinna manna og mús- líma í þessu stríðshrjáða landi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem páfinn hnýtir í hemám Sýrlendinga og ísraela í Líbanon, en hann hefur sérstaklega beint orðum sfnum að Sýrlendingum sem páfinn fordæmdi í sumar harðar en nokkuð annað ríki. Múslímar og kristnir menn eiga nú í friðarviðræðum í Saudi-Arabíu og hafa fyrstu skrefin í friðarátt verið tekin með því að breyta þing- skipan á þann veg að jafnræði ríki milli kristinna manna og múslíma. Áður höfðu kristnir menn meirihluta í þinginu. Hins vegar er ljóst að vera hinna 33 þúsund sýrlenskra hermanna í Líbanon er stærsti þröskuldurinn, en Sýrlendingar hafa neitað að kalla herlið sitt heim fyrr en að friðarsam- komulag liggi endanlega fyrir. Páf- inn er því greinilega að tugta þá enn einu sinni til, þó hann beini orðum sínum einnig til ísraela sem halda ræmu í suðurhluta Líbanon á valdi sínu í „öryggisskyni". Arafat í opinberri heimsókn í Japan: Býður Namibíulausn á hernumdu svæðunum Yasser Arafat leiðtogi Frelsissam- taka Palestínu segist reiðubúinn til að fallast á friðarsamkomulag á hernumdu svæðunum í Palestínu sem fæli í sér sömu úrlausnir og sjálfstæðisáætlun Sameinuðu þjóð- anna í Namibíu. Arafat skýrði frá þessu á blaðamannafundi í Japan þar sem hann er staddur í opinberri heimsókn og hefur verið vel tekið. - Ég hef rétt til að spyrja: Hvernig er hægt að samþykkja friðaráætlun- ina í Namibíu^ en sgmþykkja..ékki_ samskonar áætlun fyrir Palestínu? Látið mig fá samskonar tilboð frá Bandaríkjamönnum og friðaráætl- unin í Namibíu og ég mun samstund- is skrifa undir, sagði Arafat. Samkvæmt friðaráætluninni í Namibíu munu fara fram frjálsar kosningar í landinu í febrúarmánuði og munu Sameinuðu þjóðirnar tryggja að þær fari heiðarlega fram. Ljóst er að ísraelar vilja ekki sjá samkomulag sem slíkt, en þeir hafa _ ekki.£inu sinni viljað ræða við full- trúa PLO um frið, hvað þá kosningar á hernumdu svæðunum. Sýnir fang- elsisdómur frá því í gær yfir ísraelsk- um fréttamanni sem ræddi við Arafat á síðasta ári að viðræður við PLO eru ekki á stefnuskrá. Arafat notaði einnig tækifærið í Japan og hvatti ísraela til að taka áskorun Hosni Mubarak forseta Eg- yptalands um að ísraelar hæfu við- ræður við PLO til að leita friðar á hernumdu svæðunum í Palestínu. Arafat sem rætt hefur við Toshiki Kaifu forsætisráðherra Japan og Taro Nakayama utanríksráðherra sagðist ánægður með viðræðurnar og sagði að Japanir og Frelsissam- tökin myndu vinna saman að því að vinna að friði í Miðausturlöndum. Japanir viðurkenna ekki Frelsis- samtök Palestínu sem ríkisstjórn Palestínu, en hafa þó leyft PLO að breyta nafni skrifstofu samtakanna f skrifstofu „Fastanefndar Palestínu- ríkisins“. •:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.