Tíminn - 02.02.1994, Síða 2

Tíminn - 02.02.1994, Síða 2
2 Mibvikudagur 2s. febrúar 1994 Tíminn spyr... Hvernig lýst þér á prófkjör Sjálfstæöisflokksins í Reykja- vík og niburstööur þess? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir alþingismabur „Mér finnst þessi prófkjör hálf hallærisleg. Þab hlýtur að vera mjög erfitt fyrir ákveöna einstak- linga að taka þátt í þessu og mæra sjálfa sig. Sjálfstæðismenn ,hafa hafnab því fólki sem hefur staðið í ákveðnum átökum. Önnu K. Jóns- dóttur er hafnað vegna átaka við dagmæður, Sveini Andra Sveins- syni vegna átaka um SVR og Júlíusi Hafstein vegna þessara fáránlegu átaka hans við Rithöfundasam- bandið. Með þessu er Sjálfstæðis- flokkurinn að reyna að hvítþvo sig af þessum málum, en auðvitaö geta sjálfstæðismenn það ekki því borg- arstjómarflokkurinn ber ábyrgð á því hvemig þessi mál hafa gengið fram. Nú svo finnst mér hlutur kvenna í þessu prófkjöri rýr." Sigrún Magnúsdóttir borgarfuiltrúi „Mér lýst ekki illa á þessi úrslit. Það er áberandi að ákveðnum borgar- fulltrúum er hegnt fyrir framgöngu sína í óvinsælum málum. Sveini Andra er hent út í ystu myrkur fyr- ir framgöngu sína í málefnum SVR. Ákvarðanir sínar tók hann hins vegar í skjóli borgarstjóra og mér hefði fundist eðlilegt að það væri þama einhver samsvömn á milli. Dagvistarmálin em í ólestri hjá borginni og Önnu K. Jónsdóttur er refsað fyrir það. Það sem vekur kannski mesta athygli er útkoma Júlíusar Hafstein og þar hefur ákvörðun hans að hafna leikriti sem lýðveldishátíðamefnd haföi keypt af Örnólfi Ámasyni haft mik- il áhrif. Maöur heyrir að gámng- amir kaUi þetta leikrit Banabit- ann." Arthur Morthens, kennari og varaformaður stjómar fulltrúa- rábs Alþýðubandalagsins í Reykjavík „Mér sýnist þetta vera flokksleg niðurstaba. Ég tel að Sjálfstæðis- flokkurinn hafl náð ab setja saman svona tUtölulega sterkan Usta." Fulltrúar Framsóknarflokks og Alþýöubandalagsins krefjast þess aö frumvarp framsóknarmanna um búvörulög veröi tekiö fyrir á dagskrá Alþingis í dag: Stefnir í átök um málið á þingi Páll Pétursson, formaður þingflokks framsóknar- manna, kraföist þess vib upp- haf þingfundar í gær aö fmm- varp framsóknarmanna um breytingar á búvörulögum veröi tekib á dagskrá í dag. Starfandi þingflokksformaður Alþýðubandalagsins tók und- ir þessa kröfu. í umræöunni í gær kom ekkert fram í máli landbúnaðarráð- herra eða utanríkisráöherra sem benti til að deila stjómarflokk- anna um búvörulagafrumvarp- ið væri að leysast. Enn virðast flokkamir togast á um tollnúm- er eins og þeir hafa gert í rúma viku. Landbúnaöarrábherra sagöi í gær að frumvarpið kæmi bráðum fram. Guðni Ágústsson alþingismað- ur sagði við upphaf þingfundar í gær að sér virtist ólíklegt að rík- isstjómin næði samkomulagi í málinu vegna þess aö Jón Bald- vin væri sýnilega búinn að yfir- taka landbúnaðarráðuneytiö. Halldór væri greinilega í gísl- ingu Jóns Baldvins. Páll sagði aö þingmenn gætu ekki beðiö lengur eftir því að ríkisstjómin kæmi sér saman um frumvarp til