Tíminn - 02.02.1994, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.02.1994, Blaðsíða 3
Mibvikudagur 2. febrúar 1994 3 Katrín Fjeldsted borgarfulltrúi: Hef ekki nægilega trú á listanum „Ég er ekki viss um ab þessi listi nái ab snúa vib þróun undan- farinna mánaða, þótt ég veröi ab vona þab. Ég verb ab vera hóflega bjartsýn," segir Katrín Fjeldsted, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, um prófkjör flokksins, en hún var ekki í kjöri nú. Sjálfstæbisflokk- urinn hefur átt undir högg ab sækja í skobanakönnunum, en ekki alls fyrir löngu kom fram í skobanakönnun DV, ab flokk- urinn myndi tapa meirihluta sínum í borginni til sameinabs lista minnihlutaflokkanna. „Þab skiptir máli hvemig þetta fólk nær aö stilla saman strengi sína eftir erfitt prófkjör, sem og málefnastaöan," segir Katrín enn- fremur. Hún segir að í kringum prófkjör þá fari fólk aö velta þess- um málum fyrir sér og þegar um- fjöllun um listann sé svo mikil sem raun beri vitni, þá veki þab áhuga og leysi þann stubning sem er fyrir hendi úr læðingi. Hins vegar þegar til lengri tíma er litib er Katrín ekki viss um ab list- inn sé vænlegur. „Mér finnst ekki vera nægileg breidd á þessum lista, þ.e.a.s. skoöanabreidd, en þaö er einmitt sérkenni Sjálfstæðisflokksins, að hann rúmar margar skoðanir. Ég held aö ekki sé endilega mikill Katrín Fjeldsted. skobanaágreiningur á milli þessa fólks, sem getur veriö af hinu góða að sumu leyti, en hann höföar kannski mest til flokks- bundinna sjálfstæbismanna, en síður út fyrir þeirra rabir. Stubn- ingur Sjáífstæðisflokksins í borg- arstjómarkosningum hefur ein- mitt mikiö legib í óflokksbundn- um kjósendum." Katrín segir listann nokkub í lík- ingu viö þaö sem hún ímyndaði sér fyrirfram, en þó hafi henni komið á óvart hversu Páll Gísla- son og Júlíus Hafstein hafi lent neðarlega. „Þaö er erfitt ab segja hvers vegna, en í sambandi vib Pál þá hef ég heyrt ab fólk telji ab menn eigi aö hætta í pólitík sjö- tugir, sem er ekki rétt. Það er bundið í lög að menn geti setiö lengur á Alþingi og í sveitarstjóm- um. Hann er því í fullum rétti að bjóöa fram krafta sína sem hann hefur heilmikið af. Hvab varðar Júlíus, þá held ég að atburðurinn í kringum leikritakaupin af Ömólfi Ámasyni hafi veriö dropinn sem fyllti mælinn og hafi komið á óheppilegum tíma. Hann leið fyr- ir það." Hvað Svein Andra Sveins- son varbar, þá segir Katrín að það hafi legiö í loftinu að hann ætti erfitt uppdráttar. „Hann hefur verið í erfiöum málum, þ.e.a.s. í sambandi vib SVR og sameiningu sveitarfélaga og í báðum tilvikum myndaðist neikvæð umræða um málin. Þrátt fyrir að þetta væm ekki allt hans hugmyndir þá gerði hann sig að andlitum þessara mála og ég held að það hafi verib misreiknaö af honum." Hvað varðar kosningu Markúsar Amar Antonssonar í fyrsta sætið, en hann fékk á bilinu 70-80% at- kvæða, segir Katrín að það verði aö teljast viðunandi kosning, en hann var einn í kjöri í það sæti. -PS Sjálfstœðismenn farnir aö flytja tillögur í borgarráði líkt og minni- hluti gerir gjarnan: Sjálfstæðismenn þegar komnir í minnihluta? Á borgarráösfundi í gær lögbu nokkrir fuUtrúar Sjálfstæðis- flokksins fram tillögur um að- gerðir í dagvistarmálum, skólamálum og öldrunarmál- um. Þab er mjög óvenjulegt ab Sjálfstæðisflokkurinn, sem fer með stjóm borgarinnar, flytji tillögur sem þessar í borgar- ráði. Minnihlutinn hefur hins veg- ar verið iðinn við slíkan tillögu- flutning. „Það kann ab vera að sjálfstæðismenn séu aö undir- búa sig undir það hlutverk að vera í minnihluta á næsta kjör- tímabili," sagði Sigrún Magnús- dóttir borgarfulltrúi. Tillögumar em um málefni aldraðra, en Sigrún sagði ab þær hefðu m.a. verið ræddar í bygg- ingamefnd aldraöra og tillögur í skólamálum og dagvistarmál- um, sem Sigrún sagði að flest allar sé að finna í frumvarpi til fjárhagsáætlunar fyrir þetta ár. Sigrún sagði ab tilgangurinn