Tíminn - 14.07.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.07.1987, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 14. júlí 1987 Tíminn 15 ■l SAMVINNUMÁL i||||||||||||illllll||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||^ Auka þarf f ramleiðsl- una fyrir Bandaríkja- markað - segir Eysteinn Helgason frkvstj. Iceland Seafood Corporation í Bandaríkjunum Ljóst er að umtalsverðar verð- hækkanir hafa átt sér stað á íslensk- um fiskafurðum á Bandaríkjamark- aði. Petta kemur m.a. fram í því að hjá Iceland Seafood Corp, sölufyrir- tæki Sambandsins og Sambands- frystihúsanna í Bandaríkjunum, hef- ur orðið töluverð aukning á sölu í verðmæti, en ekki í magni. Eysteinn Helgason framkvæmda- stjóri sagði að fyrstu sex mánuði þessa árs hefði sala á verksmiðju- framleiddum réttum staðið í stað í magni frá sama tímabili í fyrra, en aftur hefði orðið um 20% aukning í verðmæti á þessunt tíma. Þá hefði orðið um 4% samdráttur í sölu á flökum í magni, én 17% aukning í verðmæti. Síðustu tólf mánuði taldi Eysteinn að verðhækkunin hefði orðið að meðaltali um 20%, sem þó væri erfitt að meta nákvæmlega vcgna þess hvað hækkanir hefðu orðið mismunandi miklar innan ein- stakra vöruflokka. Eysteinn benti líka á að þótt aðeins hefði orðið 4% samdráttur í flakasölunni þá vægi þar þungt bæði grálúða, ufsi og karfi, en þorskfram- leiðslan hefði dregist enn þá meira saman. „Það er raunverulega í þorskinum sem skóinn kreppir," sagði Ey- steinn. „Við höfum fengið fyllilega okkar skerf af grálúðu, ufsa og karfa, og raunar vel það, og það hefur selst allt jafnóðum. Ýsa hefur aftur á móti minnkað verulega, aðal- lega vegna minni veiði, en í þorsk- flökum höfum við töluvert misst okkar hlut, og þar má segja að staðan sé alvarlegust." Aðspurður sagði Eysteinn einnig að hér væri trúlega fyrst og fremst um að ræða samkeppni við gámafisk- inn, einkum fyrri hluta ársins, en einnig kæmi hér til aukning á fram- leiðslu á saltfiski og jafnvel skreið, auk þess sem töluvert myndi hafa farið í fljótunnar umbúðir fyrir Bret- land og önnur Evrópulönd. „Aðalatriðið er það,“ sagði Ey- steinn, „að flakaframleiðslan fyrir Bandaríkin hcfur ekki verið nóg, fyrst og fremst að því er varðar þorskflök, og þess vegna höfum við ekki nándar nærri getað sinnt eftir- spurn. Af þessum sökum höfum við átt í miklum erfiðleikum með að þjóna okkar föstu viðskiptavinum sem hafasýnt okkur traust í áratugi. Þess vegna er mjög mikilvægt núna, þegar verð eru tiltölulega mjög sterk og dollar sterkari heldur en hann hefur verið undanfarna mánuði, að sem stærstur hluti fram- leiðslunnar á þeim vikum og mánuð- um sem framundan eru fari í pakkn- ingar fyrir Bandaríkjamarkað. Eysteinn Helgason framkvæmda- stjóri Iceland Seafood Corporation. ('I imamynd GE.) Þetta er nauðsynlegt til þess að hægt verði að viðhalda þessum markaði og treysta þá eign sem felst í markaðskerfi okkar hérna. Þess vegna verða framleiðendur núna að standa vörð um þennan markað með því að framleiða ri'flega fyrir hann á næstu mánuðum," sagði Eysteinn Helgason að lokum. -esig lllllllll LEIKHÚS lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Leikið í hring Hlaðvarpinn: SJÖ SPEGILMYNDIR. Handrit, leikmynd: Messíana Tómas- dóttir. Tónlist: Patrick Kosk: Leik- stjórn: Messíana Tómasdóttir og Patr- ick Kosk. Lýsing: Ágúst Pétursson. Þessi sérstæða sýning var frum- sýnd í Hlaðvarpanum þriðjudags- kvöldið 7. júlí, ein af þeim sumar- sýningum sem maður vill ekki án vera í langdeginu. Þetta er táknleik- ur eða látbragðsleikur án orða. Ekki beinlínis aðgengilegt verk eða auð- skilið öðrum en innvígðum, en fag- mannlega unnið og góð tilbreytni í leikhúsh'finu. f blöðum hefur komið fram að tilurð verksins sé með þeim hætti að Messíana skrifaði handrit en út frá því samdi Patrick Kosk, scm er finnskt tónskáld, elektróníska tónlist. Raunar má segja að hér þrinnist saman þrjár listgreinar, leiklist, myndlist og tónlist. Leik- myndin í litaandstæðum sínum og uppstillingur er engu veigaminni að- ili en sjálf hin lcikræna framvinda á sviðinu ef unnt er að tala um slíkt. Flautuleikarinn gegnir verulegu hlutverki en Kolbeinn Bjarnason leikur á flautuna. Leikarar eru tveir: Þór Tulinius og Ása Svavarsdóttir og koma bæði vel fyrir í sínum þöglu hlutverkum. Sýningin er