Tíminn - 02.02.1994, Blaðsíða 11

Tíminn - 02.02.1994, Blaðsíða 11
Mi&vikudagur 2. febrúar 1994 11 Tilgangsleysi stjórnmála- manna ógn vib samfélögin Veröbréfamörkuðum iðn- vædda hlutans af heimin- um gengur feikna vel; sú verslun stendur með blóma; en á sölutorgi stjómmála sömu ver- aldar stendur mest fast í harðlífi vegna margvíslegra sundur- brota, ótrausts og óvildar. Hæð- ' armet verða slegin í verðlagi skuldabréfa, en verð á stjóm- málamönnum fellur ofan í dýpri dali en áður þekktust. Þaö er samband milli fyrir- bæranna beggja, þótt eðlilegt væri að halda þau ótengd. Kraft- ar þeir sem knýja verðbréfa- markaði í hæðir sem aldrei fyrr - ríkisstjómir að skera af sjóðs- halla og loka götum og leggja kapp á að peningar skuli vera 1 ódýrir, verðbólga lítil sem engin, vinnuafl ódýrt, og gera sér far um að afnema (athafna) hamlandi lagareglur og einka- væða sem mest - þetta em sömu áhrifavaldar og em að gildisfella kappaflokka stjómmálanna. Forsenda virks lýðræðis er raunveruleg samkeppni milli stjórnmálaflokka sem halda fram samstæöum heimspekileg- um stjómmálaviðhorfum, sem em, eða viröast vera, raunvem- legir valkostir. Þrátt fyrir þennan botn í stöðunni, þá leiöir nú hin nýja forræðisaðstaða auðmagns- markaöanna - og þess nýhægri- sinnaöa og markaöshneigða hugmyndafars sem aö þeim stendur - til þess, að mest kapp er nú lagt á aö eyða fjárlagahalla, minnka útgjöld til félagsmála og minnka í áföngum það viður- væri og þarfir sem velferðarlög- gjöf tryggir fólki.af almannafé. En afdrifaríkara en þetta má þó telja, að hvers kyns almannaráð- stafanir em hindraöar eða bann- færðar með þeim atkvæðum, ekki einasta að þaö einkarekna sé skilvirkara, heldur einnig að ríkið sé þegar komið út á ystu þröm efna sinna eða lengra. Þessi uppdráttarsýki og van- megnis er alkunn í Bretlandi; hún hefur veiklað Verkamanna- flokkinn niður á tilverustig ómerkilegs skæruhemaðar á þingi. Hún sést líka í Svíþjóð þar sem sósíaldemókratar hófu sjálf- ir að rífa niöur atvinnu- og vel- ferðartryggingakerfi lands síns, áður en þeir misstu þar völdin. í Ástralíu er hún, þar sem Verka- mannaflokkurinn gengur fram vasklega í einkavæðingar- og hallaeyðingar-tilþrifum. Venju- legir kristilegir demókrataflokkar og frjálslyndir íhaldsmanna- flokkar á byggöarsveignum milli Kanada og Portúgals finna sig nú yfirleitt rekna uppá staur alveg sömu nauðsynja og hugsjóna í stjómmálastefnunni. Eitt af því harmsögulega fyrir nýju lýðræðisspírumar í Austur- Evrópu og fyrrum Ráðstjómar- ríkjum er það aö þær skuli vera að reyna að skipta alveg um bú- stjómarham í þessu tíðarfari. Eftir hvatningum um að fara hægar og gætilegar og reyna aö taka af nærfæmi og mennsku á þeim félagslega skakka, sem hlýtur ab leiða af umhverhngu úr áætiunarbúskap til markaös- búskapar, hefur ekki verið farib sökum ákefðarinnar eftir stóra- hvellslegum lausnum. Afleiðing- ar þessa hafa í Rússlandi oröið alltof fyrirsjáanlegar, en ástand- ið er rétt eins ljótt í Úkraínu eða Serbíu, þar sem þjóðemishyggja og fasismi hafa sig í frammi sem valkostir í samkeppni við þá vestrænu markaöshyggju sem hefur í fylgd með sér sundur- molnan samfélagsins. Einnig í iðnvæddu lýðræðis- ríkjxmum sjást merki um póli- tíska streitu; flokkarnir sitt hvom megin í námunda við miöjuna em þar að uppgötva, að það er verið aö, eða búið ab, gera hugmyndakerfi þeirra