Tíminn - 14.07.1987, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.07.1987, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 14. júlí 1987 Framfærsluvísitalan: Verðbólguhraði í júní 18,8% Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 1,75% í júnímánuði síðastliðnum. Pessi hækkun vísitöl- unnar í júní jafngildir því að hraði verðbólgunnar jafngildir 23,1% á heilu ári. Ef hins vegar er skoðuð hækkun vísitölunnarsíðustu 12 mán- uði hefur verðbólgan verið 18,8%, síðustu sex mánuði hefur hækkunin numið 20,3% ogsíðustu þrjá mánuði hefur hækkunin verið 21,8%. f þessari 1,75% hækkun vísitöl- unnar í júní munar mest um 1,84% hækkun á matvöru og 1,46% hækk- un á drykkjarvöru og tóbaki sem samtals vega 0,5% í vísitölunni. 0,2% vísitöluhækkunarinnar má' rekja til hækkunar afnotagjalda út- varps og sjónvarps, og önnur 0,2% til hækkunar á húsnæðislið. Hærri húshitunarkostnaður er ábyrgur fyr- ir 0,1% hækkunarinnar, en 0,7% stafa af hækkun ýmissa vöru- og þjónustuliða. Verðbólguhraðinn í júní er þá á því róli sem ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar gerir ráð fyrir að hún verði að meðaltali á þessu ári. -BG Atvinnuástand: Atvinnuleysis- dögum f ækkar - eftirspurnarþensla á vinnumarkaöi f júnímánuði sl. voru aðeins skráðir 9000 atvinnuleysisdagar á landinu öllu eða nánast jafnmargir og í mánuðinum á undan. Pessar tölur svara til þess að 400 manns hafi að meðaltali verið á atvinnu- leysisskrá í mánuðinum, sem jafn- giidir 0,3% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði í mánuðinum sam- kvæmt spá Þjóðhagsstofnunar. í júnímánuði í fyrra voru skráðir 15000 atvinnuleysisdagar á land- inu, en flestir hafa þcir orðið í júnímánuði 1983 20.000 eða rösk- lega helmingi fleiri cn nú. Af framanskráðu má ráða að veruleg eftirspurnarþensla ríki á vinnu- markaðinum þó mannekla sé fyrst og fremst bundin við ákveðnar starfsgreinar s.s. þjónustu, mann- virkjagerð og vissar greinar verk- smiðjuiðnaðar. Til að tryggja góða samvinnu stjórnarflokkanna í efnahags og launamálum þá var ákveðið í stjórn- arsáttmálanum að koma á fót sér- stakri nefnd innan ríkisstjórnarinnar Steingrímur Hermannsson á opnum fundi FUF í Reykjavík: Ráðherranefnd í efnahagsmálum til að fjalla um þessi mál. í nefndinni munu eiga sæti formenn allra stjórn- arflokkanna. Þetta kom fram í máli Steingríms Hermannssonar formanns Fram- sóknarflokksins á opnum hádeg- isverðarfundi sem Félag ungra fram- sóknarmanna í Reykjavík hélt með Steingrími í gær. Steingrímur sagði að þessi samstarfsnefnd ætti að VEXTIR Frá 11. júlí 1987 eru vextir í Landsbankanum sem hér segir: INNLÁNSVEXTIR: Vextir alls á ári Sparisjóðsbækur 15,0% Kjörbækur 22,5% Vextir eftir 16 mánuði 23,9% Vextir eftir 24 mánuði 24,5% Vaxtaleiðrétting v/úttekta 0,8% Verðtryggður Sparireikningur: Með 3ja mánaða bindingu 2,0% Með 6 mánaða bindingu 3,5% Sérstakarverðbæturámán, 1,17% 14,0% Sparireikningar bundnir í 3 mán. 16,0% Sparireikningar bundnir í 12 mán. 17,0% Sparilán 17,0% Tékkareikningar 8,0% Einkareikningar 14,0% Innlendir gjaldeyrisreikningar: Bandaríkjadollar 6,0% Sterlingspund 7,5% Vestur-þýskmörk 2,5% Danskarkrónur 8,5% ÚTLÁNSVEXTIR: Vextir alls á ári Vixlar (forvextir) 27,0% Hlaupareikningar 28,5% Almenn skuldabréf 28,0% Verðtryggð lán 8,0% L Landsbanki Islands Banki allra landsmanna tryggja það að framsóknarmenn hefðu þau áhrif og þá yfirsýn yfir efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem nauðsynleg væri þrátt fyrir að flokkurinn færi hvorki með forsætis- ráðuneytið né fjármálaráðuneytið. Steingrímur lagði einnig áherslu á að þó framsóknarmenn færu ekki með forsætisráðuneytið mættu þeir vel við una með fjögur sterk ráðu- neyti, tvö mikilvæg atvinnuvega- ráðuneyti, utanríkisráðuneyti sem væri nú orðið mjög öflugt og mikil- vægt eftir að utanríkisviðskiptin færðust þangað og að lokum heil- brigðisráðuneytið sem Framsóknar- flokkurinn hefði aldrei haft. Því væru nú framundan erfið en spenn- andi verkefni fyrir framsóknarmenn að takast á við. Steingrímur lagði mikla áherslu á að framsóknarmenn gengu til þessa stjórnarsamstarfs af heilindum eins og flokkurinn hafi alltaf gert. Flokk- urinn muni takast á við verkefnin af heilum hug og ljóst væri að Fram- sóknarflokkurinn stykki ekki út úr stjórnarsamstarfinu. Ef stjórnin muni ekki sitja út kjörtímabilið yrði það vegna sundrungar af völdum annarra stjórnarflokka en Fram- sóknarflokksins. -HM Kristján Kristjánsson yfirborgarfógeti látinn Látinn er í Reykjavík Kristján Kristjánsson fyrrverandi yfirborg- arfógeti. Kristján var fæddur 9. sept- ember 1898 á Höskuldsstöðum í Laxárdal. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1919 og hélt þá til Kaupmanna- hafnar þar sem hann lagði stund á verkfræði. Cand. juris frá Háskóla íslands 1927. Árið 1928 var Kristján ráðinn fulltrúi hjá bæjarfógeta í Reykjavík. Þann 17. desember 1942 var hann settur lögmaður og borgar- fógeti 1. jan. 1944. Frá árinu 1963 gegndi Kristján stöðu yfirborgarfóg- eta til ársins 1967 er hann fékk lausn frá störfum fyrir aldurssakir. Krist- ján var einnig settur dómari í nokkr- um opinberum málum, auk þess sem hann var oft settur dómari í hæsta- rétti. Kristján var kvæntur Móeiði Mar- gréti Guðjónsdóttur. Krístján Krístjánsson. Jóhann Franksson de Fontenay látinn Látinn er Jóhann Játvarður Franksson de Fontenay (skírður: Jean le Sage de Fontenay) frá Korn- völlum í Hvolhreppi í Rangárvalla- sýslu og síðar Útgörðum. Jóhann var fæddur árið 1929 í Reykjavík, sonur danska sendiherrans. Jóhann var stúdent frá Danmörku og bú- fræðingur frá Hvanneyri árið 1953 og búfræðikandídat árið 1955. Hann var ráðunautur hjá Búnaðarsam- bandi Borgarfjarðar 1955-1960 og verksmiðjustjóri í graskögglaverk- smiðjunni á Stórólfsvallabúi frá 1961. Eftirlifandi eiginkona Jóhanns er Ólöf Sesselja Kristófersdóttir frá Kalmanstungu. Jóhann Franksson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.