Tíminn - 02.02.1994, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.02.1994, Blaðsíða 5
Miövikudagur 2. febrúar 1994 5 Kristjana Bergsdóttir: Ar fjölskyldunnar, atvinnuleysi og skattbyrði Nú er ár fjölskyldunnar gengiö í garö og ótal verkefni framundan, sem lúta aö því aö gera hag þessarar smæstu einingar samfélagsins sem bestan. En þetta ár er einnig ár atvinnuleysis og aukinna skattbyrða á fjölskyldumar í landinu. Landssamband fram- sóknarkvenna telur að ekki þýöi aö tala um bættan hag fjölskyld- unnar án þess aö koma meö leið- ir út úr atvinnuleysinu jafn- framt. Þaö er eitt meginverkefni stjómmálaflokkanna í landinu nú aö koma fram með heild- stæða hugmynd um þaö hvemig má bregðast við, svo hjól at- vinnulífsins fari að snúast á ný. Þaö er ekki hægt aö heimfæra það verkefni upp á ríkisstjóm- ina, því hún hefur fyrir löngu sýnt þaö og sannað að hún er ekki vandanum vaxin. i tíð þessarar ríkisstjómar hafa vaxtamálin þróast á þann hátt aö nýfjárfestingar í atvinnulíf- inu, sem eiga aö bera uppi at- vinnumöguleika í framtíöinni, em komnar niöur úr öllu valdi. Þaö er ekki hægt aö ætlast til þess að fólk trúi lengur á síend- urtekin loforð um lækkun vaxta- stigs. Þessi ríkisstjóm hækkaöi vexti meö handafli, en nú virðist það handafl ekki duga til að vinna að raunverulegri lækkun vaxta, eins og á þarf aö halcja. Gjaldþrotaleiðin Gjaldþrotaleiöin var vopniö sem ríkisstjómin beitti í at- vinnumálum. Til þess var beitt aðgerðum svo sem vaxtahækkunum og afnámi sjóöa, sem höfðu þann tilgang að styöja atvinnulífið. Á sama „Ogþað er ekki nóg að rýna eingöngu í atvinnu- leysistölur, því atvinnu- leysið er miklu meira en þœrsýna." VETTVANGUR tíma talaði forsætisráöherra mik- iö um Færeyjar og „færeyskt ástand" sem vofði yfir okkur, af ótrúlegum dónaskap gagnvart frændþjóö okkar. Þessar aögerö- ir, „gjaldþrotastefnan", urðu til þess aö bæjarsjóðimir (sveitarfé- lögin í landinu) standa nú marg- ir hverjir mjög illa aö vígi fjár- hagslega, þar eð bæjarfélögin bmgöu á það ráð aö styöja við bakið á atvinnulífinu meö ýms- um fjárhagslegum skuldbinding- um, í þeirri von aö áföllunum mundi linna, en svo varö ekki. Yfírgangur og fljótaskrift Mikill tími rikisstjómarinnar hefur farið í þaö aö knýja fram aðild íslands aö EES. Þegar það var búiö og gert með yfirgangi og fljótaskrift, hafa tekið viö stanslausar uppákomur, sem ger- ir fólk efins um það að ríkis- stjómin hafi vitað til hlítar hvað var eftirsóknarvert innan EES. í umræðum um landbúnað og iðnað tengdan þeirri atvinnu- grein nú, rikir glundroði á Al- þingi og ekki örlar á því aö ríkis- stjómin ætli sér aö verja þau at- vinnutækifæri sem viö eigum á því sviöi. í upphafi sinnar ríkisstjómar- tíöar talaði forsætisráðhena föð- urlega um þaö, að atvinnuleysiö færi óhjákvæmilega vaxandi um einhvem tíma, en myndi síðan minnka á ný. Það hefur því mið- ur enginn eins og er neina stjóm á atvinnuleysinu í dag. Við emm í vítahring, sem ríkisstjómin hefur engin bönd á og getur ekki snúið við með þeirri hugmynda- fræöi sem hún lagöi upp með. Stefna ríkisstjómarinnar hefur beðið skipbrot og það er lífs- spursmál fyrir þessa þjóð aö nú sé tekið harkalega í taumana. Fjárlagagatið út á land Ríkisstjómin leggur nú ofur- kapp á það að koma sem flestum verkefnum yfir á sveitarfélögin og kallar það „völdin heim í hér- að". En án nokkurra aðgerða til atvinnuuppbyggingar er verið að flytja fjárlagagatið út í hémð fyrir okkur til aö bítast um bit- ana. Ég trúi því ekki að sveitar- stjómarmenn haldi þab í alvöru ab heilsugæslan mimi hafa meira umleikis við verkefnatil- flutninginn. Eða er það gleymt, þegar sveitarfélögin vom að kikna undan rekstri heilsugæsl- unnar fyrir 4 ámm síðan og grát- báðu ríkið um að taka reksturinn yfir í verkaskiptasamningnum þá? Og trúa menn því ab 10. bekk- ur verði nú loksins öruggur í smáum og afskekktum byggðar- lögum eöa þá að þörfin á upp- bótum til kennara, s.s. í húsa- leigu o.