Tíminn - 05.10.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.10.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 5. október 1989 Tíminn 5 Bílageymsla meö íbúðum fyrir aldraða - eða þjónustuhús aldraðra með bílastæðum? Um 34 ferm. á bíl og 36 fyrir einstakling Hið nýja hús aldraðra á Vesturgötu 7 í Reykjavík kostar um 553 míllj. krónur. Þar af er kostnaður við bílageymslu um 132 millj.kr. (1.210 þús.kr. fyrir hvert stæði), en samanlagt íbúðanna um 173 m.kr. Enda virðast áhöld um hvort þetta hús á frekar að flokkast sem bflageymsla með þjónusturými fyrir aldraða eða öfugt. Bflageymslan er nærri helmingur alls gólfflatar hússins, um 3.700 fm. En 4.055 fm. deilast niður á 26 íbúðir, þjónustumiðstöð aldraðra og heilsugæslustöð. Þá kemur í ljós að hverjum bfl er ætlað álíka gólfrými og íbúum hússins. Geymslurými hvers bfls er um 34 fm. að meðaltali, eða álíka og 36 fm. innanmál minnstu búðanna. Stærstu íbúðirnar eru 61 fm. að innanmáli, þ.e. 30,5 fm. á hvort hjóna. Brúttó stærð gólfflatar og verð á húsnæði fyrir hvem notkunarþátt hússins skiptist þannig: Heilsugæsla íbúðir/geymsl. 638 2.319 95 172 Bílageymsla Þjónustumiðst. Fermetrar 3.700 1.196 M.kr. 132 153 f húsinu eru 26 íbúðir aldraðra, 81,5 ferm. brúttó að meðaltali, en rúmlega 89 fermetrar að meðtöldum geymslum sem tilheyra hverri íbúð en eru allar á efstu hæð hússins. Brúttóverð á fermetra er um 74.400 kr. miðað við núverandi verðlag, sem er t.d. mjög álíka og framreikn- að fermetraverð í aðalbyggingunni í Seljahlíð. Tekið skal fram að 19 af bílastæðunum á að telja til þjónustu- miðstöðvarinnar sem hækkar raun- verulega verð hennar í 176 m.kr. og 11 bílastæði tilheyra heilsugæslunni sem þá fer í rúmar 108 m.kr. í skýrslu frá borginni er allur kostnaður reiknaður til núverandi verðlags. íbúðirnar voru hins vegar seldar á föstu verði í nóvember 1988 og kostuðu þá samanlagt um 140 m.kr. Framreiknað til núverandi verðlags er það 172,4 milljóna kr. Með talið í verði er laus búnaður 26 m.kr. í heilsugæslu og rúmar 16 m.kr. í þjónustumiðstöð. Minnstu íbúðirnar, sem að framan er getið, voru seldar fyrir 4.060 þús.kr. í nóvember í fyrra, sem m.v. hækkun byggingarvísitölu þýðir nú um 5 milljónir kr. (um 139 þús.kr. á hvem fermetra innan íbúðarinnar). Gólfrými innan íbúðar segir í þessu tilfelli hins vegar ekki nema rúmlega hálfa söguna, því eignarhluti þessara íbúða telst 66,5 fermetrar sem skipt- ast þannig: íbúð innanmál 36 ferm. Veggir 4 ferm. Geymsla 7,5 ferm. Svalagang/sameign 19 ferm. Ibúð brúttó 66,5 ferm. Eigendur þessara íbúða eiga því „gangapláss“ (á svalagöngum og öðrum göngum) sem svarar sæmi- legri stofu og t.d. meira en helming- ur þess rýmis sem þeir hafa innan íbúða sinna. Þegar allt er talið er íbúðaverðið komið niður í rúmar 75 þús.kr. á hvem fermetra sem til íbúðarinnar telst. Á fasteignasölu, þar sem oft er miðað við flatarmál án sameignar yrðu þessar íbúðir líkast til auglýstar 40 fm., og verð þá svara til 125 þús.kr. á fm. Stærstu íbúðirnar em hins vegar 61 fm. að innanmáli, en 95 fm. brúttó. Þær vom seldar á 6.440 þús.kr. í fyrra, sem nú svarar tæp- lega 8 milljónum kr. Kaupendur íbúðanna áttu kost á láni frá