Tíminn - 05.10.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.10.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 5. október 1989 Eimskip: Nýskipan á efstu stöðum Eimskip gerði nokkrar breytingar á skipan hinna mismun- andi sviða innan fyrirtækisins og tóku þær fyrstu gildi núna 1. október en aðrar bíða 1. desember nk. Starfsemi félagsins er nú skipt í þrjú meginsvið, fjármálasvið, flutningasvið og þróunarsvið. Núna um mánaðarmótin voru flutningssvið og rekstrarsvið félags- ins færð undir einn hatt og kallast nú flutningasvið. Deildir áætlanaflutn- inga skiptast nú i innflutnings-, út- flutnings -og innanlandsdeild og starfar hver samkvæmtsínu heiti. Er markmiðið að gera viðskiptamönn- um þjónustuna persónulegri og ein- faldari, þannig að þeir þurfi ekki að leita til mismunandi starfsmanna, eftir því hvaða landssvæði eigi í hlut. Aðrar deildir áætlanaflutninga eru utanlandsdeild og stórflutning- adeild. Þá hafa verið stofnaðar tvær nýjar deildir er einnig munu teljast til flutningasviðs .Ber fyrst að nefna rekstrardeild, er annast mun rekstur alls tækjabúnaðar félagsins, sem og rekstur flutningamiðstöðvar Eim- skips í Sundahöfn og umhirðu gáma. I'á mun utanlandsdeild sjá um rekst- ur erlendis, jafnt þjónustu við er- lenda viðskiptamenn sem rekstur skrifstofa Eimskips á erlendri grund. Einnig ber henni að leita nýrra verkefna erlendis. Breytingar þessar á flutningasviði munu bíða fyrsta desember. Þá ber að nefna þróun- arsvið er hefur með höndum stefnu- markandi áætlanagerð fyrir félagið og annast frumkvæði að heildar- stefnumótun. Framkvæmdastjórum félagsins fækkar nú úr fjórum niður í þrjá, þar sem Valtýr Hákonarson hyggst láta af starfi eftir 45 ára feril hjá Eim- skipafélaginu. Þórður Sverrisson mun veita hinu nýja flutningasviði forstöðu, Þórður Magnússon er framkvæmdastjóri fjármálasviðs og Þorkell Sigurlaugsson er fyrir þróun- arsviði. Starfsmenn munu í megin- atriðum sinna svipuðum verkefnum og áður, þrátt fyrir hinar formlegu skipulagsbreytingar. Nokkrar til- færslur munu þó eiga sér stað. VIKIVAKI HELDUR KOSTNAÐARÁÆTLUN Vikivaki, kvikmyndin sem verið er að taka við Geysi, hefur staðist þær kostnaðaráætlanir sem settar voru í upphafi, að sögn Hrafns Gunnlaugssonar sem er framleið- andi myndarinnar fyrir hönd Nord- vision. Gert er ráð fyrir að myndin komi til með að kosta 7 milljónir sænskra króna eða um 60 milljónir íslenskra króna. Hrafn sagði að kostnaðar- áætlanir hefðu staðist mjög vel til þessa og í dag væri hún vel undir kostnaðaráætlun. „Dag skal að kvöldi lofa,“ sagði Hrafn. Hann sagðist frekar búast við því að mynd- in yrði undir þeirri fjárhagsáætlun sem gerð hefði verið í upphafi, þegar upp væri staðið. - ABÓ Jón Karlsson hjúkrunarfræðingur við störf í Kabul fyrir skömmu. Rauði krossinn: Starfsmenn erlendis þrefalt fleiri í ár Rauði Kross íslands færir stöð- ugt út kvíamar og hefur verið varið um tuttugu milljónum króna til hjálparstarfs á fyrra helmingi þessa árs. Er þar um tvöföldun að ræða frá síðasta ári. Af þessu fé var fjórum milljónum varið til neyðar- hjálpar og uppbyggingarstarfs í Armeníu sem varð illa úti í jarð- skjálftum í fyrra, svo sem kunnugt er. Alls var um tólf milljónum af fé stofnunarinnar varið til neyðar- hjálpar, fyrstu sjö mánuði þessa ’árs. Sömuleiðis var þróunarhjálp aukin og hafa um átta milljónir runnið til uppbyggingarstarfs, þar af 4.7 milljónir til Eþíópíu. Á þessu ári hafa alls sex Islendingar unnið á vegum Rauða Krossins erlendis, þrefalt fleiri en á síðasta ári. íslenski Rauði Krossinn leggur sérstaka áherslu á þróunaraðstoð í starfi sínu og leitast er við að veita fremur aðstoð í formi mannafla til hjálpar- og uppbyggingarstarfa en fjárframlaga. Nýlokið er þjálfun starfsfólks er sent verður til slíkra starfa í Thailandi, Afghanistan eða Pakistan. Þrjár gengisfellingar og sex gengissig - alls um 20% gengisfelling á níu mánuöum: GENGID FELLT Á MÓTI Hjálmar til Sviss Hjálmar W. Hannesson sendi- herra gekk á fund forseta Svisslands, Jean-Pascal Delamuraz, 28. sept. síðastliðinn og afhenti honum trún- aðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Sviss. Hjálmar mun hafa aðsetur í Bonn í Vestur-Þýskalandi. LAUNAHÆKKUN ÁRSINS Gengislækkun fram til 3. mars var einkum til þess gerð að vinna upp halla frá fyrra ári, „en frá þeim tíma hefur einkum verið snúist við launa- hækkunum ársins. Er nú svo komið, að hækkun gjaldmiðla frá þessum Samanburður á Kasparov og Fischer: ALLT ANNAÐ ELO? Stigamet