þ.h., verði úr sögunni? Það er kostnaður sem bæjarfé- lögin greiöa nú þegar. Þar sem fólk greiddi atkvæði gegn sameiningu sveitarfélaga var auðvitað verið að lýsa vantrú á ríkisstjómina, vantrú á því aö hún væri þess umkomin með sína stefnu að færa valdið í hér- að þannig að bragð væri aö. Afleiðingarnar Á sama tíma og atvinnuleysis- tryggingarsjóbur tæmist hægt og hægt, þá kostar hvert tapað starf ríkissjóð á aðra milljón króna á ári í útgjöldum og töpuðum skatttekjum. Tölur segja þó ekki allt sem þarf til að átta sig á ástandinu og augljósum alvar- legum afleiðingum atvinnuleys- isins fyrir íslenskt þjóðfélag nú og í nánustu framtíð. Þaö tjón, sem felst í töpuðum atvinnu- tækifæmm í dag, er víxill upp á framtíðina með því að reikna inn kostnað við að endurskapa ný atvinnutækifæri. Kostnaður við það að láta fólk ganga verk- efnalaust er einnig mikill, því þar erum við að kasta á glæ mannafli, hugviti og verkkunn- áttu. Því okkar stcersta auðlind er og verður fólkið í landinu. Þá auð- lind verður að fullnýta. Og það er ekki nóg að rýna ein- göngu í atvinnuleysistölur, því atvinnuleysið er miklu meira en þær sýna. í fyrsta lagi eiga ekki allir rétt á bótum. Einnig má telja þá, sem vildu vinna meira, þ.e. fá yfir- vinnu. Svo og má nefna vannýt- ingu á framleibslugetu bænda og fleiri hópa mætti nefna I samfé- laginu, sem bótalaust taka á sig byrðar gjaldþrota- og atvinnu- leysisstefnunnar, því miður. Á bak við hvert það foreldri, sem missir atvinnuna, em börn sem líða fyrir. Og hér emm viö komin að kjarna málsins á ári fjölskyldunnar, það er velferö og öryggi einstaklinganna. Fjöl- skyldan er síðasta og oft eina skjólið, sem einstaklingar geta leitað til í ölduróti lífsins. En þessi smæsta eining samfélags- ins er kannski jafnframt sú við- kvæmasta og henni þarf að búa þau skilyröi að hún geti rækt hlutverk sitt á þann hátt sem við álítum samræmast okkar þjóðfé- lagi. Og þá getum við spurt hvort atvmnuleysisástandið, sem virðist vera að festast í sessi hér á landi, samræmist hug- myndum okkar um það þjóðfé- lag sem við viljum byggja, eba þá hvort viðvarandi atvinnuleysis- ástand samrýmist hugmyndum okkar um ísland framtíðarinnar. Landssamband framsóknar- kvenna álítur það mikilvægasta verkefnið á ári fjölskyldunnar að útrýma atvinnuleysinu. Það er forsenda þess að við getum á marktækan hátt tekist á við það verkefni á ári fjölskyldunnar að efla þessa grunneiningu samfé- lagsins. Hofundur er formabur Landssambands framsóknarkvenna. Anton Helgi Jónsson: „...litið eptir hvað þíngið áorkar..." Orðhagur lögfræðingur lét á dögimum hafa eftir sér ummæli þess efnis aö lagaftumvarpi hafi verið lætt í gegnum Alþingi án þess að nokkmm manni væri frá sagt. Nú hefði þessi uppljóstrun varla þótt merkileg ef ekki vildi svo til að lögfræðingurinn situr sjálfur á þingi og er að auki forsætisráð- herra um þessar mundir. Er hægt að læða frumvörpum í gegnum þingið? spurði fréttamaður Ríkis- útvarpsins og var hissa. En hafði lítið af viti upp úr viðmælanda sínum, meintum laumusegg, enda er kannski helst von til þess að leikstjórar grínþátta geti svaraö og þá í sjónvarpi með mynd- rænni uppfærslu á þeim ósköpum sem þingsköp eru samkvæmt þeim okkar sem þyngsta ber á- byrgðina og best ætti að þekkja tii. í sumar verður mikið um dýrð- ir í tilefni 50 ára lýðveldis. Um hvab skyldu hátíöarræðumar eiga ab fjalla? LaumuspU og skrípaleik á Alþingi? Hvaða hugmyndir ger- um við okkur eiginlega um lög- gjafarvaldið? Nokkrir eru þeir meðal okkar sem halda því fram að Alþingi sé lítið annað en sjálfvirk frum- varpamaskína sem þjóni annar- legum hagsmunahópum. Síöan em abrir sem meina að frá Alþingi komi einkum boð og bönn sem takmarki frelsi okkar; yfirvöld skelli fyrir þjóðina lögum til að VETTVANGUR koma fram vUja sínum, fremur en ab þau setji umgengnisreglur til almannaheiUa. Enn aðrir telja þingið óþarft fyrst Albert er kom- inn heim. Slíkar skoðanir meðal almenn- ings koma auövitab til vegna van- þekkingar á því sem vel er gert og við vanþekkingu er bara ein bót: það er upplýsing. En er hægt að