Hús- næðisstofnun. Jarðvinna við grunn hússins fólst að mestu í að sprengja og fjarlægja um 10.000 rúmm. af klöpp (sem svarar t.d. rúmmáli 30 íbúða fjölbíl- ishúss). Önnur vinna við húsið var eftir „marksamningi" við ístak en ekki útboði. Kostnaður fór um 7,6% fram úr áætlun, ekki hvað síst vegna þess að kostnaður við sagað grágrýti í klæðningu hússins fór 10 m.kr. fram úr áætlun. - HEI Verkamannafélagið Hlíf hvetur til þess að leyfður verði frjáls innflutningur á landbúnaðarvörum: Hvetur launþega til mótmæla gegn landbúnaðarvörum Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra kynnir skýrslu ráðgjafanefndar um kynningarátak íslands á svið markaðsmála, ásamt þeim Jóni Sveinssyni aðstoðarmanni ráðherra og Baldvini Jónssyni. iimunnnd Ámi Bjama Kynningarátak á sviði markaðsmála Skýrsla ráðgjafanefndar um undirbúning sérstaks kynning- arátaks íslands á sviði markaðsmála, var kynnt á fréttamanna- fundi í gær. í skýrslu nefndarinnar, sem Tíminn greindi ítarlega frá á laugardag, koma fram ýmsar nýstárlegar hugmyndir um hvernig skapa megi íslandi jákvæða ímynd á erlendum vettvangi. Sagt var m.a. frá þeirri hugmynd nefndarinnar að koma mætti á fót alþjóðlegu lottói, sem hefði aðsetur á íslandi og gæti afraksturinn af því farið til umhverfismála. Með kynningarátakinu er átt við að unnið verði markvisst að því að kynna ísland á erlendum vettvangi með tilliti til hreinleika, hollustu- hátta og heilbrigðis. Markmiðið er að gera ísland og þar með íslenskar vörur og þjónustu að samnefnara gæða, hreinleika og heilbrigðs lífs í hugum útlendinga og tilgangurinn með þessu er að auka eftirspum, verð og gæði íslenskrar vöru og þjónustu með skipulögðum aðgerð- um, sem stefna að því að styrkja ímynd landsins erlendis. Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra sagði það óvíst að allar þær hugmyndir sem komið hefðu fram yrði að veruleika. Sitt álít sagði hann vera það að ýta ætti þessu átaki rólega úr vör, en vinna markvisst að því í framhaldi, enda kostnaðurínn mikill. Stofnun umhverfismálaráðu- neytis sagði hann að væri mikilvægur þáttur í þessu sambandi. Að ári verður haldin hér umhverfismála- ráðstefna, sem falla mun um um- hverfi sjávar og má búast við því að ísland verði þá mikið til umfjöllunar erlendis. Fram kom á fundinum að nýta mætti þá umfjöllun til að skapa íslandi jákvæða ímynd. Forsætisráð- herra sagði að skipulagt átak á þessu sviði gæti hafist 1990 til 1991. Vinnuáætlun að þessu kynning- arátaki skiptist í tvö tímabil. Annars vegar undirbúningstímabil, sem feli í sér kannanir, vöruþróun, öflun sambanda og samstarfsaðila, skil- greiningu markaðshæfni vöru og þjónustu, o.s.frv. Gert er ráð fyrir að þetta tímabil spanni frá 1990 fram yfir Heimssýninguna 1992 í Barcel- ona, en sýningin verði notuð sem lokaáfangi í reynslu og markaðs- hæfni íslenskra hugmynda. Hins vegar er það framkvæmdatímabil, 1992 til 1995, sem færi sér í nyt árangur og hugmyndir sem vænlegar þykja að loknu þróunarstarfi, undir- búningi og hugmyndasmíðum. -ABÓ Verkamannafélagið Hlíf í Hafnar- firði hvetur til þess að leyfður verði frjáls innflutningur á landbúnaðar- vörum, ef ekki komi til verulegrar verðlækkunnar