Tíminn - 14.07.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.07.1987, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 14. júlí 1987 Tíminn 7 Sinfóníuhljómsveit íslands: Ræður nýjan stjórnanda Á fundi stjórnar Sinfóníuhljóm- sveitar íslands sem haldinn var þann 9. júlí s.l. var samþykkt að ráða finnska hljómsveitarstjórann Petri Sakari sem aðalstjórnanda hljóm- sveitarinnar frá hausti 1988 til tveggja ára, segir í fréttatilkynningu frá hljómsveitinni. Petri Sakari er tæplega þrítugur að aldri, fæddur í Helsinki í Finn- landi 1958. Hann nam fyrst fiðluleik, en sneri sér síðar að námi í hljóm- sveitarstjórn og lauk prófi 1983 frá Sibeliusar-Akademíunni í Helsinki. Kennari hans þar var Jorma Panula. Petri Sakari hefur stjórnað hljóm- sveitinni á tvennum tónleikum, sem haldnir voru í fyrravetur og í vor stjórnaði hann hljómsveitinni við hljóðritun, sem gefin verður út á geisladiski á næsta ári. Undanfarin ár hefur Petri Sakari aðallega starfað í Finnlandi og Svíþjóð við hljóm- sveitarstjórn. Síðla í október í haust er Petri Sakari væntanlegur hingað til lands, og mun starfa með Sinfóníuhljóm- Petri Sakari; aðalstjórnandi Sinfón- sveit íslands um tíma. íuhljómsveitar íslands 1988-90. Ný Wang TL fartölva: Tölvuvinnsla á reginfjöllum Það hefur hingað til ekki verið áhlaupaverk að vinna ýmiskonar gagnagerð í tölvum uppi á reginfjöll- um þar sem ekki hefur verið rafmagn að fá í kílómetra fjarlægð. Að vísu hafa verið á markaðnum litlar kjöltutölfur sem hægt hefur verið að vinna í smærri verkefni á leið milli áfangastaða, en flestar þessara tölva eru í raun lítið meira en rafeindarit- vélar með safnminni. Pví vekur ný kröftug fartölva frá Wang nú mikla athygli þar sem hún veitir möguleika sem ekki hafa áður verið fyrir hendi. Tölvan, ber heitið Wang LapTop. Flakkarinn er aðeins 6,5 kíló á þyngd og jafn öflug og Wang PC tölvan sem hefur verið á markaðnum. Fartölvan hefur þann kost að á hana er hægt að vinna í 4 klukkustundir samfleytt án þess að hlaða þurfi sérstakan rafgeymi. Hún er mjög kröftug af fartölvu að vera, er með innbyggðan 10 megabita fastan harðdisk og innbyggðan hita- prentara sem tekur 24 cm breiðar arkir. Hnappaborðið er í fullri stærð og skjárinn erfljótandi kristallaskjár með 25 línum, 80 stafa. Þessi sam- bygging er nú einsdæmi í fartölvum og gefur þessu tæki aukið gildi. Steinar Viktorsson hjá Heimilis- tækjum sem flytur tölvuna inn sagði í samtali við Tímann að Wang LapTop tölvurnar hefðu selst eins og heitar lummur, enda væri hér um mjög hentugt tæki að ræða. Hann benti sérstaklega á hve tölvan hefur gífurlega kröftugt minni sem gæfi mönnum kost á að taka með sér ótrúlegt magn upplýsinga inn á svæði þar sem hvorki væri tangur né tetur af rafmagni og vinna síðan úr þeim gögnum eftir því sem tilefni væri í hvert sinn. Þetta gæti sparað mönn- um ómældan tfma og erfiði. Einnig benti hann á hve hentug þessi tölva væri fyrir almenning þar sem hún uppfyllti allar þær kröfur sem gerðar væru til venjulegra PC tölva en hefði alla kosti fartölva framyfir þær. Þannig gæti fólk t.d. lagt af stað með börnin í tjaldútileguna þó það ætti eftir að ljúka einhverju tölvuverk- efni fyrir næstu vinnuviku. SUMAR '87 Vélabær hf. Andakílshr. S. 93-5252 Ólafur Guðmundsson, Hrossholti Engjahr. Hnapp. S. 93-5622 Dalverk hf. Búðardal S. 93-4191 Guðbjartur Björgvinsson, Sveinsstöðum, Klofningshr. Dal. S. 93-4475 Vélsm. Húnv. Blönduósi S. 95-8145 J.R.J. Varmahlíð S. 95-6119 Bílav. Pardus, Hofsósi S. 95-6380 Bílav. Dalvíkur, Dalvik S. 96-61122 Dragi Akureyri S. 96-22466 Vélsm. Hornafjarðar hf. Höfn S. 97-8340 Víkurvagnar, Vík S. 99-7134 Ágúst Ólafsson, Stóra Moshvoli, Hvolsvelli S. 99-8313 Vélav. Sigurðar, Flúðum S. 99-6769 Vélav. Guðm. og Lofts Iðu S. 99-6840 Hafið samband við sölumenn okkar og kynnið ykkur verð og greiðslukjör Globusp Lágmúla 5 Reykjavík Sími 681555 - okkar heimur snýst um gaedi UMBOÐSMENN OKKAR - YKKAR MENN UM LAND AT.T.T FELIA Margra ára reynsla sýnir að Fella sláttuþyrl- ur eru einhverjar vönduðustu sláttuþyrlur sem völ er á. Fella sláttuþyrlur eru fáanlegar í stærðunum 166 cm og 192 cm. Báðar stærðirnar eru fáanlegar með og án grasknosara, sem mjög auðvelt og fljótlegt er að taka af og setja við. Fella er sláttuþyrla sem endist og endist. Kynnið ykkur prófun Bútæknideildar sumarið 1982 á Fella Km 165 sláttuþyrlunni með grasknosara. FELLA heyþyrlur eru sterkai og afkastamiklar. Þær er hægt að fá bæði lyftutengdar og dragtengdar. Allar vélarnar eru með skástillibúnaði, þannig að þær geti kastað frá skurðum og girðingum. FELLA stjörnumúgavélar henta stórum og litlum búum. Hægt er að fá vélar sem raka hvort sem er til hægri eða vinstri, einnig vélar til tengingar framaná dráttarvélar. LATTU A—A 1 1 1 U línianii EKKl FLJÚOA FRÁ !>ÉR ÁSKRIFTARSÍMI 686300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.