Tíminn - 05.10.1989, Blaðsíða 18

Tíminn - 05.10.1989, Blaðsíða 18
18 Tíminn Fimmtudagur 5. október 1989 Steingrímur Hermannsson Guðmundur Bjarnason 1 Unnur Stefánsdóttir Bm Hafsteinn Þorvaldsson Páll Sigurðsson Finnur Ingólfsson Guðjón Magnússon Ólafsson GuðmundurG. Þórarinsson Dr. Laufey Steingrímsdóttir Þráinn Hafsteinsson .v-.. *'■■■ ' Alda Halldórsdóttir örn Bjarnason Þóra Þorleifsdóttir Erum við á réttri leið? Ráðstefna um heilbrigðis- og tryggingamál verður haldin að Hótel Sögu laugardaginn 7. október nk. Ráðstefnan hefst kl. 10.00 og lýkur kl. 17.20. Ráðstefnustjórar: Unnur Stefánsdóttir Hafsteinn Þorvaldsson. Dagskrá: Setning: Steingrímur Hermannsson, form. Framsóknarflokksins. Stefnan í heilbrigðis- og tryggingamálum Framsögum.: Guðmundur Bjarnason, heilbrigðis og tryggingamála- ráðherra. Uppbygging og yfirstjórn heilbrigðis- og tryggingamála. Framsögum.: Páll Sigurðsson, ráðuneytisstj. í heilbr.- og trygginga- málaráðuneytinu. Hvar má spara í heilbrigðis- og tryggingamálum? Framsögum.: Finnur Ingólfsson, aðstoðarmaður heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Samstarf heilbrigðisstétta - Skipulag heilbrigðisþjónustu. Framsögum.: Guðjón Magnússon aðst.landlæknir. Fagleg forgangsröð í framtíðinni Framsögum.: Ólafur Ólafsson landlæknir. Siðfræði heilbrigðisþjónustunnar Framsögum.: örn Bjarnason, trúnaðarlæknir Ríkisspítala. Þverstæður heilbrigðisþjónustunnar Framsögum.: Guðmundur G. Þórarinsson, stjórnarform. Ríkisspítal- anna. Manneldisstefna - Neyslukönnun Framsögum.: Dr. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur. Eru íþróttir heilbrigðismál? Framsögum.: Þráinn Hafsteinsson íþróttafræðingur. Sjúkraþjónusta barna og unglinga Framsögum.: Alda Halldórsdóttir barnahjúkrunarfræðingur. Þjónusta og uppbygging á aðstöðu fyrir aldraða Framsögum.: Þóra Þorleifsdóttir, varaform. samstarfsnefndar um málefni aldraðra. Ráðstefnan er öllum opin. Framsóknarflokkurinn. Illlllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Evrópukeppni félagsliða í körfuknattleik: KR-ingar komust áfram í 2. umferð - Sigruðu Hemel Hempstead 65-60 ytra í gærkvöld KR sló enska liðið Hemel Hemp- stead út úr Evrópukeppni félagsliða ■ körfuknattleik í gærkvöldi og er því komið í 2. umferð keppninnar í fyrsta sinn. ÍR varð fyrst íslenskra liða til að komast í 2. umferð í Evrópukeppni, en árangur KR-inga nú er glæsilegur. Leikurinn var illa leikinn af beggja Knattspyma: Stórsigur V-Þjóðverja V-Þjóðverjar unnu Finna 6- 1 í undankeppni HM í Dortm- und í gærkvöld. Andreas Möller gerði 2 mörk, en þeir Pierre Littbarski, Jörgen Klinsmann, Rudi Völler og Lothar Matthaeus gerðu eitt hver. Fyrir Finna skoraði Mika Lipponen. BL hálfu, mikið um mistök og hittni var slæm, eða rétt eins og í fyrri leik liðanna á Seltjarnarnesi. KR-ingar höfðu yfir í íeikhléinu 33-27, en Hemel náði að komast einu stigi yfir, þegar 3 mín. voru liðnar af síðari hálfleik. KR-ingar reyndust síðan sterkari aðilinn í leiknum, náðu mest 12 stiga forystu og sigruðu örugglega 65-60. KR-ingar komast áfram þar sem þeir sigruðu í báðum leikjunum, fyrri leiknum lauk með 53-45 sigri KR og samanlagt skor var því 118- 105. Það skor hljómar reyndar sem skor úr einum leik fremur en tveim- ur. Lánsmaðurinn úr Haukum, Jon- athan Bow reyndist KR-ingum betri en enginn í leiknum í gær. Bow lék vel og skoraði 20 stig. Axel Nikulás- son og Guðni Guðnason léku einnig vel fyrir KR í leiknum. „Ókkur var sýnt það hér í kvöld að við erum ekki tilbúnir til þess að leika í keppni jafn sterkri og Evrópu- keppni, en þetta hefur verið okkur jákvæð reynsla,“ sagði Mark Dunn- ing þjálfari Hemel Hempstead eftir leikinn. KR-ingar geta verið ánægðir með þessi málalok, enda settu þeir í upphafi stefnuna á að komast áfram í keppninni. Fróðlegt verður að sjá hverjir mótherjar KR verða í 2, umferðinni, mörg fræg liða eru eftir í keppninni. Stigin KR: Jonathan Bow 20, Axel Nikulásson 14, Guðni Guðna- son 12, Birgir Mikaelsson 8, Antolij Kovtoum 6 og Páll Kolbeinsson 5. Stigahæstir í enska liðinu voru Daron Hoges 13, Mark Smith 12, Darin „spjaldbrjótur" Schubring 9 og Leon Noel 8. Önnur úrslit í Evrópukeppni félagsliða Pasabahce Tyrklandi vann Oros- zlanyi Banyasz Ungverjalandi 100- 88 og komst áfram 198-169. Torpan Pajat Finnlandi vann Tungsram Budapest Ungverjalandi 74-70, en ungverska liðið komst áfram 173-169. Panionios Grikklandi vann Pezop- orikos Kýpur 119-77 og komst áfram 218-165. BL Sovétmaðurinn Anatolij Kovtoum KR og Bandaríkjamaðurinn Darin Schubring Hemel, eigast hér við í fyrri leik liðanna. Tímamynd Pjclur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.