meb þessum tillöguflutningi væri annað hvort sá ab varpa ljósi á tillöguflytjendur eða hreinlega að sjálfstæbismenn væm famir að trúa því að þeirra hlutskipti sé að vera í minni- hluta á næsta kjörtímabili. -EÓ Stjómarráðið flóðlýst I gær vom liöin 90 ár frá því að fyrsti íslenski ráðherrann tók við embætti og ab því tilefni var kveikt á flóbljósum við stjómar- ráðib í Lækjargötu. Davíð Odds- son forsætísrábherra kveiktí á ljósunum en Markús Öm Antons- son borgarstjóri fluttí ávarp. Vig- dís Finnbogadóttír, forseti ís- lands, var viöstödd athöfnina. Þab er Rafmagnsveita Reykjavíkur sem stendur að flóðlýsingunni. Fyr- irtækið ætlar síðar á árinu aö flóð- lýsa Menntaskólann í Reykjavík, svo og styttuna af Jóni Sigurðssyni forseta á Austurvelli. í gær vom styttumar við stjómarráðið flóðlýst- ar, en þær em af Hannesi Hafstein, fyrsta íslenska ráðhenanum, og Kristjáni IX Danakonungi. -EÓ/GS Prófkjör sjálfstœðismanna í Reykjavík: Fjórir núverandi Lánaði i íoo m.kr. borgarfulltrúar Lánveitingar Iðnþróunar- sjóðs námu rúmlega 1100 milljónum króna á síðasta ári, sem er svipuö upphæð og árið áður, en lánastarf sjóðsins einkenndist af erf- iöu efnahagsástandi þjóðar- búsins og lítilli fjárfestingu fyrirtækja. Heildarlán Iðn- þróunarsjóðs í árslok '93 nema því um sjö milljöröum króna. Stærsta einstaka lánveitingin á árinu fór til íslenska jám- blendifélagsins, en sjóðurinn tók stóran þátt í fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtæk- isins. Stór hluti lánveitinga sjóðsins fór til fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrir- tækja, en hann hefur hins veg- ar dregið úr lánveitingum til nýrra framkvæmda. Iðnþróunarsjóöur tapaði tals- verðum fjárhæöum á árinu, enda um erfiðleikatíma aö ræða og þurfti sjóðurinn að af- skrifa um 120 milljónir króna. Nauðsynlegt þykir að leggja aöra eins upphæð á afskrifta- reikning til að mæta frekari hugsanlegmn töpum á síðasta ári. Iðnþróunarsjóður hefur allt til þessa verið eign Norður- landanna, en á næsta ári verö- ur hann í eigu íslendinga, þar sem endurgreiðslum stofn- framlaga til hinna landanna lýkur þá. Eigið fé sjóðsins sem er um 2,3 milljaröar króna, verður þá eign íslenska ríkis- út í kuldann ms. Ljóst er ab fjórir af tíu núver- andi borgarfulltrúum sjálfstæð- ismanna í Reykjavík sitja ekki í borgarstjóm næsta kjörtímabil, þar sem þeir fengu eldd náö fyr- ir augum samflokksmanna sinna í prófkjöri sem fram fór á sunnudag og mánudag. Þetta eru þau Páll Gíslason sem hafn- aði í 11. sæti, Anna K. Jónsdótt- ir, sem hafnaöi í 12. sæti, Júlíus Hafstein sem hafnaði í 13. sæti og Sveinn Andri Sveinsson sem náði ekki inn á lista 15 efstu manna. Markús Öm Antonsson borgar- -PS stjóri leiðir lista flokksins, en hann bauð sig einn fram í fyrsta sætið. Mikill slagur var um annaö sætib og stóð Ámi Sigfússon uppi sem sigurvegari. Vilhjálmur Vil- hjálmsson varð í þriðja sætí, Inga Jóna Þórðardóttir í fjórða, Hilmar Gublaugssson í fimmta, Gunnar Jóhann Birgisson í sjötta, Guðrún Zoega í sjöunda, Jóna Gróa Sig- urðardóttir í áttunda, Þorbergur Aöalsteinsson í níunda og Ólafur F. Magnússon í tíunda. Þorbergur Aðalsteinsson sótti mjög á þegar líöa tók á talningu seinni part dags í gær, en hafði lengstum ver- ið í tíunda sætí. Fallið er hátt hjá þeim Sveini Andra og Júlíusi og má fastlega gera ráb fyrir því ab hlutafélaga- væðing SVR hafi átt stóran þátt í falli Sveins. Þá er ekki ólíklegt að leikritamálið hafi verið óþægilegt fyrir Júlíus Hafstein, svo skömmu fyrir prófkjör. Nær öruggt má telja að Þorbergur Aðalsteinsson hatfi notið góös af því, en báðir sækja þeir stóran hluta atkvæða sinna til íþróttahreyfingarinnar. Um 8.900 flokksbundnir sjálf- stæðismenn í Reykjavík neyttu at- kvæðisréttar síns, en 14.500 höfðu rétt tíl ab kjósa. Kosning í tíu efstu sætin er bindandi. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.