Tíminn - 02.02.1994, Qupperneq 9

Tíminn - 02.02.1994, Qupperneq 9
Miövikudagur 2. febrúar 1994 9 Berklatilfellum fjölgar um allan heim Búist er vib aö fórnarlömb berkla á síðasta áratug aldar- innar verbi um 30 milljónir Berklar e&a „Hvíti dau&i" eins og sjúkdómurinn var gjarnan kallabur hefur verib í sókn ví&ast hvar í heiminum á und- anförnum árum. Ýmsar ástæ&ur eru þess vald- andi að útbreiösla berkla hefur aukist. Heilbrigöisyfirvöld hafa víöa sofnaö á verðinum og ekki unnið forvamarstarf sem skyldi. Skortur á lyfjum og ömurlegur aðbúnaður flóttafólks, sem verður oft á tíöum aö hírast í miklu fjölmenni við bágbomar hreinlætisaðstæður, em nánast uppáskrift fyrir sjúkdóminn. Berklar em algengasta dánaror- sök alnæmissjúklinga í Afríku. Samkvæmt könnimum Al- þjóðaheilbrigðisstofnunarinn- ar, WHO, munu þrjár og hálf milljón manns látast árlega úr berklum fram til aldamóta. Sjúkdómurinn er skæðastur í Afríku, Asíu og Suður- Ameríku en Bandaríkin og ríki Evrópu hafa heldur ekki farið varhluta af þessari óhugnanlegu þróun. REUTER Sarajevó Árás á Mostar Útvarpið í Sarajevó greindi frá því í gær að sjö manns hefðu særst í árás Bosníu-Króata á borgina Mostar. Flestir íbúar borgarinnar em Múslimar. jerúsalem Samningaviðræður teygjast á langinn ísraelskir embættismenn em svartsýnir á að samningar náist fljótt við Frelsissamtök Palest- ínu, PLO, um brottför ísraels- hers frá herteknu svæðunum. Eftir bráðabirgðasamkomulag Arafats, leiðtoga Frelsissamtak- anna, og Peresar, utanríkisráð- herra ísraels, í Davos um síðustu helgi var tilkynnt að gengið yrði frá endanlegu samkomulagi um brottflutning ísraelshers frá Gazasvæðinu og Jeríkóborg inn- an viku. Nú'er talið að þaö taki jafnvel mánuð. Teheran Skotum hleypt af undir ræbu forsetans Hleypt var af skotum undir ræðu Akbars Hashemi Rafsanj- ani, forseta írans, sem hann hélt í gær í til- efni þess aö fimmtán ár em lið- Efekkert fœst ab gert munu 30 milljónir manna látast úr berklum á áratugnum sem er ab líba. 90 milljónir til vibbótar munu smitast af sjúkdómnum. Þessu spáirAlþjóbaheilbrígbismálastofnunin, WHO. Fyrirbyggjandi abgerðir - Sérfræðingar halda því fram að ef rétt væri aö málum staðið þá mætti komast hjá þessum harmleik. Hiroshi Nakajima, framkvæmdastjóri WHO, segir aö það eigi aö vera hægt að stövða útbreiðslu sjúkdómsins en það krefjist þess að þjóðir heims taki höndum saman og hjálpi til þar sem ástandið er verst. Það mundi kosta þróunarlönd- in sem nemur sjö milljörðum ís- lenskra króna að kaupa nauð- synleg lyf og búnaö til að berjast gegn því að berklar breiðist enn frekar út í þessum löndum. Sú in frá byltingu íslamstrúar- manna í landinu. Vitni sögðu að öryggisverðir hefðu fjarlægt nokkuð af fólki frá staðnum þar sem ræöuhöldin voru. Forset- inn virtist ekki kippa sér upp við atburðinn og lauk við ræðuna. jóhannesarborg Viöræöur í hnút Forystumenn Afríska þjóðar- ráðsins komu saman til fundar í gær til að meta stöðima í við- ræðum við flokka hægrisinn- aðra, bæöi hvítra og svartra. Viðræðumar sem snúast um breytingar á stjómarskrá Suður- Afríku vegna fyrstu lýðræöis- legu kosninganna í landinu virðast komnar í hnút. Frankfurt Verkföll þýskra ibnab- armanna halda áfram Skyndiverkföll þýskra iðnaðar- manna héldu áfram í gær. Verkalýðsfomstan sagðist leggja áherslu á að gripiö yrði til að- gerða í fyrirtækjum í sambands- landinu Nordrhein-Westfalen, helsta iðnaöarsvæði Þýskalands. Manila Olíuverðhækkunum mótmælt meb sprengjum Skæmliðar á Filippseyjum sprengdu dýnamít í skrifstofum