á innlendum búvör- um. Að öllum líkindum er þetta í fyrsta sinn sem verkalýðsfélag mark- ar þessa stefnu. Sigurður T. Sigurðs- son formaður Hlífar segir að launþegar séu búnir að fá nóg af háu verði á landbúnaðarvörum. Á fundi í Verkamannafélaginu Hlíf síðast liðinn mánudag var ríkis- stjómin vítt fyrir að standa ekki við þau loforð í verðlagsmálum sem hún gaf verkalýðshreyfingunni við gerð síðustu kjarasamninga. Fundurinn taldi að ríkisstjórnin hefði stuðlað að verðhækkunum á vöru og þjón- ustu langt umfram launabreytingar. Hlíf telur að verðhækkanir á land- búnaðarvörum séu sérstaklega víta- verðar og hvetur til þess að verka- lýðshreyfingin standi fyrir víðtækum mótmælum gegn landbúnaðarvör- um. Félagið telur að fyrsta skrefið í þeim mótmælaaðgerðum eigi að vera að hvetja launþega til að hætta að kaupa dilkakjöt. Þá telur Hlíf að það eigi að vera markmið verkalýðshreyfingarinnar í næstu samningum að knýja á um að leyfður verði frjáls innflutningur á landbúnaðarvörum, ef að ekki komi til verulegrar verðlækkunnar á inn- lendum landbúnaðarvömm. Sigurður T. Sigurðsson formaður Hlífar sagðist halda að þetta væri í fyrsta skipti sem verkalýðsfélag hvetji til frjáls innflutnings á land- búnaðarvörum. „Ástæðan er ein- föld,“ sagði Sigurður. „Verð land- búnaðarvara er orðið svo hátt að verkamenn sem eru með 35-40 þús- und í mánaðarlaun eins og okkar félagsmenn em með, geta hreinlega ekki keypt þessar lífsnauðsynjar. Við teljum óeðlilegt að menn skuli ekki geta leyft sér að kaupa lamba- kjöt nema á hátíðisdögum. Hingað til hefur ekki mátt ræða um frjálsan innflutning á landbúnað- arvörum án þess að menn æpi „land- ráðamaður“ eða „bændahatari". Ég tel að það sé kominn tími til að menn ræði um hagræðingu í landbúnaði og sameiningu búa að einhverri al- vöru.“ Sigurður tók fram að með þessari ályktun væri ekki verið að ráðast að bændum. Launþegar væru einfald- lega búnir að fá nóg af háu verði á landbúnaðarvörum. -EÓ 15. ársrit Útivistar Út er komið ársrit Útivistar 1989, það fimmtánda í röðinni. í ritinu er fjölbreytt efni víðs vegar að af landinu, staðar- og leiðar- lýsingar sem tengjast ferðum Úti- vistar. Jón Jónsson jarðfræðingur fjallar um jarðfræði Bása Goða- landi og nágrennis. Um jarðfræði Þórsmerkursvæðisins hefur lítið sem ekkert birst á prenti og greinin því kærkomin þeim mörgu ferðalöngum sem leggja leið sina þangað. Steinar Pálsson bóndi að Hlíð í Gnúpverjahreppi ritar af kunn- ugleika heimamanns um nýjar og spennandi ferðamannaslóðir í Gljúfurleit á Gnúpverjaafrétti. Bjarnfríður Leósdóttir kennari á Akranesi ritar grein um göngu- leiðir á Akranesi, og margt fleira er að finna í ritinu. Rækjuverðákveðið Verðlagsráð sjávarútvegsins greidd fyrir kílóið þegar 230 stykki ákvað á fundi sínum á föstudag eða færri eru í kílóinu. Kílóverð, lágmarksverð á rækju sem gildir þegar 231 til 290 stykki eru í kílói frá 1. október 1989 til 31. janúar er 73 krónur, 68 krónur þegar 291 1990. til 350 stykki eru í kílói og 30 Um er að ræða óskelfletta rækju krónur fyrir undirmálsrækju, 351 í vinnsluhæfu ásandi. 81 króna er stykki í kílói eða fleiri. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.