Tíminn - 14.07.1987, Blaðsíða 6

Tíminn - 14.07.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn; Þriðjudagur 14. júlí 1987 Árni S. Jóhannsson formaöur sláturleyf- ishafa: Peningaráðin allt of lltil - til þess að við getum staðið undir tilraunasláturhúsi Lagning Ijósleiðara í Melasveit í Borgarfirði Símaúrbætur á Vesturlandi „Tillagan var tekin fyrir í vor á aðalfundi Sambandsins og var vísað til Félags sláturleyfishafa innan Búvörudeildar Sambands- ins. Þar var hún tckin fyrir á fundi um miðjan júni. Þetta var mjög ítarleg tillaga og góð. Við höfum afgreitt hana á jákvæðan hátt frá Búvörudeildinni," sagði Árni S. Jóhannsson formaður Félags slát- urleyfishafa, aðspurður um hvaða móttökur tillaga aðalfund- ar Kaupfélags Hvammsfjarðar, um tilraunasláturhús hefði fengið og sagt var frá í Tímanum sl. föstudag. Arni sagði að sláturhúsin gengju nú í gegnum miklar breyt- ingar, m.a. með mikilli fækkun sláturhúsa. Peningaráð í slátur- starfseminni í daggæfi ekki mikla möguleika til þess að hafa svona starfsemi. Það væri vitanlega mjög ákjósanlegt að reka tilraunasláturhús en það væri vart mögulegt nema að sláturleyfis- höfum væri gert það kleift með betri rekstrarafkomu. Það væri samt ýmislegt hægt að gera til hagræðingar, t.d. að lengja sláturtíðina og minnka af- köstin á hverjum degi samhliða þvf að fækka starfsfólki. Það væri breytt stefna nú varðandi fryst- ingu. Áður var talið nauðsynlegt að hraðfrysta kjötið strax, en nú sýndu rannsóknir að betra væri að láta kjötið hanga áður en það væri fryst og auk þcss væri betra að hægfrysta það. Síðan væru menn að tala um að stykkja kjötið strax til þess að spara geymslupláss og fleira til þess að stuðla að meiri hagræðingu. Aðspurður sagði Árni að til- raunasláturhús gæti gert mikið gagn til þess að auka sölu og koma fram með nýjungar. Þar yrðu væntanlega gerðar tilraunir með markaðssetningu og annað slíkt ef til kæmi, en til allra slíkra hluta þyrfti stóran og mikinn fjárhagslegan grundvöll sem skorti nú. Það vantaði líka betra skiputag af hálfu stjórnvalda, t.d. áneyslu. Búvörusamningar gerðu ráð fyrir því að innanlandsneysla væri 9.500 tonn á ári en síðan væri ckki nógu mikið gert til þess raunverulega að fylgja því eftir með sölu. Árni tók kjötið frá 1985 sem nú er verið að henda á haugana sem dæmi og sagði að ef menn hefðu fyrir áramótin verið búnir að grípa myndarlcga á birgðavanda- málinu, þá hefði verið hægt að auka neysluna um þessi 200 tonn. Það hefði átt að lækka verðið meira og fyrr. Neyslan ykist í öfugu hlutfalli við verðið á vör- unni. Mjög árfðandi væri að leysa vandann strax því það væri svo dýrt að geyma kjöt. Nú eru horfur á að um 500 tonn af kjöti komi á markaðinn í haust af fullorðnu fé cingöngu vegna riðuútrýmingar. Árni benti á að ef ekki væri fyrirsjáanlegt að koma því kjöti á markað, þá væri betra að henda því strax en að geyma von úr viti. Best væri að selja það á lágu verði strax svo framarlega sem kjötið skaðaði ekki markaðinn aðöðru leyti. ABS Verið er að ljúka við uppsetningu á nýrri stafrænni símstöð í Borgar- nesi. Á sama tíma er verið að setja upp nýtt stafrænt radíósamband milli Reykjavíkur og Akraness og leggja ljósleiðarastreng milli Akra- ness og Borgarness. Með tilkomu þessara nýju stafr- ænu kerfa eykst símaumferðargetan