Tíminn - 02.02.1994, Qupperneq 6

Tíminn - 02.02.1994, Qupperneq 6
6 fftKtmt Miövikudagur 2. febrúar 1994 UR HERAÐSFRETTABLÖÐUM Keflvískt hugvit til útflutnings Trésmiðjan Víkurás hf. hefur hafib framleiðslu á svoköllubu SCANDIC-parketi. Parketið er framleitt á vegum fyrirtækisins ISIMEX hf. í Reykjavík í sam- vinnu við dótturfyrirtæki þýska stórfyrirtækisins Glunz. Mun trésmiðjan Víkurás sjá um alla framleiðsluhliöina á parketinu og Húsasmibjan mun hafa einkaleyfi á sölunni á íslandi. Að sögn Karls Ólafssonar, eins af eigendum Víkuráss, hefur þetta parket verið þróab hjá þeim, en mesta þróunar- vinnan var unnin á meban Tré-X var og hét. Karl sagði að samið hefði ver- ið um framleiðslu á 60.000 fer- metrum af spónaparketi á þessu ári, en þaö væri nægjan- legt magn til að halda úti fullri vinnu við parketiö eingöngu. Áætlað er ab selja umtalsvert magn erlendis og er söluaöil- inn erlendis útibú þýska fyrir- tækisins Glunz AG í Dan- mörku. Glunz er stærsti fram- leiöandi í Evrópu á plötum úr trefjaviði fyrir byggingariðnað. Glunz á dótturfyrirtæki í Dan- mörku, Austurríki og Hollandi. FEYKÍR 1 SAUÐARKROKI Tjaldbúar í Víbidal „Það er mikið ævintýri ab feröast á þann máta að vita aldrei hvað næsti dagur ber í skauti sínu. Þess vegna ákváb- um við að fara til íslands, þessa fagra og ósnortna lands og feröast hér imi fótgangandi og gista í tjaldi um miðjan vet- ur." Þetta sögbu Skotinn Mark Farquharson og Bretinn Mart- in Hausden, sem undanfarna daga hafa storkað náttúruöfl- unum á íslandi sér til skemmt- unar og legið í tjaldi hverja nótt, ab þremur nóttum und- ansfcildum er þeir skriöu í svefnþoka í skjól við vegg. „Hugmynd okkar var að ganga landið þvert frá vestri til austurs, en snjórinn er erfiður og eftir að hafa brotist um í érfiðri færð í Víðidal í nokkra daga, höfum vib ákveðið að fara suður í Norðurárdal og ganga á Snjófjöll og jafnvel Tröliakirkju. Meira höfum við ekki skipulagt ennþá, en við látum Björgvin Richardsson hjá Landsbjörg vita öbru hverju um ferbir okkar. Þá höf- um við meðferöis neybarsendi, ef eitthvað alveg óvænt og óviöráðanlegt hendir," sögðu félagamir. „Ef vib komumst í harbfenni, gengur ferbin vel og við leggj- um góban spöl ab baki, en þegar snjórinn er jafn laus og gljúpur og undanfarið gengur hægt, því á baki berum við um 20 kíló hvor og drögum sleöa með um 40 kílóum. Og þótt viö séum á snjóþrúgum, vöð- um við í miðjan legg og sleð- arnir sökkva djúpt. Á þannig dögum miðar lítið, en það skiptir ekki öU máU. Aðalatriö- ib er ab vera úti í þessari villtu náttúru og takast á við hið óvænta," sögðu ævintýra- mennimir tveir. Bmnavamir Austur-Húna- vatnssýslu: Mikil endurnýjun í tækjakosti Mikil endurnýjun hefur átt sér stað á tækjum hjá slökkvi- liðinu á Blönduósi undanfarið. T.d. hafa verið keyptir tveir slökkvibUar. Á síðasta ári var keyptur nýr slökkvi- og tækjabUl frá Múla- tindi á Ólafsfirði af gerðinni s Magnús Ólafsson, stjómarfor- mabur SAH, afbendir Braga Árna- syni slökkvilibsstjóra gjafabréf fyr- ir mjólkurtankinum, sem mun