Tíminn - 14.07.1987, Blaðsíða 13

Tíminn - 14.07.1987, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 14. júlí 1987 Tíminn 13 Starfsíþróttir á landsmótinu: Yfirburðir Þingeyinga - Vignir vann dráttavélaaksturinn í áttunda sinn í röð Þingeyingar höfðu algera yfir- burði í starfsíþróttunum á landsmót- inu, sigruðu í fjórum af sex, unnu eina tvöfalt, aðra þrefalt og sjö keppendur þeirra fengu að auki stig. Það var í jurtagreiningunni sem þrefaldur sigur vannst. Þröstur Ey- steinsson varð hlutskarpastur eftir úrslitakeppni en Þingeyingarnir þrír voru efstir og jafnir eftir aðalkeppn- ina. Hún var í því fólgin að þekkja 40 plöntutegundir sem þrífast allt frá fjöru til fjalla. Allir höfðu þeir 40 stig útúr því en í úrslitakeppninni þar sem um var að ræða 10 sjaldgæf- ar plöntur fengust hrein úrslit. Vignir Valtýsson HSÞ vann það einstæða afrek að sigra í dráttarvéla- akstrinum áttunda landsmótið í röð. í því sambandi er rétt að leggja áherslu á að landsmót eru haldin á þriggja ára fresti og svo getur hver reiknað fyrir sig árafjöldann. Keppnin var jafnari í ár en oft áður Mikið af mörkum - Þórsarar unnu FH-inga 4-2 Þórsarar sigruðu FH-inga með fjórum mörkum gegn tveimur í 1. deildinni í knattspyrnu á Akureyri á sunnudagskvöldið. FH-ingar urðu tvívegis fyrri til að skora en heima- menn jöfnuðu jafnharðan og skor- uðu loks tvö mörk í síðari hálfleik sem tryggðu þeim stigin þrjú. Það var Guðmundur fyrirliði Hilmarsson sem skoraði fyrsta mark FH úr vítaspyrnu snemma í leiknum. Mjólkurbikarinn: Framarar á mölina í Ólafsfirði Dregið var í 8 liða úrslit í mjólkur- bikarnum - bikarkeppni KSÍ á laug- ardaginn. Það voru Framarar sem lentu á móti eina 2. deildarliðinu sem eftir er í keppninni en sigur þeirra er langt frá því aö vera gefinn á mölinni f Olafsfirði. KR-ingarfara í Garðinn en Víðir og KR gerðu einmitt jafntefli á KR vellinum um helgina. Valsmenn og Völsungar mætast einnig aftur en nú á Valsvell- inum og Keflvíkingar fara til Akur- eyrar þar sem þeir keppa við Þórs- ara. Leikirnir í 8 iiða úrslitum verða miðvikudagskvöldið 22. júlí. - HÁ Hlynur Birgisson jafnaði með skalla en Jón Erling Ragnarsson kom FH- ingum aftur yfir með skoti af stuttu færi. Enn jöfnuðu Þórsarar, nú var það Kristján Kristjánsson sem sendi boltann í tómt markið. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik og Þórsarar sáu um þau sem komu í þeim síðari, fyrst Hlynur Birgisson og síðan Kristján Kristj- en sigurinn fór eigi að síður á sama stað. Vignir fékk 99 stig af 100 í þrautabrautinni og 42 af 50 í bókleg- um spurningum. Sannarlega glæsi- legur árangur það. Aðspurður bjóst Vignir ekkert frekar við að verðlaun- in yrðu fleiri, honum þykir kominn tími til að einhver annar fái að komast að. í keppninni um best dúkaða borð- ið urðu tveir þingeyskir keppendur jafnir í efsta sæti, þær Drífa Þ. Arnþórsdóttir og Þórdís Ingadóttir. Keppnin var mjög jöfn og borðin fallega skreytt. Starfshlaupið vannst einnig af Þingeyingi og kom Arnór Erlingsson í mark með átta sekúndum betri tíma en næsti keppandi. Grímur Hergeirsson