á Borgarfjaröarsvæðinu og mun auð- veldara verður að ná sambandi við Reykjavíkursvæðið og aðra lands- hluta. Gæði símakerfa og þjónustukostir aukast verulega með stafrænu síma- sambandi og truflanir minnka. Ljós- leiðarinn sem verið er að leggja milli Borgarness er fyrsti áfangi í nýju stafrænu sambandi milli Reykjavík- ur og Akureyrar. Næsti áfangi sem einnig verður lagður í sumar nær frá Blönduósi til Sauðárkróks og fæst að honum loknum varaleið fyrir Skaga- fjarðarsvæðið. Stefnt er að því að ljúka við leiðina Reykjavík - Akureyri í lok ársins 1988. Á þessu ári verður einnig hafin lagning ljósleiðara frá Egilsstöðum til Reyðarfjarðar og áfram þaðan til Eskifjarðar og Neskaupstaðar. Milli þessara staða vantar varaleið. í ijósleiðarastrengjunum sem nú er verið að leggja eru sex ljósleiðarar og geta tveirslíkir flutt 2000símarás- ir eða fjórar sjónvarpsrásir með þeim búnaði sem nú er fáanlegur. Með nýjum búnaði verður hægt að margfalda flutningsgetuna á sama streng. Á næstu árum verður síðan unnið að áframhaldandi byggingu staf- rænna kerfa víða um land. Krýsuvíkur samtökin: Söfnun gengur vel Krýsuvíkursöfnunin gengur von- um framar að sögn Snorra Weldings framkvæmdarstjóra söfnunarinnar. Ferð Fornbílaklúbbsins og Hring- hjóls ’87 í kringum landið hefur vakið fólk og fengið það til að hugsa um þetta málefni. Nú stendur yfir viðgerð á húsnæði sem samtökin hafa fest kaup á í Krýsuvík. Þar stendur til að koma á fót meðferðar- heimili, uppeldis- og fræðslustofnun fyrir unglinga sem orðið hafa vím- uefnum að bráð. í húsinu verður aðstaða fyrir u.þ.b. 18 unglinga í einu, auk þess sem í húsinu verða starfstofur kennara og læknastofur. Vonir standa til að hægt verði að taka aðra hæð hússins í notkun eftir næstu áramót, svo þá þegar verði hægt að taka við 12 unglingum í meðferð. Meðferðin mun verða þrí- þætt og taka allt frá sex mánuðum upp í heilt ár. Um er að ræða meðferð, skóla og vinnu. Plaköt, bæklingar og áheitalistar eru á bensínstöðum um land allt auk þess sem áheitasími er 623550. Sam- tökin eru með sérstakar númeraðar söfnunarfötur, sem tryggja að áheit komist örugglega til skila. Takk- dúettinn gaf samtökunum sölurétt- indin af plötu sinni auk þess sem Lions- klúbbar og ýmis fyrirtæki hafa reynst samtökunum vel. M.a. gaf fyrirtækið Höldur hf. Akureyri samtökunum diesel rastöð. Grinda- víkurbær gaf samtökunum 50.000 kr. og Verkamannafélagið Dags- brún gerði slíkt hið sama. Einnig hafa einstaklingar lagt mikið af mörkum ekki aðeins peningagjafir heldur ýmsa muni sem samtökin þarfnast og jafnvel vinnuframlag. Samanlagt fara Fornbílaklúbbur- inn og Hringhjól ’87 3.400 km leið, þannig að miðað er við meðalhring 1750km. erfólkskrifarundiráheit. Halla Signý Kristjánsdóttir Kirkjubóli í Bjarnardal: Fræðsla bænda heima í héraði baráttumál Kjörmannafundir vegna kjörs fulltrúa á aðalfund Stéttarsam- bands bænda eru ný hafnir og er þeim m.a. lokið í sýslum á Vest- fjörðum. Halla Signý Kristjánsdóttir Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundar- firði var kosin annar fulltrúi fyrir Vestur-fsafjarðarsýslu. Hinn full- trúinn er Birkir Friðbertsson í Botni og var hann endurkjörinn. Halla Signý er aðeins 23 ára gömul og því með yngstu fulltrúum á aðalfund Stéttarsambands bænda. Hún er þriðja