Tíminn - 05.10.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.10.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 5. október 1989 Tíminn 3 Ríkissjóður hefur hærri skatttekjur af mjólkinni en hann borgar í niðurgreiðslur: Mjólkurskattar hærri en niður- greiðslurnar í 2000 i j 1500 i 1000 500 0 *>t vhí áfbaónj A mjóiiv og nijOtKu(atlu<ðum t M é&* „Nær eingöngu hefur verið bent á þau útgjöld sem ríkissjóður innir af hendi en láðst að geta þess að sami aðili innheimtir háar fjárhæðir í tengslum við sömu framleiösluvörur" segir í athugasemd Upplýsingaþjónustu landbúnað- arins. Tekjur ríkisins aí mjólk eru meiri en niðurgreiöslurnar Rimö mnhtitmur...Rikiö gieiöir... Á móti 1.968 millj. kr. niður- greiðslum á mjólk og mjólkur- vörur fær ríkissjóður síðan um 2.081 milljóna króna skatttekjur - og hefur þar af leiðandi um 113 milljóna „hagnað“ af öllu saman. Útreikningar þessir eru frá Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins, sem telur talsverðs misskilnings hafa gætt í umræð- um um kostnað ríkisins vegna landbúnaðarframleiðslunnar, þar sem nær eingöngu hafí verið bent á útgjöld ríkissjóðs, en láðst að geta þess að hann inn- heimtir einnig háa skatta í tengslum við sömu framleiðslu- vörur. í útreikningum sínum gengur U.L. út frá sölu á mjólk og mjólkur- afurðum á síðustu 12 mánuðum reiknað á því verði sem nú er í gildi. Samkvæmt því mundi ríkissjóður verja 1.968 m.kr. í niðurgreiðslur. Á móti kæmu hins vegar 1.601 m.kr. í söluskatt af smásöluverði. Þar við bætist söluskattur á aðföng, sem af stjórnskipaðri nefnd hefur verið áætlaður um 5% af heildsöluverði, eða alls um 280 m.kr. Og enn bætist síðan við um 200 m.kr. grunngjald af kjarnfóðri. Sá útreikningur bygg- ist á reglugerð um það gjald og áætlun Framleiðsluráðs um magn erlends kjarnfóðurs og að hve mikl- um hluta það fer til mjólkurfram- leiðslu. Þá bendir U.L. sérstak- lega á, að niðurgreiðslur sem áttu að koma á móti söluskattinum (matar- skattinum) þegar hann var tekinn upp í ársbyrjun 1988 hafa síðan rýrnað stórlega að raunvirði. Vanti nú orðið um 536 milljónir króna á fulla endurgreiðslu söluskatts af út- söluverði mjólkurvara, sem valdið hafi aukalegum verðhækkunum á mjólkurvörum, umfram hækkun á framleiðslukostnaði þeirra. Unnið er að hliðstæðum útreikn- ingum varðandi kjörmarkaðinn. Þeir eru hins vegar erfiðari viðfangs, ekki síst vegna þess að meirihluti kjöts og kjötvara eru seldar með frjálsri álagningu (og þar með á misjöfnu verði) og því erfitt að áætla söluskattstekjur ríkisins þar af með nákvæmni. Tölur um niðurgreiðslur liggja hins vegar allar fyrir. - HEI NÁMSKEIÐ í PORTÚGÖLSKU Heimspekideild Háskóla íslands býður nú í fyrsta sinn upp á nám- skeið í portúgölsku. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Endurmennt- unarnefnd H.í. og fer fram á tímabil- inu 1. október til 31. nóvember. Ekki er gert ráð fyrir að þátttak- endur þurfi að búa yfir neinni undir- stöðukunnáttu í portúgölsku, en markmið námskeiðsins er að kenna og æfa grunnþekkingu á málinu, þannig að nemendur geti tekið þátt í algengum og einföldum samræð- um. Megin áhersla er lögð á talæfing- ar, nemendur munu leysa verkefni, munnleg og skrifleg, og próf verða haldin reglulega. Hægt verður að taka próf að námskeiðinu loknu og geta nemendur í rómönskum málum sótt um að fá námskeiðið metið til eininga. Kennari verður Elín Ingvarsdótt- ir, B.A. og kennari við tungumála- deild háskólans í Mexico. - ÁG NÝ TJÓNA- SKOÐUNARSTÖÐ Vátryggingafélag íslands hf. opnar í dag nýja tónaskoðunarstöð að Smiðjuvegi 2, Kópavogi. Þar tökum við framvegis á móti viðskiptavinum sem þurfa að fá metið tjón á ökutækjum sínum. Fullkominn búnaður stöðvarinnar gerir okkur enn frekar kleift að afgreiða mál hratt og vel. VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF Tjónaskoðunarstöð • Smiðjuvegi 2 • Sími 6 70 700

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.