Tíminn - 02.02.1994, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.02.1994, Blaðsíða 7
Útborgun í peningum hœkkaö í 2,9 milljónir af 6,6 milljóna meöalíbúöinni í Reykjavík: Utborgunarhlutfallið hækkab í 43% kaupverðs Útborgunarhlutfall fjölbýlis- íbúba í Reykjavík hækkaöi verulega milli 2. og 3. árs- fjórbungs á síbasta ári, eba úr 38% upp í rúmlega 43% verösins sem kaupendur þurftu aö meöaltali aö borga í peningum. Þetta er hæsta útborgunarhlutfall sem sést hefur í s.l. tvö ár. Á sama tíma hafa húsbréfa- lánin fariö lækkandi. Hús- bréfalánin (frumbréf) urðu hæst um 27% að meöaltali af söluveröi fjölbýlishúsaíbúða á síöasta fjórðungi ársins 1990. Tæpum þrem ámm síðar eru aðeins tæplega 19% af meðal- verði íbúða í fjölbýli greidd með húsbréfalánum. Hins vegar em þá jafnaðarlega 25% kaupverðsins greidd með yfir- töku eldri lána frá Byggingar- sjóði ríkisins — sem þannig (löngu eftir „jarðarförina") lánar nú orðið íbúðarkaup- endum miklu meira en Hús- bréfadeildin. íbúðaverð í fjöl- býlishúsum í Reykjavík breytt- ist mjög lítið milli 2. og 3. árs- fjórðungs 1993 og bráðabirgðatölur fyrir 4. árs- fjórðung gefa sömu niður- stöðu. Kaupsamningum, sem berast til Fasteignamatsins, hefur samt fækkað vemlega frá '92 til '93, eða um 10% í fjölbýli og samningum um einbýlishús um 30%. Raun- verð einbýlishúsa hefur sömu- leiðis lækkaö um 4% til 6% milli þessara ára. Meðalíbúðin (í fjölbýli), sem keypt var í Reykjavík á 3. fjórðungi síðasta árs, var 86,7 fermetrar að stærð og seld á rúmlega 6,6 milljónir að nafn- verði — eða rétt um 79.000 kr. á fermetra. Greiðslur skipmst þannig í útborgun í pening- um, yfirtekin lán og aðrar greiðslur: Skipting kaupv. meöalíbúöar Útborgun 2.870 þús. 43,3% Bygg.sj.rík. 1.655 þús. 25,0% Líf.sj. (yfirt.) 177 þús. 2,7% Bankar (yfirt.) 8 þús. 0,1% Húsbréfalán 1.250 þús. 18,8% Húsbr.-veröbréf 605 þús. 9,1% Handh.skuldabr. 65 þús. 1,0% Meðalv. samt.: 6.630 þús. 100,0% Athyglisvert er að skoða þessa skiptingu í samanburði við „gamla kerfiö". í „gamla kerf- inu" komu lán Byggingarsjóðs inn í dæmið sem hluti af út- borguninni. Þá fengu líka selj- endur útborgunina greidda í peningum, en ekki að tölu- verðum hluta í bréfum eins og nú tíðkast. Til að gera samanburö við eldra kerfi má því reikna bæði húsbréfalánið og verðbréfin sem hluta útborgunar, sem þar með verður 4.725 þús.kr. — eða rúmlega 71% kaupverðs- ins. Þannig að útborgunar- hlutfallið nú er í rauninni nokkum veginn það sama og algengt var í „gamla kerfinu". Breytingin er sú ein, að opin- bera lánafyrirgreiöslan reikn- ast ekki lengur sem hluti út- borgunar. -HEI Vont aö standa ekki í skilum, en engin ástœöa til aö leggja fyrirtœkiö niöur. Silfurstjarnan í Öxarfiröi: Annar ekki eftirspurn í sölu á laxi og bleikju „Þaö gengur vel aö selja. Viö höfum náö því aö vera meö góöan fisk, bæöi í bleikju og laxi, og önnum ekki eftir- spum," segir Bjöm Benedikts- son hjá fiskeldisfyrirtækinu Silfurstjömunni hf. í Öxarfiröi. „Viö höfum upp í rekstrarkostn- aö og afskriftir og eitthvaö betur. Þaö þýöir þaö aö viö getum ekki staðið viö skuldbindingar gagn- vart framkvæmdalánum Byggða- stofnunar. Ekki nema þá á mim lengri tíma en gert var ráö fyrir," segir Bjöm. Hann segir að höfuö- stóll þessara lána, sem veitt voru vegna uppbyggingar stöðvarinn- ar, séu um 350 milljónir króna. En eins og kunnugt er, þá var gagnrýnd sú fyrirgreiösla sem fyrirtækið fékk hjá Byggðastofn- un á sínum tíma og þá einkum þáttur Stefáns Valgeirssonar, þá- verandi alþingismanns, í því máli. „Það