krefjast þess ab fólk afli sér þekk- ingar? Það fer Uklega eftir því hvaða ábyrgð við ætlum fólki og flest gerum við líklega þá kröfu til fuUtrúa okkar á þingi að þeir setji sig inn í mál og lesi frumvörpin áður en þau verða að lögum. En um leib mættu fuUtrúamir krefj- ast þess af okkur að við læsum þab sem frá þeim kemur. Það gera þeir nú ekki alltaf og stóla fremur á að fjölmiðlamir einir sjái okkur fyrir upplýsing- imni. En fréttamenn vilja einkum sniðug tilsvör og blanda sfimdum málum á þann hátt að margir telja lýðræði einkum felast í því að þingmenn geti sent sessimaut- um sínum skeyti gegnum fjöl- mibla. En Alþingi og stjómsýslu- hafar eiga auðvitab ekld aö bíða eftir því að fjölmiðlar sýni áhuga og geri þjóðinni grein fyrir starf- inu, heldur ýta fram verkum sín- um nokkum veginn miUUiöa- laust. Gott fordæmi er nýleg út- gáfa forsætisráðuneytis á stjóm- sýslulögum. Nú mun einhver svara því til að almenning varði helst fram- kvæmd laga, en þau okkar sem hafi sérstaka intressu fyrir lestri geti flett upp í Stjómartíðindum eða labbað sig inn á afgreiðslu Al- þingis. (Sem minnir á það: Hvem- ig er abgengi að því andliti þings- ins útáviö? Ég segi bara eitt: Á björtum degi má hafa af því dá- góða skemmtun að leita uppi af- greiðslu Alþingis sem falin er í kofa nálægt Tjöminni.) Þegar lýðveldið var stofnað fyr- ir fimmtíu ámm hefur birting laga í Stjómartíðindum eflaust haft slagkraft, en nú em aörir tím- ar og í öllum þeim oröaflaumi sem keppir um athygli lands- manna fer sá texti leynt sem ein- ungis birtist þar. Og það er því miöur-nokkuð til í þeirri alhæf- ingu ab laumast sé með lög, hefð- bundin dreifing dugir ekki til ef auðvelda á almenningi aðgang að bókmenntum Alþingis og yfir- valda. Þab er löngu tímabært að út- vegab verði rúmgott húsnæði á jarðhæb við torg í mibbæ Reykja- víkur og komið upp bókhlöðu eða upplýsingamiöstöð Alþingis og hins opinbera. Hjá þeirri stofnxm ættu að vera til á einum staö í að- gengilegu formi öll lög Alþingis, sem og reglugerðir stjómvalda, skýrslur Seðlabankans og Hag- stofu íslands, ásamt öðrum frób- leik sem hiö opinbera lætur frá sér fara varðandi réttindi og skyldur einstaklinga eba ásig- komulag þjóðarinnar. Þá mættí einnig selja þar Hæstaréttardóma, bæbi í bókarformi og á tölvudisk- um, og ekki væri heldur nein dauðasynd að bjóða upp á þab sem metnaðarfullir forleggjarar hafa gefið út af lögfræðilegu efni fyrir almenning á undanfömum ámm. Afrit af skýrslum og ýms- um opinberum gögnum sem þingmönnum gagnast vib mála- tilbúning mættu líka liggja frammi á nettu borði úr fallegu beyki, almenningi til fróðleiks og höfundum tíl frægbar. Þaö verður ekkert vandamál að fylla hillur og borð á svona stað. í rauninni er merkilegt að hér- lendis skuli ekki hafa verib opnuð fyrir löngu bókaverslun eba safn fyrir almenning sem sérhæfi sig á þennan hátt. Það ætti að vera þingmönnum og stjómsýsluhöf- um nokkurt metnabarmál að kynna starf sitt milliliðalaust, en á nútímavísu og án þess gassa- gangs sem oft einkennir fjölmiðla og á lítið skylt viö upplýsinga- starfsemi. Minnumst þess að ís- lendingar eiga sérstöðu sína og sjálfstæði mikið til að þakka und- arlegri lestraráráttu, sem dró menn ekki bara að kappasögum, heldur líka að lögbókum og göml- um skjölum sem gott var að geta vitnað í meðan baráttan stóð við Dani á öldinni sem leið. Einhverja aura mun það kosta að koma á laggimar þessu fyrir- tæki, en ef viljinn er til staðar má aubveldlega finna fjármálaspek- ing sem getur látið dæmib ganga upp og ætti sá að hafa í huga Jóri Sigurðsson forseta, sem vildi vissulega að litið væri eftir reikn- ingum og kostnaði, en óskaði þess einnig „landsins vegna, að ekki væri síður litib eptir hvað þíngið áorkar, því þó dýrmætt sé féð og gott ab halda í þab fyrir þá sem eiga, þá mundi þó mega telja mörgum skynsömum manni trú um, ab þau gæði væri til, sem varðabi land og lýð, og sem vert væri ab láta út fyrir nokkur fisk- virði."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.