Tíminn - 02.02.1994, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.02.1994, Blaðsíða 10
10 Árni Benediktsson: Vakna Kristján, vakna þú Opib bréf til Kristjáns Ragnarssonar Margar útgeröir hafa breytt skipum sínum í vinnsluskip, meðal annars vegna þess að sam- dráttur í afla hefur valdið því rekstur þeirra hefúr gefið betri raun en rekstur hráefnisöflun- arskipa. Þetta hefur valdið samdrætti í hráefnisöflun fyrir fiskvinnsluna í landi. Þá hefur orðið samdráttur í veiðunum, eins og alkunnugt er, vegna þess að fiskistofnamir við landið þola ekki nema tak- markaða veiði og það ber að vernda þá. Þetta hefur orðið til þess að nú er svo komið að víða er ekki hægt að standa við samninga um að fastráða starfsfólk í fiskvinnslu. Mér er tjáð að sums staðar sé svo komið að verkalýðsfélög við- urkenni þetta og geri takmark- aða kröfu um fastráðningu og sé starfsfólkið kallað til vinnu þegar vinnu er að hafa, en sitji heima ella, kauplaust. Annars staðar komist fiskvinnslan hjá því að fastráða með því að skipta nægilega ört um starfs- fólk, svo að enginn nái rétti til fastráðningar. Mér sýnist að við núverandi aðstæður sé ekki lengur gmndvöllur til fastráðningar starfsfólks í fiskvinnslu í allt að tuttugu sjávarplássum. Veröi tíundi hver þorskur í viðbót tekinn af þeirri útgerð, sem aflar hráefnis fyrir fisk- vinnsluna, fjölgar þeim sjávar- plássum til muna og veröur þá varla hægt að segja að fært sé að endumýja samninga um fastráðningu, þar sem meiri- hluti fiskvinnslufyrirtækja getur ekki staðið við slíka samninga. Þetta mál hlýtur að koma til álita í næstu kjara- samningum. Það þýðir ekki að semja um það, sem ekki er hægt að standa við. Ætla mætti að Verkamannasam- band íslands heföi nokkrar á- hyggjur af þessu, en þær á- hyggjur hafa lítt komið fram í dagsljósið enn sem komið er. Nú kann einhver að segja að fiskvinnslan fái jafn mikið hráefni hvort sem fiskurinn er veiddur á togara, stærri báta eða smábáta. Rétt er það. En á hitt er að líta að nú þegar hafa aflamöguleikar stærri skipa dregist svo saman að þau em að gefast upp og hætta rekstri, eins og dæmið frá Tálknafirði sýnir. Verði tíundi hver þorsk- ur af þeim tekinn til viöbótar, fer ekki hjá því að hrun verði í útgerð þessara skipa. í öðm lagi tryggir afli smábáta ekki fasta vinnu fiskvinnslufólks. Þegar vel viðrar og vel veiðist á stærri skip, en það fer oft sam- an, þá er hver trilla á sjó og afli þeirra bætist við afla annarra skipa sem oft er nægur fyrir. Þegar tíð er misjöfn og afli stærri skipa er minni og oft í lágmarki em smábátamir sjaldnast á sjó og bera því ekki fisk að landi. í því fmmvarpi, sem hér er verið að fjalla um, er tekið tillit til þessa og gert ráö fyrir að smábátamir komi með 65% aflans aö landi á 12 vikum yfir sumarið, á þeim tíma þegar mest er um annan fisk og oft lítil eöa engin þörf fyrir meiri afla. Meirihluta þessara 12 vikna er fasta þjálfaða starfsfólkið aö taka sér sumarfrí og í stáðinn kemur fólk, sem ekki hefur sömu starfsþjálfun og nær ekki sama árangri, hvorki í vöm- gæðum né nýtingu. Þetta er að sjálfsögðu ágætis fólk, en það þýðir ekki að ganga fram-hjá þeirri staðreynd að það þarf þjálfun til þess að ná fyllsta ár- angri. En af þessum sökum er nýting hráefnis aö jafnaði lak- ari yfir sumartímann en á öðr- um árstímum. Fyrirtæki veröa að laga sig að aðstæðum. Hvert fiskvinnslufyrirtæki lag- ar sig að meðalaðstæðum. Það þýðir að jafnvel þó aö fyrir- tæki gæti að öllum jafnaði tek- ið viö meira hráefni en það fær, verður það að laga sig að meðalaðstæðunum og leysa svo þau vandamál sem af því skapast að hráefni verður ým- ist meira eða minna en meðal- talið. Þegar of mikið hráefni berst aö landi verður oft að grípa til þess að vinna fiskinn í ódýrari pakkningar. Ég hef of oft orðið vitni að því að þetta hefur leitt til þess aö framleiðsluverömæti hefur sáralítið aukist við aukningu hráefnis. Ég hef of oft orðið vitni