Tíminn - 02.02.1994, Qupperneq 4

Tíminn - 02.02.1994, Qupperneq 4
4 HEÍÉSitlffH Miðvikudagur 2. febrúar 1994 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Utgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjóm og auglýsingar: Stakkholti 4,105 Reykjavík Inngangurfrá Brautarholti. Sími: 631600 Símbréf: 16270 Pósthólf 5210, 125Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Prentun: Prentsmibja Frjálsrar fjölmiblunar hf. Mánaöaráskrift 1400 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 125 kr. m/vsk. Forgangsmál á ári fjölskyldunnar Samkomur og málþing eru nú hafin vegna árs fjölskyldunnar, en árið 1994 hefur hlotið þá tilnefningu á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna. Fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins. Á ári hennar munu margar slíkar yfirlýsingar verða gefnar. Þetta er þó staðreynd. Fjölskyldubönd hér á íslandi eru tiltölulega sterk, enda er sam- félagið lítið. Sterk tengsl við fjölskyldu skapa hverjum einstaklingi öryggiskennd og það fer ekki síst eftir því hvernig henni famast hvernig ein- staklingunum líður, hvort þeir em í jafnvægi eða búa við öryggisleysi. Vafalaust munu verða haldnar margar há- stemmdar ræður um fjölskyldumál á yfir- standandi ári. Hitt er meira vafamál hve mál- efnum fjölskyldunnar þokar til betri vegar á árinu. Sá raunvemleiki, sem við blasir nú, er ekki glæsilegur. Vaxandi atvinnuleysi, minnk- andi tekjur og öryggisleysi af þeim sökum setja sitt mark á fjölskyldulífið. Það skortir mikið á að litið sé á þjóðfélagsmál frá sjónar- hóli fjölskyldunnar og út frá hennar velferð. Aðrir hlutir hafa setið í fyrirrúmi. Einn mikilvægasti málaflokkur, sem varðar fjölskylduna, em skólamálin. Velferð barn- anna er ekki síst undir því komin hvernig fyr- ir þeim er séð. Umgjörð skólanna er í höndum sveitarfélaga, en laun kennara hjá ríkinu. Reynslan er víða sú að síðan skólarnir urðu í umsjá sveitarfélaga hafa mörg þau minnstu leyst það verkefni af hendi að hafa einsetinn skóla og skólamáltíðir. Þau stærstu hafa tekið önnur verkefni fram yfir. Átakanlegasta dæm- ið um öfuga forgangsröð í þessu efni er að finna hjá Reykjavíkurborg, þar sem stein- steypu- og glerhallir upp á milljarða króna hafa verið teknar fram yfir það verkefni að búa börnunum.gott umhverfi í skólunum, eða gera enn meira átak í dagheimilismálum. Laun uppeldisstétta em heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir, en það fólk vinnur þau mik- ilvægu störf að búa yngstu fjölskyldumeðlim- ina undir lífið. Það væri verðugt verkefni á ári fjölskyldunn- ar að breyta forgangsröðinni í þessum efnum. Það vár hins vegar eitt af síðustu verkum stjómarmeirihlutans á Alþingi fyrir síðustu áramót að fresta framkvæmd ýmissa ákvæða gmnnskólalaga, sem fela í sér framfarir í skólamálum. Ráðstefnur og málþing um mál- efni fjölskyldunnar em góðra gjalda verð, en slíkar samkomur verða að leiða til einhvers. Verkefnin blasa við. Þau brýnustu em að tryggja atvinnu fyrir fjölskyldurnar í landinu og velferð barnanna. Til þess duga ekki fögur orö, heldur athafnir. Davosmaðurinn og fugladritspólitíkusarnir Þá er Davíð kominn heim úr svissnesku Ölpunum þar sem hann sat afslappaða fundi í „alpa- andrúmslofti" meö öll- um helstu þjóðarleiðtogum og viðskiptajöfrum veraldar. Gildi þessa lúxusfundar I Davos hefur þegar komið í ljós, því sögulegar sættir tókust milli þeirra Arafats og Peresar í kjölfar fundarins. Fer tvennum sögum af því hvort var meiri áhrifavaldur á samningsvilja þeirra, fegurð himinsins í Ölpunum eða floti einkaþotanna fyrir utan hótel- gluggann. Hitt er ljóst að sáttasemjarinn og samningamaðurinn Dávíð virðist hafa orðið bergnuminn af fegurð hininsins og hrikaleik fjallanna, því ekki er annað að sjá en að honum þyki hefð- bundin deilumál íslenskra ‘stjómmála harla lítilfjörleg eftir heimkomuna. Tittlingaskítur í fyrrakvöld birtist forsætisráð- herrann landsmönnum á skjá ríkissjónvarpsins og lýsti því yf- ir að deilan í ríkisstjórn um inn- flutning búvara, sem verið hef- ur í hnút síðan Hæstiréttur dæmdi í skinkumálinu, væri fugladrit og tittlingaskítur. Helst vildi hann setja svona fugladrit í sérstakan tollflokk og afgreiða málið þannig út úr heiminum. Maðurinn frá Davos gaf með öörum orðum ekki mikið fyrir þá pólitíkusa og pólitík, sem ekki gæti leyst slíkt smámál sem kalkúnalappir og skinkuinn- flutningur væri. Raunar er ekki nema von að miklir spámenn kalli slíkan ágreining „fugla- GARRI drit" og „tittlingaskít", þegar þeir em nýkomnir frá því að leysa — næstum í eigin persónu — ágreining um friðarsam- komulagið fyrir botni Miðjarð- arhafs og önnur erfið heims- vandamál. Kratar við neyðarútganginn Það einkennilega við þetta allt saman