er alltaf vont aö standa ekki viö skuldbindingar. En þær vom náttúrlega ekki líklegar til aö halda. Aftur á móti er það grundvallaratriði að ná afskrift- um og rekstrarkostnaöi og því engin skynsemi að leggja þetta fyrirtæki niður." Á síöastliönu ári nam fram- leiðsla Silfurstjömunnar um 600 tonnum af laxi og bleikju. Gjald- eyrisverðmæti framleiöslunnar nam um 150-200 milljónum króna og í stöðinni em um 25 ársverk. Þá greiöir fyrirtækiö um 700 þúsund krónur í skatt í mán- uði hverjum. Þar fyrir utan em ótalin þau margfeldisáhrif, sem starfsemi stöövarinnar hefur fyr- ir byggöarlagiö. „Úr því sem komið er og búið aö byggja þetta, þá veröur þjóðin aö sætta sig viö að fá þetta sem hún fær. Ef hún fengi það ekki, þá þyrfti aö greiöa þessum 25 mönnum atvinmileysisbætur, sem yröi líka erfitt," segir Björn Benediktsson. Góöir markaðir em fyrir bleikju erlendis og hafa innlendir fram- leiöendur ekki getað annað eftir- spum. Bjöm segir aö hvaö þá varöar sé staðan svipuö í laxin- um. „Viö gætum selt miklu meira." Hann segir að þeir selji erlend- um aðiliun laxinn á mun betra verði en almennt gangverö sé ytra og á mun hæna veröi en fæst fyrir norskan lax. „Þab segja auðvitað allir aö við séum aö monta okkur af þessu. En þaö er meö þetta eins og þing- eyska montiö. Þaö er ekki hægt að skýra hversvegna það er." Helsti bleikjumarkaður fyrir- tækisins er í Bandaríkjunum, þótt einnig sé ágætur markaöur fyrir bleikju í Evrópu. Meöal annars hefur fyrirtækið flutt út, með aðstoö SH, smá bleikjuflök á markað í Sviss fyrir ágætis verö. „Okkar dýrmætasti markaöur er í Bandaríkjunum. Eiginleikar markaöarins em þeir aö hann tekur ekki aöeins viö bleikju, sem er 900 grömm eöa stærri, á þeim verðum sem við viljum fá," segir Bjöm Benediktsson hjá Silfur- stjömunni. -grh Prófkjör Sjálfstœbisflokksins vítt og breitt um landiö: Gunnar efstur á Akranesi Gunnar Sigurösson, fram- kvæmdastjóri og formaður Knattspymufélags ÍA, hafn- abi í efsta sæti lista Sjálfstæð- isflokksins á Akranesi um helgina. Gunnar fékk yfir- gnæfandi meirihluta at- kvæba í fyrsta sæti, eöa 449. Pétur Ottesen verslunarmab- ur hafnaði í ööru sæti með 209 atkvæöi í tvö efstu sæt- in, þar af 22 í efsta sætib. Elinbjörg Magnúsdóttir fisk- verkakona varö í þriðja sæti með 273 atkvæöi í þrjú efstu sætin, þar af 36 atkvæbi í efsta sætið. Sigríður Guðmunds- dóttir lenti í fjórða sæti og Þórður Þórðarson í fimmta sæti. Flokkurinn fékk tvo full- trúa kjöma í bæjarstjóm Akra- ness í síðustu kosningum. í prófkjöri Sjálfstæbisflokks- ins á ísafiröi var Þorsteinn Jó- hannesson yfirlæknir tví- mælalaust sigurvegari, en hann fékk yfirgnæfandi fjölda atkvæða í fyrsta sætið. í öðm sæti hafnaöi Halldór Jónsson útgerðartæknir, Kolbrún Hall- dórsdóttir í þriðja sæti, Pétur H.R. Sigurðsson í fjórða sæti og Ragnheiður Hákonardóttir í því fimmta. í síðustu bæjar- stjómarkosningrun klofnaði flokkurinn og vom boðnir fram tveir listar: D-listi, sem fékk þrjá menn kjöma, og I- listi, sem fékk tvo menn. í prófkjöri Sjálfstæðisflokks- ins í Njarðvík hélt efsti maður á lista flokksins í síðustu kosn- ingiun, Ingólfur Báröarsoh, sæti sínu, en nýr maður kemur í annað sætib, Jónína A. Sanders hjúkmnarfræðingur, sem verður að teljast sigurveg- ari þessara kosninga. Hún fékk langflest atkvæði allra í kjör- inu, en í þriðja sæti lenti Krist- bjöm Albertsson, sem áður skipaði annað sætib. Sjálfstæð- isflokkurinn fékk þrjá menn kjöma í bæjarstjóm í síðustu kosningum. -PS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.