meining- arlítil; merkingin er að rjúka burt úr flokkunum. Einu sinni enn finnur Þýskaland að það er statt í stjómbrú nýmglaös og skipu- lagslauss miðsvæöis í Evrópu. Einmitt á þeirri smndu þegar landið þyrfti að vera ab gæða lýðræðið hjá sér nýju lífi, finna stjómmálaflokkar þess sig rúna hugsjónalegum valkosmm. Nýj- ar hreyfingar og bylgjustraumar em aö kvikna: það er höfðað til and-evrópsks hugsunarháttar, þjóðemishyggju, og veifað er fasískum lausnum. Þeir flokkar, sem helst kveður að, eiga um það að velja að gera sig þóknan- lega þessum nýju tilhneigingum eða ganga sjálfir saman í sam- steypur til þess að stjóma ríki. Hvomgur kosmrinn er þeim gimilegur, né líklegur til þess að bæta upp hallann á hugsjóna- reikningnum. Veröldin hefur áður verið stödd á þessum stað. Lærdóms- rík hálfrar aldar gömul bók Karls Polyanis, Ummyndunin mikla, rakti upptök öfgastefnanna af- drifaríku á 20. öld, fasisma og kommúnisma, hvemig þær hafi hafist upp úr öskunni eftir þá frí- markaðartilraun sem gerð var á 19. öld. Hann gerði þar grein fyr- ir því, að þá hafi verið fyrir hendi fjórar stofnanir eða staðreyndir félagslegs eðlis, sem hver greip inn í aðra, en saman hafi þessi femd orkað því, að kerfið var virkt og fékk staðist. Femdin var: gullfótarbindingin, verslunar- frelsi, smæö ríkjanna og valda- jafnvægiskerfi. Það var hinn sjálfstýrandi markaöur sem bæði var lind og formgerðargjafi þessa líf- og viðskiptakerfis - en um leið var hann þab sem að síðustu olli eyðileggingu þess og sinni. Frjáls verslun gat af sér félags- Iega vesöld sem hvert eitt smá- ríki á 19. öld réði ekki við aö setja skoröur. Festingin við gull- fótinn neyddi heilar þjóðir til þess aö laga sjálfar sig eftir því sem leiddi af vaxandi eöa minnkandi tiltrú (til greiðslu- getu); til þess að friður héldist þurfti stjórnarvald ab vera í nokkuð traustu jafnvægi, en ný ríkisveldi gátu ekki verið að taka tillit til þess; og yfirskipun kaup- skapargilda, sem setti þau æðri en gildi trausts og samvinnu, gróf einmitt undan þeim skuld- bindingum sem markaöurinn byggði tilveru sína á. Kommún- ismi jafnt sem fasismi reis ab áliti Polyanis upp sem vam- arsvömn vib því sem gæti oröib að „eyðingu hins mennska og náttúrulega efnis samfélagsins" af völdum markaðarins, en sú svörun gat síöan oröið skaövald- ur sjálf. Skyldi það nú vera of mikið hugarflug, að þykjast sjá ferlið vera ab endurtaíca sig 100 ámm síbar? Þreklega byggð velferðar- ríki hafa hjálpað evrópskum Markaðurinti, sem sett hefur vit og vilja stjómmálamanna í bann, mun sjálfur deyja af því - með sundurmolnuðu mannfélagi. AÐ UTAN hagkerfum að standa af sér hag- ræn áföll með atvinnuleysi að jafnaði nærri 10 % - en nú á að hefta virkni þeirra, gera sem minnst úr áhrifum þeirra, ef ekki að leggja þau blátt áfram niöur. Valdstýrt gengi gjaldmiðla ásamt skorðum við því hvemig fara mætti meb auðmagnið (kap- ítalið, t.d. varðandi færslufrelsi þess), þetta gaf ríkisstjórnum þjóðríkja dálitla úrkosti valds um stefnu í búskaparmálum. Nú hafa þeir valdskostir vebrast á burt eöa verið lagðir frá sér. Regl- um háöir vinnumarkaðir veittu vinnandi fólki ábur fyrri nokkra vöm fyrir of hröðum breyting- um og of lágum launum. Nú er einmitt „reglubindingarleysi" lausnarorö tímans. Öllu öðm fremur heitir þaö nú nauðsyn- legt, aö ríki séu neydd til sam- vinnu til þess ab halda alþjóö- lega