breytinga á bú- vömlögum. Það sé því eðlilegt aö þingið taki til umfjöllunar þaö þingmannafrumvarp sem lagt hefur verib fram um þetta efni. Páll sagði að ef forseti Al- þingis mundi ekki veröa vib ósk Framsóknarflokksins og AI- þýbubandalagsins um að taka framvarp framsóknarmanna á dagskrá þingsins, yrði gerð al- varleg athugasemd við það við upphaf þingfundar í dag. -EÓ Stefán Pálsson starfsmaöur RKI, Zophanías Antonsson gjaldkerí Dalvíkurdeildar RKI og Ólafur Árnason formaöur Dalvíkurdeildar, hjá bílunum nýju. Tveir nýir sjúkrabílar Deildir Rauöa kross íslands á Dalvík og í Grindavík tóku nýlega viö nýjum glæsileg- um sjúkrabílum, sem munu leysa eldri bíla deildanna af hólmi. Bílamir em af gerðinni Ford Econoline 350 Diesel Turbo og þeir em búnir mjög fullkomn- um tækjum, meöal annars hjartasmðtæki og sog- og súr- efnistæki. Bílarnir em fjór- hjóladrifnir og kosta með tækjabúnaöi um átta milljónir króna hvor. Frá upphafi hefur þaö verið eitt meginverkefna deilda Rauöa kross íslands aö afla fjár til kaupa á sjúkrabílum. Núna eiga deildir RKÍ 67 sjúkrabíla, sem langflestir em nýir eða nýlegir og búnir fullkomnum tækjakosti. í höfuöborginni em sjúkrabílamir reknir í sam- vinnu Reykjavíkurdeildar RKÍ og slökkviliös Reýkjavíkur, en í dreifðum byggðum víða úti á landi annast deildimar sjálfar reksmrinn og sjálfboðaliðar á þeirra vegum sjá um sjúkra- flutningana í samvinnu við heilbrigöisyfirvöld á viðkom- andi svæöum. í stærri byggö- arlögum em sjúkrafluming- arnir á vegum sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva, samkvæmt samkomulagi við deildirnar. Stjórn Neytendasamtakanna: Tekur undir gagnrýni Stjóm Neytendasamtakanna tekur undir þá gagnrýni sem borist hefur frá Neytendafélagi Akureyrar um byggingarfúsk, sem kom fram vegna ákvörö- unar húsnæðisnefndar um kaup á íbúðum í Drekagili 28 á Akureyri. Neytendasamtökin lýsa yfir ánægju meb afskipti og gagnrýni Neytendafélags Akureyrar vegna óvandaðra vinnubragða við byggingar, sem félagið hefur kall- að byggingarfúsk. Samtökin telja gagnrýni Neytendafélagsins fylli- lega réttmæta og eblilega. íbúð- irnar sem ákveðiö hafi verið að festa kaup á séu þannig hannaöar að hæpið sé ab bjóða bamafjöl- skyldum þær til kaups. Þá lýsa samtökin yfir stuðningi vib formann Neytendafélags Ak- ureyrar og vinnubrögð hans og fordæma hvemig reynt hefur ver- ið í framhaldi þessa máls að vega persónulega að formanninum. Slíkur rógur sýni best hversu veikur málstaður þeirra sé, sem slíku beita. -PS Staða iðnaðar- ins könnuð Sighvatur Björgvinsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur skip- að starfshóp til að kanna starfs- skilyrði og samkeppnisstöbu ís- lensks iðnaðar. Hópnum er eink- um ætlað að líta á stöðu iðnaðar- ins í samanburði við aðrar atvinnugreinar með líkum hætti og gert var í skýrslu starfsskil- yrðanefndar sem skipuð var til að bera saman starfsskilyrði iðnaðar, sjávarútvegar og landbúnaðar sem kom ú í janúar 1982. Áhersla er lögð á að dregnar verði fram þær breytingar