úr HSK varð í 2. sæti og Daði Kristjánsson UÍA varð þriðji. Keppni í starfsíþróttum setur skemmtilegan svip á landsmótið og gjarnan eru allt önnur félög þar framarlega en í öðrum greinum sem er vel. Einhverjir hafa haft orð á að keppni í starfsíþróttum sé gamaldags og jafnvel bjánaleg en reyndin er sú að sömu menn skipta um skoðun þegar þeir sjá spennandi keppni í þessum sömu greinum. Þær eru nefnilega skemmtileg tilbreyting frá þessu venjulega. -HÁ Jafntefli í rangstöðuleik Það er erfitt að eiga við Víðis- menn, það fengu KR-ingar að reyna er liðin léku á heimavelli Reykjavíkurliðsins á sunnudags- kvöldið. Þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn allan leikinn urðu KR-ingar að sætta sig við jafntefli 1-1. Garðsbúarnir beittu rangstöðu- gildrunni á mjög áhrifaríkan hátt í þessum leik, ekki skemmtileg takt- ík fyrir áhorfendur en gefur sitt. Sóknarmenn KR-inga, þeir Björn Rafnsson og Pétur Pétursson, voru margsinnis veiddir í gildruna og miðjumennirnir einnig. KR-ingar náðu forystunni á 43. rnínútu. Willum Þórsson tók langt innkast og Víðismenn fengu tví- vegis færi á að hreinsa frá. Það tókst þeim ekki. Boltinn var á róli inn í markteig og þar var Pétur Pétursson, á fjærstöng eins og svo oft, réttur maður á réttum stað og skoraði af stuttu færi. Fögnuður KR-inga stóð stutt, eina mínútu eða svo. Víðismenn fengu nefnilega aukaspyrnu. Upp úr henni þvældist boltinn inn í teig og bakvörðurinn Björn Vilhelms- son var ekki að tvínóna við hlutina heldur þrumaði knettinum í netið. KR-ingar sóttu í síðari hálfleikn- um en vörn Víðismanna var sterk. gaf sjaldan færi á sér, og smá saman fjaraði leikurinn út. Lið KR-inga var jafnt í þessum leik, náði oft að sýna hraðan og góðan samleik en gerði þau mistök að halda ekki boltanum nógu mikið, pressa stífar á Víðismenn og vera þolinmóðari. Þá hefði rangstöðugildran brugðist Víðis- mönnum og færin orðið fleiri hjá Vesturbæingunum. Ágúst Már Jónsson og Þorsteinn Halldórsson börðust vel fyrir sitt lið og Rúnar Kristinsson og Pétur Pétursson sýndu snjalla takta. Garðsbúar geta þakkað öruggri markvörslu Gísla Hreiðarssonar og stórgóðum varnarleik að stig vannst í viðureigninni við Vestur- bæinganna. Daníel Einarson var sem herforingi í, vörninni, vel studdur af bróður sínum Vilhjálmi og Sævari Leifssyni. fyrrum KR- ingi, og Birni Vilhelmssyni. Á miðjunni var Guðjón Guðmunds- son óþreytandi og Vilberg Þor- valdsson átti spretti á hægri vængnum. Magnús Jónatansson dæmdi og mætti að ósekju oft bíða með að blása í flautuna þannig að lið hagnist ekki á brotum sínum. -hb Mikið að gerast í vítateig Völsunga eftir hornspyrnu Valsmanna en boltinn virðist hafa lent milli mark úr frekar en í öðrum færum í leiknum. lína og ekki varð Tímamynd Pjetur. Hom-utno Staðan í 1. deild karla á fs- landsmótinu í knattspyrnu eftir lciki helgarinnar: Völsungur-Valur . . . 0-0 (0-0) KR-Víðir.................1-1 H-l) (Pétur Pétursson 43.)-(Björn Vilhelmsson 45.) Þór-FH...................4-2 (2-2) (Hlynur Birgisson 9. og 48.. Kristján Kristjánsson 19. og 73.,)-(Gu£mundur Hilmarsson (víti) 6., Jón Erling Ragnars- son 17.) Valur........ KR .......... ÍA........... Þór.......... Fram ........ KA .......... ÍBK.......... Völsungur . . . . Víðir........ FH .......... 9 5 3 1 17-6 18 9 4 4 1 16-6 16 9 5 13 13-11 16 9 5 0 4 16-15 15 7 3 2 2 8-7 11 9 3 2 4 7-8 11 8323 15-18 11 8 2 3 3 9-10 9 .9063 .4-12 6 9 117 7-19 4 íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild: Sanngjarn Skagasigur Frá Kristni Reimarssyni á Akranesi: Skagamenn sigruðu KA frá Ak- ureyri örugglega þegar liðin kepptu í 1. deildinni í knattspymu á Akra- nesi á laugardaginn en markið varð þó aðeins eitt. Það var Ólafur Þórðarson sem skoraði það á 4. mín., fallegt mark skorað með þrumuskoti fyrir utan vítateig. Skagamenn áttu mjög góð færi en tókst ekki að skora oftar en einu sinni. Árni Freysteinsson KA-maður var fluttur á sjúkrahús í leiknum, lenti mjög illa og sleit liðbönd í ökla. Þetta var hans fyrsti leikur eftir meiðsli. Sigurður Harðarson, sonur Harðar Helgasonar þjálfara KA kom inná í fyrsta sinn í leiknum og var hans fyrsta snerting skalli í slá og var það eina hættulega tækifæri KA. Sigurður Lárusson og Birkir Kristinsson markvörður voru best- ir Skagamanna og Sveinbjörn Há- konarson átti einnig ágætan leik en hjá KA var Haukur markvörður Bragason bestur. Jaf nt á Húsavík Frá Haflida Jósteinssyni á Húsavík: „Það geta öll lið lent í vandræðum með Völsunga þegar þeir leika eins og núna, þetta er mikið baráttulið og vinnur vel saman“ sagði Ian Ross þjálfari Vals eftir að Völsungar og Valsmenn gerðu markalaust jafntefli í 1. deildinni í knattspyrnu að við- stöddum á annað þúsund áhorfend- um á sunnudagskvöldið. „Við sköpuðum okkur góð færi en það þarf að nýta þau til að leikurinn vinnist" sagði Ross. Leikurinn var einn sá besti sem Völsungsliðið hefur sýnt í sumar og var spennandi þrátt fyrir markaleysið. Völsungar byrjuðu mjög vel en Valsmenn fóru svo að ná áttum og sýndu þá hvers liðið er megnugt. Sóknin var skipuieg cn í markið vildi boltinn ekki. Þeir voru meira með boltann út fyrri hálfleik en Völsung- ar beittu skyndisóknum. Heimamenn byrjuðu aftur vel í seinni hálfleik en Valsmenn náðu enn yfirhöndinni. Bæði lið fengu sín færi en sem fyrr án þess að boltinn færi í netið. Besta færið átti Hörður Benónýsson þegar hann vippaði boltanum yfir Guðmund í markinu en í þverslána. Staðan í 2. deild karla á Is- landsmótinu í knattspyrnu eftir leiki helgarinnar: ÍR-KS..........................5-1 ÍBV-ÍBÍ ....................3-2 Víkingur......... 8 6 1 1 17-10 19 ÍR............... 9 4 2 3 18-14 14 Leiftur.......... 8 4 1 3 9-6 13 Þróttur.......... 84 1 3 18-14 13 ÍBV.............. 9 3 4 2 16-16 13 Einherji......... 8332 10-12 12 KS............... 9 3 2 4 13-17 11 UBK ............. 8 3 1 4 8-9 10 Solfoss.......... 8233 15-18 9 ÍBÍ ............. 9 1 0 8 10-18 3 Veitingar og ferðamannaverslun opiö alla daga frá kl. 9.00—23.30 VÖRUHÚS KÁ MIÐSTOÐ VIÐSKIPTANNA Á SUÐURLANDI OPIÐ: MÁNUD.- FIMMTUD. 09-17.30 FÖSTUD. 09-19 LAUGARD. 09-12

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.