Tíminn - 05.10.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.10.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 5'. október 1989 Fimmtudagur 5. október 1989 Tíminn 11 Nú minnast menn orða Gunnars Thoroddsens á landsfundi 1979, þegar haft var eftir honum í kosningum um formann og varaformann: Nú mistekst formanni og skal þá víkja varaformanni Eftir Birgir Guðmundsson. Sjálfstæðisflokkurinn heldur sinn 28. landsfund í Laugardalshöllinni í dag og næstu daga. Formaður og varaformaður flokksins verða kjörnir ásamt miðstjórn á sunnudag, en handknattleikslið KR sem annars hefði keppt á þeim tíma í Höllinni í Evrópukeppninni mun leika erlendis. Reikna má með að kosning forystusveitar Sjálfstæðisflokksins verði þó engu minna spennandi en kappleikur KRinga, því blikur eru á lofti í flokknum og háværar raddir sem vilja nýtt blóð í formanns og/eða varaformannsstöðuna. Á fundi með blaðamönnum í gær vildi formaður Sjálfstæðisflokksins ekkert tjá sig um möguleikana á breytingum á forystusveit flokksins og sagði að bæði hann sem formaður og Friðrik Sóphus- son varaformaður myndu leggja störf sín í dóm á Iandsfundi og það væri síðan landsfundarins sem æðstu valda- stofnunar flokksins að leggja mat á þau. Aðspurður um hvort þeir myndu leggja störf sín sameiginlega í þennan dóm eða hvor í sínu lagi benti hann á að sam- kvæmt skipulagsreglum flokksins væru þessar kosningar óhlutbundnar. Ekki fékkst skýrt svar frá formanninum um það hvort hann væri tilbúinn til að lýsa yfir stuðningi við Friðrik Sóphusson í embætti varaformannsins. Gagnrýnin á forystuna Formaður og varaformaður Sjálf- stæðisflokksins hafa legið undir þungri gagnrýni innan flokksins, m.a. fyrir að vera hikandi og litlausir, fyrir að hafa klúðrað stjórnarsamstarfinu við Fram- sókn og Krata á þann hátt að sjálfstæðis- menn lentu í stjórnarandstöðu en hleyptu að þeirri vinstristjórn sem nú situr. Sjáflstæðismenn er Tíminn hefur rætt við eru ekki á einu máli um frammistöðu formannsins. Það má telja það ákveðin vendipunkt þegar Þorsteinn baðst lausnar í september í fyrra og hans frysta ríkisstjórn leystist upp, í kjölfar deilna á milli þeirra flokka sem að henni stóðu. Telja margir það hafa verið staðfestingu á því að Þorsteinn hafi ekki valdið stjórnunarhlutverki sínu sem forsætisráðherra, að hann hafi fengið sitt tækifæri og nú sé kominn tími til þess að aðrir og honum færari menn fái að spreyta sig. Aðrir segja það rangt að kenna Þor- steini algerlega um hvernig til tókst þegar ríkisstjórn hans sprakk, enda hafi hann haft náið samráð við forystukjarna flokksins, þar á meðal Friðrik Sophusson og Davíð Oddsson. Þetta vilji þeir sem í ráðum voru með formanninum ekki kannast við núna, en varpi allri ábyrgð yfir á Þorstein Pálsson. Varaformaðurinn Friðrik Shopusson þykir heldur ekki af öllum hafa verið heppilegur í sínu embætti. Einn af þungaviktamönnunum innan Sjálf- stæðisflokksins sagði í samtali við blaðamann Tímans fyrir skömmu að Friðrik hefði ekki þann persónuleika til að bera sem þyrfti til þess að vera eitt af andlitum flokksins útávið. Átti þar við að hann væri ekki nógu traustvekjandi og aðgætinn. Varaformaðurinn tilheyrir frjálslyndari armi flokksins og er í and- stöðu við marga af þingmönnum hans er koma frá landsbyggðinni, m.a. vegna