Garry Kasparovs sem hann setti á Interpolis skákmótinu í Hollandi á mánu- dag hefur vakið verðsluldaða aathygli. Kasparov bætti þá 17 ára gamalt met Bobby Fischers um 10 ELO stig, en opinber- Iega verða þó stigin ekki gefin út fyrr en um áramót og er rétt hugsanlegt að þá verði Kaspar- ov annað hvort búinna að bæta við sig stigum eða missa. Menn eru þó ekki á eitt sáttir um það hvort árangur Kasparovs sé í raun sambærilegur við árangur Fischers á sínum tíma. Að sögn Jóhannesar Þóris Jóns- sonar, alþjóðlegs skákdómara og ritsjóra tímaritsins SKÁK, er samanburður á ELO-stigum skák- meistaranna Roberts Fischer og Gary Kasparovs „afar erfiður, við- kvæmur og hæpinn." Stigin eru heitin eftir prófessor nokkrum er lagði þau fram fyrir um tuttugu árum síðan og skyldi nota þau sem mælistiku á getu skákmanna. Hins vegar hefur vægi þeirra tekið mikl- um breytingum í tímans rás. Því eru stig þau, er Bobby Fischer aflaði sér fyrir tuttugu árum, allt öðruvísi út reiknuð en þau stig er Kasparov sankar að sér á mótinu í Hollandi nú. Mun meir þurfti til, fyrir tuttugu árum, til þess að ná árangri Fishers. Jóhann tók svo til orða, að Kasparov væri „meira í vemduðu umhverfi" í stigaöflun sinni. Auk þessa telur Jóhann skákstigin afar vafasaman mæli- kvarða, enda ráðist fjöldi þeirra af styrkleika þess hóps er teflt sé í. Þess slakari sem andstæðingarnir séu, þess auðveldari sé stigaöflunin og segi því í raun ekkert afgerandi um viðkomandi skákmann, én þess meir um getu þess hóps er hann teflir á móti. Jóhann kvað nánast vonlaust að framreikna árangur Fischers til „núvirðis" ELO-stiga. Vísir að samjöfnuði á getu hans og Kaspar- ovs hefði því aðeins fengist að þeir félagar hefðu teflt á sömu mótum. Þannig hefði fengist órækur vottur um frammistöðu þeirra andspænis sama skákstyrk. Einnig má minna á að Fischer náði stigum sínum áður en hann varð heimsmeistari en Kasparov öðlaðist sín löngu eftir þann áfanga. Þó á Fischer færri skákir að baki en Kasparov, enda hefði Fischer forðast skák- borðið langtímum saman. Fischer mun vera í fullu fjöri, enda aðeins 46 ára að aldri, en ekki hefur hann sest að skákborði í áraraðir. Ýmsir miklir skákmenn, Spassky og Korchnoi þar á meðal, hafa lýst hann mesta skáksnilling samtíðarinnar. - JBG tíma jafnast vel á við áætlaða launa- hækkun ársins", segir m.a. í grein um gengisþróun og gengisstefnu 1989 í Hagtölum Seðlabankans. Fram kemur að verð erlendra gjald- miðla hækkaði um 10,3% frá ára- mótum til 3. mars og síðan um 12,9% til viðbótar (á móti launa- hækkunum) fram til 21. september s.l. Þá var ónotuð heimild til hækk- unar um 0,6% og því gert ráð fyrir að verð gjaldmiðla hækki um 25,2% á árinu. Sú hækkun samsvarar 20,1% gengislækkun krónunnar. Seðlabankinn segir forsendur fast- gengisstefnunnar sem hér var við lýði 1986-1987 hafa brostið árið 1988. Meðalverð erlendra gjald- miðla var hækkað um 21,8% (og krónan lækkað um 19,9%) yfir það ár. Það dugði þó ekki til. Raungengi var hátt og samkeppnisstaðan slök í lok ársins og ljós þörf á frekari aðlögun í gengisskráningu í byrjun þessa árs. Það var gert með 9,3% gengisfellingum og sigi í jan.-mars. „Kjarasamningar frá í vor fela í sér um 9% meðalhækkun launa frá apríl til desember. Þar sem bati á viðskiptakjörum er ekki fyrirsjáan- legur veitti ríkisstjórnin fyrirheit um viðunandi stöðu útflutnings- og sam- keppnisgreina, Áformi þessu varð að sjálfsögðu einkum komið fram með gengisskráningunni og hefur gengi krónunnar fallið um 11,4% (verð gjaldmiðla hækkað um 12,9%) frá 10. maí til 21. september". Gengið hefur þrisvar verið fellt formlega á þessu ári og sex sinnum látið síga. Hækkun á verði erlendra gjaldmiðla í hverjum mánuði fyrir Janúar 5,1 % Febrúar 3,7 % Mars 1,1 % Apríl 0,0 % Maí 2,5 % Júní 3,3 % Júlí 3,1 % Ágúst 1,7 % September 1,7 % Alls 24,5 % Gengið hefur því breyst í hverjum einasta mánuði ársins utan apríl- mánaðar. Gjörbreyting á raungengi Gjörbreyting er orðin á raungengi krónunnar frá fyrra ári, að mati Seðlabankans. Frá ársbyrjun 1988 hafi það lækkað um 12% miðað við verðlag og um 20% sé miðað við launakostnað. „Ógerlegt er að meta rekstrarskil- yrði til fullnustu eftir raungenginu, enda samkeppnisstaðan mun ná- kvæmari mælikvarði á útflutnings og samkeppnisgreinar. Á þessu ári hef- ur gengið verið stillt inn á það að samkeppnisstaða sjávarútvegs verði ekki lakari en grunnárið 1979, sem hefur að jafnaði þótt fullnægjandi viðmiðun". - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.