er að þrátt fyrir heim- komu spámannsins frá Davos, virðist tittlingaskíturinn og fugladritið ekkert minnka á stjómarheimilinu. Þvert á móti virðast samstarfsörðugleikarnir vaxa dag frá degi og dritið er far- ið að þyngja svo ballestina á loftskipi ríkisstjórnarinnar, að samstarfsmenn sáttasemjarans úr svissnesku Ölpunum em búnir að taka sér stööu við neyöarútgangana. Kratamir hafa látið ýmislegt yfir sig ganga í þessu stjómarsamstarfi og un- að þeim býtum að fá embætti handa flokksgæðingum í stað- inn fyrir pólitíska æm íslenskrar jafnaðarmennsku. Nú hins veg- ar ber svo við að þeir era skyndi- lega famir að álykta um stefnu- mál sín, m.a. gegn kvótanum, og virðast ekki ætla að una því að vera kallaðir fugladritspólit- íkusar. Þaö bendir því flest til þess á þessari stundu, að þó Davos- maðurinn tali með lítilsvirð- ingu um samstarfsmenn sína og kalli þá tittlingaskít, þá standi hann einmitt sjálfur mitt í drit- haugnum og sökkvi æ dýpra á meðan hann horfir bergnum- inn á fegurð himinsins. Garri Vel undirbúin sjálfsmorb Þegar japönskum fyrirmönn- um, sem annt er um heiður sinn, verður illa á í messunni, hreinsa þeir mannorð sitt með því að fremja harakiri og geta þeir sér góðan orðstír með til- tækinu. Með sjálfsmorðinu er friðþægt fyrir yfirsjónir og sæmdinni er borgið. Á íslandi fremja menn pólitísk sjálfsmorð af ráðnum hug og fá- dæma klaufaskap og skilja ekk- ert í hvað kom fyrir þá fyrr en þeir norpa einir og fylgislausir úti á köldum klaka. Oftar en ekki verða klaufamir pólitískir munaðarleysingjar vegna þess aö þeir em að framfylgja fyrir- mælum annarra og sitja uppi með skömmina þegar þeir fara offari í þjónkun sinni við mál- staöi, sem þeir taka upp á sinn eyk. En þeir, sem á foraðið etja, sitja í náðum á frægðarstóli og njóta almannahylli. í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík urðu klaufamir illa fyrir barðinu á lýðhyllinni og guldu þess að vera staurblindir í eigin sök, þegar þeir töldu sig eiga bæði máttinn og valdið. Upp og niöur metoröastigann Pólitísk sjálfsmorð þeirra Sveins Andra Sveinssonar og Júlíusar Hafstein vom vel skipu- lögð og framkvæmd þeirra tókst í alla staði eins og best varð á kosið. Það gekk allt upp, eins og það heitir á íþróttafréttamanna- máli. Sveinn Andri var ungur maöur á uppleið og með yngstu borgar- fulltrúum og sló hvergi hend- inni á móti metorðum. Sem for- maður stjórnar Strætisvagna Reykjavíkur stóð hann fyrir einkavæðingu fyrirtækisins, sem öll var með þeim endemum að borgarbúar og miklu fremur starfsfólk taldi sér mjög misboð- ið. Stefnumörkun hlutafélagsins SVR var eins og stríðsyfirlýsing á A víhavangi hendur viðskiptavinunum og orð og efndir í viðskiptum við fjölmennt starfslið stangast ennþá á og er ástandinu innan hlutafélagsins ekki lýst með öðm en því að þar sé allt í hers höndum. Hvort Júlíus Hafstein stendur sig vel eða illa sem formaður íþróttaráðs má liggja milli hluta. En prófkjör í Reykjavík og Hafn- arfirði benda varla til aö hand- boltaáróöur sé frambjóöendum hollt veganesti. En klaufaskapur Júlíusar sem formaður þjðóðhátíöamefndar ríður ekki við éinteyming. Aö hafna pöntuðum samtalsþætti Örnólfs Ámasonar án þess að líta á hann, er slíkur asnaskapur að dyggir sjálfstæðismenn spyrja eðlilega hvað svona maö- ur sé aö gera í pólitík, þegar þeir raða upp á lista í prófkjöri. Asnaspörk Engin leið er að leggja neinn dóm á hvort samtalsþáttur Öm- ólfs sé góður eða slæmur og skiptir ekki höfuðmáh. En að- ferðin við aö hafna honum er afleit. Frá einhverjum sjónarhóli er það rétt og skynsamleg ráðstöf- un aö gera SVR að hlutafélagi og vafalaust má færa rök fyrir því, að gerð títtnefnds samtalsþáttar sé betur komin í höndum ein- hvers annars en Ömólfs Áma- sonar. En þegar ákvarðanir em teknar, er ekki sama hver á held- ur. Ábyrgir stjómmálamenn geta ekki leyft sér að vaða fram eins og frekir þursar og skeyta hvorki um skömm né heiður, þegar þeir em aö framkvæma hugðarefni sín. Verst af öllu er þegar þeir verða uppvísir að klaufaskap og asnaspörkum, sem auðvelt er að komast hjá. Þá missa þeir andlit- ið, eins og þaö er kallað í Japan, og pólitískt sjálfsmorð er óhjá- kvæmilegt. Fleiri borgarfulltrúar en hér em nefndir guldu afhroð í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík og sjálfsagt er auövelt að finna ástæður fyrir því. En pólitísk ör- lög þeirra Sveins Andra og Júlí- usar em svo augljós og svo tryggilega samtvinnuð þeirra eigin klaufaskap, að þeir em skólabókardæmi um hvemig pólitíkusar eiga ekki að hegða sér, ef þeir ætla að halda lífi sem slíkir. En þeir, sem leggja á ráðin, kunna sig og em eftirlæti og framtíðarvon flokkssystkina sinna. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.