að því að sá afli smábáta, sem bætist viö venjulega hrá- efnisöflun fyrirtækis yfir sum- arið, skilar litlu eða engu í tekjur, en vemlegri kostnaðar- aukningu. Auðvitað á þetta ekki við um ailan smábátafisk, síöur en svo. En það breytir ekki því að gjaldeyristekjur þjóðarbúsins yrðu allnokkru hærri, ef afli smábátanna dreifðist jafnar á árið og væri veiddur á önnur skip. Upplýsingar til Tví- höfbanefndar Fyrir rúmu ári sendi sá, sem þetta ritar, upplýsingar til Tví- höfðanefndar. Gerð var úttekt á þeim breytingum sem höfðu orðið í sjávarplássi á einum áratug með tilkomu smábáta, sem þar höfðu ekki verið gerö- ir út áður. Þar kom meðal ann- ars fram að umtalsverður hluti aflans hafði á þessum áratug, 1982-1991, farið af togaranum og yfir á smábáta. Sýnt var fram á, og dregið saman í eftir- farandi útreikninga, að rekst- urinn árið 1991 hefði verið all- ur annar og betri ef smábát- amir hefðu ekki veriö búnir að taka hluta afla togarans, eða jafngildi hans: Laun sjómanna á skuttogar- anum hefðu hækkað um ca. 10%. Afkoma skuttogarans hefði verið betri sem nam ca. 3%. Framleiösluverðmæti frysti- hússins hefði verið meira, ca. 8%. Afkoma frystihússins hefði verið betri og hefði það numið ca. 3% Tekjur fiskvinnslufólks hefðu aukist umca. 4% Auðvitað tók Tvíhöfða- nefnd ekkert tillit til þessara upplýsinga, enda var það tæp- ast verkefni hennar. Hún var að leita pólitískrar lausnar og pólitísk lausn kemur skynsem- inni víst ekkert við. Laun og hæfileikar Ég hygg að ekki fari milli mála að laun alþingismanna séu lág miðað við þá vinnu, sem margir þeirra leggja fram, og miðað við þá ábyrgð sem á þeim á að hvíla. Einstakir al- þingismenn benda stundum á að þetta hijóti að leiða til þess að hæfileikamenn sneiði hjá þingsetu og þar með verði þingið setið meðalmennum. VETTVANCUR SEINNI HLUTI Ég efast um að það sé að öllu leyti rétt. Margir þeirra, sem á þingi sitja, eru þar vegna þess að þeir hafa áhuga á þjóðmál- um, hafa von um að geta áork- að einhverju sem megi verða þjóöfélaginu til hagsbóta. Þeir myndu sækjast eftir þing- mennsku, hvort sem launin væru hærri eða lægri. Sumir em vafalaust á þingi af því að það getur fært þeim völd, en völd em mörgum mikilvæg, án tillits til peningalegra launa. En ef það á að ein- hverju leyti við rök að styðjast að launin haldi hæfileika- mönnum frá Alþingi, verður ekki framhjá því gengið að launin hafa lengi verið lág og þetta er því löngu komið fram. Stundum setur visssulega að manni þann gmn að á Al- þingi sitji allmargir menn sem mættu hafa meiri hæfileika. Af umræðum á þingi og blaða- skrifum þessara manna virðist augljóst að þá skortir hæfileika til þess að tengja hlutina rétt saman og þá skortir þá yfirsýn sem þarf til þess að fá heildar- mynd af málefnum. Fyrir þess- um mönnum em trillur nógu smáar til þess að þeir nái sam- bandi við að litlar aflaheimild- ir þeim til handa séu hið versta mál. En hugsun þeirra nær ekki upp í hvernig veiðar smábáta tengjast öðmm veið- um, hvemig veiðar smábáta tengjast öörum þáttum sjávar- útvegsmála, vinnslu afla og markaðssetningu, og atvinnu fiskvinnslufólks, skipulagi greinarinnar í heild. Þar aö auki þurfa þeir að hugsa um pólitískar lausnir og þá fer allt að hringsnúast. Útgerð smábáta á fullan rétt á sér að vissu marki. Hún var lengi í eðlilegu jafnvægi, allt þangað til um sig greip æði til þess að misnota þau frávik, sem Alþingi þóknaðist að hafa í lögunum um stjóm fisk- veiöa, í skammsýni og skorti á yfirsýn og í leit að pólitískum lausnum. Þau mistök, sem Al- þingi gerði og valda því að nú á að hirða endanlega tíunda hvem þorsk af öðmm útgerð- um, verður að leiðrétta á ann- an hátt. Það er einfaldlega ekki heiðarlegt aö bæta þessi mis- tök á kostnað annarra útgerða, sem margar hverjar fá ekki undir því risið. Þessi mistök verður þjóðfélagið í heild að bæta, t.d. með því að kaupa út þá smábáta, sem komu inn í veiðamar á síðustu