þriggja olíufélaga í Manila í gær. Með því vildu þeir mótmæla nýlegum olíuverðhækkunum. Einn maöur særðist þegar gleri rigndi yfir hann. Peking Ferrari leggur snörur sínar fyrir Kínverja Bílaverksmiðjumar Ferrari opn- uðu í gær fyrsta sýningarsal fyr- irtækisins í Kína. Formælandi Ferrariverksmiðjanna sagðist fullviss um aö sjálfstæðir at- vinnurekendur í Kína væm jafn áhugasamir um afl, hraða og út- lit og kapítalistar annarsstaðar í heiminum. Alsírborg Bibur forsætisrábherra ab sitja áfram Liamine Zeroual, nýkjörinn forseti í Alsír, hefur farið fram á það við Redha Malek, forsætis- ráöherra landsins, aö hann gegni áfram störfum. Ikageng, Subur-Afríku Kosningabarátta hafin Nelson Mandela, leibtógi Afr- íska þjóbarrábsins, skoraöi í gær á fylgjendur sína ab rökræða frekar við pólitíska andstæðinga sína en að drepa þá. Kosninga- baráttan hófst í Suður-Afríku um helgina fyrir fyrsm lýðræb- islegu kosningamar í landinu. Mandela lofaði að setja barátt- una fyrir atvinnu á oddinn. upphæð er sjö sinnum hærri en það sem hjálparstofnanir iönað- arríkjanna geta látib af hendi rakna til baráttunnar við „hvíta dauða". Vestur-Evrópa Talið er að rúmlega 70 þúsund manns muni deyja af völdum berkla í Vestur-Evrópu á þessum áramg, flestir í austur- og suður- hluta álfunnar. ísland ásamt Norðurlöndunum þremur, Sví- þjóð, Danmörku og Noregi auk Hollands standa best ab vígi í baráttunni við berklana. Á íslandi hefur þróunin orðib sú að hlutur innflytjenda meðal berklasjúklinga hemr aukist. Það er í samræmi vib þaö sem hefur gerst á hinum Norður- löndunum. Svíar töldu sig hafa útrýmt berklum í lok níunda áratugar- ins en upp á síðkastiö hemr sjúkdómstilfellum aftur farib fjölgandi. Á tímabilinu 1988-92 greind- ust ab meðaltali 500 berklatil- felli á ári í Svíþjóð. í fyrra UTLOND greindust 672 ný tilfelli. For- mælandi smitsjúkdómastom- unar landsins segir að rekja megi þessa aukningu beint til innflytjenda, sérstaklega frá fyrrverandi lýðveldum Júgó- slavíu og ýmsum ríkjum Afríku. Aukib vibnám hjá bakteríum í skýrslu Alþjóðheilbrigðis- rnálastomunarinnar er varað við berklabakteríum sem em haröari af sér en þær sem hing- ab til hafa þekkst. Þessar bakter- íur hafa mikib viðnám gegn þeim lyfjum sem helst em not- uð til að lækna berkla og þær virðast líka þola vel aörar teg- undir sjúkdómsmeðferðar. Bakteríunar sem um ræðir hafa þróast í sjúklingum sem luku ekki við fúkkalyfjakúra sína. í Bandaríkjunm hafa komiö upp tilfelli þar sem hjúkmnar- fólk hefur smitast af berklabakt- eríum með aukið viðnám. Það hefur leitt til þess að erfitt er að fá fólk til að annast berklasjúk- linga. Nákvæmt eftirlit Berklabakteríur með aukiö lyfjaviðnám hafa fundist í mörgum löndum Evrópu. Út- breiðslan virðist hröðust í Eystrasaltslöndunum þar sem eftirlitið er ekki eins gott og á Norðurlöndum. Hér á íslandi greindist einn berklasjúklingur árið 1992 með bakteríu meb lyfjaviönám bæði fyrir rifampíni og ísóníasíði. Fimmtán aðrir greindust með berkla á þessum tíma. Sjúk- dómseinkenni allra gengu til baka, líka í tilfellinu þar sem um lyfjaviðnám var aö ræöa. Smitsjúkdómastofnunin í Sví- þjóð segir að nauðsynlegt sé ab auka eftirlit ef koma eigi í veg fyrir hraöari útbreiðslu berkla þar í landi. Þetta eigi sérstaklega við um innflytjendur frá þeim svæðum þar sem tíðni berklatil- fella er há. DN/ÁÞÁ Vilt þú fylgjast með því nýjasta sem er að gerast í hestamennskunni? Gerist % áskrifendur! IEIÐFAXI TÍMARIT HESTAMANNA Sími 91-685316

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.