afar hæggeng. Ég horfði á sýninguna eins og myndlist og sem slík er hún einkar falleg. Um inntak hinna sjö spegil- mynda vil ég sem fæst segja, en það virðist eiga að spegla firringu og innilokun manneskjunnar í sjálfa sig, og speglarnir undirstrika það. Stílhreinir og fallegir búningar, ag- aðar og einkar hæglátar hreyfingar, - allt stuðlaði þetta að því að maður sat líkt og í myndlistarsal og lét raunar að miklu leyti hjá líða að spá í leikræna framvindu. Þetta er sem sagt nútímalegt verk- efni. í leikskrá sem ég bað um er alls ekkert að finna sem aukið gæti skilning áhorfandans á verkinu. En blaðamaður Helgarpóstsins segir á þessa leið um sýninguna, ef menn eru einhverju nær: „Form sýningar- innar er nánast ritúal eða helgileikur í hringformi, þar sem annar helming- ur hringsins afmarkast af leikmynd- inni sem samanstendur m.a. af sjö speglum. I hinum helmingi hringsins sitja áhorfcndur í sjö fimm manna hópum sem leikur, mynd og tónlist höfða til á mismunandi hátt.“ Og er það orð að sönnu. Ég sagði að leikskráin gæfi litlar upplýsingar. Það er ekki í fyrsta sinn sem ástæða er til að kvarta undan leikskrám eða leikskrárleysi í Hlað- varpanum. En í stað upplýsinga miðlar leikskráin Ijóðum: Úr iðrum jarðar stökk hún alsköpuð hún beið hans ein elskhugans mikla og hann kom hann faðmaði hana og fór í þúsund ár bíður hún brúðguma síns með fangið fullt af þangblómum og hann kemur og fer. Svo mörg eru þau orð. Ekki er þetta markverður skáldskapur eins og hann stendur á blaðinu. En sjónrænt fallega sýningu hefur Mess- íönu tekist að búa hér til. Mér skilst að nú eigi að fara með sýninguna í leikferð um Norðurlönd og sýna á alþjóðlegri lgiklistarhátíð í Finn- landi. Og óskum við þeim góðs gengis. Gunnar Stefánsson Auglýsing um starfslaun til listamanna Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar auglýsir eftir umsóknum um starfslaun til listamanna. Skv. reglum, sem samþykktar voru í borgarstjórn 1984 er heimilt að veita starfslaun til 12 mánaða hið lengsta. Launin miðast nú við 5. þrep 137. launaflokks skv. kjarasamningi Bandalags há- skólamanna og eru greidd skv. nánari reglum í samþykkt borgarstjórnar. Þeir einir listamenn koma til greina við úthlutun starfslauna, sem búsettir eru í Reykjavík og að öðru jöfnu skulu þeir ganga fyrir úthlutun, sem ekki geta stundað listgrein sína sem fullt starf. Lista- menn skulu skuldbinda sig til þess að gegna ekki fastlaunuðu starfi meðan þeir njóta starfslauna. Listamaður, sem starfslauna nýtur, skal að loknu starfstímabili gera grein fyrir starfi sínu með greinargerð til menningarmálanefndar, framlagn- ingu, flutningi eða upplestri á verki í frumflutningi eða frumbirtingu í samræmi við nánari reglur í framangreindri samþykkt. Starfslaun verða veitt frá 1. október nk. Umsóknar- frestur er til 10. ágúst nk. Umsóknir um starfslaun listamanna skv. framanskráðu sendist: Menningarmálanefnd Reykjavíkurborgar, Austurstræti 16, 101 Reykjavík. Laust embætti er forseti íslands veitir Prófessorsembætti á tölvusviði við rafmagnsverk- fræðiskor í verkfræðideild Háskóla íslands er laust til umsóknar. Hvað kjarnafög rafmagnsfræðinnar varðar ber prófessornum að sjá um kennslu í grundvallar- greinum tölvutækni og kerfistækni, en hvað fram- haldsgreinar snertir skal lögð áhersla á tölvu- vædda hönnun (CAD) í rafkerfum (raforkukerfum, iðnaðarkerfum, fjarskiptakerfum). Æskilegt er að rannsóknasvið viðkomandi falli sem best að ofan- greindum framhaldsgreinum. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og fyrri störf, skulu sendar til mennta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. september 1987. Frá menntamálaráðuneytinu Staða konrektors við Menntaskólann við Sund er laus til umsóknar. Staðan verður veitt frá 1. ágúst næstkomandi og verður um að ræða setningu í eitt ár. Umsækjendur þurfa að hafa full kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal senda til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 1. ágúst næst- komandi. Menntamálaráðuneytið PÓST OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða LOFTSKEYTAMANN/ SÍMRITARA/RITSÍMARITARA til starfa í Vestmannaeyjum. Nánari upplýsingar verða veittar hjá stöðvarstjóra Pósts og síma í Vestmannaeyjum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.