missemn- um. Það er að vísu spuming hve mörgum þarf að bæta. Flestir vissu, og allir áttu að vita, að ekki var rúm fyrir þessa báta og að með tilkomu þeirra var verið að vinna gegn því markmiði laga um fisk- veiðistjóm að hafa hemil á veibunum og reyna fremur að byggja upp fiskstofnana en að stuðla að ofveiði. Það er því síst af öllu ástæða til þess ab þeir menn, sem að því stóðu, fái einhverja sérstaka umbun í krafti þess að til séu nægilega margir alþingismenn sem ekki sjá lengra nefi sínu. Vakna, Kristján Vakna, Kristján, vakna þú. Þú kynnir að spyrja: Hvers- vegna ég frekar en einhver annar? Það em fjórar ástæður fyrir því að þú ættir öðmm fremur að taka til hendinni, þó að vissulega væri þarft að fleiri mmskuðu. Þessar fjórar ástæður em: í fyrsta lagi ab þú hefur, eins og fram hefur komið hér að framan, alla burði til þess að taka að þér forystu og þú hefur þá reisn sem til þarf og hæfileika til þess að safna mönnum til fylgdar. Þú ert því öðmm líklegri til þess að ná árangri. í öbm lagi er að þó ab hér sé ef til vill aöallega verið að fjalla um hagsmuni fiskvinnsl- unnar, fiskvinnslufólks, sjáv- arútvegsins í heild og alls þjóbfélagsins, snertir þetta að sjálfsögðu hagsmuni útvegs- manna af fullum þunga. Þér hefur verið trúað til að gæta hagsmuna þeirra og þú hefur tekið það að þér. Það hlutverk ber þér að rækja af fyllstu trú- mennsku. Það getur ekki ann- ab komib til greina en að þú leggir allt í sölumar til þess að forða því að tíundi hver þorsk- ur sé hirtur af þeim útgerðum, sem þú ert í forsvari fyrir og hafa trúað þér fyrir hagsmun- um sínum. Að því sé forðað að fjöldi útgerða fari á hausinn, útgerða sem gætu lifað ef þær fengju aftur í sinn hlut tíunda hvem þorsk. í þriðja lagi hefur þér verið trúað fyrir formennsku í bankaráði íslandsbanka. Því fylgir sannarlega ábyrgð. Aflasamdráttur og fleira hefur valdið því að bankinn hefur tapað fé, arður af hlutafé er minni en hluthafar geta sætt sig við. Ljóst er að ennþá em erfiöleikar framundan. Ennþá munu fyrirtæki í sjávarútvegi og öðmm atvinnugreimmi verða gjaldþrota. Þab er þó að- eins smáræði miöið við það sem verður ef tíundi hver þorskur verður varanlega tek- inn af mörgum þeim sem skulda bankanum. Fari svo verða þab hundmðir milljóna króna, ef ekki þúsundir millj- óna, sem bankinn verður að afskrifa. Það yrðu því litlar arð- greiðslu á næstu ámm. Það gæti jafnvel riðið bankanum að fullu. Þér ber skylda til að gera allt sem þú getur til þess að koma í veg fyrir þetta. í fjóröa lagi ert þú í stjóm Fiskveiðasjóðs íslands. Sú staða gæti komið upp að hlut- ur sjóðsins í íslandsbanka yrði lítils viröi. Verði tíundi hver þorskur tekinn áf skuldumm sjóðsins, er ljóst að gjaldþrot- um mun fjölga og sjóöurinn tapar fé. Ekki er þó hætta á gjaldþroti sjóðsins, en vextir munu hækka. Vextir Fisk- veiðasjóðs em nú tæplega 8%. Baráttan stendur um hvort hægt verður að ná vöxtunum niður í 6-7% eða hvort þeir fara í 9-10%. Það fer allt eftir því hve miklu fé sjóburinn tapar. Verði tíundi hver þorsk- ur tekinn varanlega af þeirri útgerð, sem mest skuldar í Fiskveiðasjóöi, er ljóst að vext- irnir munu hækka. Það em ekki litiir hagsmunir fyrir um- bjóðendur þína hvort vextim- ir verða 6-7% eða 9-10% og getur ráðiö úrslitum um hvort útgerðir lifa af. Þú hefur tekið að þér að gæta þessara hags- muna og mátt ekki bregðast. Af þessu má sjá að þér ber ríkari skylda en flestum öðrum til þess að taka þessi mál föst- um tökum. Þegar þú ert reiðu- búinn verða nógu margir til að fylgja þér. Um það þarftu engu að kvíða. Það má ekki koma til greina aö taka einn einasta þorsk sem samkvæmt núgild- andi lögum fellur til báta yfir sex lestir og stærri skipa og flytja með valdboði yfir á smæstu bátana. Hér með er enn og aftur skorað á þig að gera allt sem í mannlega vaidi stendur til þess að koma í veg fyrir það. Höfundur er formabur Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.