of róttækra skoðana í landbúnaðarmálum. Þrátt fyrir að Friðrik hafi legið undir mun minni gagnrýni en Þorsteinn stend- ur hann hallari fæti m.a. vegna þess að hann er varaformaður og fall hans þá minna. Einn af fulltrúum á landsfundi sagði bæði í gamni og alvöru að ef til vill ættu eftir að sannast á Friðrik orð sem eignuð eru Gunnari heitnum Thor- oddsen á landsfundininum 1979 þess efnis að „nú mistakist formanni og skuli þá víkja varaformanni". Málgagnid vegur að formanninum Þá hefur það vakið athygli hvernig Morgunblaðið hefur nú í tvígang tekið með áberandi hætti upp gagnrýni á Þorstein Pálsson formann flokksins síð- ustu dagana fyrir landsfundinn. Fyrst var hann sakaður um að spilla fyrir eðlilegri 'umræðu í sjávarútvegsmálum með ósveigjanlegum yfirlýsingum um auð- lindaskatt. í gær birtir síðan Morgun- blaðið fréttaskýringu á leiðaraopnu um að verulegar líkur séu á því að Davíð Oddson borgarstjóri verði „sjanghæað- ur“ í varaformannssætið. Með því er Morgunblaðið að segja að óánægjan með forystuna sé svo mikil að horfur séu á því að Davíð hljóti kosningu gegn vilja hans. Slík skilaboð í Morgunblaðinu daginn fyrir landsfund hljóta að teljast óbein krafa um einhverjar breytingar á forystuliðinu. Þorsteinn Pálsson var spurður um þessi skrif á blaðamanna- fundi í gær og vísaði hann á Morgunblað- ið og greinarhöfundinn Agnesi Brag- adóttur ef menn vildu fá skýringar á þeim. Sjálfur kvaðst hann ekkert hafa um það að segja að Morgunblaðið væri með miklar fréttaskýringar um viðburði í þjóðlífinu eins og aðrir fjölmiðlar. Var á honum að skilja, eins og hann hefur raunar áður sagt, að Morgunblaðið væri ekki hluti af Sjálfstæðisflokknum og túlkaði ekki viðhorf hans. Hinu verður þó ekki á móti mælt að Morgunblaðið hefur um nokkurt skeið látið sig málefni Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins. og velferð Sjálfstæðisflokksins nokkru varða. Varfærni Þorsteins í ummælum er varða hugsanlegar breytingar á forystu vekja athygli. Hann brennir eingar brýr að baki sér og segist aðspurður um hvorn hann vildi heldur með sér í varafor- mannssætinu, Davíð Oddsson eða Friðrik, að hann sé yfirleitt mjög sáttur við þá samstarfsmenn sem hann hafi unnið með innan Sjálfstæðisflokksins. Deiiumál landsfundar Talsvert undirbúningsstarf hefur verið unnið í flokknum fyrir þennan landsfund. Þar ber að nefna starf hinna ýmsu málefnanefnda og greinargerð svo- kallaðrar aldamótanefndar sem fjallar um sjálfstæðisstefnunar til lengri tíma og er undir forsæti Davíðs Oddssonar borg- arstjóra. En aðalmál fundarins verða þau að öllum líkindum atvinnumálin, sem þingflokkurinn fundaði sérstaklega um í tvo daga í lok ágúst sl. án þess að geta komið sér saman í tveimur af veigamestu málaflokkunum, landbúnað- armálum og sjávarútvegsmálum. Þá ágreiningsSögu hefur Tíminn áður rakið að miklu leiti einkum ágreininginn í landbúnaðarmálum. Er ljóst að sú álykt- un býður upp á mjög mismunandi túlkun og hafa t.d. þeir Friðrik Sóphusson annars vegar og Pálmi Jónsson hins vegar lýst mjög ólíkum viðhorfum í þeim efnum. Þannig telur varaformaðurinn nýjan búvörusamning ekki koma til greina og gerir ráð fyrir 3-5 ára aðlögunartíma fyrir innlenda búvöruframleiðslu sem byggir á kjarnfóðri til að hefja sam- keppni við