viðsldptakerfinu opnu og traustu; en samvinnan þýðir, aö ýta verður vaxandi þjóðemisleg- um tilhneigingum fyrir borð, láta allt slíkt fyrir heilagan róba tímans. Stöðugt er verið aö nema burtu tækin til að hafa stjóm á markaöskerfinu, tryggja félags- legan stöðugleika, og veita um leiö færi á raunvemlegri um- ræöu um stjómmál. Fyrir augliti hægrisins nýja má þetta allt vera anaþema, ekki til umræðu, en slíkur er nú samt einmitt sá safi sem leyfir auðmagnskerfinu að fljóta, hrærast, starfa. Heimur- inn er nú að taka sömu beygjuna á þeirri leiö sem hann fór seint á 19. öld, og því er ekki lofað nú, að af leiði minni landauðn en þá. Ef þetta væri nú aðeins tusk um hugmyndir, væri ástandið ekki eins alvarlegt og það er. En það er þessi bannfæringardómur gegn stjórnmálum, sem hinir hnattgreipu markaðir auð- magnsins (global capital markets) hafa kveðið upp, sem er hin raunvemlega uppspretta kreppunnar. Þessi þróun er í rauninni merkilegasti atburður síöustu tveggja áratuga, og tölur um þetta tala því máli að þaö hlýtur að vekja furðu. Gjaldeyrisviðskiptavelta og lántökur í öðmm löndum eiga sér nú stað í þeim mæli, að þaö gerir hagtölusummur einstakra þjóða að dvergvöxnum smæl- ingjum, og tölur um kaupskap- arflæði (tíade flows) verða einnig heldur smávaxnar í þeim samanburði. Heildarmagn vöm- verslunar í heiminum 1993 nemur tveimur þriðju af lands- framleiðslu (GDP) Bandaríkj- anna. Það tekur veltuna á gjald- eyrismörkuðunum minna en hálfan mánuð að ná sömu heild- artölu - án þess að í reikninginn séu með talin viöskipti sem fram fara yfir landamæri og á skulda- bréfa- og hlutabréfamörkuðum. Umgrip um alla jörð (glo- balization) er hugtak sem oft er of lauslega notað, en þá um fjár- mál miklu frekar en um fram- leiðslu eða vömviðskipti. Til em að vísu fyrirtæki sem reka fram- leiðslu sína undir hnattum- greipri stjórn, en þegar tækni okkar tíma er höfð í huga veröur hið eiginlega furðuefni í málinu það, hversu lítið af framleiðslu heimsins er reyndar skipulagt á þessum gmnni - og hversu bundnir þjóðríkjum og heima- högum flestir efnahagslegir breytiþættir halda áfram að vera. Mælitölur um spamað, fjár- festingar og framleiöni em meb því sem kalla má dramatískum mun milli landa, í stað þess að fara að líkjast meir og meir eins og hlyti aö verða á raunvemlega jörðumspennandi markabi. Framleiðsluhagkerfi heimsins gerir ekki betur en vera fjölþjóö- legt. Þar em enn í ríkjandi ab- stöðu þjóðleg fyrirtæki sem hegða sér eftir reglum einstakra ríkja og em enn að versla með vaming yftr landamæri. En ekíd í veröld peninganna sjálfra (þeirra fínu fínansa). Þar ríkir ónafngefinn hnattgreipur auðmagnsmarkaður, og dómar hans um tiltrúarhæfi ríkisstjóma og um haldbærileikann í stefnu- miðum þeirra em hin hinsta gerð - og miklu mikilvægari en skobun kjósendanna hjá þeirri þjóð sjálfri. Það er frammi fyrir uppkveðendum þessarar gerðar sem margar ríkisstjómir glúpna. Hlýðnist þær ekki þeim stefnu- miöum nýhægrilegum, sem markaðurinn samþykkist, má vænta þess að skuldir þeirra og gjaldmiðlar veröi seld og stjóm- imar neyddar meö því til að ganga framan aö því ógimilega verki að heröa ól aga ab stefnu sinni. Á þessu ári, 1994, munu ýmsar stjómarfarsafleiðingar þessarar nýju veraldar verða greinilegri en áöur. Óhófsgjamir jaðar- flokkar í Þýskalandi munu koma okkur á óvart með styrk fylgis síns, eins og