konan sem hlýtur kosningu á aðalfund Stéttar- sambands bænda, fyrst var Hall- dóra Játvarðsdóttir Miðjanesi í Reykhólahreppi kjörin og síðan Guðrún Aradóttir Skíðbakka í Rangárvallasýslu. Þær sátu báðar aðalfund í fyrra. Halla Signý býr ásamt eigin- manni sínum á Kirkjubóli í Bjarn- ardal með 12 mjólkandi kýr og um 80 refi. Kindur hafa þau fáar og aðallega til gamans segir Halla. Vegna þess hversu lítinn fullvirðis- rétt þau hlutu ákváðu þau að fara út í refaræktina. Tíminn spurði Höllu fyrst hve- nær hún hefði gerst bóndi og um aðdragandann að því að hún var kosinn fulltrúi. „Við byrjuðum að búa 1984 og erum því búin að vera hér í þrjú ár. Ég er alin upp í sveit, er fædd á Brekku á Ingjaldssandi og þar var mikið rætt um félagsmál. Guð- mundur Ingi sem býr hér á Kirkju- bóli og er búinn að vera fulltrúi lengi gaf ekki kost á sér að þessu sinni og því varð að kjósa fulltrúa í hans stað”. Ætlarðu kannski að gefa kost á þér sem ritari aðalfundar í stað Guðmundar? „Nei það held ég ekki. Ég ætla mér nú ekki að taka við sætinu hans enda hcld ég nú að það séu fáir sem gætu það. Ég ætla hins vegar að reyna að gera mitt allra besta. Við konur verðum að sti'ga á stokk og láta í okkur heyra og ég held að það sé enginn voði þótt nokkrar konur fari inn á Stéttar- sambandsþing. Mér finnst að kon- ur og karlar eigi að vinna saman að hagsmunamálum sínum og það er mjög að aukast að konur gangi í búnaðarfélögin, a.m.k. hérna. Það væri nú líka skrýtið í 150 ára sögu Búnaðarfélags Islands og 40 ára sögu Stéttarsambandsins að ekki hefðu fæðst konur með viti til þess að hljóta kosningu”. „Hvaða málum heldurðu að þú komir til með að berjast helst fyrir á aðalfundinum? „Ég hef nú ekki hugsað mér Halla Signý Kristjánsdóttir Kirkjubóli í Bjarnardal neitt ákveðið mál, en svona al- mennt er ég með mikinn áhuga á að auka virkni kvenna í félagsmál- um í landbúnaði. Það sem þarf að gera er að auka virkni kvenna í landbúnaðarmálum og við þurfum að hvetja konur til að sækja fundi. Ég hef líka mikinn áhuga á að koma á endurmenntunarnám- skeiði frá búnaðarskólunum og koma þeim málum af stað. Það þarf að koma með fræðsluna til bænda í stað þess að við þurfum að láta okkur nægja bæklinga eða fara langar leiðir á námskeið eða í skóla”. Hvers konar endurmenntun myndirðu byrja á? „Bæði nýjungar í landbúnaði og eins þarf að hvetja bændur til meira reikningshalds því að reka bú er að reka fyrirtæki og ekkert fyrirtæki gengurvel nemabókhald- ið sé í lagi. Það er því mikið atriði að bændur fylgist stöðugt með stöðu sinni. Bókhaldskennsla væri því ákaflega mikilsverð svo og fræðsla um markaðsmál. Ég fagna því að Stéttarsamband bænda er farið að gefa út fréttabréf, það er skref í þessa átt. Það þarf að auka atvinnumöguleika í sveitunum og því gæti aukin fræðsla um ferða- mannaþjónustu, loðdýrarækt og fleira komið að miklu gagni”. Er um einhverja slíka fræðslu að ræða innan ykkar búnaðarsam- bands nú? Já, búnaðarsambandið hér er nýlega búið að fá danskan ráðu- naut í loðdýrarækt í hálft starf. Hann býr á ísafirði og fylgist því með fóðurstöðinni þar. Þetta er ákaflega mikilvægt fyrir okkur hérna því það fer enginn út í loðdýrarækt nema vita hvað hann á að gera,“ sagði Halla að lokum. -ABS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.