innflutning. Pálmi hins vegar lítur á aðlögunartímann sem ályktunin talar um sem lágmarksfrest sem gefi möguleika á nýjum búvörusamningi til einhverra ára. Líta verður á þessa ályktun í því ljósi að hún sé sá lágmarks samnefnari sem ólíkir skoðanahópar innan flokksins geti sætt sig við. Gagnrýnendur hafa hins vegar bent á að á slíkum grundvelli gæti reynst erfitt að t.d. að ganga til samninga við bændasamtökin þar sem skoðana- munurinn innan flokksins annars vegar er nánast jafn víðtækur eða jafnvel meiri milli sumra innan flokksins og milli bændasamtakanna og landsbyggðarafla í Sjálfstæðisflokknun hins vegar. Fyrir landsfundinum í dag liggja drög að ályktun í sjávarútvegsmálum, en verulegur ágreiningur hefur verið um þann málaflokk í flokknum. Sá ágrein- ingur birtist m.a. í því að í prentuðum bæklingi með drögum að ályktunum sem dreift er til landsfundarfulltrúa er álykt- un þar sem ekkert er fj allað um auðlinda- skatt .eða greiðslu útgerðarmanna fyrir veiðiréttindi. Þetta mál var tilefni snarpr- ar gagnrýni Morgunblaðsins á formann sinn á dögunum og greinaskrifa varafor- mannsins í kjölfarið. Málamiðlun varafor- mannsins eyðilögð Þeir Þorsteinn og Friðrik hafa báðir gert sitt besta til að breiða yfir þennan ágreining og lagði Friðrik í þeim tilgangi fram málamiðlunartillögu um að útgerð- in stæði í einhverjum mæli straum af kostnaði við hafrannsóknir og veiðieftir- lit, en Þorsteinn sagði hins vegar greinar- skrif Friðriks óheppileg og ítrekaði að hann teldi ekki koma til greina að auka byrðar útgerðarinnar. í „Nýjum drögum“ að ályktun um sjávarútvegsmál virðast þeir hafa fundið lausn á deilumáli sínu, þar sem Friðrik fær inn í ályktunina þessa setningu: „Sjálfstæðisflokkurinn telur að útgerðin eigi að taka mun meiri þátt í að greiða kostnað af rannsóknum á fiskstofnum og eftirliti með þeim, hliðstætt því sem aðrar atvinnugreinar gera vegna þjónustu sem þær njóta frá ríkisstofnunum...“ Þorsieini tekst hins vegar að gera þessa hugmynd Friðriks óvirka sem stefnumál með því að áður- nefnd setning endar svona: „... , enda séu sjávarútveginum búin rekstr- arskilyrði til þess.“ Málinu er ekki sleppt en hins vegar er ekkert sagt um það hvort eða hvenær þessi hugmynd gæti eða ætti að koma til framkvæmda. Veldur flokkurinn breidd sinni? Sú spurning hlýtur að vakna hvort jafn víðtækar og opnar ályktanir og dreift er á 28. landsfundinum, m.a. um landbún- aðarmái og sjávarútvegsmál, séu ekki einungis plástur yfir djúpstæðan mál- efnaágreining. Ágreining sem unnt er að beiða yfir í stjórnarandstöðu, en ekki ef Sjáfstæðisflokkurinn væri í þeirri að- stöðu að þurfa að taka ákvarðanir og standa við þær. Þessu svarar Þorsteinn Pálsson á þann hátt að breidd flokksins sé þvert á móti kostur komi til þess að hann taki þátt í ríkisstjórn. Þröngir flokkar séu ekki færir um að taka á viðkvæmustu og mikilvægustu málum þessa þjóðfélags. Davíð Oddsson Borgarstjóri og Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins í þungum þönkum á blaðamannafundinum í gær. Margir sjálfstæðismenn telja að nú sé tími til kominn að Davíð fari að skipta sé að stjórn málum á landsvísu og vilja jafnvel kjósa hann í stöðu varafórmanns að honum forspurðum. Tímamynd: Ámi Bjama.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.