sem orðið hafa á starfsskilyrbum frá árinu 1982 og hverju sé enn ábótavant varöandi jöfnun þeirra. Einnig er hópnum ætlað að fjalla um sveiflur í þjóðarbú- skapnum og áhrif þeirra á þróun iðnaðar. Loks er hópnum ætlaö að bera saman helstu þætti í starfsskilyrðum ibnfyrirtækja á íslandi og helstu nágranna- og samkeppnislöndum okkar. Þórður Friöjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, er formaður starfshópsíns, en með honum í hópnum eru Finnur Svein- bjömsson, skrifstofustjóri í iön- aðar- og viðskiptaráðuneyti, og Þorsteinn M. Jónsson, hagfræð- ingur Samtaka iðnaðarins. -EÓ Aösóknin aö heilsdagsskóla hefur vaxiö jafnt og þétt segir Viktor Cuölaugsson hjá Skólaskrifstofu: Einsetningu komib á í fjórum grunnskólum á næsta hausti „Skólaskrifstofan og Skóla- málaráð eru með þessu ab leggja áherslu á aö einsetnum skóla verði komiö á í einhverj- um áföngum," sagöi Viktor Guölaugsson hjá Skólaskrif- stofu Reykjavíkur. En henni hefur verið falið að vinna að framkvæmd samþykkt- arar Skólamálaráðs Reykjavíkur á erindum fjögurra skóla; Breiða- geröisskóla, Vogaskóla, Laugar- nesskóla og Ölduselsskóla, um aö þeim veröi gert kleyft ab koma á einsetningu haustiö 1994. Til ab ná þessu markmiði er gert ráb fyrir að setja þurfi upp 6 lausar kennslustofur og auk þess nýta annað húsnæði í eigu borgarinnar. Fossvogsskóli er einsetinn fyrir, sem og allir þrír unglingaskól- arnir. í þessum áfanga segir Vikt- or reynt að byrja á þeim skólum þar sem styst var í einsetningu, þ.e. þar sem hvað minnst vantar af kennsluhúsnæði til að þessu skipulagi verði við komið. „Við verðum þannig með átta ein- setna skóla a.m.k. í haust. Síöan erum vib ab undirbúa næstu skref. Þannig gæti verið að einn til tveir skólar bættust í þennan hóp að hausti, en þaö er ekki al- veg fyrirséb." í Ölduselsskóla segir Viktor að hugsanlega verði gerðar breyt- ingar í samvinnu við skóladag- heimili til að mæta þessu. Því þörf fyrir það hverfi að vemlegu leyti með þessum breytingum. Aðspuröur um kostnað segir hann ráð fyrir því gert að beinn útlagður kostnaður við aö taka framangreint skref verði kring- um 40 milljónir, þ.e. til að kennsluhúsnæði verði fullnægj- andi að hausti. Þar sem Gallupkönnun meðal reykvískra foreldra s.l. haust leiddi m.a. í ljós að skilningur fólks á hugtakinu „einsetinn skóli" er mjög á reiki, varð Viktor aö skilgreina hvaö í þessu felst. „Einsetinn skóli þýðir, að allt skólastarf geti farið fram samtím- is, þ.e.a.s. að allir nemendur geti mætt að morgni og lokið sínu skólastarfi síðdegis, kannski á ör- lítiö mismimandi tímum eftir þvi hve stundaskrár nemenda gefa tilefni til." Viktor segir reynslu af heils- dagsskólum hafa verið einstak- lega góða. „ Við fáum nánast eng- ar kvartanir frá foreldmm. Og aðsóknin vex stöðugt. Vib gerð- um upphaflega ráð fyrir 1.200 til 1.300 nemendum. En núna er- um við komin meö um þab bil 2.000 manns. Þeim hefur fjölgab jafnt og þétt," segir Viktor. - HEI

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.