þegar hefur orðið í Rússlandi, en ástandið á ítah'u, í Japan og fjölda minni landa lítur ekki út fyrir að vera vitund stöb- uglegra. Það ætti að vera ábyrgöarhlut- verk vinstrimanna og frjáls- lyndra íhaldssinna hvarvetna að halda lífinu í annars konar hug- arsýn um mannfélagið og mann- lega búskaparstjóm. Skattaá- lagning, velferðarkerfi og reglu- binding þess sem fram fer meðal manna (alha viðskipta) þjónar allt þeim viðurhlutameiri mál- stað sem er sjálf samheldnin eða samloðunin í samfélaginu. Og enda þótt endurskoða þurfi neð- an úr botni gamlar hugmyndir um almannaeign og áætlana- gerð um sambúskap manna, þá þjóna slíkar hugmyndir líka sama málstaðnimi. Svona lagað- ar villukenningar er á okkar dög- um alveg nauðsynlegt að mæla fullum rómi á torginu; það er naubsynlegt að varðveita stjóm- málaarfleifbina lifandi. Minna getur mannkynssagan ekki kraf- ist af okkur. [Á fjármálasíbu Cuardian Weekly 16. jan. 1994 birtlst sú greln sem hér ab ofan hef- ur verib snarab. Hún er eftir WIII Hutton og fyrirsögnin er: Markets threaten democracy's fabricj Framtíð verkalýðshreyfingar Kjaramálanefnd Iðnnema- sambands íslands hefur í samvinnu vib fram- kvæmdastjóm samtakanna á 50 ára afmælisári þess ákveðib ab standa fyrir nokkmm fundum á þessu ári um hin ýmsu mál sem snerta okkur ibnnema og annað launafólk. Fyrsti fundurinn verður haldinn á Holiday Inn laugardaginn 5. febrúar. Þar verður fjallab um framtíðar- stefnu íslenskrar verkalýðs- hreyfingar. Svo er ætlun okkar að halda annan fund þribjudag- inn 12. apríl um félagafrelsi og verður greint frá honum síðar. Fundurinn, sem verður haldinn á Holiday Inn, verður án efa fjörlegur og spennandi og veröa þar rædd hin ýmsu mál sem snerta verkalýðshreyfinguna bæbi í nútíö og framtíö. Iönnemasamband íslands hefur veriö virkur þátttakandi um mótun og stefnu íslenskrar verkalýðshreyfingar frá stofnun þess og margt af forystufólki verkalýöshreyfingarinnar hefur stigið sín fyrstu spor á vettvangi þess. Okkur unga fólkinu, sem nú störfum á vettvangi Ibn- nemasambands íslands, finnst það vera mikilvægt atriði að fá frjóa umræðu um starfsemi og skipulagsmál hreyfingarinnar í heild sinni og er það von okkar að meb fundinum á Holiday Inn skapist möguleiki á þvi að málefni verkalýbshreyfingar- innar verði rædd á víöara sviði en verið hefur á undanfömum árum. Fundurinn á Holiday Inn hefst með ávarpi formanns Ibn- nemasambánds íslands, Brjáns Jónssonar, og ab því loknu hefj- ast paUborðsumræöur sem Jó- hann Hauksson stýrir. Þátttak- endin verða: Bjöm Grétar Sveinsson form. Verkamannasambands íslands, Grétar Þorsteinsson form. Tré- smibafélags Reykjavíkur og Samiðnar, Magnús L. Sveinsson form. Verzlimarmannafélags Reykjavíkur, Páll Halldórsson form. Bandalags háskólamennt- abra ríkisstarfsmanna, Jóhannes Sigursveinsson stjómarmaður í Verkamannafélaginu Dagsbrún, SvanhUdur Kaaber form. Kenn- arasambands íslands, Þónmn Sveinbjömsdóttir form. Starfs- mannafélagsins Sóknar, Þórir Karl Jónasson form. Kjaramála- nefndar Ibnnemasambands ís- lands, og Ögmundur Jónasson form. Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Að lokum vU ég hvetja alla iönnema og annað launafólk ab mæta á fundinn, því þessi mál- efrii skipta okkur öU miklu máU. Þórir Karl Jónasson, form. kjaramálanefndar Iðnnemasambands íslands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.