framvegis gegna hlutverki vatns- tanks á öbrum slökkvibílnum. Ford Super Duty. Nýlega var síöan keyptur vatnsflutninga- bíll af MAN-gerb. Mun hann leysa gamlan Bedford af hólmi. Að sögn Braga Árnasonar slökkvilibsstjóra hafa bílar stöðvarinnar nú um 9.000 lítra flumingsgetu og er dæligetan um 6.000 lítrar á mínútu. Tækjakaup þessi hafa kostað um 10 milljónir króna, sem þykir vel sloppið. SuKWfeuðkft FRÉTTABLAÐIÐ SELFOSSI Alpan hf. selur pönnur fyrir 350 milljónir á ári Hjá Alpan hf. á Eyrarbakka starfa 45 manns viö fram- leiðslu á steikarpönnum af ýmsum gerðum. Fyrirtækib, sem er í eigu 70 aðila, fyrir- tækja og einstaklinga, var stofnað árið 1984, en hóf framleiðslustarfsemi á Eyrar- bakka í ársbyrjun 1986. Áöur hafði fyrirtækið framleitt sömu vöru í Danmörku í verk- smiðju sem það keypti þar. Eftir að starfsemin hófst hér heima, var sérhæföri fram- leiðslu haldið áfram úti þar til snemma á síðasta ári að danska verksmiðjan var lögð af og fer nú öll framleiðsla fram á Eyrarbakka. Að sögn Þórs Hagalín, skrif- stofustjóra fyrirtækisins, selur Alpan hf. vörur fyrir um 350 milljónir á ári. Þar af fara um 97% af framleiðslunni til út- flutnings og á þeim markaöi er samkeppnin mjög hörö. „Við höfum stundum orðað það þannig að hungrið í heimin- um stafi örugglega ekki af pönnuleysi," segir Þór. Hann telur að öðru leyti samkeppn- isstöðu fyrirtækisins vera góða og rekstrarumhverfið á flestan hátt eðlilegt hér á landi, ef undan er skilin snöggtum hærri vaxtabyröi hér en keppi- nautar erlendis búa við. Raforkuþörf verksmiðjunnar er á við þokkalega stórt frysti- hús, að sögn Þórs, en hráefnið til framleiöslunnar er allt inn- flutt. Þór segir að ál sé ekki sama og ál, ekki frekar en fisk- ur sé ekki allur eins. „ÍSAL er ekki sérhæft til ab framleiða þær tegundir af áli sem okkur henta, þannig ab við kaupum mest af okkar hráefni ýmist frá Svíþjóð eba Bretlandi." Þór Hagalín skrifstofustjóri ásamt Moniku Amarson, starfsmanni Alpan hf. Veöurstofan: Ný vibvörunar- og upplýsingaþjónusta Frá og meb 1. febrúar 1994 verbur í samvinnu Veburstofu íslands og strandarstöðva Pósts og síma hafin ný við- vörunar- og uppíýsingaþjón- usta við skip og báta. Hér er um aö ræða stormvibvaranir fyrir mib og djúp, sem sendar verða bæði á íslensku og ensku á aðalvinnutíðnum strandarstöðvanna á MF og öllum vinnutíðnum VHF, eft- ir tilkynningu á 2182 KHz og Rás 16/VHF. Þessar sendingar verða á föst- um útsendingartímum (kl. 02, 05, 08, 11, 14, 17, 20 og 23), en einnig á öðrum tímum þegar þess gerist sérstök þörf. Er þetta liður í aukinni áherslu á vökt- unar- og viðvörunarþjónustu Veðurstofunnar. Þá verbur veð- urspá og veðurlýsing frá ein- stökum athugunarstöövum ávallt til á strandarstöðvunum til upplýsinga vegna tilfallandi fyrirspuma frá skipum. Hver strandarstöb sendir ein- göngu út aðvöran fyrir það spá- svæði sem henni hefur verið úthlutað skv. eftirfarandi: TFA (Reykjavík): SUÐVESTUR- MIÐ (SW Banks), FAXAFLÓA- MIÐ (W Banks, southem part), BREIÐAFJARÐARMIÐ (W Banks, northem part), VESTUR- DJÚP (Western-Deepsea- Banks). TFZ (ísafjöröur): VESTFJARÐA- MIÐ (NW Banks), GRÆN- LANDSSUND (Denmark Strait). TFX (Siglufjörður); NORÐ- VESTURMIÐ (N Banks, westem part), NORÐAUSTURMIÐ (N Banks, eastem part), NORÐUR- DJÚP (Northern-Deepsea- Banks). TFM (Nes): AUSTURMIÐ (E Banks, northern part), AUST- FJARÐAMIÐ (E Banks, southem part), FÆREYJADJÚP (Faroe Deepsea-Banks). TFT (Hornafjörður): SUÐ- AUSTURMIÐ (SE Banks), SUÐ- AUSTURDJÚP (Southeastern Deepsea Banks). TFV (Vestmannaeyjar): SUÐ- VESTURMIÐ (SW Banks), SUÐ- URDJÚP (Southern-Deepsea- Banks), SUÐVESTURDJÚP (Southwestem-Deepsea-Banks). Frá fyrsta fundi í Bókmenntaklúbbi Hana-nú eftir áramót. Anna Tryggva- dóttir les úr verkum borgfirskra skálda. Hana-nú 10 ára Á síöastliönu ári átti Frí- stundahópurinn Hananú í Kópavogi 10 ára afmæli. Haldin var m.a. vegleg af- mælishátíð í Gjábakka í des- embermánuði s.l. þar sem fé- lagar í Bókmenntaklúbbi sáu um samfellda söng- og ljóba- dagskrá undir stjórn Soffíu Jakobsdóttur leikkonu. Þar vora veitt verðlaun í sam- keppni um barmmerki fyrir Hana- nú. Viðurkenningu fyrir bestu hugmyndirnar hlutu Anna Tryggvadóttir, Gyða Þór- arinsdóttir, Þórdís A. Þorvarðar- dóttir og starfsfólk Félagsheim- ilisins Gjábakka. Barmmerkin eru nú til sölu í Gjábakka. Hjónin Ingibjörg Sveinsdóttir trommuleijiari og Arngrímur Marteinsson harmónikkuleikari voru sérstaklega heiðruð af Hana-nú-fólki fyrir tónlist sína á Kleinukvöldum í gegnum ár- in. Á íþróttahátíð í Kópavogi heiðraði íþróttaráö Kópavogs Gönguklúbb Hana- nú fyrir glæsilegt tillag hans til almenn- ingsíþrótta í Kópavogi, en á þeim 10 árum sem Göngu- klúbbur Hana-nú hefur starfab hefur ekki fallib niöur einn ein- asti laugardagur í göngu. Að jafnabi ganga hvern laugar- dagsmorgun um 50 manns. Nýja árib hófst á því ab Göngu-Hrólfar í Reykjavík komu í heimsókn til félaga í Gönguklúbbi í Gjábakka að morgni 8. janúar. Fyrst var far- ib í snarpa gönguferð, síban sest að veisluboröi í Gjábakka og á eftir leiddu dunandi harm- ónikkuhljómar fólk í dansinn langt fram yfir hádegi. Fyrsti fundur Bókmennta- klúbbs hefur þegar verið hald- inn á Lesstofu Bókasafnsins. Þar er verið að huga að borgfirsk- um skáldum og hyggur fólk á ferðalag í Borgarfjörb með vor- inu meb bókmenntadagskrá í farteskinu. Félagar bragðu sér á Vínartón- leika Sinfóníúhljómsveitar ís- lands fyrir skömmu. Nýlega kom út fréttabréf Hana-nú með dagskránni fram á vordaga. Þar kennir margra grasa að venju. Farið verður að sjá leikritið Margt býr í þok- unni sem Snúður og Snælda sýnir; á næsta Spjallkvöldi verður rætt um þau þáttaskil sem verða þegar starfi á vinnu- markaði lýkur; farið verður ab sjá leikritið Allir synir mínir í Þjóðleikhúsinu; myndlistarsýn- ingar skoðaðar undir Ieiðsögn listfræðings; farið verbur í krá- arferð á Mömmu Rósu og Kleinukvöldin vinsælu verða á sínum stað. Ekki má gleyma að þorrablót verður í Gjábakka 12. febrúar, en að því standa sameiginlega Félag eldri borgara, Gjábakki og Hana-nú.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.